Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 22
Þær hafa ekki verið sérlega hávær-
ar raddirnar sem mótmælt hafa
svokallaðari færslu Hringbrautar
sem hafist var handa við fyrir
skömmu. Auðvitað getur verið að
borgarbúum þyki þetta ekkert til-
tökumál að lögð sé sex akreina
stofnbraut þvert í gegnum Vatns-
mýrina. Ég hallast þó frekar að því
að fólk sé hreinlega ekki nógu vel
upplýst um umfang þessarar ör-
lagaríku framkvæmdar, málið sé
vanreifað eins og stundum er sagt.
Þegar að ég, að áeggjan svokallaðs
Átakshóps gegn færslu Hringbraut-
ar, kynnti mér málið þá þótti mér
það frá fyrstu stundu bera öll merki
þess að vera verulega vond hug-
mynd. Það er mín eigin persónulega
skoðun. En það kom mér jafnframt
mjög á óvart að það skyldi vera
Reykjavíkurlistinn sem standi að
þessari gríðarmiklu gatnafram-
kvæmd, ekki síst í ljósi þess að rök
andstæðinga hennar eru að megni
til hin sömu og við í Reykjavíkur-
listanum beittum í umræðunni um
framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Borgarstæðið sem við metum
svo mikils mun verða skorið í tven-
nt ef þessi hraðbraut verður að
veruleika. Draumurinn um órofna
þétta og mannvænlega byggð frá
hafnarsvæðinu í norðri og að Naut-
hólsvíkinni í suðri verður úti. Brott-
hvarf flugvallarins úr Vatnsmýr-
inni yrði aðeins lítil sárabót í sam-
anburði við það stóra tækifæri sem
glatast í framtíðarskipulagi borgar-
innar ef þessi framkvæmd verður
að veruleika. Bent hefur verið á
fjölmargt annað, s.s að umferðar-
þunginn sé síður en svo mestur á
þessum kafla vegarins, að flösku-
hálsar muni hvort eð er myndast
sitthvorum megin við nýju braut-
ina. Skýring borgaryfirvalda um að
Landspítalinn hafi þrýst á um fram-
kvæmdina vegna skorts á landrými
virðist mér vera yfirvarp eitt.
Landspítalinn hefur úr mörgum
kostum að velja og liggur ekkert á
frekar en okkur. Hraðbrautargerð-
in í hjarta dýrmætasta byggingar-
lands borgarinnar gengur gegn öll-
um þeim meginhugmyndum sem
Reykjavíkurlistinn hefur staðið
fyrir í skipulagsmálum. Bílanotkun
mun aukast í miðborginni vegna
þessa meðal annars vegna þess að
það verður ekki jafn góður kostur
fyrir íbúa sunnan Hringbrautarinn-
ar að fara fótgangandi niður í bæ.
Þórólfur Árnason borgarstjóri
hefur valdið mér nokkrum von-
brigðum með frammistöðu sinni í
þessu máli. Ekki er svo sem hægt
að kvarta undan því að hann hafi
ekki mætt á svæðið þegar haldnir
hafi verið fundir eða hafi skorast
undan því að svara gagnrýni
áhyggjufullra Reykvíkinga en það
eru einmitt svörin hans sem mér
þykja æði fátækleg. Þórólfur svar-
aði spurningu sem ég beindi til
hans á fundi í Ráðhúsinu þannig að
ákvörðunin um lagningu sex
akreina hraðbrautar í gegnum
Vatnsmýrina gæti varla verið röng
þar sem eina markmið borgarfull-
trúanna væri að láta að kjósa sig
aftur. Það gæti orðið ansi erfitt að
gagnrýna nokkuð í stjórn borgar-
innar ef við ættum að taka slíka
málsvörn gilda og mér þykir ljóst
að við munum ætlast til meiri
stjórnvisku af Þórólfi ef hann á að
geta fyllt skarð Ingibjargar Sólrún-
ar Gísladóttur sem pólitísks leið-
toga Reykjavíkurlistans þegar
fram líða stundir.
Þórólfur hefur sannað getu sína
til að standa fagmannlega að fyrir-
tækjarekstri sem og nú síðast til að
vera ágætis embættismaður í hlut-
verki borgarstjóra. Ég vona svo
sannarlega að hann eigi meira inni
þótt frammistaðan í þessu ákveðna
máli hafi verið slöpp að mínu mati.
