Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 46
3. júní 2004 FIMMTUDAGUR ■ FYRIRLESTUR ■ TÓNLEIKAR Yrði báðum í hag HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 31 1 2 3 4 5 6 Fimmtudagur JÚNÍ DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes 4. sýn í kvöld kl 20 - græn kort 5. sýn Su 6/6 kl 20 - blá kort Su 13/6 kl 20 CHICAGO eftir J.Kander, F.Ebb og B.Fosse Fö 4/6 kl 20 Lau 5/6 kl 20 Lau 12/6 kl 20 Lau 19/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Ósóttar pantanir seldar daglega DANSLEIKHÚS 10/06/2004 SAMKEPPNI 9 verk eftir 14 höfunda Fi 10/6 kl 20 NÝJA SVIÐ OG LITLA SVIÐ BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson Su 6/6 kl 20 Su 13/6 kl 20 SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson Í kvöld kl 20 Síðasta sýning RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20 - UPPSELT Fö 4/6 kl 20 - UPPSELT Mi 9/6 kl 20 - UPPSELT Fi 10/6 kl 20 - UPPSELT Fö 11/6 kl 20 - UPPSELT Lau 12/6 kl 15 - UPPSELT Lau 12/6 kl 20 Örfáar sýningar TANZ THEATER HEUTE - LJÓSMYNDASÝNING í samvinnu við Goethe Zentrum - Í FORSAL NÝTT: Miðasa la á net inu: www. borgar le ikhus. is Miðasalan, sími 568 8000 Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Yoga í júní hádegis og síðdegistímar Símar 551 5103 og 551 7860 Í k v ö ld , 4 /6 , 1 1 /6 , 1 2 /6 - A ll ra s íð u st u s ý n in g a r! Rosalega spenntar Þær eru rosalega spenntar,“segir Heiðrún Hákonardóttir, einn stjórnenda þriggja stelpna- kóra sem ætla að halda suður til Ítalíu innan fárra daga í einnar viku tónleikaferð. Fyrst ætla þær þó að halda kveðjutónleika í Grensáskirkju í kvöld, þar sem þær flytja sömu efnisskrá og þær ætla að flytja á tvennum tónleik- um á Ítalíu. Kórarnir þrír eru Stúlknakór Reykjavíkur sem Margrét Pálma- dóttir stjórnar, Unglingakór Digraneskirkju sem Heiðrún Há- konardóttir stjórnar og Stúlkna- kór Grensáskirkju sem Ástríður Haraldsdóttir stjórnar en hún verður einnig undirleikari kór- anna á tónleikunum. „Þetta eru samtals 78 stelpur á aldrinum 13 til 18 ára. Við ákváð- um að sameina kórana og verðum í viku í Toskana, bæði að æfa okk- ur og syngja á tónleikum.“ Tvennir stórir tónleikar verða haldnir, annars vegar í Flórens í stórri kirkju sem tilheyrir páfa- garði, og hins vegar í borg sem heitir Massa. „Þar fyrir utan ætlum við að syngja á minni stöðum í strand- bæ sem heitir Marina di Massa, sem er rétt við borgina Massa. Þar syngjum við bæði á torgum og á hótelinu sem við verðum á og víðar. Margrét hefur margoft verið þarna með alla sína kóra og fékk okkur með sér að þessu sinni.“ ■ ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Píanóleikarinn Aladár Rácz flytur í Salnum, Kópavogi, dansa eftir Bach, Mozart, Beethoven, Chopin, Franz Liszt, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sunleif Rasmussen, Stravinsky, Bartók, Arthur Benjamin og Dave Brubeck.  20.00 Þrír stúlknakórar halda tón- leika í Grensáskirkju. Kórarnir eru Stúlknakór Reykjavíkur sem Margrét Pálmadóttir stjórnar, Unglingakór Digraneskirkju sem Heiðrún Hákonar- dóttir stjórnar og Stúlknakór Grensás- kirkju sem Ástríður Haraldsdóttir stjórn- ar en hún verður einnig undirleikari kór- anna á tónleikunum.  21.00 Jan Meyen spilar á Bar 11 við Laugaveg.  Hljómsveitirnar Han Solo og Úlpa koma fram á geðveikum tónleikum til styrktar geðveiku fólki á Gauknum. