Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 40
28 3. júní 2004 FIMMTUDAGUR Þetta er þriðja árið í röð sem viðhöldum Menningarhátíð Grand Rokk,“ segir Jón Proppé en sú hátíð hefst í dag klukkan 18 og stendur eitthvað fram á aðfaranótt mánu- dags. „Það er búið að taka þessi þrjú ár síðan hugmyndin kviknaði að koma henni í fastar skorður en þetta er að spyrjast úr. Við höldum áfram með það sem heppnaðist vel á síð- asta ári.“ Eftir að hátíðin hefur verið sett mun Karlakór Grand Rokk taka lagið. Jón segir þetta vera eina nýlunduna á menningarhátíðinni sem hann vonast til að verði meira úr í framtíðinni. „Þetta eru 15 til 20 menn sem hafa verið við æfingar í síðustu viku. Bæði eru þetta ýmsir fastagestir Grand Rokk og aðrir áhugamenn sem koma að kórnum, enda margir söngfærir menn sem kíkja oft þarna inn.“ Fleira nýtt verður í boði á þessari hátíð og má nefna glæpasmásagna- keppni sem Grand Rokk stendur fyr- ir í samstarfi við Hið íslenska glæpa- félag. Í kvöld klukkan 21 verða kynnt úrslit í þeirri keppni. „Það voru yfir 40 sögur sem komu inn í keppnina, þar á meðal sögur eftir helstu glæpa- sagnahöfunda landsins.“ Annað á hátíðinni er komið í fast- ari skorður og hefur öðlast sinn sess, eins og stuttmyndakeppni en mynd- irnar sem keppa þar til verðlauna eru framleiddar sérstaklega fyrir keppn- ina og eru veitt peningaverðlaun fyr- ir. Einnig er heilmikið um tónlist og myndlist eins og áður hefur verið. Þá verður einnig keppt í kotrufjöltefli á sunnudag þar sem fólki gefst tæki- færi til að tefla við sjálfan Íslands- meistarann í kotru. „Það verða uppá- komur alla helgina og lýkur þeim ekki fyrr en eftir miðnætti á sunnu- dag. Ef veður verður gott er óhætt að lofa góðri stemningu á Grand Rokk,“ segir Jón að lokum. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á grandrokk.is ■ Menningarhátíð sett í kvöld KOTRUKEPPNI Á GRAND ROKK Kotrufjölkeppni er eitt af því sem í boði verður á Menningarhátíð Grand Rokk sem stend- ur yfir þessa helgi. ■ MENNING ■ NÝTT GALLERÍ ■ MYNDLIST FJÖLDAKONSERT Kínversk börn spila samtímis á 160 píanó í borginni Hangzhou, í austurhluta Kína. Tilefnið er að kynna sjöundu kínversku listahátíðina sem hefst eftir 99 daga. AÐ MÍNU SKAPI AGNAR JÓN EGILSSON LEIKARI OG HANDRITSHÖFUNDUR Leið eins og Gúmmí Tarzan TÓNLIST „Diskurinn minn í augnablik- inu er tónlist úr mynd sem ég veit ekk- ert um og hef ekki séð. Diskurinn heit- ir Time of the Gypsis og inniheldur fallega sígaunatónlist.“ BÓK „Var að lesa bók sem ég les alltaf einu sinni á ári. Hún heitir Davíð og er eftir konu sem heitir Anne Holm, að ég held. Mér skilst að hún sé hollenskur barnabókahöfundur og þetta er um það bil 25 ára bók sem var verðlaunuð á sínum tíma. Hún fjallar um dreng sem er í fangabúðum og gengur yfir Alpafjöllin að vetri til í leit að móður sinni. Þessi bók er svona mín biblía, hugljúf, falleg og átakanleg saga sem virkar á mig eins og bæn.“ BÍÓMYND Sú mynd sem ég horfi oftast á aftur, en ég er mjög lítið fyrir að horfa á myndir tvisvar, er Seven. Þegar ég sá hana fyrst þá fannst mér ég ekki þurfa að horfa á aðra mynd en svo var ég líka að horfa á Once Upon a Time in America og hún er algjört meistara- verk. Það má engin deyja án þess að sjá hana.“ BORG Það er hafnarborg í Tyrklandi sem heitir Fethiyé. Ég hélt upp á af- mælið mitt þarna fyrir tveimur árum síðan og finnst borgin vera sambland af mónakóskum glæsileika, költstemn- ingu frá Amsterdam og svona arabísk- um ævintýrablæ í anda Þúsundar og einnar nætur. Algjörlega frábær borg. BÚÐ „Finnst rosalega leiðinlegt að ver- sla föt og í rauninni allt nema kaffivör- ur. Ég verslaði þær síðast hjá mann- eskju sem bankaði upp á og var að selja kaffi fyrir gott málefni.“ FARARTÆKI „Það eru bara öll reiðhjól- in sem ég hef átt í gegnum tíðina. Þeim hefur öllum verið stolið og ég hef alltaf séð rosalega eftir þeim öllum þar til ég kaupi mér nýtt. Ég man sérstaklega eft- ir einu hjóli sem ég keypti í þremur hlutum og tjasslaði saman. Það var ofsalega ljótt en mér þótti vænt um það og enginn vildi stela því. Mér leið alltaf eins og ég væri Gúmmí Tarzan þegar ég var á þessu hjóli.