Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2004, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 03.06.2004, Qupperneq 14
14 3. júní 2004 FIMMTUDAGUR MÓTMÆLT Í RÓM Friðarsinnar efndu til mótmæla í Róm í gær, meðan herinn fór í skrúðgöngu um götur borgarinnar. Þessi mótmælti mis- þyrmingum fanga í Írak. HAGKERFIÐ Oíuverð mun halda áfram að hækka á þessu ári en síðan lækka hratt á því næsta. Seðlabankinn gerir ráð fyrir þessari þróun í þjóðhagsspá sinni. Samkvæmt spá bankans mun eldsneytisverð þrýsta verðbólgunni upp fyrir þol- mörk. Olíuverð er nú í fjórtán ára hámarki. Hækkunin að undan- förnu kom á óvart, en talið var að aukið framboð frá Írak myndi hafa áhrif til lækkunar. Búast má við því að olíufram- leiðsla verði aukin í kjölfar fundar OPEC í dag. Seðlabankinn byggir spá um olíuverð á framvirkum samn- ingum á markaði. Þar kaupa menn og selja olíu langt fram í tímann. Samkvæmt því veðjar markaðurinn á að olíuverð hækki áfram á þessu ári en fari síðan hratt lækkandi. Bensínverðbólgan mun ganga til baka verði þróunin þessi, en um leið mun losna um fé í hag- kerfinu sem ýtt gæti undir aðra þenslu. ■ Arnarholti verður lokað í haust Geðdeildinni í Arnarholti á Kjalarnesi verður lokað í haust. Lokunin er til komin vegna sparnaðaraðgerða sem Landspítala - háskólasjúkrahúsi hefur verið gert að grípa til. Tæplega 40 sjúklingar dvelja í Arnarholti. HEILBRIGÐISMÁL Eydís Sveinbjarn- ardóttir, sviðstjóri geðsviðs Land- spítala - háskólasjúkrahúss, stað- festi í gær, að geðdeildinni í Arn- arholti á Kjalarnesi yrði lokað í haust. Þar rekur Landspítalinn tvær deildir. Átta sjúklingar dvel- ja á annarri en 27 á hinni. Fyrr- nefndi hópurinn kom úr Gunnars- holti, þegar LSH hætti rekstrinum þar. Starfsfólki deildarinnar hef- ur verið gert viðvart um hvað til standi. „Það er ljóst, eins og verkefni spítalans eru, að við komum til með að loka Arnarholti,“ sagði Ey- dís. „Ég hef sagt við starfsfólkið þarna að því verði lokað.“ Eydís sagði að spítalinn hefði ekki sett nákvæma tímasetningu á lokun Arnarholts. Þó væri ljóst, að minni deildinni yrði lokað í september og hinni með haustinu. Spurð hvað yrði um sjúkling- ana sem dvelja nú í Arnarholti sagði Eydís að farið yrði yfir það í sumar hvar þeim yrði komið fyrir, á meðan þeir biðu eftir úrræðum í félagslega kerfinu. „Spítalinn mun ekki útskrifa þetta fólk út á guð og gaddinn,“ sagði hún. „Við munum reyna að hafa það innan spítalans, þar til ljóst verður hver úrræðin verða. Það er ljóst að með þessu erum við að fylgja ákveðnum sparnað- aráformum.“ Eins og Fréttablaðið greindi nýlega frá hefur Árni Magnússon félagsmálaráðherra ákveðið að láta gera úttekt á búsetuþörfum geðfatlaðra um land allt. Slík út- tekt hefur þegar verið gerð á Reykjavíkursvæðinu. Síðan hyggst ráðherra láta gera áætlun um uppbyggingu búsetuúrræða fyrir þennan samfélagshóp. Ljóst er að þörfin er brýn, því að sögn Eydísar bíða nú hátt í 80 manns á geðsviði Landspítala - háskóla- sjúkrahúss eftir að komast út af spítalanum og í búsetu. Sumir í þessum hópi hafa dvalið á geðsviðinu í fleiri ár. Þeir hafa fengið viðhaldsmeðferð, að því er Eydís sagði, sem þeir geta allt eins fengið á eigin heimili í félags- legri búsetu. Ekki náðist í Árna Magnússon félagsmálaráðherra í gær, til að inna hann eftir því hvort hafin væri vinna við búsetuúrræði geð- fatlaðra. jss@frettabladid.is Ahmed Chalabi: Upplýsti um leyndarmál BANDARÍKIN Ahmed Chalabi, sem féll fyrir skemmstu í ónáð hjá Bandaríkjamönnum eftir að hafa notið stuðnings varnarmálaráðuneytisins, er sagður hafa upplýst írönsk stjórnvöld um að Bandaríkja- menn gætu lesið dulmál þeirra. