Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 20
Þegar Davíð Oddsson forsætis-ráðherra gekk úr þingsal Al- þingis á föstudagskvöld í vikunni sem leið eftir að hafa lesið forseta- bréf um frestun þingsins leit hann snöggt yfir þingheim og sagði stundarhátt: „Búið!“ Þingmenn horfðu hver á annan. Stjórnarliðar fegnir, stjórnarand- stæðingar ráðvilltir. Fjölmiðlalögin umdeildu höfðu áður verið samþykkt með naumum meirihluta. Utan þings spurðu menn sig hvort þetta gæti virkilega verið svona einfalt eftir allt sem á undan var gengið. Þrátt fyrir að þjóðfé- lagið hafði leikið á reiðiskjálfi í margar vikur. Þrátt fyrir að skoð- anakannanir sýndu fylgishrun stjórnarflokkanna og að ríkis- stjórnin væri rúin trausti þjóðar- innar. Yfir hvítasunnuna velti þjóðin því fyrir sér hvað forsetinn mundi gera þegar hann fengi lögin til und- irskriftar. Æ fleiri voru farnir að hallast að því að hann mundi stað- festa þau. Það yrði kannski erfitt fyrir hann eftir hina óvæntu heim- komu, áskoranir tugþúsunda kjós- enda og vitnisburð skoðanakann- ana og þjóðfélagsumræðunnar al- mennt. En það var komið sumar og almenningur farinn að hugsa um nærtækari viðfangsefni líðandi stundar. Var ekki ólíklegt að forset- inn treysti sér í slaginn sem hlaut að fylgja synjun? Enn einn sigur forsætisráðherr- ans virtist í sjónmáli. „Búið!“ hafði hann sagt – einu sinni enn – og var málinu þá ekki lokið? Svo dæmi- gert fyrir feril Davíðs Oddssonar – þetta eina orð, „búið“; gat verið tákn fyrir næstum aldarfjórð- ungs valdaskeið hans í íslenskum stjórnmálum. En þeir sem þannig hugsuðu ofmátu kænsku - stjórnlist? – for- sætisráðherra - í þessari lotu að minnsta kosti – og að sama skapi vanmátu þeir Ólaf R a g n a r G r í m s s o n , forseta Ís- lands. Hann r e y n d i s t hafa dirfsku – ofdirfsku? – til að taka ákvörðun sem hann má vita að getur haft ófyrir- sjáanlegar pólitískar afleiðingar fyrir stjórn- málaþróun á Íslandi og stjórnskipun lýðveldis- ins, ákvörðun sem er afar umdeilanleg, ekki aðeins póli- tískt heldur einnig lögfræðilega. „Búið“? Öðru nær. Fjölmiðla- deilan og allt sem henni tilheyrir – og það eru mörg og flókin og jafn- vel mótsagnakennd málefni – er rétt að byrja. Framundan virðast söguleg stjórnmálaátök, átök sem gætu fellt núverandi ríkisstjórn og jafnvel umturnað flokkaskipan á Íslandi. Það fer þó algjörlega eftir því hvernig stjórnarflokkarnir og sérstaklega leiðtogar þeirra, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, bregðast við næstu daga. Þegar þetta er ritað að kvöldi miðviku- dags ríkir fullkomin óvissa um at- burðarásina sem framundan er. Mestar líkur eru á því að Alþingi verði kallað fljótlega saman enda er það afdráttarlaus og eðlileg – krafa stjórnarandstöðunnar; fyrst og fremst til þess að semja og setja lög um framkvæmd þjóðarat- kvæðagreiðslunnar sem hlýtur síð- an að fara fram innan fárra vikna frá lagasetningu, þó tæpast sam- hliða forsetakosningunum nú í lok þessa mánaðar; til þess er tíminn líklega orðinn of naumur. En um leið og Alþingi er komið saman skapast gífurleg pólitísk hætta – sprengjukenndir möguleik- ar; sundurlyndi stjórnarliða, sem aðeins hefur birst baksviðs, og nið- urbæld gremja margra stjórnar- þingmanna vegna meints yfirgangs foringjanna, gæti brotist út og fundið sér áður óþekktan og óhugs- andi farveg. Í gær beindist kast- ljósið að forsetanum. Það var stærsta stundin í litríkri sögu hans. Í dag munu allra augu beinast að Davíð Oddssyni sem var nógu skynsamur til að draga sig í hlé og leggj- ast undir feld meðan uppnámið var sem mest í gær. Framund- an gæti verið skapa- dægur á glæstum s t j ó r n m á l a f e r l i hans eða – og það skyldi enginn úti- loka þótt ótrúlegt sé í augnablikinu – mesti sigur hans fyrr og síðar. En það er sama hvernig litið er á þetta mál. Það er í r a u n i n n i sama hvernig því lyktar. Hvort fjöl- miðlalögin verða felld eða samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu. Hér eru kaflaskipti í stjórnmálasög- unni. Nýtt tímabil er hafið. ■ Á kvörðun forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, umað skjóta fjölmiðlalögunum til þjóðarinnar er djörf. Enhún er skiljanleg og allir þeir sem unna frjálsum fjölmiðl- um hljóta að fagna henni. Lögin eru sett gegn einu fyrirtæki og efast er um að þau standist stjórnarskrá og alþjóðasamþykktir. Eins er efast um að þau nái yfirlýstum tilgangi, það er að trygg- ja fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum. Þetta mál hefur tvær ólíkar hliðar. Önnur er lög á starfsemi fjölmiðla. Þau lög sem nú verður beint til þjóðarinnar hafa mikla annmarka og varað hefur verið við þeim. Hin hliðin er aðdrag- andi málsins. Augljóst er að málið allt er tilkomið til að hefta vöxt