Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 3. júní 2004
Léttöl
Tóner í prentara er kostnaðarsöm
rekstarvara og því hagstætt að
kynna sér hvar hann er ódýrastur.
Til að skera sig úr í harðri sam-
keppni hafa Office 1-verslanirnar
ákveðið að ábyrgjast ávallt lægsta
verð á tóner. Því til tryggingar
veita þær tveggja vikna verðvernd,
sem þýðir að ef tónerinn er fáan-
legur ódýrari annars staðar lækkar
verslunin verðið hjá sér og endur-
greiðir mismuninn. Viðskiptavinur-
inn þarf því aðeins að koma með
nótu í verslunina sem sýnir fram á
lægra verð á tóner annars staðar.
Mikið úrval vörumerkja er fáan-
legt hjá Office 1, svo sem Canon,
Lexmark, Epson, Ricoh, HP og
fleiri. Verslanirnar eru í Skeifunni,
Smáralind, Akureyri og Egilsstöð-
um og í þeim er annars að finna
fjölbreytt úrval af skrifstofubúnaði
og rekstarvörum. ■
Office 1:
Ódýrasti tónerinn
Guðjón Benfield, sölumaður í
Office 1, tryggir ódýrasta tónerinn.
Tveir fyrir einn til Barcelona bjóðast
17. júní frá 19.990 kr. hjá Heimsferð-
um. Hægt er að velja um flugsæti ein-
göngu, flug og bíl á frábærum kjörum
eða eitt af vinsælum hótelum í hjarta
Barcelona.
Tveir fyrir einn til Benidorm bjóðast
einnig frá 19.990 krónum. Hótelgisting
kostar frá 2.490 kr. nóttin á hótel Trinisol
III miðað við tvo í íbúð á mann á nóttu.
Stokkið til Mallorca 16. júní frá
34.995 kr. með Heimsferðum. Bókað er
núna til að tryggja síðustu sætin og
þremur dögum fyrir brottför færðu að
vita á hvaða gististað þú býrð. Verð
34.995 kr. miðað við hjón með 2 börn,
2-11 ára. Verð er frá 44.990 krónum
miðað við tvo í íbúð.
Krít á góðu verði stendur til boða
hjá ferðaskrifstofunni Heimsferðum.
Verð á mann er 49.900 kr. miðað við
tvo í stúdíói í viku. Íbúðahótelið Helios
er með fallegum og rúmgóðum íbúð-
um, sundlaug, barnalaug og snakkbar.
Örstutt á ströndina. Verslanir og veit-
ingastaðir eru í næsta nágrenni. Örfáar
íbúðir á tilboðsverði. Aukavika kostar
16.600 kr. á mann.
Grískur lúxus stendur til boða hjá
ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn. Um er að
ræða vikudvöl á lúxushóteli með hálfu
fæði. Sumartilboðið er 21. og 28. júní.
Hótelið stendur við ströndina í Platanias
í göngufæri við veitingstaði, verslanir og
bari. Loftkæld herbergi, sundlaug, barir
og veitingasalur. Örfá herbergi á þessu
tilboði. Verð á mann er 59.720 kr. í tví-
býli í sjö nætur með hálfu fæði. 56.720
kr. í þríbýli í sjö nætur með hálfu fæði.
Aukagjald fyrir einbýli er 12.600 kr.
[ ÚT Í HEIM ]
Spurningin
„Já, ég versla á tilboðum og fylgist með
þessum blöðum sem verslanirnar dreifa
heim til manns. Það er ekki spurning að það
borgar sig.“
Jón Axel Pétursson
Verslarðu á
tilboðum?