Tíminn - 11.02.1973, Síða 10
TÍMINN
Sunnudagur 11. febrúar. 1973
10.
Húsagerð
arlist á
íslandi
EINS OG GETIÐ var í
siðasta þætti, mótast
íbúðarhúsin mjög af til-
komu breytilegs
byggingarefnis.
— Um ákveðna stefnu í
húsagerðarlist, er vafa-
laust skiptar skoðanir.
Húsameistarar okkar hafa
numið víða um heim og
hafa því mótazt nokkuð af
þeim löndum, sem þeir
hafa dvalið í. Þó virðist
þeim sameiginlegt, að
leggja ríka áherzlu á ein-
faldleika í formi og hag-
kvæmni í niðurröðum
vistarvera. Ég þekki enga
húsameistar, sem fást við
húsagerð sem ekki vilja
færa húsakostinn til i sam-
ræmi við þarfir eigenda.
1. Hafnarf jarðarvegur
gegnum Kópavog. 2.
Félagsheimili Kópavogs. 3.
Eldri smáhúsabyggð. 4.
Edlri verzlunar- og skrif-
stofuhúsnæði. 5. Kirkja. —
Til allra þessara þátta og
fleiri, varð að taka tillit til
í samkeppninni um miðbæ
Kópavogs.
Við krefjum húsgeröa manninn
um siaukna tilbreytni. Hann á að
skapa fyrir okkur fallegar vistar-
verur og fagurt umhverfi, þar
sem ekkert má vera öðru likt.
En málið er nú ekki svona ein-
falt. Að skipuleggja byggð og
skapa hús, er ekki svo auðvelt,
eins og menn halda. Húsa-
meistari, sé hann sannur og trúr,
hlýtur að gefa skipulaginu og
þeim mannvirkjum, sem hann
mótar,nokkuð af sinum persónu-
leika.
fslenzkir húsameistarar og
aðrir skaparar mannvirkja hafa
margt gert vel, jafnvel mjög vel.
Þeir myndu vafalitið hafa gert
betur, hefðu ekki ýmiss öfl gripið
inn i og fært til verri vegar. Þar á
ég við ýmsa ráðamenn á hinu
almenna pólitiska sviði. Ein-
hverjum finnst vafalaust, að hér
sé fariö út á nokkuð hálan is, og
þess vegna mun ég reyna að út-
skýra þessa þanka mina með
nokkrum dæmum.
Þegar gömul bæjar- og borgar-
svæði eru tekin til endur-
byggingar, þá ráða oftast nær
peningaleg verðmætasjónarmið,
annaö hvort bæjar- borgar- eða
einstaklinga. Fjármagniö er svo
snar þáttur i ákvörðunum hins
pólitiska valds að það er i flestum
tilfellum i fyrsta sæti.
Mér sýnist þetta vera svipað i
flestum þeim löndum, sem ég
þekki til. Þar vil ég nefna borgir
Norðurlanda, svo sem
Stokkhólm, Kaupmannahöfn og
ósló.
I Reykjavik hefur nokkuð borið
á þvi, að eigendur mannvirkja og
lóða, hafa raunveruleg áhrif á
enduruppbyggingu og hafa þá
litið tekið tillit til umhverfis.
Þegar samkeppni um miðbæ
Kópavogs fór fram, varð að taka
verulegt tillit til þeirra mann-
virkja, sem fyrir voru, þó vafa-
laust hefði verið mun betra fyrir
samkeppnishafa, að þurfa ekki að
taka tillit til eldri byggðar og
mannvirkja.
Sjá meðfylgjandi mynd af
likani af miðbæ Kópavogs.
Framhald i næstu viku
Skemmtileg
hugmynd
Vöruumbúðir sem aðeins eru ætlaðar til notkunar
einu sinni, gerast rúmferkari i sorpilátum okkar
með hverjum degi, sem liður. Griðastórar öskjur,
fötur og dósir úr plasti undan is, búðingum o.fl.,
geta verið ágætis ilát til annarra nota en hinna upp-
haflegu. Margir reyna að stöðva straum þessara
eins skiptis umbúða, úr ólifrænum efnum, með þvi
að gera úr þeim skemmtilega hluti til nota á heimil-
um sinum. Hér eru isumbúðir notaðar sem blóma-
pottahlifar. Litlir pottar með ólikum blómum sett
hlið við hlið og þakið með mosa eða mómold. Það
má einnig planta beint i þessar plastumbúðir, þvi
þær halda vatni. Nú, svo má einnig mála þessar
umbúðir i þeim litum sem hæfa umhverfinu.
ATTU
FÓT?
Það er eiginlega sama hvers konar fót er um að
ræða, aðeins að það sé fótur af húsgagni, sem er
ekki lengur i notkun og helzt þarf þetta að vera fall-
egur og lögulegur fótur. Þá er um að gera að saga á
réttum stöðum, koma fyrir litilli plötu ofan á og
mála siðan eða bæsa. Þá eigum við fallega hillu
undir t.d. blómstrandi pottaplöntu.