fjölmiðla Norðurljósa, þar á meðal Fréttablaðsins, og að brjóta upp fyrirtækið Norðurljós. Margir þingmenn stjórnar- flokkanna hafa kosið að leyna ekki hinum raunverulega tilgangi laganna, það er að bregða fæti fyrir fjölmiðla Norðurljósa. Þeir hafa hiklaust sagt að stöðva verði gagnrýni fjölmiðla, sem þeir kalla reyndar árásir. Allt þetta hefur orðið til þess að forseti Íslands hefur hafnað lögunum staðfestingu. Þar með hefur orðið til nýtt aðhald á stjórnmálamenn. Þeir verða að gæta sanngirni betur en gert var í lagasetningu um fjölmiðlana og um leið gæta þess að fara ekki eins freklega gegn þjóðarvilja og í þessu máli. Með samþykkt laganna misbauð meirihluti alþingismanna þjóðinni. Það hafa all- ir fundið og því ástandi verður að linna. „Að undanförnu hafa verið harðar deilur um þann lagagrund- völl fjölmiðlanna sem mótaður er í frumvarpi sem Alþingi hefur nú afgreitt. Þá hefur og ítrekað verið fullyrt að þetta lagafrum- varp muni hvorki standast stjórnarskrá né alþjóðlega samninga. Réttmæti þeirra fullyrðinga munu dómstólar meta. Mikilvægt er hins vegar að lagasetning um fjölmiðla styðjist við víðtæka um- ræðu í samfélaginu og almenn sátt sé um vinnubrögð og niður- stöður,“ segir meðal annars í yfirlýsingu forsetans. Hann heldur áfram og segir: „Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslend- inga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.“ Með ákvörðun sinni hefur forsetinn markað tímamót. Almenn- ingur hlýtur að fagna að aukið aðhald verði sett á þingmenn. Í skoðanakönnunum hefur ótvírætt komið fram sá skilningur þjóð- arinnar að unnt sé að skjóta málum til þjóðarinnar og þann skiln- ing hefur forsetinn sett fram. Davíð Oddsson hefur dregið heim- ild forsetans í efa. Halldór Ásgrímsson tók af öll tvímæli í gær og eyddi óvissunni. Hann sagði að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Með atburðum gærdagsins breyttist margt. Það sem mest er um vert er að aukið aðhald hefur orðið til á störf Alþingis. ■ 3. júní 2004 FIMMTUDAGUR MÍN SKOÐUN SIGURJÓN M. EGILSSON Forseti Íslands hafnað fjölmiðlalögum Davíðs Odds- sonar og ríkisstjórnar hans. Alþingi fær framvegis aukið aðhald frá forseta. Gjá sem varð að brúa FRÁ DEGI TIL DAGS Allt þetta hefur orðið til þess að forseti Íslands hefur hafnað lögunum staðfestingu. Þar með hef- ur orðið til nýtt aðhald á stjórnmálamenn. ,, SMS LEIKUR 15. hver vinnur ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Kolkrabbinn aftur? Óðinn, pistlahöfundur Viðskiptablaðsins, vekur í gær athygli lesenda sinna á því að með kaupum fjárfestingarbankans Straums á hlut Kaldbaks hf. í Tryggingamiðstöðinni sé að verða til „óformleg valdakeðja“ sem vert sé að fylgjast náið með á næstu mán- uðum og misserum. Bendir hann í því sam- bandi á gott samband og vináttu stjórnar- formanns TM, Gunnlaugs Sævars Gunn- laugssonar, og Kristins Björns- sonar, stjórnarfor- manns Straums, en báðir tilheyra þeir kol- k r a b b a v e l d i n u gamla. Óðinn veltir fyrir sér hvort til þess komi að Straum- ur taki TM yfir að fullu á sama hátt og Íslandsbanki tók yfir Sjóvá-Almennar fyrir nokkru síðan. Hann nefnir í því sambandi hve mikið afl væri hægt að leysa úr læðingi með sam- starfi fyrirtækjanna eða samruna: „Það gefur því auga leið að sameiginlega eru Straumur og TM gríðarlegt afl í íslensku viðskiptalífi - með sameiginlegt bolmagn til að ráðast í nær hvaða verkefni sem er.“ Spurningin sem nú vaknar er þessi: Er gamla kolkrabbaveldið að ganga í endur- nýjun lífdaga? Mikilvægt rit Nokkur skjálfti fer jafnan um þjóðfélagið þegar tilkynnt er að ársfjórðungsrit Seðla- bankans, Peningamál, sé að koma út. Það stafar ekki af því að þetta sérhæfða rit með línuritum sínum og stæðfræðiformúlum sé svona óvenju spennandi (nema í augum innvígðra sérfræðinga og áhugamanna um efnahagsmál) heldur vegna þess að sú hefð hefur skapast að Seðlabankinn til- kynni vaxtabreytingar, ef um þær er að ræða, sama daginn og ritið kemur út. Orð- sendingin „Peningamál koma út í dag“ merkir því í hugum margra „vaxtabreyting“. Og það fór líka svo að á þriðjudaginn þeg- ar Birgir Ísleifur Gunnars- son seðlabankastjóri af- henti fjölmiðlum eintak af tímaritinu, tilkynnti hann að stýrivextir yrðu hækkaðir. Nú bíða menn spenntir eftir næsta hefti Peningamála, sem út kemur í haust. degitildags@frettabladid.is GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Það er sama hvernig litið er á þetta mál. Það er í rauninni sama hvernig því lyktar. Hvort fjölmiðlalögin verða felld eða samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hér eru kaflaskipti í stjórn- málasögunni. Nýtt tímabil er hafið ,, Í DAG LAGASYNJUN FORSETA ÍSLANDS Kaflaskipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.