Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500
FIMMTUDAGUR
ÞRÍR STÚLKNAKÓRAR Þrír kórar
sem eru á leið í vikulangt tónleikaferða-
lag til Ítalíu halda tónleika í Grensáskirkju
í kvöld klukkan 20. Kórarnir eru Stúlkna-
kór Reykjavík, Unglingakór Digraneskirkju
og Stúlknakór Grensáskirkju.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
BJART MEÐ KÖFLUM í höfuðborginni
og vestan og norðan til. Skýjað að mestu
við suðurströndina. Smáskúrir á víð og dreif,
einkum síðdegis. Sjá síðu 6.
3. júní 2004 – 149. tölublað – 4. árgangur
● ferðir ● tilboð
Heldur upp á
Þórshöfn
Helga Haraldsdóttir:
● er í viðræðum við Miramax
Stuttmyndin Bjargvættur
sópar að sér verðlaunum
Erla Stefánsdóttir:
▲
SÍÐA 42
EINN JÁTAR ALLA SÖK Fyrrverandi
aðalféhirðir Landssímans játar á sig alla sök í
Landssímamálinu. Hann segir að aðrir sak-
borningar hafi ekki vitað að hann hafi dregið
sér fé úr sjóðum fyrirtækisins. Sjá síðu 12
GEÐDEILD LOKAÐ Nær 40 manna geð-
deild að Arnarholti á Kjalarnesi verður lokað í
haust. Ástæðan er niðurskurður hjá Landspítala
- háskólasjúkrahúsi. Ekki hefur verið ákveðið
hvað verður um sjúklingana. Sjá síðu 14
BRENNUVARGUR ÚR LANDI Maður
sem kveikti í íbúð á Bræðraborgarstíg er
farinn úr landi án þess að lögregla hafi haft
tök á að yfirheyra hann. Það gerir rannsókn
málsins erfiðari en ella og óvíst með næstu
skref. Sjá síðu 17
LÆKKAR Á NÆSTA ÁRI Bifreiðaeig-
endur þurfa ekki að gera sér vonir um að
bensínverð lækki á næstunni, samkvæmt
spá Seðlabankans. Verðið hækkar áfram í
ár en lækkar hratt á næsta ári að mati
bankans. Sjá síðu 14
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Kvikmyndir 38
Tónlist 34
Leikhús 34
Myndlist 34
Íþróttir 36
Sjónvarp 40
MÁLSSKOT Í fyrsta sinn í sögu lýð-
veldisins hefur forseti Íslands neit-
að lögum staðfestingu og vísað
þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Í
gær tilkynnti Ólafur Ragnar Gríms-
son á blaðamannafundi á Bessastöð-
um að hann muni ekki undirrita
fjölmiðlalögin. Varð hann þá fyrsti
forseti landsins sem beitir þeim
rétti sem honum er áskilinn sam-
kvæmt 26. grein stjórnarskrárinn-
ar. Þar segir að forseta sé heimilt að
vísa lögum í dóm þjóðarinnar.
Ólafur Ragnar las upp yfirlýs-
ingu þar sem hann skýrði ástæður
ákvörðunar sinnar. Þar sagði hann
að skort hafi þann samhljóm sem
þurfi að vera milli þings og þjóðar í
svo mikilvægu máli.
„Við búum við stjórnskipan þar
sem forseti Íslands og aðrir kjörnir
fulltrúar sækja
vald sitt og umboð
til þjóðarinnar.
Þjóðin hefur sam-
kvæmt stjórnar-
skránni síðasta
orðið,“ sagði Ólafur
Ragnar.
Fulltrúar allra
fjölmiðla voru sam-
an komnir á Bessa-
stöðum og ríkti mikil óvissa um
hver ákvörðun forseta yrði. Til-
kynnt var fyrir upphaf fundarins að
forsetinn myndi ekki svara spurn-
ingum fréttamanna. Áður en forseti
hóf lestur yfirlýsingar sinnar sagði
hann við fréttamenn að honum
þætti rétt að yfirlýsingin fengi að
tala sínu máli ein og sér.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
hefur ítrekað lýst yfir efasemdum
sínum í fjölmiðlum um að forseti
hafi rétt til að neita lögum staðfest-
ingar. Hann kaus þó að tjá sig ekki
um ákvörðun forseta í gær.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins telur hann að með ákvörð-
un forsetans sé vegið að þingræð-
inu. Að því er Fréttablaðið kemst
næst er þetta mikið áfall fyrir
ríkisstjórnina.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, sagði í gær að
ákvörðun forseta hefði komið ríkis-
stjórninni algjörlega í opna skjöldu.
Upp væri komið fullkomið óvissuá-
stand um framhaldið og leita þurfi
álits lögfræðinga vegna stöðu sem
aldrei áður hefði komið upp.
Hann sagði að öruggt væri að
þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram
um fjölmiðlalögin. Samkvæmt
stjórnarskránni skuli hún fara fram
svo fljótt sem verða má, og það beri
að virða.
„Ekkert liggur fyrir um það
hvernig hún á að fara fram. Ljóst er
að setja verður löggjöf um þjóðarat-
kvæðagreiðslu og aðeins Alþingi
getur gert það,“ sagði Halldór.
Forseti tilkynnti forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra um
ákvörðun sína símleiðis klukkan
hálf fjögur í gær. Ráðherrar Fram-
sóknarflokksins funduðu í kjölfarið.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra var eini ráð-
herra sjálfstæðismanna sem vildi
tjá sig um málið. Hún sagðist halda
að mikilvægari löggjöf en þessa
hefði átt að leggja undir dóm þjóð-
arinnar, fyrst verið væri að gera
það í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins.
Með ákvörðun sinni hefur Ólafur
Ragnar kallað fram róttæka breyt-
ingu á íslensku stjórnskipuninni eins
og hún hefur verið í reynd, að sögn
Ólafs Þ. Harðarsonar, prófessors í
stjórnmálafræði. Hann sagði jafn-
framt að ákvörðun forseta feli í sér
umtalsverða breytingu á forseta-
embættinu, það sé nú pólitískara.
sda@frettabladid.is
Til þjóðarinnar
Forseti neitaði lögum staðfestingar í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Fjölmiðlalögunum verður vísað til
þjóðaratkvæðagreiðslu en kalla þarf saman Alþingi til að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslu.
BT bæklingurinn fylgir Fréttablaðinu í dag
„Þjóðin
hefur
samkvæmt
stjórnarskrá-
nni síðasta
orðið.
Opið til 21.00 í kvöld
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSON, FORSETI ÍSLANDS
Braut blað í sögu þjóðarinnar með því að synja lögum staðfestingar. Aldrei áður í sögu lýðveldisins hefur forseti tekið þá ákvörðun. Sagði
Ólafur Ragnar að skort hefði samhljóm milli þingvilja og þjóðarvilja í málinu. „Þjóðin hefur síðasta orðið,” sagði hann í yfirlýsingu sinni.
Algjör óvissa um framhaldið . . .2
Embættið verður pólitískara en
áður . . . . . . . . . . . . . . . . . . .4
Kalla verður saman Alþingi . .6
Þjóðaratkvæðagreiðsla í höndum
forsætisráðherra . . . . . . . . . .8
Ítarleg umfjöllun
um fjölmiðlafrumvarpsmálið
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA