Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 42
30 3. júní 2004 FIMMTUDAGUR Bresku tónlistarblöðin hampa þessari sveit sem einni af björtustu vonum Breta í dag. Af því einu að sjá kóverið og lesa um sveitina bjóst ég við því að heyra í enn einni Starsailor, Coldplay eða Leaves-sveitinni. Svo er ekki. Þessi tónlist er þó alveg í bresku hefðinni, þar á ég við að vel væri hægt að flytja öll þessi lög á kassagít- arinn, en liðsmenn leyfa sér þó að stíga skrefinu lengra í útsetningum og skammast sín ekkert fyrir það að nota tölvur. Að mínu mati er það öllu skynsamlegra en að móta sér of þröngan ramma með gamla segul- bandinu. Það verður seint hægt að halda því fram að þessi frumraun Snow Patrol sé eitthvað brautryðjendaverk, en hún er góð engu að síður. Lagasmíð- arnar keimlíkar, en engu að síður fín- ar. Besta lag plötunnar, Run, er eini efniviðurinn í tímalausan slagara. Snow Patrol er augljóslega af- sprengi þess besta sem hefur komið frá Bretlandi síðustu áratugi. Í þessari bragðfínu súpu má greina áhrif frá Coldplay, My Bloody Valentine, The Cure og Ride. Útsetningum svipar svo til þess sem Placebo, Notwist og Death Cab for Cutie voru að gera á síðustu plötum sínum. Söngvarinn hefur góða rödd, ljúfa sem minnir stundum á Bonnie „Prince Billy“ eða söngvara Death Cab, og semur fína texta. Þetta er plata sem heillar við fyrstu hlustun, en svo rennur ljóminn örlítið af henni við ítrekaða hlustun, því miður, og vil ég kenna einsleitum lagasmíðum um. Þetta verður að telj- ast mjög góð frumraun og Snow Patrol sýnir alla burði í það að vera hið athyglisverðasta band. Birgir Örn Steinarsson Tónlistarblöð á Íslandi, hvíl í friði? Faultline: Your Love Means Everything „Önnur plata Faultline er ekki bara fín, heldur mjög fín. Kjörin plata til þess að setja á fóninn rétt áður en maður leggst upp í rúm svo tónlistin geti leitt mann í draumaheiminn með bros á vör.“ BÖS Avril Lavigne: Under My Skin „Á annarri plötu sinni tekur Avril enga sénsa. Lög á borð við My Happy Ending, Nobody’s Home og Forgotten eru nægilega góð til þess að tryggja áframhaldandi vinsældir hennar. Að mínu mati gefur platan þó of svipaða mynd af hæfileikum stúlkunnar til þess að vera áhugaverð. Hefði viljað heyra hana prófa sig eitthvað lengra áfram. En henni liggur nú svo sem ekkert á, er bara 19 ára og á eflaust eftir að svamla um á meginstraumn- um um ókomin ár.“ BÖS Daysleeper: Daysleeper „Það sem vantar hjá Daysleeper að hljómsveitin finni sinn eigin hljóm og hætti að flakka á milli ólíkra stíla. Það fer samt ekki á milli mála að sveit- in getur samið góð lög og Sverrir á fína spretti sem söngvari þó að stundum virki hann dálítið vælu- gjarn. Vonandi er Daysleeper á réttri leið en næsta plata mun skera úr um hvort eitthvað meira verði úr. Hún hefur alla burði til þess að eflast enn frek- ar en þarf fyrst að finna fjölina sína betur.“ FB Killswitch Engage: The End of Heartache „Mér nánast sveið undan gæsahúðinni sem ég fékk af lögum eins og titillaginu þar sem samein- ing melódíu og eiturþéttu spilerí er svo vel útfærð að maður stendur orðlaus yfir herlegheitunum. Ég fullyrði að Killswitch Engage er eitt skæðasta rokkband heims í dag og ef þessi plata verður toppuð í ár, þá verða rokkarar ekki á flæðiskeri staddir. Þessi plata er fullkomin.“ SJ Rúnar Júlíusson: Trúbrotin 13 „Trúbrotin 13 er lagasarpur héðan og þaðan ásamt nokkrum frumsömdum lögum Rúnars. Eins og tit- illinn bendir til finnur Rúnar trú sinni farveg á plöt- unni og rifjar upp nokkra sálma sem eru í uppá- haldi. Ó þá náð að eiga Jesúm og Ástarfaðir him- inhæða eru sérstaklega minnisstæð, virkilega falleg lög bæði tvö sem njóta sín vel í flutningi Rúnars. Rúnar Júlíusson á hrós skilið á mörgum vígstöðv- um og er þessi plata engin undantekning. Ein- lægnin skín í gegn.