Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 54
42 3. júní 2004 FIMMTUDAGUR Bubbi semur hugljúfa barnabók Það eru fjögur ár síðan égteiknaði upp hugmyndina að sögunni,“ segir Bubbi Morthens sem hefur að undanförnu unnið að barnabók í samvinnu við breska rithöfundinn og blaðamanninn Robert Jackson. „Hugmyndin var síðan í salti í nokkurn tíma en í millitíðinni las ég bók eftir Robert Jackson, sem heitir 69 gráður norður og gerist á bökkum lax- veiðiár í Rússlandi. Svo vildi það til að ég hitti breska kappann í laxveiði í Laxá og sagði honum frá þessari hugmynd minni. Þá ákváðum við að slá saman og gera þessa bók sem við byrjuðum á í lok desember.“ Bókin er nú tilbúin og Halldór Baldursson hefur séð um að myndskreyta söguna. „Silja Aðal- steinsdóttir hefur nýverið lokið við að þýða bókina á íslensku. Það hefði ekki verið hægt að fá betri þýðanda í verkið því Silja hefur svo góðan skilning á barna- bókmenntum,“ segir Bubbi en Silja hefur haft veg og vanda að þýðingu á barnabókum Madonnu og má því segja að hún sé farin að sérhæfa sig í að þýða barna- bækur eftir stórstjörnur í tónlist- arbransanum. En um hvað skyldi svo bók Bubba fjalla. „Þetta er lítil, sæt saga sem kemur út í haust og mun líklega bera titilinn Djúpríki. Í grófum dráttum er þetta þroska- saga tveggja laxa sem leggja af stað í fyrsta, stóra ferðalagið sitt frá ísilögðu heimskautasvæðinu upp í ána sína heima á Íslandi. Þeir lenda í allsvaðalegum ævintýrum, þrengingum og hasar áður en þeir rata heim. Sagan fjallar í raun um lífsferil laxins en um leið erum við að segja, án þess að í bókinni sé að finna einhverja predikun, að mað- ur getur það sem vill ef maður þor- ir og hefur kjark.“ tora@frettabladid.is BÆKUR ROKKKÓNGUR ÍSLANDS ■ Bubbi Morthens hefur nú gert sér lítið fyrir og samið barnabók ásamt breska rithöfundinum Robert Jackson. Bókin kemur út hjá Eddu í haust. BUBBI MORTHENS Segja má að laxinn hafi sjálfur séð til þess að barnabók Bubba lítur nú dagsins ljós enda er bókin þroskasaga tveggja laxa. Þetta var lokaverkefnið mitt íNew York University þar sem ég lagði stund á leikstjórn og kvik- myndatöku,“ segir Erla B. Skúla- dóttir um stuttmyndina Bjarg- vættur en myndin hefur sópað að sér verðlaunum í Bandaríkjunum. „Skólinn hélt hátíð í lok apríl í samstarfi við New York Magazine, sem er stærsta tímaritið hér í borginni, en í dómnefndinni voru utanaðkomandi aðilar, meðal ann- ars kvikmyndagagnrýnandi frá tímaritinu New York Magazine og fulltrúi frá Miramax.“ Bjargvættur skartar íslensk- um leikurum og er tekin upp á Ís- landi. „Aðalleikkonan Freydís stóð sig svo vel í tökum að maður- inn minn ákvað að verðlauna hana með því að bjóða henni í heimsókn til New York þegar myndin yrði sýnd. Það var alveg stórkostlegt og það sem mér finnst hafa verið mest gefandi er að hafa setið hjá henni þegar nafnið hennar var nefnt og hún fór upp á svið til að taka við verðlaunum,“ segir Erla en Freydís Kristófersdóttir hefur áður leikið í kvikmyndunum Stikkfrí og Íkingút. Stuttmynd Erlu er 28 mínútur að lengd og fjallar um fjórtán ára stelpu sem er send í sumarbúðir eftir að foreldrar hennar komast að því að hún er byrjuð að drekka. „Kaja er að leita að sínum stað í lífinu eins og svo margir aðrir en það sem ég held að heilli Banda- ríkjamenn sérstaklega er íslenska landslagið í myndinni. Kaja strýk- ur úr sumarbúðunum og náttúran og veðrið leika nokkurs konar andhetju Kaju þegar hún reynir að koma sér frá sumarbúðunum til Reykjavíkur.