Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 15. maí 2004 ■ GRÍMAN Við opnuðum hérna á laugardag-inn og strax á fyrsta degi var mikið fjör, veiðimenn voru að fá fína veiði og stóra fiska,“ sagði Hólmfríður Jónsdóttir á Arnar- vatni, er við spurðum um stöðuna í urriðaveiði í Laxá í Aðaldal. „Hann Daníel J. Pálsson, Reykjavík, veiddi þrjá stóra fiska, tíu, sjö og sex punda, sem er meiriháttar,“ sagði Hólmfríður í lokin. Fyrstu dagarnir gáfu 250 fiska, sem verður að teljast mjög gott. Stærsti fiskurinn, þessi tíu punda, tók fluguna Gray Coast en flugurn- ar Krókurinn, Beykir og Dúa hafa verið að gefa fína veiði líka. Hilmar Ragnarsson var að koma við þriðja mann, af urriðasvæðinu í Laxárdal og fengu þeir 20 fallega urriða. Enn er rólegt í Norðurá. Krist- ján Guðjónsson veiddi níu punda lax á Stokkhylsbrotinu í gærmorg- un og sleppti honum. Annar slapp af á eyrinni, eftir fimm til sex mín- útna baráttu. Alls hafa veiðst fjórir laxar í ánni og er sá sem Bjarni Ómar Ragnarsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, veiddi fyrsta daginn þeirra stærst- ur eða 13 punda hrygna. Það hefur ekki enn sést til stórra gangna af löxum í ánni og þegar veiðimenn kíktu á milli fossa í gær var ekki mikið að sjá eða hafa. ■ Undirbúningur er nú í fullumgangi fyrir íslensku leiklist- arverðlaunin, Grímuna, sem fara fram í Borgarleikhúsinu þann 16. júní. „Tuttugu og sex manna val- nefnd, skipuð breiðum hópi fag- fólks úr öllum geirum sviðslistar hefur verið að störfum í allan vet- ur við að skoða leikhús og dans- sýningar,“ segir Helga E. Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Grímunnar. „Eftir val nefndarinn- ar standa eftir fimm tilnefningar í hverjum flokki og verða tilnefn- ingarnar opinberaðar í Borgar- leikhúsinu klukkan fjögur á morg- un,“ segir Helga en valnefndin gengur síðan til kosninga og hefur úrslitaáhrif á hverjir verða verð- launaðir í Borgarleikhúsinu 16. júní. Gríman verður send út frá rík- issjónvarpinu í beinni útsendingu en kynnir hátíðarinnar í ár er leik- konan María Ellingsen. Leikar- arnir Hjálmar Hjálmarsson og Helga E. Jónsdóttir hafa haft um- sjón með handriti að skemmtidag- skrá hátíðarinnar og stendur til að senda út kynningarþátt í sjón- varpinu þremur dögum fyrir há- tíðina þar sem María kynnir en Egill Eðvarðsson annast dag- skrárgerð að báðum sjónvarps- viðburðunum tengdum hátíðinni. Actavis Group hf. og Baugur Group hf. eru máttarstólpar Grímunnar til næstu þriggja ára en á þeim tíma fer hátíðin fram til skiptis í Þjóðleikhúsinu og Borg- arleikhúsinu. Kosning á vinsæl- ustu leik- eða danssýningu ársins, að mati áhorfenda, stendur nú yfir á netinu en hægt er að gefa uppáhaldssýningu sinni atkvæði á visir.is og á mbl.is. ■ Heiða í Unun og Hemmi Gunnverða á meðal þeirra sem koma fram í fyrsta þætti Hjartsláttar á Skjá einum í kvöld. Farið verður með Heiðu í gufu á Laugarvatni og Hemmi mun gleðja góðan vin. Bubbi Morthens mun snúa af- mælislukkuhjólinu en hann á af- mæli í mánuðinum. Að auki munu Unnur Ösp og Björn Thors, leikar- ar í Hárinu, mæta í viðtal og síðan verður farið á sérstaka forsýningu á nýju Harry Potter-myndinni. Að sögn Baldvins Kára Svein- björnssonar, eins af þremur um- sjónarmönnum þáttarins, hefur samstarfið gengið mjög vel það sem af er og allt gengið að óskum. Ýmislegt er í bígerð hjá þátta- stjórnendunum, meðal annars ferð til Kaupmannahafnar í lok júní þar sem haft verður upp á fólki í gamla konungsveldinu og það spurt spjör- unum úr. ■ VEIÐIÞÁTTUR STÓRFISKAR DREGNIR Á LAND Í LAXÁ ■ Gengur rólega í Norðurá. GYLFI GAUTUR PÉTURSSON Gylfi kastar flugunni fimlega á Brotinu í Norðurá. Þar hafa þrír laxar veiðst en tveir sloppið. Stórfiskar í Laxá í Aðaldal FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G .B EN D ER MARÍA ELLINGSEN Verður í hlutverki kynnis á sviði Borgarleikhússins í ár við afhendingu leiklistarverðlaun- anna Grímunnar. María Ellingsen kynnir Grímuverðlaunin UMSJÓNARMENN Baldvin Kári Sveinbjörnsson, Erlingur Óttar Thoroddsen og Dagbjört Hákonardóttir eru umsjón- armenn Hjartsláttar í sumar. Það verður mikið um að vera í fyrsta þætti sumarsins í kvöld. Heiða og Hemmi í Hjartslætti ■ SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.