Fréttablaðið - 03.06.2004, Síða 46

Fréttablaðið - 03.06.2004, Síða 46
3. júní 2004 FIMMTUDAGUR ■ FYRIRLESTUR ■ TÓNLEIKAR Yrði báðum í hag HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 31 1 2 3 4 5 6 Fimmtudagur JÚNÍ DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes 4. sýn í kvöld kl 20 - græn kort 5. sýn Su 6/6 kl 20 - blá kort Su 13/6 kl 20 CHICAGO eftir J.Kander, F.Ebb og B.Fosse Fö 4/6 kl 20 Lau 5/6 kl 20 Lau 12/6 kl 20 Lau 19/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Ósóttar pantanir seldar daglega DANSLEIKHÚS 10/06/2004 SAMKEPPNI 9 verk eftir 14 höfunda Fi 10/6 kl 20 NÝJA SVIÐ OG LITLA SVIÐ BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson Su 6/6 kl 20 Su 13/6 kl 20 SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson Í kvöld kl 20 Síðasta sýning RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20 - UPPSELT Fö 4/6 kl 20 - UPPSELT Mi 9/6 kl 20 - UPPSELT Fi 10/6 kl 20 - UPPSELT Fö 11/6 kl 20 - UPPSELT Lau 12/6 kl 15 - UPPSELT Lau 12/6 kl 20 Örfáar sýningar TANZ THEATER HEUTE - LJÓSMYNDASÝNING í samvinnu við Goethe Zentrum - Í FORSAL NÝTT: Miðasa la á net inu: www. borgar le ikhus. is Miðasalan, sími 568 8000 Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Yoga í júní hádegis og síðdegistímar Símar 551 5103 og 551 7860 Í k v ö ld , 4 /6 , 1 1 /6 , 1 2 /6 - A ll ra s íð u st u s ý n in g a r! Rosalega spenntar Þær eru rosalega spenntar,“segir Heiðrún Hákonardóttir, einn stjórnenda þriggja stelpna- kóra sem ætla að halda suður til Ítalíu innan fárra daga í einnar viku tónleikaferð. Fyrst ætla þær þó að halda kveðjutónleika í Grensáskirkju í kvöld, þar sem þær flytja sömu efnisskrá og þær ætla að flytja á tvennum tónleik- um á Ítalíu. Kórarnir þrír eru Stúlknakór Reykjavíkur sem Margrét Pálma- dóttir stjórnar, Unglingakór Digraneskirkju sem Heiðrún Há- konardóttir stjórnar og Stúlkna- kór Grensáskirkju sem Ástríður Haraldsdóttir stjórnar en hún verður einnig undirleikari kór- anna á tónleikunum. „Þetta eru samtals 78 stelpur á aldrinum 13 til 18 ára. Við ákváð- um að sameina kórana og verðum í viku í Toskana, bæði að æfa okk- ur og syngja á tónleikum.“ Tvennir stórir tónleikar verða haldnir, annars vegar í Flórens í stórri kirkju sem tilheyrir páfa- garði, og hins vegar í borg sem heitir Massa. „Þar fyrir utan ætlum við að syngja á minni stöðum í strand- bæ sem heitir Marina di Massa, sem er rétt við borgina Massa. Þar syngjum við bæði á torgum og á hótelinu sem við verðum á og víðar. Margrét hefur margoft verið þarna með alla sína kóra og fékk okkur með sér að þessu sinni.“ ■ ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Píanóleikarinn Aladár Rácz flytur í Salnum, Kópavogi, dansa eftir Bach, Mozart, Beethoven, Chopin, Franz Liszt, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sunleif Rasmussen, Stravinsky, Bartók, Arthur Benjamin og Dave Brubeck.  20.00 Þrír stúlknakórar halda tón- leika í Grensáskirkju. Kórarnir eru Stúlknakór Reykjavíkur sem Margrét Pálmadóttir stjórnar, Unglingakór Digraneskirkju sem Heiðrún Hákonar- dóttir stjórnar og Stúlknakór Grensás- kirkju sem Ástríður Haraldsdóttir stjórn- ar en hún verður einnig undirleikari kór- anna á tónleikunum.  21.00 Jan Meyen spilar á Bar 11 við Laugaveg.  Hljómsveitirnar Han Solo og Úlpa koma fram á geðveikum tónleikum til styrktar geðveiku fólki á Gauknum. