Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 4
4 3. júní 2004 FIMMTUDAGUR
Er rétt hjá Íslendingum að stunda
vísindaveiðar á hrefnu?
Spurning dagsins í dag:
Var rétt af forseta að skjóta fjölmiðla-
lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
27%
73%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun
visir.is
Útsvarsgreiðslur starfsmanna Kárahnjúka farnar að skila sér:
Lítið skref í stóru máli
EFNAHAGSMÁL „Án þess að ég hafi
nokkur gögn undir höndum þá er
það ljóst að hluti þeirra gjalda
sem við biðum eftir frá starfs-
mönnum við Kárahnjúka hefur
skilað sér,“ segir Jónas Þór Jó-
hannsson, sveitarstjóri Norður-
Héraðs. Fjórtán mánuðir eru liðn-
ir síðan starfsemin hófst en bið
hefur orðið á að opinber gjöld
skili sér til Norður-Héraðs og
Fljótsdalshéraðs með þeim hætti
sem viðunandi er talinn.
„Þetta er lítið skref í stóru máli
enda munar aldeilis um þær tekj-
ur sem þetta færir sveitarfélögun-
um og gildir þá einu hvaða sveit-
arfélag það er. Ég tel samt ljóst að
þetta er bara byrjunin og enn á
meirihlutinn eftir að skila sér en
það er jákvætt að kvartanir okkar
virðast hafa borið árangur þó
seint sé. Nú verður eftirleikurinn
vonandi auðveldari en hingað til.“
Embættið verður
pólitískara en áður
Sú ákvörðun forseta að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar hefur í för með sér róttæka breyt-
ingu á íslenskri stjórnskipun eins og hún hefur verið í reynd. Siglum inn í óvissutíma,
segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði.
MÁLSKOT „Þessi ákvörðun felur í
sér umtalsverða breytingu á for-
setaembættinu í þá átt að gera
það pólitískara,“ segir Ólafur Þ.
Harðarson, prófessor í stjórn-
málafræði, um þá ákvörðun Ólafs
Ragnars Gríms-
sonar forseta að
synja fjölmiðla-
lögunum stað-
festingar.
„Þetta er rót-
tæk breyting á
íslensku stjórn-
skipuninni eins
og hún hefur
verið í reynd.
Vegna þess að
þó að forseti
hafi haft synjun-
arvaldið hefur
því aldrei verið
beitt. Það eitt að
beita því hefur
margvíslegar afleiðingar. Til að
mynda um það hvernig menn líta
á forsetann og hugsanlega um það
hvernig forsetakosningar verða í
framtíðinni. Þetta felur í sér að
forsetinn hefur ákveðið að leika
virkara hlutverk heldur en hann
hefur hingað til gert á hinum póli-
tíska vettvangi.
Ólafur Þ. segir þau orð nafna
síns, forsetans, að með þessu sé
hann hvorki að gagnrýna Alþingi
né ríkisstjórn til marks um að for-
seti vilji ekki taka þátt í deilum
um málið. „Hann vill greinilega
túlka þetta ákvæði þannig að for-
setinn geti skotið þessu máli í
þjóðaratkvæði án þess að vera
persónulega andvígur því og án
þess að halda því fram að þjóðin
eigi að fella þetta. Hann vill
greinilega túlka þetta þannig að
þarna sé um almennan málskots-
rétt að ræða,“ segir Ólafur Þ.
„Uppleggið hjá Ólafi er greinilega
það að byrja ekki á pólitískum ill-
deilum um þetta. Hann er að
reyna að hefja sig og embættið
yfir þær deilur sem auðvitað
verða og eru um frumvarpið
sjálft.
Ólafur segir of snemmt að
segja til um hvaða áhrif ákvörðun
forseta hefur á störf stjórnmála-
manna í framtíðinni. „Svona
ástand hefur aldrei komið upp,
svo við siglum inn í mikla óvissu-
tíma. Það er vel hægt að hugsa sér
að í framtíðinni verði gerðar
breytingar á synjunarvaldi for-
seta og það tekið af honum. Ef
hann hefur það áfram, og hefur
beitt því, er augljóst að hann hef-
ur styrkt pólitíska stöðu embætt-
isins í kerfinu.“
brynjolfur@frettabladid.is
Björg Thorarensen:
Tímamót í
stjórnskipun
MÁLSKOT „Ákvörðun forseta mark-
ar mikil tímamót frá stjórnskipu-
legum sjónarhóli séð,“ segir
Björg Thorarensen, prófessor við
stjórnskipulagarétt við Háskóla
Íslands um ákvörðun Ólafs Ragn-
ars Grímssonar.
Hún segir að Alþingi muni nú
starfa með þá vitneskju í huga að
málskotsrétturinn sé til staðar.
Björg býst við því að umræða um
stjórnarskrána eiga eftir að fylgja í
kjölfarið og hugsanlegt sé að gerðar
verði breytingar á henni. Hún
treystir sér þó ekki til að spá fyrir
um hvort málskotsréttur forseta
verði staðfestur eða hvort hann
verði fjarlægður úr stjórnarskránni
þegar þar að kemur. „Ég tel að mál-
skotsréttur forsetans hafi verið út-
breiddur í vitund almennings.“
Björg býst ekki við að sérstök
óvissa sé um málið eins og sumir
hafa haldið fram. „Það ætti ekki
að vera flókið mál að efna til þjóð-
aratkvæðagreiðslu, en það er
óvíst hversu langan tíma þarf til
undirbúnings.“ ■
MÁLSKOT Gunnar Helgi Kristins-
son, prófessor í stjórnmálafræði,
segir að ríkisstjórnin geti vart
annað en sett fjölmiðlafrumvarp-
ið í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir
að forseti synjaði því staðfesting-
ar þrátt fyrir efasemdir sumra
um heimild hans til þess.
