Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 44
32 3. júní 2004 FIMMTUDAGUR ■ TÓNLIST J.K. ROWLING J. K. Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter, var fín í tauinu á frumsýningu kvik- myndarinnar Harry Potter og fanginn frá Azkaban í London á dögunum. Menningarhátíðin á Grand Rokk hefst í dag! 18.00: Setning hátíðarinnar. Karlakór Grand Rokk syngur. Listmálarar byrja að vinna verk á staðnum sem boðin verða upp í lok hátíðarinnar. Myndlistarsýning. 21.00: Úrslit í glæpasagnakeppni – sögur lesnar upp og verðlaun afhent. 22.30: Tríó Sigurðar Flosasonar. Nánar á www.grandrokk.is Hópur gesta, í skemmtigarðiá Coney Island í New York, neyddist á dögunum til þess að eyða 30 mínútum á hæsta hluta rússíbana eftir að einn gestanna missti hárkollu af höfði sínu. Væntanlega hafa margir gripið andann á lofti því þaðan er langt til jarðar. Kollan festist undir einu hjól- inu rétt áður en vagninn fór efst upp á hæstu hæðina en ekki er vitað hvernig hún festist á tein- unum. Í kjölfarið þurftu starfs- menn og slökkviliðsmenn að klifra upp að vagninum og fjar- lægja gripinn svo að leiðangur- inn gæti haldið áfram. „Það gerist stundum að eitt- hvað fer undir vagninn og fest- ist,“ segir Jerry Menditto, sem vinnur við rússíbanann. „Vana- lega er það peysa eða vasabók, en þetta er í fyrsta skiptið sem þetta kemur fyrir með hár- kollu.“ Vagninn stöðvaðist 23 metr- um yfir jörðu og gátu farþegarn- ir notið útsýnisins yfir Atlants- hafið á meðan þeir biðu eftir að viðgerðarmenn lykju störfum sínum. Eftir að viðgerðamenn- irnir fundu svarta hárkollu und- ir einu hjóli vagnsins var honum ýtt áfram niður, og rennireiðin hélt áfram, gestum til mikils léttis. Talið er að hárkollan hafi fokið af konu í ferðinni á undan. Af einhverjum ástæðum vitj- aði enginn kollunnar. ■ AP M YN D Farþegar í rússíbana neyddust til þess að sitja kyrrir í hálftíma vegna hárkollu. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN Hárkolla stöðvar rússíbanaferð RÚSSÍBANI „Vinsamlegast haldið fast í hárkollurnar ykkar á meðan á ferðinni stendur.“ Pirraða poppstúlkan AvrilLavigne hefur boðað komu sína á Hróarskelduhátíðinni í ár. Þetta ætti að auka á fjölbreytnina því fyrir var ekki mikið um poppatriði á dagskránni. Hátíðin fer fram daganna 1. - 5. júlí og mun nýjum nöfnum líklegast verða bætt við næstu tvær vikurnar eða svo. Nú þegar eru David Bowie, Korn, Pixies, N.E.R.D., Morrissey, Santana, Muse, Wu-Tang Clan, Franz Ferdinand, Basement Jaxx, The Hives, Blackalicious, Lali Puna, Blonde Redhead, Iggy Pop, Fatboy Slim, Kings of Leon, The Shins, Zero 7, T.V. on the Radio og Scissor Sisters á dagskránni svo eitthvað sé nefnt. Eini sendiherra Íslands í ár verður Gísli. Ferðaskrifstofa stúdenta hefur verið að selja miða á hátíðina hér á Íslandi og þeir eru víst ekki svo margir eftir. ■ Avril Lavigne á Hróarskeldu AVRIL LAVIGNE Gaman verður að sjá hvernig rokkpían Avril Lavigne stendur sig á Hróarskelduhátíðinni. ■ FÓLK Í FRÉTTUM Mel Gibsoner nú byrj- aður að vinna nýja mynd og er búist við því að hún eigi eftir að valda álíka mik- illi hneykslan og The Passion of Christ, útgáfa hans af píslarsög- unni. Gibson er núna að gera mynd um bresku stríðsdrottning- una Boudicca. Búist er við því að myndin eigi eftir að pirra femínista og sagnfræðinga. Bono neitaði því í viðtali aðhann og hljómsveit hans U2 ætluðu sér að standa fyrir Live Aid 2 tónleik- um á næsta ári. Hann segir hugmyndina fallega en að framtakið yrði bara of dýrt til þess að skila tilætluðum ár- angri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.