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson á litla sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Edith Piaf eftir Sigurð Páls- son á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Don Kíkóti eftir Cervantes á stóra sviði Borgarleikshússins.  20.00 Vesturport sýnir Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare á litla sviði Borg- arleikshússins.  20.00 Sekt er kennd eftir Þorvald Þor- steinsson á nýja sviði Borgarleikshússins. ■ ■ LISTOPNANIR  Erla Magna Alexandersdóttir opnar sýn- ingu á verkum sínum í Eden, Hveragerði. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Búðabandið skemmtir á Hressó. Mig langar að sjá meira sam-starf milli tækniheimsins og listaheimsins, sem yrði báðum í hag,“ segir dr. Kristinn R. Þórisson, sem er með dellu fyrir bæði list og tölvum. Hann ætlar að flytja fyrir- lestur um gagnvirka list og gervi- greind í kvöld í Rússlandi, sem er salur í húsakynnum Klink og Bank. „Aðallega ætla ég að fjalla um það hvernig list og tækni mætast, hvers eðlis sú samsetning er og hvernig virkja má tæknina betur í þágu listarinnar. Síðan ætla ég að vera með smá fróðleik fyrir lista- menn um það hvað gervigreind er og hvers vegna það er eitthvað sem þeir ættu að spá í.“ Kristinn hefur alltaf haft annan fótinn í listsköpun, og aðallega þá tónlist. Hann var til dæmis heilinn á bak við Sonus Futurae, sem kalla má fyrstu tölvupopphljómsveitina hér á landi. Smám saman snerist hugurinn meir að tölvutækninni sjálfri og hann fór að stunda rann- sóknir á notendaviðmótum. Kristinn vann meðal annars hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA við að hanna fjarstýrð vél- menni. Einnig vann hann um tíma hjá LEGO við að þróa sýndarveru- leika þar sem íbúarnir eru gervi- greindarverur. „Þar vann ég með listamönnum sem bjuggu til bæði heiminn sjálf- an og útlitið á verunum. Það þurfti náið samstarf milli þess að þróa annars vegar gervigreindina og svo hins vegar líkamlega tilburði þessara sýndarvera. Þessi þróun- arvinna var síðan nýtt meðal ann- ars til þess að gera tölvugrafík og einnig sem forvinna fyrir Lego- land-garðana í Danmörku, Kali- forníu og Englandi.“ Meðan hann starfaði hjá LEGO bjó hann meðal annars til lista- verk sem einungis er til í sýndar- veruleika. „Þegar sá sýndarveruleiki hverfur er listaverkið horfið. Þetta var gagnvirkt hljóðlista- verk. Maður setur á sig sýndar- veruleikagleraugu og fer inn í her- bergi þar sem átta legókubbar svífa í lausu lofti og snúast. Kubb- arnir eru um leið hátalarar sem geta varpað hljóði úr hvaða átt sem er. Hver hátalari varpar frá sér hluta af tónverki, ákveðinni laglínu, en eftir því sem kubbur- inn snýst hækkar og lækkar sú laglína. En maður getur gripið í kubbana og stöðvað þá með hend- inni, og sett þá af stað aftur.“ ■  Fastasnúðarnir Kalli og Lelli halda uppi fjörinu ásamt Exos á breakbeat- kvöldi á Kapital. ■ ■ SAMKOMUR  12.00 Árleg sumarsala á handunn- um vörum frá iðjuþjálfun geðdeildar verður haldin í anddyri geðdeildarhúss Landspítalans við Hringbraut. ■ ■ FÉLAGSLÍF  20.00 Kristinn R. Þórisson flytur fyrirlestur um gagnvirka list og gervi- greind í Klink og Bank. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. ÞRÍR KÓRAR Í EINUM Þær ætla að halda kveðjutónleika í Grensáskirkju í kvöld áður en þær halda til Ítalíu í einnar viku tónleikaferð. KRISTINN R. ÞÓRISSON Flytur fyrirlestur um gagnvirka list og gervigreind í Klink og Bank.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.