Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 17
17FIMMTUDAGUR 3. júní 2004 ÍKVEIKJA Maður sem grunaður er um að hafa kveikt í íbúð fimm manna fjölskyldu á Bræðraborg- arstíg er farinn úr landi. Hann hefur enn ekki verið yfirheyrður. Óskar Sigurðsson, lögreglu- fulltrúi í rannsóknardeild Lög- reglunnar í Reykjavík, segir að til þess að hægt sé að úrskurða menn í gæsluvarðhald þurfi annað hvort að liggja fyrir rannsóknarhags- munir eða almannahagsmunir. Um það hafi ekki verið að ræða í þessu máli. Óskar segir að deila megi um hvort þarna hafi verið um al- mannahagsmuni að ræða: „Ég ef- ast um að þetta myndi uppfylla þá skilmála alla en það er matsatriði hverju sinni.“ Óskar segir málið til rannsóknar en lítið hafi áorkast þar sem maðurinn sé farinn í burtu. „Þetta fer ekkert frá okk- ur,“ segir Óskar og jafnframt að ákvörðun verði tekin fljótlega hvort senda beri málið til lögregl- unnar þar sem maðurinn dvelur. Rakel Þrándardóttir, eigandi íbúðarinnar, segir erfitt að meta stöðuna núna en hún teli sig og fjölskyldu sína ekki örugga þó að maðurinn sé ekki á landinu. Mörg dæmi séu um að slíkir menn fái aðra til að vinna verkin sín. ■ LÁGUR GJALDMIÐILL Rúbíinn, gjaldmiðill Indónesíu hefur fallið mikið í verði að undanförnu og hefur ekki verið ódýrari í lægri tvö ár. Fyrir eina krónu má kaupa 135 rúbía. Síbería: Hungur- verkfall námumanna RÚSSLAND, AP Stjórnandi síber- ísks námuvinnslufyrirtækis fékk tæplega 125 þúsund króna sekt fyrir að greiða 376 verka- mönnum sínum ekki laun að upphæð sjö og hálfri milljón króna. Stjórnandi Yenisei-námunnar viðurkenndi fyrir rétti að hafa skipað bókhaldsdeild fyrirtæk- isins að greiða ekki laun frá september. Meira en 170 mann- anna tóku þátt í 12 daga hugur- verkfalli til að mótmæ. ■ SKEMMDIR EFTIR MOLOTOFF-KOKTEIL Flösku með eldfimu efni var hent inn um glugga á húsi fimm manna fjölskyldu eftir að til ryskinga kom á milli gerandans og fjölskylduföðurins kvöldinu áður. Maður sem grunaður er um íkveikju á Bræðraborgarstíg er farinn úr landi: Næstu skref lögreglu óákveðin meirihluta fylgis hjá öllum menntahópum. Í þjóðarpúlsi Gallup var fólk spurt hvaða flokk eða lista fólk myndi kjósa ef gengið væri til kosninga til Alþingis í dag, hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu, hvort fólk væri líklegra til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða ein- hvern hinna flokkanna og um stuðning við ríkisstjórnina. Erfið mál og langþreyttur al- menningur Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann, segir stuðning við ríkisstjórn hér á landi hafa verið lægri og vísar þar til Viðeyjarstjórnarinnar árin 1992 og ‘93 þar sem Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur áttu í samstarfi. Þá segir hann Sjálf- stæðisflokkinn nokkrum sinnum hafa mælst með innan við 30 pró- senta fylgi. „En ég er nokkurn veginn viss um að þetta er minns- ta fylgi sem ríkisstjórn Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokks hefur haft frá því hún var mynduð árið 1996. Viðeyjarstjórnin var hins vegar, einkum á fyrri hluta ferils síns þegar efnahagsástandið var mjög erfitt, oft með fylgi á milli 30 og 40 prósenta,“ sagði Ólafur og vísaði til þess að á þeim tíma hafi erfiður efnahagur kallað á óvinsælar að- gerðir sem drógu úr vinsældum Viðeyjarstjórnarinnar. „En nú er því ekki að skipta þegar efnahags- málin eru í mjög góðu lagi. Lang- líklegast er að meginástæðan fyr- ir þessari niðursveiflu sé fjöl- miðlafrumvarpið og reyndar ým- iss önnur mál sem hafa verið ríkis- stjórninni óþægileg.“ Þá sagði Ólafur að leiði á valdhöfum sem lengi hafa setið geti líka spilað inn í þessa miklu niðursveiflu í fylgi ríkisstjórnarinnar. „Það er hins vegar engin sérstök ástæða til að ætla að leiðinn hafi aukist svona mikið á einum mánuði. Ef hlutirn- ir eru skoðaðir til lengri tíma var fylgi ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hér áður fyrr oft með fylgi í kring um 60 pró- sent, sem síðan hefur verið að síga niður undir 50 prósent.“ Þá þróun taldi Ólafur að mætti að nokkru skrifa á leiða eða annað slíkt. „En síðan þegar fylgi fellur mikið á einum mánuði er frekar einstakur atburður sem skýrir það. Leiði á ríkisstjórn getur hins vegar orðið til þess að fólk bregðist harðar við þegar upp koma hlutir sem því mislíkar.“ ■ ENGIN NÝMÆLI Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir sömu tilhneigingu vera í þjóðarpúlsi Gallup og í fyrri könnun Fréttablaðsins og að þar komi líklega fram áhrif fjölmiðlafrumvarpsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.