“ SJ The Walkmen: Bows and Ar- rows „Miðið á boga Göngumannanna er skakkt og odd- ur örvanna óbrýndur. Þetta eru auðheyranlega menn sem geta, en það er eins og þá vanti frum- legri hugsun til þess að gera plötuna athyglisverða. Núna hjómar hún bara eins og ágætis ruslrokk- plata frá New York hljómsveit. Með smá frumleg- heitum hefði þessi plata geta orðið frábær. Of mik- ið rúnk, en engin fullnæging.“ BÖS The Divine Comedy: Absent Friends „Þetta er ein af þessum plötum þar sem allt er fáránlega vandað og vel gert. Útsetningar stór- fenglegar og dramatískar. Það virðist bara ekki skipta neinu máli því lögin hreyfa ekkert við manni. Að hlusta á Hannon á persónulegu nót- unum væri kannski svipað eins og að hlusta á Sinfóníusveit Íslands reyna sitt allra besta við að flytja lög The Clash eða Sex Pistols á jafn ein- lægan hátt og höfundarnir. Það bara gengur ekki upp. Maður blandar ekki saman olíu og vatni. Þessi á ekki eftir að rata aftur í spilarann minn.“ BÖS AVRIL LAVIGNE Gagnrýnandi Fréttablaðsins hafði ekkert sér- staklega gaman af annarri plötu Avril Lavigne. [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Vinningar verða afhendir hjá BT Skeifunni. Reykjavík.99 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb Sendu SMS skeytið JA POPP á númerið 1900 & þú gætir farið á tónleikana. Við sendum þér spurningu sem þú svarar með SMS skeyti JA A, B eða C á númerið 1900. Við sendum þér STRAX til baka númer hvað þú ert og hvort þú hafir unnið eða ekki. Í boði er : MiðaR á P!nk tónleikana • Geisladiskar með P!NK.Varningur með P!NK & fullt af DVD,VHS og CD’s frá BT & Margt margt fleira. Miðasala er í Skífunni og hjá BT Akureyri og Egilsstöðum! Pólyfóntónar Lag/ FLYTJANDI Kóði Trouble / P!nk 452 Feel Good Time / P!nk 453 Don't let me get.. / P!nk 454 Get the Party Started / P!nk 455 Family Portrait / P!nk 456 You make me sick / P!nk 457 Most Girls / P!nk 458 God is a DJ / P!nk 459 Just Like A Pill / P!nk 460 GSM TóNAR Með P!nk Hringitónar Lag/ FLYTJANDI Kóði Dont let me get me/ P!nk 10163 Family Portrait / P!nk 13692 Feel Good Time/ P!nk 13802 Just Like A Pill / P!nk 13163 Family Portrait / P!nk 21652 Feel Good Time / P!nk 21740 Trouble / P!nk 21830 Leiðbeiningar Pólýfónótnar 1.Þú pantar fjöltón, með því að senda "BTC PT kóði" á símanúmerið 1900. t.d.BTC PT 413 2. Þú færð bókamerki (e. Bookmark) og velur þá "Sýna" (e. View). 3. Veldu nú "Valkostir" og "Vista" (e. Options og Save) 4. Veldu bókamerkið sem þú vistaðir með því að velja "Valkostir" og "Fara til" (e. Options og Go to). 5. Þá birtist "Smelltu hér til að hlaða niður fjöltón", veldu það. Hinkraðu augnablik. 6. Nú birtast "Hringitónn móttekinn" (e. Ringtone received). Veldu "Vista" (e. save) undir því nafni sem þú vilt. 7. Tónninn er nú vistaður í símann. Þú þarft aðeins að fara þangað sem þú vistaðir fjöltóninn til að virkja hann. 149 kr SMSið Gangtu úr skugga um að þú sért með GPRS Leiðbeiningar Hringitónar Þú sendir inn SMS skeytið JA TONE “Kóði” á númerið 1900 og tóninn kemur í síma þinn. Dæmi: JA TONE 21672 99 kr SMS-ið Frá því fyrir síðustu jól hefurekkert spurst til Undirtóna eða Sánd. Bæði blöðin einblíndu á umfjöllun um poppmenningu með sérstakri áherslu á tónlist. Þegar blöðin komu á markaðinn virtist pláss fyrir þau bæði og lesendur biðu spenntir að sjá hverjir yrðu framan á