Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 16
16 3. júní 2004 FIMMTUDAGUR ALLT Á FULLU Það var nóg um að vera á olíumörkuðum í gær. Augljóst var að ekki voru allir á eitt sáttir um hvernig mál þróuðust. Undirskriftasöfnun hafin gegn kaupum á Liverpool: Stjórnin kaupi ekki fótboltalið TAÍLAND, AP Á fjórða hundrað Taí- lendinga hófu í gær undir- skriftasöfnun þar sem þess er krafist að stjórnvöld hætti við að kaupa hlut í enska úrvals- deildarliðinu Liverpool en stjórnvöld hyggjast nota lottó landsins til að afla fjár til kaup- anna. Andstæðingar áformanna héldu á lofti spjöldum þar sem á stóð: „Stöðvið spillinguna - hætt- ið að kaupa Liverpool með okkar peningum!“. Einnig veifuðu þeir myndum af leikmönnum Liver- pool sem var búið að mála stopp- merki yfir. Thaksin Shinawatra, forsæt- isráðherra Taílands, hefur boðið í 30 prósenta hlut í Liverpool og hyggst láta hlutafélag í eigu íþróttamálaráðuneytis landsins halda utan um hlutabréfin. Sjálfur segir hann að samningur um kaupin sé svo gott sem frá- genginn og einungis eftir að ganga frá smáatriðum. Mótmælendurnir, sem flestir eru námsmenn, segja að kaupin verði til þess að draga úr sið- ferðisvitund almennings og kalla þau spillingu. Nái þeir að safna 50.000 undirskriftum verður þingið að yfirfara samn- inginn og ákveða hvort hann verði samþykktur eður ei. ■ Minnsta fylgi við ríkisstjórn- ina frá stofnun hennar Í þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að fylgi við ríkisstjórnina er einungis um 40 prósent og að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi frá árinu 1993. Samanburður við könn- un Fréttablaðsins sýnir miklar sveiflur í fylgi við flokka og stjórn. STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin er bara með um 40 prósenta fylgi kjós- enda, að því er fram kemur í símakönnun sem IMG Gallup gerði dagana 28. apríl til 26. maí síðastliðinn. Fylgi ríkisstjórnar hefur ekki mælst jafn lítið í ann- an tíma og fylgi Sjálfstæðis- flokks hefur ekki farið niður fyrir 30 prósent síðan í október 1993. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup eru einnig talsverðar breytingar á fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks frá því í síðasta mánuði. Staða stjórnar- flokkanna er þó heldur skárri í þjóðarpúlsinum en fram kom í könnun Fréttablaðsins 22. maí síðastliðinn. Í henni mældist stuðningur við ríkisstjórnina bara 30,9 prósent. Þarna munar tæpum 10 prósentum á könnun Fréttablaðsins og IMG Gallup. Að sögn Ásdísar G. Ragnars- dóttur, verkefnisstjóra hjá IMG Gallup, mældist ekki marktæk- ur munur á svörum fólks eftir vikum í þjóðarpúlsinum. „Svo var frumvarpið um eignarhald fjölmiðla líka í hámæli allan tímann, því það var lagt fram 26. apríl,“ sagði hún. Kannanir eru tilviljanafræði Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði að honum hefði þótt líklegast að munurinn skýrðist á því að könnun IMG væri gerð á mun lengri tíma en Fréttablaðsins. „En fyrst svo er ekki þá er nú líklegast að blaðið hafi lent á óheppilegu úrtaki. Hinn möguleikinn er svo auðvit- að að einhver hópur svarenda svari ekki Fréttablaðinu,“ sagði hann. „En kannanir eru tilvilj- anafræði og reglulega lenda menn á skekktu úrtaki. Enda á aldrei að ganga mjög langt í að túlka niðurstöður kannanna, því alltaf eru vissar líkur á skekkju og stundum fæst bara kolvitlaus niðurstaða.“ Gunnar Helgi sagði að einnig gætu ótal þættir í framkvæmd kannanna haft áhrif. Hann sagði þó fátt nýtt á ferðinni í könnun IMG Gallup frá því sem var í könnun Frétta- blaðsins undir lok maí. „Niður- staðan er svipuð. Og þótt að sveiflan sé ekki jafn afgerandi í könnun IMG Gallup þá er hún í sömu átt,“ sagði hann og taldi að enn gilti það sama um ástæður mikillar niðursveiflu Sjálfstæð- isflokksins, að þar kæmu fram áhrif umræðu um frumvarp rík- isstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum. „Svo er Framsókn- arflokkurinn svo sem ekki með mikið fylgi, en hann heldur sér þó betur en Sjálfstæðisflokkur- inn í þjóðarpúlsinum. Ég veit ekki vel hvað hægt er að lesa í það,“ sagði Gunnar Helgi. Samfylking stærri en Sjálf- stæðisflokkur Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup missir Sjálfstæðisflokk- urinn um 5 prósenta fylgi og Samfylkingin eykur fylgi sitt um 4 prósent og hefur nú sam- kvæmt þjóðarpúlsinum um 4 prósentum meira fylgi en Sjálf- stæðisflokkurinn. Fram kemur að ef kosið yrði til Alþingis í