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson á litla sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Edith Piaf eftir Sigurð Páls- son á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Don Kíkóti eftir Cervantes á stóra sviði Borgarleikshússins.  20.00 Vesturport sýnir Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare á litla sviði Borg- arleikshússins.  20.00 Sekt er kennd eftir Þorvald Þor- steinsson á nýja sviði Borgarleikshússins. ■ ■ LISTOPNANIR  Erla Magna Alexandersdóttir opnar sýn- ingu á verkum sínum í Eden, Hveragerði. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Búðabandið skemmtir á Hressó. Mig langar að sjá meira sam-starf milli tækniheimsins og listaheimsins, sem yrði báðum í hag,“ segir dr. Kristinn R. Þórisson, sem er með dellu fyrir bæði list og tölvum. Hann ætlar að flytja fyrir- lestur um gagnvirka list og gervi- greind í kvöld í Rússlandi, sem er salur í húsakynnum Klink og Bank. „Aðallega ætla ég að fjalla um það hvernig list og tækni mætast, hvers eðlis sú samsetning er og hvernig virkja má tæknina betur í þágu listarinnar. Síðan ætla ég að vera með smá fróðleik fyrir lista- menn um það hvað gervigreind er og hvers vegna það er eitthvað sem þeir ættu að spá í.“ Kristinn hefur alltaf haft annan fótinn í listsköpun, og aðallega þá tónlist. Hann var til dæmis heilinn á bak við Sonus Futurae, sem kalla má fyrstu tölvupopphljómsveitina hér á landi. Smám saman snerist hugurinn meir að tölvutækninni sjálfri og hann fór að stunda rann- sóknir á notendaviðmótum. Kristinn vann meðal annars hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA við að hanna fjarstýrð vél- menni. Einnig vann hann um tíma hjá LEGO við að þróa sýndarveru- leika þar sem íbúarnir eru gervi- greindarverur. „Þar vann ég með listamönnum sem bjuggu til bæði heiminn sjálf- an og útlitið á verunum. Það þurfti náið samstarf milli þess að þróa annars vegar gervigreindina og svo hins vegar líkamlega tilburði þessara sýndarvera. Þessi þróun- arvinna var síðan nýtt meðal ann- ars til þess að gera tölvugrafík og einnig sem forvinna fyrir Lego- land-garðana í Danmörku, Kali- forníu og Englandi.“ Meðan hann starfaði hjá LEGO bjó hann meðal annars til lista- verk sem einungis er til í sýndar- veruleika. „Þegar sá sýndarveruleiki hverfur er listaverkið horfið. Þetta var gagnvirkt hljóðlista- verk. Maður setur á sig sýndar- veruleikagleraugu og fer inn í her- bergi þar sem átta legókubbar svífa í lausu lofti og snúast. Kubb- arnir eru um leið hátalarar sem geta varpað hljóði úr hvaða átt sem er. Hver hátalari varpar frá sér hluta af tónverki, ákveðinni laglínu, en eftir því sem kubbur- inn snýst hækkar og lækkar sú laglína. En maður getur gripið í kubbana og stöðvað þá með hend- inni, og sett þá af stað aftur.“ ■  Fastasnúðarnir Kalli og Lelli halda uppi fjörinu ásamt Exos á breakbeat- kvöldi á Kapital. ■ ■ SAMKOMUR  12.00 Árleg sumarsala á handunn- um vörum frá iðjuþjálfun geðdeildar verður haldin í anddyri geðdeildarhúss Landspítalans við Hringbraut. ■ ■ FÉLAGSLÍF  20.00 Kristinn R. Þórisson flytur fyrirlestur um gagnvirka list og gervi- greind í Klink og Bank. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. ÞRÍR KÓRAR Í EINUM Þær ætla að halda kveðjutónleika í Grensáskirkju í kvöld áður en þær halda til Ítalíu í einnar viku tónleikaferð. KRISTINN R. ÞÓRISSON Flytur fyrirlestur um gagnvirka list og gervigreind í Klink og Bank.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.