Við þurfum ekki borgarstjóra sem
tönnlast sífellt á tæknilegum atrið-
um og reynir að vita betur en borg-
arbúar. Við þurfum borgarstjóra
sem metur skoðanir okkar og at-
hugasemdir og lítur á hlutverk sitt
sem það að vera auðmjúkur þjónn
almannahagsmuna frekar en að
sinna hlutverki spunameistarans og
valdamannsins.
Ég vil hrósa Átakshópnum og
öðrum þeim sem reynt hafa að
halda uppi andmælum og hvetja til
umræðu um málið. Reykjavíkur-
listinn sækir uppruna sinn einmitt
að stóru leyti til slíkra grasrótar-
hreyfinga. En áður en Sjálfstæðis-
flokknum var bolað frá völdum vor-
ið 1994 hafði rödd grasótarhreyf-
inga um langa hríð mátt sín lítils
gegn valdhroka borgaryfirvalda
sem létu gagnrýni borgarbúa sem
vind um eyru þjóta. Það væri sorg-
legt ef sömu örlög biðu Reykjavík-
urlistans. Reykjavíkurlistinn er
auðvitað ekki ónæmur fyrir vald-
þreytu þó að haldi í vonina að hann
geti endurfæðst og endurnýjað
hugmyndir sínar. Að þegja and-
mæli grasótarhreyfinga borgarbúa
í hel er ekki góð byrjun. Skoðanir
hugsjónafólks sem berst fyrir skoð-
unum sínum í einstökum málum
eru ekkert minna mikilvægar en
okkar sem kjósa að vinna að hug-
sjónum okkar innan stjórnmála-
flokkanna hvað þá hinna fáu sem
hafa stjórnmálin að atvinnu sinni.
En auðvitað eru skipulagsmál
þess eðlis að á þeim getur hver haft
sína persónulegu skoðun og ein-
stakar framkvæmdir ekki
flokkspólitískar í eðli sínu. Vissu-
lega virðist sem almenn samstaða
sé um málið meðal borgarfulltrúa
allra flokka. Vafalaust hafa þeir
kynnt sér málið í þaula og eru sátt-
ir við sína niðurstöðu. Það eitt og
sér dugir þó ekki til að hafna allri
gagnrýni. Ekki er heldur nóg að
benda á einhverja kynningu sem
hafi farið fram á skipulaginu og að
frestur til andmæla sé útrunninn.
Áhyggjur borgarbúa gefa ríkt til-
efni til að horft sé fram hjá tækni-
legum atriðum. Sáttin verður engin
ef alltaf á að vísa í smáa letrið.
Íbúalýðræði og samræðustjórnmál
hafa verið tíð stef í máli okkar sem
tilheyrum Reykjavíkurlistanum.
Ég tel persónulega að það felist
stórkostlegt tækifæri í því fyrir
Reykjavíkurlistann að hafa þessi
sjónarmið í heiðri nú og efna til at-
kvæðagreiðslu borgarbúa um
Hringbrautarmálið. Það er líklega
sjaldan meiri heiður fólginn í því að
framfylgja hugsjónum um íbúalýð-
ræði en einmitt í þeim málum sem
meirihlutinn telur sig vita best
hvernig eigi að afgreiða og vildi
helst keyra hratt í gegn.
Eftir stendur í mínum huga að
hvorki framkvæmdin sjálf né ein-
strengisleg viðbrögð við gagnrýni
andstæðinga hennar rímar við hug-
myndafræði þess Reykjavíkurlista
sem ég þekki. Félag Ungra jafnað-
armanna í Reykjavík hefur áður
samþykkt áskorun á borgarstjórn
um að fresta framkvæmdum við
hraðbrautina í Vatnsmýrinni. Ég
tek undir þá áskorun og tel að leyfa
þurfi frekari umræðu að eiga sér
stað og ef það er svo að eftir að
nægjanleg kynning hefur farið
fram að enn er stór hópur borgar-
búa andvígur framkvæmdinni að
efna þá til atkvæðagreiðslu um
málið. Það væri að sönnu þarft inn-
legg í löngu tímabæra hugmynda-
fræðilega endurmenntun Reykja-
víkurlistans.
Höfundur er formaður Ungra
jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar
Samfylkingarinnar.