dag fengi Samfylkingin naumlega 33 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkur rösklega 29 prósent, Vinstrihreyfing- in grænt framboð bætti við sig einu prósenti og fengi tæp 19 prósent, Framsóknar- flokkurinn fengi tæp 14 pró- sent og Frjálslyndi flokkurinn 5,5 prósenta fylgi. Stjórnarand- stöðuflokkarnir eru því með um 57 prósenta fylgi en stjórnar- flokkarnir um 43 prósent, hjá þeim sem afstöðu taka. Um 17 prósent tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara og 7 prósent sögðust ætla að skila auðu. Konur andsnúnari ríkisstjórninni Jafnframt kemur fram í könnun IMG Gallup að stjórnar- flokkarnir hafa innan við helm- ingsfylgi í öllum kjördæmum og líkt og í fyrri könnun Frétta- blaðsins er greinilegt að ríkis- stjórnin nýtur töluvert minna fylgis meðal kvenna en karla. Í þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að einungis um 39 prósent kven- na styðja stjórnar- flokkana á móti 46 prósent- u m k a r l a . Þá fá stjórn- arand- stöðu- f lokk- a r n i r ■ ASÍA LEIFSSTÖÐ Farþegum fjölgaði mjög í maí. Leifsstöð: Mikil fjölgun farþega FERÐALÖG Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæplega 28 prósent í maímánuði miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 105 þúsund farþegum árið 2003 í rúmlega 134 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Ís- landi nemur tæplega 26 prósent milli ára. Farþegum sem milli- lenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar þó hlutfallslega enn meira eða um 37 prósent. Alls hefur farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgað um rúmlega 22 prósent það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2003, eða úr rúmlega 423 þúsund farþegum í tæplega 517 þúsund farþega. ■ VERSLUNARMIÐSTÖÐ HRUNDI Tíu manns slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar hluti verslunarmiðstöðvar í Bang- kok, höfuðborg Taílands, hrun- di. Verkamenn voru að rífa efri hæðir byggingarinnar en þá vildi ekki betur til en svo að hluti hennar hrundi. MANNSKAÐAVEÐUR Sextán lét- ust og margir misstu heimili sín þegar kröftugir vindar ollu miklum usla í nokkrum þorpum indverska fylkisins Bihar. Veð- urfræðingar sögðu vindana fyr- irboða monsúnrigninga og spáðu því að fleiri stormar kynnu að ganga yfir. HNEPPTUR Í VARÐHALD Lýð- ræðissinni frá Myanmar, sem heldur úti dagblaði í Malasíu þar sem hann berst fyrir lýð- ræðisumbótum, segir að mala- sískir öryggislögreglumenn hafi hneppt sig í varðhald með- an forsætisráðherra Myanmar var þar í heimsókn. Hann hafði ætlað að reyna að ná viðtali við forsætisráðherrann. STÖÐVIÐ SPILLINGUNA - EKKI KAUPA LIVERPOOL Það fór ekki á milli mála að Taílendingar eru margir hverjir ósáttir við áform stjórnvalda um að kaupa þriðjungshlut í Liverpool. Tannlæknar: Verðskrá á stofurnar HEILBRIGÐISMÁL Samkeppnisstofnun hefur gefið út reglur um verðupp- lýsingar á þjónustu tannlækna í þeim tilgangi að bæta upplýsingar til neytenda og auðvelda verðsam- anburð. Samkvæmt reglunum á gjald- skrá að liggja frammi á tannlækna- stofu sem sýnir verð á öllum að- gerðarliðum sem framkvæmdar eru hjá tannlækni. Reglurnar taka til allra sjálfstætt starfandi tann- lækna og þeim er gert skylt að hafa útdrátt úr gjaldskrá á áberandi stað á biðstofu sinni. Reglurnar taka gildi frá 1. sept- ember næstkomandi. ■ BREYTINGAR FRÁ KOSNING- UNUM Í MAÍ 2003, SAM- KVÆMT ÞJÓÐARPÚLSI GALLUP: Sjálfstæðisflokkur missir 5 prósent Framsóknarflokkur missir 4 prósent Frjálslyndi flokkurinn missir 2 prósent VG bætir við sig 10 prósentum Samfylkingin bætir við sig 2 prósentum FORMENN STJÓRNARFLOKKANNA Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokks, og Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokks, gleðjast tæpast yfir niðurstöðum þjóðar- púls IMG Gallups, enda stuðningur við ríkisstjórnina í sögulegu lágmarki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Þróunin á fylgi flokka og ríkisstjórn- ar samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup frá því í ágúst í fyrra. Áberandi er afgerandi nið- urdýfa ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnarflokkanna frá því í apríl. ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING FYLGISÞRÓUN FLOKKA OG RÍKISSTJÓRNAR ,, FJÖLMIÐLALÖG SKÝRINGIN „Langlíklegast er að meginástæð- an fyrir þessari niðursveiflu sé fjöl- miðlafrumvarpið,“ segir Ólafur Þ Harðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.