Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 15. maí 2004
■ GRÍMAN
Við opnuðum hérna á laugardag-inn og strax á fyrsta degi var
mikið fjör, veiðimenn voru að fá
fína veiði og stóra fiska,“ sagði
Hólmfríður Jónsdóttir á Arnar-
vatni, er við spurðum um stöðuna í
urriðaveiði í Laxá í Aðaldal. „Hann
Daníel J. Pálsson, Reykjavík,
veiddi þrjá stóra fiska, tíu, sjö og
sex punda, sem er meiriháttar,“
sagði Hólmfríður í lokin.
Fyrstu dagarnir gáfu 250 fiska,
sem verður að teljast mjög gott.
Stærsti fiskurinn, þessi tíu punda,
tók fluguna Gray Coast en flugurn-
ar Krókurinn, Beykir og Dúa hafa
verið að gefa fína veiði líka. Hilmar
Ragnarsson var að koma við þriðja
mann, af urriðasvæðinu í Laxárdal
og fengu þeir 20 fallega urriða.
Enn er rólegt í Norðurá. Krist-
ján Guðjónsson veiddi níu punda
lax á Stokkhylsbrotinu í gærmorg-
un og sleppti honum. Annar slapp
af á eyrinni, eftir fimm til sex mín-
útna baráttu. Alls hafa veiðst fjórir
laxar í ánni og er sá sem Bjarni
Ómar Ragnarsson, formaður
Stangaveiðifélags Reykjavíkur,
veiddi fyrsta daginn þeirra stærst-
ur eða 13 punda hrygna. Það hefur
ekki enn sést til stórra gangna af
löxum í ánni og þegar veiðimenn
kíktu á milli fossa í gær var ekki
mikið að sjá eða hafa. ■
Undirbúningur er nú í fullumgangi fyrir íslensku leiklist-
arverðlaunin, Grímuna, sem fara
fram í Borgarleikhúsinu þann 16.
júní. „Tuttugu og sex manna val-
nefnd, skipuð breiðum hópi fag-
fólks úr öllum geirum sviðslistar
hefur verið að störfum í allan vet-
ur við að skoða leikhús og dans-
sýningar,“ segir Helga E. Jóns-
dóttir, framkvæmdastjóri
Grímunnar. „Eftir val nefndarinn-
ar standa eftir fimm tilnefningar í
hverjum flokki og verða tilnefn-
ingarnar opinberaðar í Borgar-
leikhúsinu klukkan fjögur á morg-
un,“ segir Helga en valnefndin
gengur síðan til kosninga og hefur
úrslitaáhrif á hverjir verða verð-
launaðir í Borgarleikhúsinu 16.
júní.
Gríman verður send út frá rík-
issjónvarpinu í beinni útsendingu
en kynnir hátíðarinnar í ár er leik-
konan María Ellingsen. Leikar-
arnir Hjálmar Hjálmarsson og
Helga E. Jónsdóttir hafa haft um-
sjón með handriti að skemmtidag-
skrá hátíðarinnar og stendur til að
senda út kynningarþátt í sjón-
varpinu þremur dögum fyrir há-
tíðina þar sem María kynnir en
Egill Eðvarðsson annast dag-
skrárgerð að báðum sjónvarps-
viðburðunum tengdum hátíðinni.
Actavis Group hf. og Baugur
Group hf. eru máttarstólpar
Grímunnar til næstu þriggja ára
en á þeim tíma fer hátíðin fram til
skiptis í Þjóðleikhúsinu og Borg-
arleikhúsinu. Kosning á vinsæl-
ustu leik- eða danssýningu ársins,
að mati áhorfenda, stendur nú
yfir á netinu en hægt er að gefa
uppáhaldssýningu sinni atkvæði á
visir.is og á mbl.is. ■
Heiða í Unun og Hemmi Gunnverða á meðal þeirra sem koma
fram í fyrsta þætti Hjartsláttar á
Skjá einum í kvöld. Farið verður
með Heiðu í gufu á Laugarvatni og
Hemmi mun gleðja góðan vin.
Bubbi Morthens mun snúa af-
mælislukkuhjólinu en hann á af-
mæli í mánuðinum. Að auki munu
Unnur Ösp og Björn Thors, leikar-
ar í Hárinu, mæta í viðtal og síðan
verður farið á sérstaka forsýningu
á nýju Harry Potter-myndinni.
Að sögn Baldvins Kára Svein-
björnssonar, eins af þremur um-
sjónarmönnum þáttarins, hefur
samstarfið gengið mjög vel það
sem af er og allt gengið að óskum.
Ýmislegt er í bígerð hjá þátta-
stjórnendunum, meðal annars ferð
til Kaupmannahafnar í lok júní þar
sem haft verður upp á fólki í gamla
konungsveldinu og það spurt spjör-
unum úr. ■
VEIÐIÞÁTTUR
STÓRFISKAR DREGNIR
Á LAND Í LAXÁ
■ Gengur rólega í Norðurá.
GYLFI GAUTUR PÉTURSSON
Gylfi kastar flugunni fimlega á
Brotinu í Norðurá. Þar hafa þrír
laxar veiðst en tveir sloppið.
Stórfiskar í Laxá í Aðaldal
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
.B
EN
D
ER
MARÍA ELLINGSEN
Verður í hlutverki kynnis á sviði Borgarleikhússins í ár við afhendingu leiklistarverðlaun-
anna Grímunnar.
María Ellingsen kynnir
Grímuverðlaunin
UMSJÓNARMENN
Baldvin Kári Sveinbjörnsson, Erlingur Óttar Thoroddsen og Dagbjört Hákonardóttir eru umsjón-
armenn Hjartsláttar í sumar. Það verður mikið um að vera í fyrsta þætti sumarsins í kvöld.
Heiða og Hemmi í Hjartslætti
■ SJÓNVARP