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá þessu undanfarna daga og hafa þetta eftir ónafn- greindum embættismönnum. Condoleezza Rice þjóðarör- yggisráðgjafi neitaði að tjá sig um málið í sjónvarpsviðtali á NBC-sjónvarpsstöðinni. ■ Kjarnorkuhneyksli: Sonur ráðherra grunaður KUALA LUMPUR, AP Baráttumenn fyrir mannréttindum hafa beint þeim tilmælum til malasískra stjórnvalda að þau rannsaki hvort áhrifamiklir einstaklingar í Malasíu séu tengdir alþjóðlegum kjarnorkuvopnahring. Tilmælin eru sett fram í kjöl- far handtöku háttsetts manns inn- an netsins. Mannréttindasinnarn- ir telja meðal annars að rannsaka þurfi son forsætisráðherrans. ■ Þingflokkur VG: Aðför að Landspítala mótmælt HEILBRIGÐISMÁL Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs mótmælir harðlega áframhaldandi aðför að Landspít- ala - háskólasjúkrahúsi og varar við því að frekari aðhaldsaðgerð- ir valdi varanlegri eyðileggingu á áratuga uppbyggingarstarfi. Þetta yrðu afleiðingar svelti- stefnu ríkisstjórnarinnar sem greinilega er framfylgt til að knýja sjúkrahúsið til að einka- væða starfsemi sína. Þá hafnar þingflokkurinn al- gerlega öllum hugmyndum um frekari komugjöld og sjúklinga- skatta sem komið hafa til um- ræðu í stjórn sjúkrahússins. ■ LANDSPÍTALI Vinstri grænir hafna „sveltistefnu ríkis- stjórnarinnar.“ 35 ára borgarastríð: Leita lausna í Noregi FILIPPSEYJAR, AP Þess verður freist- að í Ósló að binda endi á langlíf- ustu uppreisnarinnar sem enn stendur yfir í Asíu. Stjórnvöld í Filippseyjum og leiðtogar marxískra uppreisnar- manna hafa samþykkt að setjast að samningafundi í norsku höfuð- borginni síðar í mánuðinum. Þar verður sérstök áhersla lögð á efnahagslegar og félagslegar um- bætur sem eru forsenda fyrir friðarsamkomulagi. Uppreisnar- menn munu einnig þrýsta á stjórnvöld um að fá samtök sín tekin af listum annarra ríkja yfir hryðjuverkasamtök. ■ 2.000 ÁBENDINGAR Bandarísku alríkislögreglunni, FBI, bárust rúmlega 2.000 ábend- ingar fyrsta sólarhringinn eftir að birtar voru myndir af sjö ein- staklingum sem yfirvöld leita að og telja að tengist al-Kaída hryðjuverkahreyfingunni. DÝRT AÐ DÆLA Bensínhækkanir valda tímabundinni verð- bólgu en Seðlabankinn gerir ráð fyrir lækk- un eldsneytis á næsta ári. Seðlabankinn um þróun olíuverðs: Hröð lækkun á næsta ári FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Lögreglustjóri Karachi: Rekinn á staðnum PAKISTAN, AP Lögreglustjórinn í Karachi og yfirmenn lögreglunn- ar í tveimur hverfum borgarinnar urðu að gjalda fyrir blóðugar róst- ur síðustu daga með starfi sínu. Í það minnsta 25 manns létust í þriggja daga blóðugum átökum súnnímúslima og sjíamúslima sem brutust út í borginni á sunnu- dag. Ástandið var orðið öllu ró- legra í gær. Þá fundaði ríkisstjóri Sindh, sem borgin Karachi tilheyrir, með yfirmönnum lög- reglunnar og eftir það var til- kynnt að lögreglustjórinn og und- irmennirnir tveir hefðu verið færðir til í starfi. ■ ÓLGA Í KARACHI Lögregla beitti táragasi til að dreifa fólki í átökum sem kostuðu 25 manns lífið á þremur dögum. NÍU ÁR FYRIR HRYÐJUVERK Fyrsti maðurinn til að verða fundinn sekur um hryðjuverka- starfsemi í Ástralíu var dæmdur til níu ára fangelsisvistar. Jack Roche var fundinn sekur um að hafa skipulagt sprengjuárás á sendiráð Ísraels í Ástralíu en ekkert varð úr árásinni. ■ ■ EYJAÁLFA ■ BANDARÍKIN FJÖLMIÐLAR „Ég á erfitt með að treysta vinnubrögðum á borð við þau sem íslenskir fjölmiðlar hafa sýnt í þessu máli.“ segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, um umfjöllun fjölmiðla um undirskriftalistann þar sem forseti Íslands var hvattur til að synja fjölmiðlalög- unum. „Gagnrýnisleysi fjölmiðla hefur verið með ólíkindum,“ bætir Pétur við. „Enginn af stærstu fjölmiðlum landsins hef- ur gert athugasemd við listann; ekki Fréttablaðið, Morgunblaðið, DV, Stöð 2 eða Ríkisútvarpið. Til- kynningum Fjölmiðlasambands- ins er slengt fram án athuga- semda á öllum þessum miðlum.“ Pétur segir að til þess að undir- skriftasöfnun sé marktæk þurfi fólk annað hvort að rita nafn sitt með eigin hendi eða undirskrift- irnar að vera rafrænar. Síðasta haust voru um 1.200 manns skráðir í Sjálfstæðis- flokkin með áþekkri undir- skriftasöfnun. Pétur segir það sama gilda um hana. „Þær skrán- ingar hafa ekkert gildi. Fólk verður að gera upp við sig hvort það vilji vera í flokknum þegar kemur að því að greiða félags- gjöld.“ ■ PÉTUR BLÖNDAL Telur gagnrýnisleysi fjölmiðla hafa verið með ólíkindum. Pétur Blöndal: Treystir ekki íslenskum fjölmiðlum ARNARHOLTI LOKAÐ Tveimur geðdeildum LSH í Arnarholti á Kjalarnesi verður lokað í haust. Um er að ræða þátt í þeim sparnaði sem stjórnvöld hafa lagt fyrir Landspítalann.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.