Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 3. júní 2004 ■ TÓNLEIKAR■ TÓNLISTARHÁTÍÐ 35 Með tónlist í farangrinum Tónlistarhátíðin „Við Djúpið“verður haldin í annað sinn á Vestfjörðum í dag og fram yfir helgi. Á dagskránni verða ýmis tónlistarnámskeið fyrri hluta dagsins en síðan verða tónleikar síðdegis og á kvöldin alla dagana. „Við reynum að fara sem víð- ast, þótt við verðum mest í tónlist- arskólanum á Ísafirði,“ segir Guð- rún S. Birgisdóttir flautuleikari, sem hefur skipulagt hátíðina. Miðpunktur hátíðarinnar verður á Ísafirði, en tónleikar verða í Bol- ungarvík, Flateyri og víðar í sveit- arfélaginu Ísafjarðarbæ. Guðrún er komin vestur ásamt fjórum öðrum valinkunnum tón- listarmönnum, þeim Pétri Jónassyni gítarleikara, Jóhönnu Linnet söngkonu, Árna Heiðari Karlssyni píanóleikara og Hall- dóri Haraldssyni píanóleikara, fyrrverandi skólastjóra Tónlistar- skóla Reykjavíkur, sem jafnframt verður gestur hátíðarinnar. „Við erum öll höfuðborgarrott- ur, en þetta er í annað skipti sem við förum vestur. Nemendurnir koma líka margir frá höfuðborg- arsvæðinu, en svo bætast í hópinn nemendur að vestan. Fyrirkomu- lagið hjá okkur verður svipað og í sumarskóla, sem tíðkast víða í út- löndum, nema hér verðum við í okkar íslensku náttúru.“ Eitt af markmiðum hátíðarinn- ar er að auka samskipti og tengsl milli listamanna á Vestfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu. Markmið- ið er að þessi hátíð verði árviss viðburður, og þá verði boðið þang- að þekktum listamönnum, inn- lendum sem erlendum. „Tónleikadagskráin verður býsna fjölbreytt hjá okkur. Við byrjum á fimmtudag með franskri tónlist fyrir flautu og pí- anó. Á föstudaginn verða galatón- leikar í Bolungarvík þar sem við spilum öll saman. Á laugardeginn verður Jóhanna Linnet með djass- tónleika ásamt Árna Heimi og Pétri, og svo ætlar Halldór að slútta þessu á sunnudaginn með einleikstónleikum á píanó þar sem hann leikur Liszt og Schubert.“ ■ Geðveikir tónleikar fyrir geð-veikt fólk“ er yfirskrift á tón- leikum á Gauknum í kvöld þar sem fram koma hljómsveitirnar Úlpa og Han Solo. Úlpudrengirnir hafa verið á tónleikaferðalagi erlendis mánuð- um saman, bæði í Bandaríkjun- um, Bretlandi og á Norðurlöndun- um og víðar. Þeir eru komnir heim til þess að gera nýja plötu og láta sig hverfa inn í stúdíóið eftir þessa tónleika á Gauknum í kvöld, og koma svo varla út úr skápnum aftur fyrr en að upptökum loknum seinna í sum- ar. En þá fara þeir líka á fulla keyrslu með tónleikahald. „Fyrsta platan þeirra, Mea culpa, seldist fljótt upp svo marg- ir eru að bíða eftir þessari nýju plötu, sem verður svolítið öðru- vísi en sú fyrsta,“ segir Gustavo Blanco, góðvinur þeirra Úlpufé- laga sem skipulagt hefur tónleik- ana í kvöld. „Úlpa hefur verið að spila á Geðhjálpartónleikum, sem eru haldnir alltaf einu sinni á ári. Í ljósi ýmissa atburða nýverið fannst okkur kominn tími til að minna á það fólk sem lifir með geðsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Með því að koma á þessa tónleika er fólk um leið að styrkja Geðhjálp.“ ■ Úlpa fyrir geðveika ÚLPA Hljómsveitin Úlpa kemur fram ásamt Han Solo á tónleikum til styrktar geðveikum á Gauknum í kvöld. Á LEIÐINNI VESTUR Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari, Jóhanna Linnet söngkona, Halldór Haraldsson píanóleikari, Árni Heiðar Karlsson píanóleikari og Pétur Jónasson gítarleikari verða með námskeið og tónleika á tónlistarhátíðinni Við Djúpið, sem nú er haldin í annað sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.