Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 3. júní 2004 NEYTENDUR Offramleiðsla á kjúk- lingi veldur því að varan er of oft seld undir kostnaðarverði til neyt- enda, sem gerir jafnframt rekstr- argrundvöll kjúklingafyrirtækja afar erfiðan. Þetta kemur fram í máli Helgu Láru Hólm, fram- kvæmdastjóra Ísfugls, á vefsíðu Bændasamtaka Íslands en fyrir- tækið er eitt fárra sem ekki hafa verið í taprekstri í þessum mat- vælageira undanfarin ár. Bindur hún vonir við að dregið verði úr framleiðslu hér á landi en segir það erfitt þar sem margir óttast að missa þá hlutdeild sína á erfið- um matvælamarkaði hér á landi. Mörg fyrirtæki í þessum rekstri hafi farið yfir um á síðustu miss- erum. ■ Kjúklingarækt: Offramleiðsla veldur lágu verði KJÚKLINGARÆKT Fyrirtæki innan greinarinnar standa flest höllum fæti vegna offramleiðslu. FRÉTTAB LAÐ IÐ /H AR I TÍGUR KÆLIR SIG Í HITABYLGJU Mikil hitabylgja hefur gengið yfir nokkur héruð Indlands að undanförnu. Í Bhopal hefur hitinn farið í 44 stig og varð það til þess að yfirvöld í Van Vihar dýrafriðlandinu settu upp vatnsúðara svo dýrin, eins og þessi Bengaltígur, gætu kælt sig. BRASILÍA, AP Lögreglumenn sem héldu inn í Benfica-fangelsið í Brasilíu eftir þriggja daga upp- reisn fanga fundu í það minnsta 38 lík og voru sum þeirra mjög illa leikin. Rannsóknarlögreglu- menn telja að meðlimir glæpa- klíka hafi ákveðið að nota tæki- færið meðan á uppreisninni stóð og hefna sín á óvinum sínum. „Ég sá afskorin höfuð, ég sá líkamshluta sem hafði verið kast- að í jörðina og hent í ruslið,“ sagði Geraldo Moreira, fylkisþingmað- ur í Ríó. „Mér varð bumbult af þessu og eftir nokkra stund varð ég að fara út,“ sagði hann en þá hafði hann talið 28 lík. Fangarnir tóku völdin í fang- elsinu á laugardag en henni lauk aðfaranótt þriðjudags þegar lög- reglan samþykkti að skilja á milli fanga úr ólíkum klíkum, sem er haldið í fangelsinu. Meðan á upp- reisninni stóð flýðu í það minnsta fjórtán af um 900 föngum en þrír þeirra náðust. Fangavörður sem fangar tóku í gíslingu var skotinn til bana þegar hann reyndi flótta úr fangelsinu. ■ SKILABOÐ TIL ÆTTINGJA Fangar skrifuðu skilaboð til ættingja og vina á pappaspjöld og héldu þeim út um göt á veggjum fangelsisins. ■ EVRÓPA AJAX-AÐDÁANDI ELSTUR ALLRA 113 ára hollensk kona er orðin elsta núlifandi manneskja í heimi eftir að 114 ára kona frá Púertó Ríkó lést. Hendrikka van Andel- Schipper fæddist 29. júní 1890, hefur haldið með Ajax í 85 ár og spaugaði með það að galdurinn við langlífið væri að halda áfram að draga andann. VOPNAHLÉ FELLT ÚR GILDI Samtök Kúrda í Tyrklandi, sem áður gengu undir nafninu Verkalýðsflokkur Kúrdistan, hafa fellt einhliða vopnahlé sitt gagnvart Tyrkjum úr gildi og vara erlenda fjárfesta og ferðamenn við því að koma til Íraks. 37.000 manns létu lífið í fimmtán ára átökum Kúrda og Tyrkja fram til 1999. KJARNORKUVERI LOKAÐ Rífa á Salaspilskjarnorkuverið sem er rétt fyrir utan Ríga, höfuðborg Lettlands. Verið var byggt árið 1961, þegar Lettland var hluti af Sovétríkjunum, en því var lokað 1999. Nú hafa stjórnvöld fengið styrk frá Bandaríkjastjórn til að rífa það og senda úraníum sem þar er geymt til Rússlands. Blóðugri uppreisn í brasilísku fangelsi lokið: Nær 40 fangar myrtir 2.000 ÁBENDINGAR Bandarísku alríkislögreglunni, FBI, bárust rúmlega 2.000 ábendingar fyrsta sólarhringinn eftir að birtar voru myndir af sjö einstaklingum sem yfirvöld leita að og telja að teng- ist al-Kaída hryðjuverkahreyf- ingunni. ■ ■ BANDARÍKIN M YN D /AB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.