Ríkisstjórnin á eftir að taka
ákvörðun um hvernig tekið verð-
ur á málinu. Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra segir að lögin
verði lögð undir þjóðaratkvæði en
Davíð Oddsson forsætisráðherra
vildi ekki ræða málið við fjöl-
miðla í gær.
„Ég held að það væri mjög
óhyggilegt og tel að þjóðin myndi
ekki líða það, hvernig sem hún léti
það í ljós, að menn gengju gegn
þessu ákvæði. Þar að auki held ég
að það sé slæm lögfræði,“ segir
Gunnar Helgi.
„Lögfræðilega horfir þetta
þannig við að forseti hefur þetta
vald, hvort sem menn telja æski-
legt að hann beiti því eða ekki.
Það liggur alveg klárt fyrir að það
var ætlun löggjafans,“ segir
Gunnar.
Hann segir vilja löggjafans
vega þungt. „Þegar fyrir liggur
jafn skýrt lögskýringargagn og
vilji löggjafans er fráleitt að ætla
að samanburður við dönsku krún-
una gildi sem sterkara lögskýr-
ingargagn. Það heldur engu
vatni,“ segir Gunnar Helgi.
„Ég veit ekki til að aðrir hafi
tekið undir þetta en harður kjarni
sjálfstæðismanna,“ segir Gunnar
Helgi um efasemdir um málskots-
rétt forseta og kveðst gruna að
menn hafi freistast til þeirrar af-
stöðu vegna andstöðu við Ólaf
Ragnar Grímsson. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
STARFSMENN VIÐ KÁRAHNJÚKA
Opinber gjöld vegna þeirra berast nú loks til viðkomandi sveitarfélaga.
ÓLAFUR Þ. HARÐARSON PRÓFESSOR
Í STJÓRNMÁLAFRÆÐI
Stjórnin verður að ákveða hvort lögin fari í
þjóðaratkvæði eða ekki. Sendi hún þau ekki
í þjóðaratkvæði er líklegt að úr því verði
skorið fyrir Hæstarétti hvort sú ákvörðun sé
rétt eða stjórnarskrárbrot. Miklu líklegra að
þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram en spurn-
ing hversu fljótt það verður.
„Þetta felur
í sér að for-
setinn hefur
ákveðið að
leika virkara
hlutverk held-
ur en hann
hefur hingað
til gert á hin-
um pólitíska
vettvangi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
GUNNAR HELGI KRISTINSSON
Viðtekin lögskýring er sú að forseti hafi þetta vald. Þjóðin myndi ekki líða að
gengið yrði gegn því.
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Fer að kröfu
velunnara
MÁLSSKOT „Ég átti ekki von á neinu
öðru af forsetanum miðað við fyrri
feril hans í stjórnmálum en að hann
skrifaði ekki undir,“ segir Jón Stein-
ar Gunnlaugsson hæstaréttarlög-
maður vegna ákvörðunar Ólafs
Ragnars Grímssonar forseta.
„Það er athyglisvert að hann
skuli láta þetta mál verða fyrsta
málið í 60 ára sögu lýðveldisins þar
sem þessu valdi er beitt. Það hafa
dunið á honum opinberlega óskir
frá mönnum sem eru honum hand-
gengir og hafa stutt hann með fjár-
framlögum gegnum tíðina og hann
lætur það eftir þeim að beita þessu
valdi núna þó að ekkert fordæmi sé
fyrir slíku. Hann virðist telja það
sitt hlutverk að vera þessi öryggis-
ventill gagnvart þjóðinni og gæta
þess að lagafrumvörp fari fyrir
þjóðina þegar sérstaklega stendur
á og ég spyr hvort hann hafi sett sig
nægilega vel inn í löggjafarmálefn-
in gegnum tíðina til að sinna þessu
öryggishlutverki sem hann telur
sig vera að sinna núna. Er hann ein-
göngu að þessu núna vegna hávað-
ans sem orðið hefur í fjölmiðlum
vegna þessa ákveðna máls?“ ■
JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON
Segir athyglisvert að forseti Íslands hlaupi
til núna þegar nánir stuðningsmenn hvetji
til þess.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
R
IS
TÍ
N
B
O
G
AD
Ó
TT
IR
Birgir Ármannsson:
Ekki samein-
ingartákn
MÁLSKOT „Með þessari ákvörðun
hefur forsetinn hætt að vera sam-
einingartákn þjóðarinnar og kosið
að gera embættið að miðstöð póli-
tískra átaka,“ segir Birgir Ár-
mannsson þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins um ákvörðun Ólafs
Ragnars Grímssonar að skrifa
ekki undir fjölmiðlalögin. Hann
kveðst jafnframt vera undrandi á
ákvörðun forsetans, því með
þessu „er hann að ganga gegn allri
hefð í lýðveldissögunni.“ Birgir
telur ekki að málið komi til með
að hafa nokkur áhrif á stjórnar-
samstarfið. ■
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði:
Óhyggilegt að fara gegn forseta