Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 11
11FIMMTUDAGUR 3. júní 2004 ÞINGVELLIR „Það er búið að ná saman öllum þráðum varðandi sögulega, menningarlega og náttúrufræðilega þætti Þingvalla og setja þá inn í heildarstefnumörkun,“ segir Björn Bjarnason, formaður þingvalla- nefndar. Þingvallanefnd skrifaði í gær undir stefnumörkun fyrir þjóðgarð- inn á Þingvöllum næstu tuttugu árin. Stefnumörkunin tekur mið af nýjum lögum sem samþykkt voru á Alþingi í síðustu viku og kveða með- al annars á um mikla stækkun þjóð- garðsins. Þá hefur þjóðgarðurinn verið tilnefndur á heimsminjaskrá UNESCO. Björn segir tilnefninguna mik- inn virðingarvott en um leið leggja okkur skyldur á herðar. „Við verð- um að umgangast þennan stað í samræmi við þá umsókn sem við lögðum til og þau markmið sem við settum okkur í þessari stefnuskrá. Við verðum því að standa enn betri vörð um staðinn og sýna honum þá virðingu sem hann á skilið.“ Að sögn Björns hefur verið ákveðið að fara ekki í frekari mannvirkjagerð innan þjóðgarðs- ins. Þó hafi komið upp hugmyndir um að nýta Þingvallabæinn til fræðslu og miðlunar á upplýsing- um. Forsætisráðherra verði þess í stað reist sumarhús annars staðar í þjóðgarðinum.“ ■ TORFÆRAR GÖTUR Mikil ólga hefur verið í Bólivíu vegna deilna um hvernig eignarhaldi olíuauð- linda skuli hagað. Götur eru sumar illfærar eftir átök og mótmæli og því máttu þessir piltar vanda sig við að hjóla á milli grjót- hnullunganna. Á LEIÐ Í ÞINGIÐ Forsætisráðherra Ísraels var umkringdur líf- vörðum og aðstoðarmönnum. Ariel Sharon: Vill sam- þykki við hugmyndina JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, segist bú- ast við því að klofin stjórn hans samþykki áætlun hans um brott- hvarf frá Gaza þegar hún kemur saman til fundar næsta sunnudag. Hann ætlist þó aðeins til þess að stjórnin samþykki hugmyndina á bak við brotthvarf en að greiða þurfi atkvæði sérstaklega um það síðar að hrinda brotthvarfinu í framkvæmd. Aðstoðarmenn Sharons hafa undanfarið leitað leiða við að ná samkomulagi sem tryggir honum meirihluta í ríkisstjórninni og uppfylli kröfur Bandaríkjamanna sem lýstu stuðningi við upphaf- lega áætlun hans um algjört brott- hvarf frá Gaza. Andstaða innan ríkisstjórnarinn- ar og Likud-bandalags Sharons hef- ur verið mikil en honum hefur bæst liðsauki frá Egyptalandi, Hosni Mubarak forseti hefur lýst stuðn- ingi við áætlunina og heitið stuðn- ingi meðan Palestínumenn eru að taka við stjórninni á Gaza. Sharon fagnaði þessu og sagði samstarf og aðstoð Egypta mikilvæga. ■ ■ ASÍA MYRTI ÞRETTÁN BÖRN Afganskur maður hefur verið dæmdur til dauða fyrir sprengjuárás í borg- inni Kandahar í janúar sem kost- aði þrettán börn og tvo fullorðna lífið. Hann er annar talibaninn til að vera dæmdur til dauða, sá fyrsti var tekinn af lífi í apríl eft- ir að hafa verið fundinn sekur um 20 morð. Raunveruleiki framtíðar: Öryggi um allt land AÞENA, AP Grikkir eiga að hætta að horfa á kostnaðinn við örygg- isbúnað sem settur verður upp í tengslum við Ólympíuleikana og einblína á kosti þess í framtíð- inni fyrir landið, segir framleið- andi hans. Búnaðurinn veiti lögreglunni aðgang að neti tölva, myndavéla og skynjunarbúnaðar allt um höf- uðborgina og annarra landshluta Grikklands. Hann kostar rúmlega 22 milljarða króna sem er fjórð- ungur þess fjár sem ríkisstjórnin ætlar í eftirlit í ár. ■ Ný stefnumörkun fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum: Tekið mið af tilnefningu á heimsminjaskrá ÞINGVALLANEFND SKRIFAR UNDIR Össur Skarphéðinsson, Björn Bjarnason og Guðni Ágústsson sem skipa þingvallanefnd skrifa undir stefnumörkun fyrir Þingvelli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.