3. júní 2004 FIMMTUDAGUR22
Hraðbraut í gegnum
Vatnsmýrina er vond hugmynd
ANDRÉS JÓNSSON
UMRÆÐAN
SKIPULAGSMÁL
REYKJAVÍKUR
Þegar ákveðið var á
borgarráðsfundi nú
á dögum að ekki mætti
selja áfengi í Egilshöll fór
ég að hugsa, hvort ekki ætti
frekar að banna að selja
feita hamborgara og fransk-
ar, kók og allt súkkulaðið
sem því fylgir.
JÓI FEL
UMRÆÐAN
HOLLAR OG
ÓHOLLAR VÖRUR
,,
Borgarstæðið sem
við metum svo
mikils mun verða skorið í
tvennt ef þessi hraðbraut
verður að veruleika. Draum-
urinn um órofna þétta og
mannvænlega byggð frá
hafnarsvæðinu í norðri og
að Nauthólsvíkinni í suðri
verður úti. Brotthvarf flug-
vallarins úr Vatnsmýrinni
yrði aðeins lítil sárabót í
samanburði við það stóra
tækifæri sem glatast í fram-
tíðarskipulagi borgarinnar
ef þessi framkvæmd verður
að veruleika.
,,
Margir krakkar fara í
„interrail“ á sumrin
eða til sólarlanda. Ef þú ert
ein(n) af þeim og ennþá
laus og liðug(ur), vil ég
hvetja þig til þess að taka
með þér smokka að heiman
til þess að geta sýnt ýtrustu
varfærni, ef til kynlífs kæmi.
Ertu ung(ur) á leið í „interrail“ eða sumarfrí?
Þegar við erum komin í frí viljum
við hafa það gott og náðugt. Hver
vill það ekki? Við viljum sjá áhyggj-
urnar rjúka út í veður og vind. Það
á að vera gaman að vera til.
Til þess að eyðileggja ekki frá-
bært frí er mikilvægt að hafa
alltaf ákveðna þætti á hreinu.
Þetta á kannski sérstaklega við
þegar við erum komin í glas og
allt leikur í lyndi. Við ætlum okk-
ur kannski ekki að stofna til skyn-
dikynna en málin geta stundum
þróast þannig. Kynlíf er lang-
oftast jákvæð og dýrmæt reynsla,
til þess að tryggja að svo megi
verða þarf ákveðin ábyrgð að
vera með í spilum. Viljum við
sitja uppi með kynsjúkdóm ævi-
langt, ef það er í raun óþarfi?
Í mörgum ríkjum Evrópu er
HIV/alnæmi miklu algengara en á
Íslandi. Þetta á t.d. við lönd sem
við förum oft í sumarfrí til eins og
Ítalíu, Portúgal, Spán og Frakk-
land. Fæstir þeirra sem eru smit-
aðir í heiminum vita um sitt smit.
Fólk getur því verið í góðri trú um
að allt sé í lagi, en reyndin er svo
kannski allt önnur. Það hjálpar
heldur ekki að oft á tíðum er erfitt
að átta sig á því að maður gangi
með kynsjúkdóma eins og t.d.
HIV eða klamidíu. Þegar maður
er í glasi sljóvgast einnig dóm-
greindin og öll þekking og góður
ásetningur getur farið forgörðum.
Það er umhugsunarvert að
hvorki meira né minna en 1,2 pró-
sent jarðarbúa frá 15 ára aldri eru
smitaðir af HIV/alnæmi. Einnig
það að hér á landi skuli greinast
um fjórir til fimm á dag með kyn-
sjúkdóminn klamidíu. Flestir sem
smitast af kynsjúkdómum er ungt
fólk á aldrinum 15–25 ára. Um
helmingur þeirra sem greinast
með HIV/alnæmi á Íslandi hafa
smitast í öðrum löndum, flestir í
Evrópu. Næst algengast er að fólk
smitist í Asíu. Þegar komið er til
nýs lands getur verið erfitt að vita
hvar smokka er að fá. Auk þess er
ekki víst að allar tegundir sem þar
finnast séu gæðaprófaðar.
Margir krakkar fara í „inter-
rail“ á sumrin eða til sólarlanda.
