Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 11
11FIMMTUDAGUR 3. júní 2004
ÞINGVELLIR „Það er búið að ná saman
öllum þráðum varðandi sögulega,
menningarlega og náttúrufræðilega
þætti Þingvalla og setja þá inn í
heildarstefnumörkun,“ segir Björn
Bjarnason, formaður þingvalla-
nefndar.
Þingvallanefnd skrifaði í gær
undir stefnumörkun fyrir þjóðgarð-
inn á Þingvöllum næstu tuttugu
árin. Stefnumörkunin tekur mið af
nýjum lögum sem samþykkt voru á
Alþingi í síðustu viku og kveða með-
al annars á um mikla stækkun þjóð-
garðsins. Þá hefur þjóðgarðurinn
verið tilnefndur á heimsminjaskrá
UNESCO.
Björn segir tilnefninguna mik-
inn virðingarvott en um leið leggja
okkur skyldur á herðar. „Við verð-
um að umgangast þennan stað í
samræmi við þá umsókn sem við
lögðum til og þau markmið sem við
settum okkur í þessari stefnuskrá.
Við verðum því að standa enn betri
vörð um staðinn og sýna honum þá
virðingu sem hann á skilið.“
Að sögn Björns hefur verið
ákveðið að fara ekki í frekari
mannvirkjagerð innan þjóðgarðs-
ins. Þó hafi komið upp hugmyndir
um að nýta Þingvallabæinn til
fræðslu og miðlunar á upplýsing-
um. Forsætisráðherra verði þess í
stað reist sumarhús annars staðar
í þjóðgarðinum.“ ■
TORFÆRAR GÖTUR
Mikil ólga hefur verið í Bólivíu vegna
deilna um hvernig eignarhaldi olíuauð-
linda skuli hagað. Götur eru sumar illfærar
eftir átök og mótmæli og því máttu þessir
piltar vanda sig við að hjóla á milli grjót-
hnullunganna.
Á LEIÐ Í ÞINGIÐ
Forsætisráðherra Ísraels var umkringdur líf-
vörðum og aðstoðarmönnum.
Ariel Sharon:
Vill sam-
þykki við
hugmyndina
JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, segist bú-
ast við því að klofin stjórn hans
samþykki áætlun hans um brott-
hvarf frá Gaza þegar hún kemur
saman til fundar næsta sunnudag.
Hann ætlist þó aðeins til þess að
stjórnin samþykki hugmyndina á
bak við brotthvarf en að greiða
þurfi atkvæði sérstaklega um það
síðar að hrinda brotthvarfinu í
framkvæmd.
Aðstoðarmenn Sharons hafa
undanfarið leitað leiða við að ná
samkomulagi sem tryggir honum
meirihluta í ríkisstjórninni og
uppfylli kröfur Bandaríkjamanna
sem lýstu stuðningi við upphaf-
lega áætlun hans um algjört brott-
hvarf frá Gaza.
Andstaða innan ríkisstjórnarinn-
ar og Likud-bandalags Sharons hef-
ur verið mikil en honum hefur bæst
liðsauki frá Egyptalandi, Hosni
Mubarak forseti hefur lýst stuðn-
ingi við áætlunina og heitið stuðn-
ingi meðan Palestínumenn eru að
taka við stjórninni á Gaza. Sharon
fagnaði þessu og sagði samstarf og
aðstoð Egypta mikilvæga. ■
■ ASÍA
MYRTI ÞRETTÁN BÖRN Afganskur
maður hefur verið dæmdur til
dauða fyrir sprengjuárás í borg-
inni Kandahar í janúar sem kost-
aði þrettán börn og tvo fullorðna
lífið. Hann er annar talibaninn til
að vera dæmdur til dauða, sá
fyrsti var tekinn af lífi í apríl eft-
ir að hafa verið fundinn sekur
um 20 morð.
Raunveruleiki framtíðar:
Öryggi um
allt land
AÞENA, AP Grikkir eiga að hætta
að horfa á kostnaðinn við örygg-
isbúnað sem settur verður upp í
tengslum við Ólympíuleikana og
einblína á kosti þess í framtíð-
inni fyrir landið, segir framleið-
andi hans.
Búnaðurinn veiti lögreglunni
aðgang að neti tölva, myndavéla
og skynjunarbúnaðar allt um höf-
uðborgina og annarra landshluta
Grikklands. Hann kostar rúmlega
22 milljarða króna sem er fjórð-
ungur þess fjár sem ríkisstjórnin
ætlar í eftirlit í ár. ■
Ný stefnumörkun fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum:
Tekið mið af tilnefningu á heimsminjaskrá
ÞINGVALLANEFND SKRIFAR UNDIR
Össur Skarphéðinsson, Björn Bjarnason og Guðni Ágústsson sem skipa þingvallanefnd
skrifa undir stefnumörkun fyrir Þingvelli.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T