Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2004, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 03.06.2004, Qupperneq 47
FIMMTUDAGUR 3. júní 2004 ■ TÓNLEIKAR■ TÓNLISTARHÁTÍÐ 35 Með tónlist í farangrinum Tónlistarhátíðin „Við Djúpið“verður haldin í annað sinn á Vestfjörðum í dag og fram yfir helgi. Á dagskránni verða ýmis tónlistarnámskeið fyrri hluta dagsins en síðan verða tónleikar síðdegis og á kvöldin alla dagana. „Við reynum að fara sem víð- ast, þótt við verðum mest í tónlist- arskólanum á Ísafirði,“ segir Guð- rún S. Birgisdóttir flautuleikari, sem hefur skipulagt hátíðina. Miðpunktur hátíðarinnar verður á Ísafirði, en tónleikar verða í Bol- ungarvík, Flateyri og víðar í sveit- arfélaginu Ísafjarðarbæ. Guðrún er komin vestur ásamt fjórum öðrum valinkunnum tón- listarmönnum, þeim Pétri Jónassyni gítarleikara, Jóhönnu Linnet söngkonu, Árna Heiðari Karlssyni píanóleikara og Hall- dóri Haraldssyni píanóleikara, fyrrverandi skólastjóra Tónlistar- skóla Reykjavíkur, sem jafnframt verður gestur hátíðarinnar. „Við erum öll höfuðborgarrott- ur, en þetta er í annað skipti sem við förum vestur. Nemendurnir koma líka margir frá höfuðborg- arsvæðinu, en svo bætast í hópinn nemendur að vestan. Fyrirkomu- lagið hjá okkur verður svipað og í sumarskóla, sem tíðkast víða í út- löndum, nema hér verðum við í okkar íslensku náttúru.“ Eitt af markmiðum hátíðarinn- ar er að auka samskipti og tengsl milli listamanna á Vestfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu. Markmið- ið er að þessi hátíð verði árviss viðburður, og þá verði boðið þang- að þekktum listamönnum, inn- lendum sem erlendum. „Tónleikadagskráin verður býsna fjölbreytt hjá okkur. Við byrjum á fimmtudag með franskri tónlist fyrir flautu og pí- anó. Á föstudaginn verða galatón- leikar í Bolungarvík þar sem við spilum öll saman. Á laugardeginn verður Jóhanna Linnet með djass- tónleika ásamt Árna Heimi og Pétri, og svo ætlar Halldór að slútta þessu á sunnudaginn með einleikstónleikum á píanó þar sem hann leikur Liszt og Schubert.“ ■ Geðveikir tónleikar fyrir geð-veikt fólk“ er yfirskrift á tón- leikum á Gauknum í kvöld þar sem fram koma hljómsveitirnar Úlpa og Han Solo. Úlpudrengirnir hafa verið á tónleikaferðalagi erlendis mánuð- um saman, bæði í Bandaríkjun- um, Bretlandi og á Norðurlöndun- um og víðar. Þeir eru komnir heim til þess að gera nýja plötu og láta sig hverfa inn í stúdíóið eftir þessa tónleika á Gauknum í kvöld, og koma svo varla út úr skápnum aftur fyrr en að upptökum loknum seinna í sum- ar. En þá fara þeir líka á fulla keyrslu með tónleikahald. „Fyrsta platan þeirra, Mea culpa, seldist fljótt upp svo marg- ir eru að bíða eftir þessari nýju plötu, sem verður svolítið öðru- vísi en sú fyrsta,“ segir Gustavo Blanco, góðvinur þeirra Úlpufé- laga sem skipulagt hefur tónleik- ana í kvöld. „Úlpa hefur verið að spila á Geðhjálpartónleikum, sem eru haldnir alltaf einu sinni á ári. Í ljósi ýmissa atburða nýverið fannst okkur kominn tími til að minna á það fólk sem lifir með geðsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Með því að koma á þessa tónleika er fólk um leið að styrkja Geðhjálp.“ ■ Úlpa fyrir geðveika ÚLPA Hljómsveitin Úlpa kemur fram ásamt Han Solo á tónleikum til styrktar geðveikum á Gauknum í kvöld. Á LEIÐINNI VESTUR Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari, Jóhanna Linnet söngkona, Halldór Haraldsson píanóleikari, Árni Heiðar Karlsson píanóleikari og Pétur Jónasson gítarleikari verða með námskeið og tónleika á tónlistarhátíðinni Við Djúpið, sem nú er haldin í annað sinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.