Ef þú ert ein(n) af þeim og ennþá
laus og liðug(ur), vil ég hvetja þig
til þess að taka með þér smokka
að heiman til þess að geta sýnt
ýtrustu varfærni, ef til kynlífs
kæmi. Hvort sem kynlífið hefur
verið skipulagt fyrir fram eða
ekki, er mikilvægt að við berum
ábyrgð á okkar eigin kynheil-
brigði. Hver annar ætti annars að
gera það? Til þess að tryggja sem
best öryggi smokksins er nauð-
synlegt að fylgja vel leiðbeining-
unum um notkun hans.
Þessi ábyrgð sem við þurfum
að taka í kynlífi á auðvitað við alla
sem stunda skyndikynni. Hér
skiptir aldur engu máli.
Njótum lífsins í öryggi.
Höfundur er yfirfélagsráðgjafi
á sóttvarnasviði hjá Landlæknis-
embættinu.
SIGURLAUG HAUKSDÓTTIR
UMRÆÐAN
FERÐALÖG UNGA
FÓLKSINS
,,
Mikið er rætt um hvort leyfa eigi
að selja léttvín í verslunum hér á
landi. Rökin með og á móti eru
mjög góð. Drykkjan gæti aukist,
ekki á að vera vín beint fyrir fram-
an börnin þegar verið er að versla í
matinn, en vandamálin eru til stað-
ar og ég get ekki séð muninn á því
að færa vínin um 50 metra í versl-
unarkjörnunum. Auðvitað á meiri-
hlutinn að ráða því hvort hann vilji
fá matinn og drykkina sína á sama
stað, og ekki gleyma því að ríkið
græðir meiri pening á því í staðinn
fyrir að halda úti búðum og öllu
sem því fylgir.
Ég get ekki séð muninn á því
hvort ég fari í Smáralindina og
kaupi bjórinn með matnum í Hag-
kaup eða borgi fyrst fyrir mat-
vöruna og fari síðan inn um næstu
dyr og kaupi mér bjór og léttvín hjá
ÁTVR. Það er eins og allir haldi að
þegar vínið er komið í matvöru-
verslanirnar þá geti allir farið og
fengið sér bjór og léttvín. Þannig er
það að sjálfsögðu ekki því sömu
reglur munu gilda um það þar og í
vínbúðunum núna hverjir fái að
kaupa vín og hverjir ekki.
Þegar rætt er um að það verði
meiri drykkja á fólkinu og vanda-
málin hrannist upp í heilsugeiran-
um dettur mér í hug að best væri
að setja vínið inn í matvöruversl-
anir og setja síðan allt sælgæti í
sérverslanir því þar liggur raun-
verulegur vandi, ekki bara hjá okk-
ur heldur er þetta orðið eitt mesta
heilbrigðisvandamál sem til er í
heiminum í dag. Fólk er að verða of
feitt.
Þegar ákveðið var á borgarráðs-
fundi nú á dögum að ekki mætti
selja áfengi í Egilshöll fór ég að
hugsa, hvort ekki ætti frekar að
banna að selja feita hamborgara og
franskar, kók og allt súkkulaðið sem
því fylgir. Ég vil meina að stór
vandi liggi í því að börnin okkar eru
að verða of feit, hreyfingarleysi
færist í aukana og tölvuleikjafíkn er
að gera börn veruleikabrengluð og
þunglynd.
Þannig vill nú til að ég drekk
bjór í hófi og fæ mér einstaka sinn-
um sælgæti á nammidögum, allt er
gott hófi og fólk á að fá að velja sér
hvort það vill fá sér eitthvað gott,
hollt eða óhollt.
Það er búið að fela sígaretturnar
á bak við tjöldin, vínið er í sérversl-
un sem ríkið á og þá tel ég að það
eigi að setja allt sælgæti og kex á
bak við tjöldin, líka til að koma í veg
fyrir að ríkið og fólkið fari á haus-
inn vegna of mikils sjúkrakostnað-
ar. Þetta endar með því að byggja
þarf nýja stofnun við hliðina á Vogi
fyrir ungt feitt fólk með átsýki.
Meiningin með þessum skrifum
er sú að fólk á að fá að velja hvað
það vill, hvort sem það er bjór eða
snickers, hvar og hvenær sem fólki
hentar.
Allt er best í hófi. ■
Bjór eða Snickers?
FRAMKVÆMDIR Á FULLU
Verktakar vinna þessa dagana á fullu við gerð hinnar nýju Hringbrautar,
sem er mikið mannvirki.