næstu forsíðu. Eftir nokkurra ára útgáfu fór Undirtón- ar þónokkuð út af sporinu og leit- aði í auknum mæli inn á sama markað og erlendu karlatímaritin FHM og GQ. Sánd hélt sínu striki og var stærsti hluti blaðsins yfir- leitt tileinkaður tónlist. Bæði blöð lögðu alla tíð mikla áherslu á ís- lenska tónlist og voru þannig mik- ilvæg fyrir hljómsveitir og útgef- endur til þess að kynna vörur sín- ar. Einnig var alltaf mikil áhersla lögð á atburði líðandi stundar, og blöðin hefðu líklegast blómstrað í sumar með allan þann skara af er- lendum sveitum sem sækja hing- að. En hvað gerðist? „Við gætum orðað það svo að Sánd sé með illkynja æxli og muni deyja innan fárra mánaða ef ný lækning finnst ekki,“ segir Ingi, ritstjóri Sánd, sem stofnaði blaðið 14 ára gamall fyrir fimm árum síðan. „Við erum að leita að nýjum aðilum í lið með okkur. Okkur vantar stóran bróður á bak við okkur, ef svo má að orði komast. Ástæðan fyrir því að Sánd hætti að koma út er að ég stóð einfald- lega frammi fyrir tveimur kost- um; halda áfram í hjakkinu og leyfa því að koma óreglulega út, eða taka stóra skrefið og fara út í virkilega alvöru batterí sem hefði þýtt lántökur og einfaldlega of mikil ábyrgð. Svo ekki sé talað um að ég hefði setið fastur í fyrir- tækjarekstri næstu árin.“ Ingi segir það ekki ómögulegt að reka tónlistarblað á Íslandi. Hann bendir á að bæði Sánd og Undirtónar hafa komið út í áraraðir. „Þetta er líka bara ein- faldlega þreyta í mönnum yfir því að vera í þessum harkmarkaði, í það minnsta okkar megin. Ég er ekki kunnugur hverjar ástæður Undirtóna eru. Við fundum líka fyrir virðingarleysi hjá mörgum í því að styðja tónlistarblað á Ís- landi, þótt margir hafi að sjálf- sögðu verið rausnarlegir og eiga fyrir það klapp á bakið og virð- ingu skilið.“ Eins og stendur eru engin plön um útgáfu á öðru Sándblaði og ekki bendir margt til þess að Und- irtónar sjáist meira á götunum. ■ Tæplega 250 miðar er enn eftirá tónleika Starsailor á Nasa á föstudaginn í næstu viku. Aðeins 700 miðar voru í boði og sam- kvæmt lögmálinu ættu þessir að klárast á næstu dögum. Starsailor koma hingað til lands til þess að hlaða batteríin eftir langt tónleikaferðalag en liðsmenn gáfu þó kost á því að halda eina litla tónleika á þeim tveim dögum sem þeir verða hér. Tímann á að nýta vel til þess að kynnast land og þjóð, bæði utan borgar sem innan. Fyrirvarinn var stuttur og ákveðið var að halda tónleikana á Nasa, sem hlýt- ur að teljast besti tónleikastaður- inn í miðbænum. Á næstu dögum verður til- kynnt um upphitunarhljómsveit en hún ætti að vera í góðu sam- ræmi við tónlist sveitarinnar. Miðar eru til sölu í verslunum OgVodafone í Síðumúla 28 og á vef Icelandair, farfuglinn.is. RR heldur tónleikana. Miðaverð er 3.500 krónur og aldurstakmark 20 ára. ■ 250 miðar eftir á Starsailor STARSAILOR Miðar á tónleika Starsailor í næstu viku eru við það að klárast. ■ TÓNLIST UNDIRTÓNAR Í þá gömlu góðu daga? TÓNLIST SÁND OG UNDIRTÓNAR DAUÐIR? ■ Svo virðist sem útgáfu tónlistarblaða á Íslandi sé lokið í bili. MADONNA „Music can be such a revelation, dancing around you feel the sweet sensation. We might be lovers if the rhythm’s right I hope this feeling never ends tonight“ - Ástaróður Madonnu til tónlistar var texti lagsins Into the Groove sem upphaflega var að finna í myndinni Desperatly Seeking Susan en rataði svo sem aukalag á plötu hennar Like a Virgin frá árinu 1984. Popptextinn Góð byrjun [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN SNOW PATROL FINAL STRAW
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.