“ Bjargvættur vann einnig fyrstu verðlaun sem besta stutt- myndin á kvikmyndahátíðinni í Nashville. „Þessi verðlaun gera mig gjaldgenga til að sækja um Óskarsverðlaunin og það verður spennandi að sjá hvernig það fer. Það hefur mikið gerst í kjölfar þessara hátíða og mér hefur verið boðið að fara til Los Angeles þar sem verður haldin sýning á mynd- inni fyrir stúdíófólk og umboðs- menn í Hollywood. Eftir það hef ég svo verið boðuð á fund til að ræða við starfsmenn Miramax.“ Erla, sem útskrifaðist úr Leik- listarskóla Íslands árið 1982 og lagði eftir það stund á látbragðs- leik í París og síðar kvikmynda- gerð í New York, virðist hafa fundið sinn stað og er byrjuð að skrifa handrit að kvikmynd í full- ri lengd. „Ég er að bræða með mér séríslenska hugmynd og þyk- ir líklegt að næsta mynd verði spennusaga þar sem nútímatækni blandast þjóðsögum og trú á tröll, álfa og huldufólk.“ ■ ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Tryggvi Þór Herbertsson. Í Svíþjóð. Róbert Melax. Hann er annar tveggja stofnenda Lyfju. Þetta er nútímaskáldsaga semgerist á Þorláksmessu. Hún verður tengd þessu heilsulífskölti, Herbalife og þannig dóti. Annars gefum við lítið upp um efni bókar- innar,“ segir Hannes Óli Ágústs- son sem situr við bókaskriftir þessa dagana. Það sem gerir þessi skrif óvenjuleg er að Hannes vinn- ur við bókina ásamt þremur öðr- um háskólanemum. „Hitt Húsið styrkir á hverju ári fólk sem vinn- ur skapandi sumarstörf og við hlutum styrk ásamt 18 öðrum hóp- um. Hinir hóparnir eru mjög fjöl- breyttir, það eru tónlistar-, leik- listar, myndlistar- og skriftarhóp- ar.“ Þremenningarnir sem vinna með Hannesi að bókinni eru Frið- geir Einarsson, Kári Tulinius og Þórdís Helgadóttir. „Við erum nú á fullu í hugmyndavinnu en við erum komin með ákveðinn grunn til að vinna út frá. Þetta verður unnið mikið í viðtalsformi en við gerum sem mestan hluta í sam- vinnu þó við komust ekki hjá því að vinna eitthvað hvert í sínu horni,“ segir Hannes en hann stundar nám í bókmenntafræði við Háskóla Íslands ásamt Kára. Frið- geir er hins vegar íslenskunemi og Þórdís er í heimspeki. Vinna við bókina mun standa í sex vikur en skáldin hafa fengið aðstöðu í Fjósinu, einu af kennslu- húsum MR. Enn sem komið er hef- ur ekki verið tekin ákvörðun um útgefendur en Hannes segir þau hafa viðrað hugmyndina við nokkra aðila, „við komum bókinni að sjálfsögðu út,“ segir Hannes að lokum. ■ BÓKAÚTGÁFA FJÖGUR UNGMENNI ■ sitja við skriftir þessa dagana. Skáldin eru skapandi starfshópur á veg- um Hins Hússins. UNGU SKÁLDIN Þórdís, Friðgeir, Kári og Hannes vinna hörðum höndum að sinni fyrstu skáldsögu þessa dagana. Skrifa skáldsögu í Fjósinu Í viðræðum við Miramax Hrósið ... fær íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Þó svo að þær hafi ekki náð að leggja franska liðið, hafa þær staðið sig með ólíkindum. Lárétt: 1 líf, 5 í röð, 6 prófgráða, 7 tveir eins, 8 reitur, 9 stefna, 10 hvíldist, 12 sigað, 13 frestaði, 15 atviksorð, 16 á fæti, 18 skýjahula. Lóðrétt: 1 uppalandi, 2 hestur, 3 ósigrar, 4 herbergi, 6 orð tengt bridds, 8 eiga heimili, 11 djöfull, 14 kverk, 17 nes. Lausn: Lárétt:1fjör, 5hóp,6ba,7rr, 8beð,9 kúrs,10lá,12att,13dró,15ao,16rist, 18tása. Lóðrétt:1foreldri,2jór, 3töp,4bað- stofa,6berta, 8búa,11ári,14óst,17tá. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 ERLA B. STEFÁNSDÓTTIR Er að gera það gott sem kvikmyndaleikstjóri í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.