“ VERKEFNI „Er að koma Reykjavíkur- nætum á koppinn en það er sjónvarps- þáttasería sem ég er að skrifa og leik- stýra fyrir Stöð 2. Ég vona að allt gangi stórslysalaust fyrir sig í tökunum og við skemmtum okkur öll vel. Svo langar mig kannski að kaupa mér íbúð áður en ég verð fertugur.   INGIBJÖRG OG HULDA Í 101 GALLERÍ Hulda Hákon opnar sýningu í nýju galleríi Ingibjargar við Hverfisgötuna. Mér finnst mjög gaman að fáað sýna í þessu nýja galleríi,“ segir Hulda Hákon myndlistar- kona, sem í dag opnar sýningu í 101 gallerí, nýju galleríi við Hverfisgötu 18a. „Þetta er torfan mín í miðbænum og hefur alltaf verið. Ég er búin að eiga heima hérna frá því ég komst á legg ligg- ur við, og fjölskylda mín hefur búið meira og minna í þessu húsi frá 1930.“ Sýning Huldu verður sú fyrsta í galleríinu, og verður sýningin og galleríið formlega opnað klukkan fimm í dag. „Ég ákvað að vinna alfarið út frá nánasta umhverfi mínu fyrir þessa sýningu, þannig að verkin fjalla meira og minna um bara þennan blett milli Hverfisgötu og Laugavegs, Ingólfsstrætis og Traðarkotssunds.“ Hulda hefur búið til lágmyndir af húsunum, fuglunum og fólkinu á þessu svæði. „Fólkið á myndunum er allt nafngreint. Ýmist eru það vinir mínir og kunningjar eða einhverj- ir sem ég þekki ekki persónulega en eru samt þekkt fólk í bænum. Allt saman fólk sem hefur verið að þvælast á þessari torfu.“ „Við Hulda höfum verið ná- grannakonur í mörg ár,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi gallerísins, sem ákvað að láta þessa nágrannakonu sína ríða á vaðið og vera með fyrstu sýning- una í Gallerí 101. Ingibjörg segist hafa langað til þess í nokkur ár að koma upp gall- eríi, en ekki látið verða af því fyrr en nú. „Ég hef verið pæla svolítið í þessu, kannski út af því að mér finnst vanta fleiri gallerí hérna. Þau þyrftu að vera svona þrjú eða fjögur í viðbót í þessari galler- íflóru okkar. Svo hef ég bara áhuga á myndlist.“ Ingibjörg stefnir að því að vera með fjórar eða fimm stærri sýn- ingar á ári, og nú þegar er búið að skipuleggja næstu sýningar. Í haust verður það Steingrímur Ey- fjörð sem sýnir verk sín. „Svo verða inni á milli kannski styttri sýningar.“ ■ Á litlum bletti í miðbænum McCarthy og Rhoads staddir hér á landi Hinir heimsfrægu myndlistar-menn Paul McCarthy og Jason Rhoads eru mættir hingað til lands til að fylgjast með vinnslu á lista- verkum sem þeir koma til með að sýna hér á landi í lok júní. „Þeir eru að taka þátt í Fantasy Iceland sem er haldið á vegum Hallormsstaða- skógar í samvinnu við Skriðuklaust- ur,“ segir myndlistarkonan Hekla Dögg Jónsdóttir. „Ég hef haft um- sjón með framkvæmd listaverks þeirra hér á landi en tíu sjálfboða- liðar, íslenskir listamenn og lista- nemar, hafa af örlæti sínu unnið hörðum höndum til að verkið verði að veruleika. Stórar framkvæmdir eru jafnframt hafnar á vegum Fantasy Iceland fyrir austan og opnun á verkum þeirra verður á Eiðum þann 19. júní.“ Hekla segir að kapparnir komi einnig til með að sýna verk sín í Reykjavík. „Ég er einn af eigendum Klink og Bank gallerís og þeir ætla að gera sér lítið fyrir og sýna hluta af verkum sínum þar í leiðinni,“ segir Hekla en hún vann sem að- stoðarmaður Jasons Rhoads frá ár- inu 1999 eftir að hafa kynnst honum er hún var í myndlistarnámi í Los Angeles. Verk Jason og Paul sem sýnt verður í Reykjavík heitir Sheep plug. „Við höfum unnið verkið í Klink og Bank vinnustofunni og við erum að framleiða þrjú tonn af sápu með því að bræða tólg og hér angar því allt af tólglykt,“ segir Hekla en vill ekki láta meira uppi um lista- verk myndlistarmannanna. Jason og Paul kveðja Ísland í bili um helg- ina en koma svo aftur hingað til að vera viðstaddir opnanir listasýning- anna í lok júní. ■ HEIMSFRÆGIR LISTAMENN Þeir Paul McCarthy og Jason Rhoads eru hér á landi í stuttu stoppi á vegum Fantasy Iceland til að vinna að listaverkum sem sýnd verða á Eiðum í lok júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.