Tíminn - 11.02.1973, Qupperneq 15

Tíminn - 11.02.1973, Qupperneq 15
Kópasker i Norður-Þingeyjarsýslu. mjög góð, það sem hún nær. Aftur á móti er það svo með alla að- drætti og meiri háttar flutninga, að það eru ekki nema smæstu skip, sem hér koma að bryggju, og það er auðvitað ekki neitt sér- lega þægilegt. Siðan Herðubreið leið, hefur ekki verið nein áætlun hingað á vegum Skipaútgerðar rikisins. Og þótt hin nýju skip okk ar hafi upphaflega verið smiðuð fyrir erfiðar hafnir, þá hafa þau nú enn ekki fengizt til þess að lita hér við. Geta þó bæði Hekla og Esja lagzt að bryggju hérna. — Er ekki opið hér til hafsins, þannig að ókyrrt sé á höfninni, þegar misjöfn eru veður? — Jú, það er alveg rétt. En sjálf höfnin er ágætis lægi. Aftur á móti er innsiglingin slæm i vondu veðri. — Við höfum nú minnzt á land- búnað og sjávarútveg. En er nokkur iðnaður hér? — Varla er nú hægt að segja það, að minnsta kósti ekki i stór- um stil. Þó hefur um margra ára skeið verið hér úti i Leirhöfn rek- in Húfugerðin, sem margir munu — Hér i þorpinu eru þeir rúm- lega hundrað talsins. — Þið eruð þá væntanlega laus við stórborgaómenninguna? — Við erum laus við kvöíd- ófrið og næturlæti, og erum vissu- lega mjög ánægð með það. En við erum lika laus við ýmislegt, sem við myndum gjarna vilja hafa, eins og til dæmis læknisþjónustu. Það er satt að segja til háborinn- ar skammar, að ekki skuli finnast nokkur einasta leið til þess að bæta úr þvi ástandi,"sem hér rikir i þeim efnum. — Hafið þið lengi verið læknis- lausir? — Já, við höfum verið læknis- lausir um árabil. Hér er ágætur læknisbústaður og apótek fyrir hendi, en húsið stendur autt. Það á svo að heita, að okkur sé þjónað af læknum á Húsavík, og ég held ég megi segja, að þar sé læknir, sem skráður er héraðslæknir hérna, og kemur hér einu sinni i hálfum mánuði. — Eruð þið ekki svo heppnir, að hér sé gift og búsett einhver hjúkrunar- eða yfirsetukona? Rætt við kaupfélagsstjórann á Kópaskeri kannast við. Þar eru framLeiddar skinnhúfur og vettlingar. A veg- um kaupfélagsins hefur verið starfrækt sláturgerð yfir vetur- inn. Við búum til mikið af slátri, sem við seljum aðallega Reyk- vikingum. Þetta hefur gengið vel, og það er alltaf nægur markaður fyrir slátrið. Svo tókum við upp það nýmæli i haust að auka for- vinnslu, það er að segja, við út- beinum kjöt, sem fer i Kjötiðn- aðarstöð KEA á Akureyri, og af þessu hefur skapazt töluverð at- vinna. Ég tel þetta alveg rétta stefnu, þvi að vitanlega er eðli- legast, að slík vinnsla sé sem mest framkvæmd úti um landið. — Súrsið þið slátrið, eða seljið þið það nýtt? — Það hefur nær eingöngu verið selt ósoðið og fyrsti. — Og markaðurinn er nægur, segirðu? — Hin siðari ár hefur hann virzt óþrjótandi. Læknisleysi og slæmar samgöngur — Hvað eru margir ibúar hér á Kópaskeri? — Nei, hér á Kópaskeri er eng- inn, sem má gefa sprautu, hvað þá heldur meira. Það þarf auðvit- að ekki mikið hugmyndaflug til þess að gizka á, hvernig þetta er, þegar allt er ófært, vegirnir á kafi i snjó og ekki heldur flugveður, eins og oft vill verða hér. 1 þess- um efnum höfum við færzt langt aftur á bak frá þvhsem var fyrir nokkrum áratugum, og er sann- arlega ekki gott til þess að vita, einmitt á þessum timum, þegar allir tala um framfarir og jafn- vægi i byggð landsins. Og það er fleira en heilbrigðis- þjónustan, sem hefur gengið aftur á bak i staðinn fyrir áfram. Fyrir nokkrum árum hélt Flugfélag Is- lands uppi föstum áætlunarferð- um hingað og strandferðaskipin lika, en nú er þetta hvort tveggja niður lagt, og hefur ekki borið á neinum áhuga i þá átt að auka nokkuð þessa þjónustu, þrátt fyrir óskir okkar. Fræðslumál — Hvernig eru fræðslumálin á vegi stödd? — Eiginlega er þar sömu sögu að segja. Við erum þar á likum vegi stödd og var um siðustu aldamót. Hér á Kópaskeri er einn litill og gamall barnaskóli og það hefur verið þannig, að börnin hafa þurft að ljúka skyldunámi sinu i þrem skólum, það er að segja hér, Lundi i Axarfirði og Skúlagarði i Kelduhverfi. — Það er alls staðar vel og myndarlega byggt hér, sýnist mér. — Já. Hér á Kópaskeri er nú verið að ljúka byggingu sjö nýrra ibúðarhúsa, en i þeim efnum hafði ekkert verið gert siðasta áratuginn, eða siðan rétt upp úr 1960, svo að það var orðin full þörf á að hefjast handa. 1 byggingu þessara húsa var ráðizt fyrir for- göngu kaupfélagsins, þar sem okkur var ljóst, að húsnæðisvand- ræði voru hér orðin mikil og ef við ætluðum eitthvað að auka starf- semi okkar, varð fyrst og fremst að sjá um, að fólkið gæfi einhvers staðar verið. Enda er það svo, að hér vill fólk vera, svo framarlega sem það getur notið hér þeirrar lágmarksþjónustu og öryggis, sem óhjákvæmilegt er að krefjast — hvar sem maður á heima. Hér vill fólk vera — Heldur þú, að menn myndu una sér vel hér og á öðrum af- skekktum stöðum, til dæmis sem þjónustumenn rikisstofnana? — Persónulega er ég alveg sannfærður um það, en auðvitað er ekki enn farið að flytja fyrir- tæki frá R.vík út á Landsbyggð- ina, þótt mikið hafi veriö talað um það hin siðari ár. Sjálfur hef ég talað við ungt fólk, sem er i þann veginn að stofna heimili, og það lætur iðulega i ljós óskir um að setjast að úti á landi. Ég er þann- ig alveg viss um það, að straumurinn er að snúast við og að andinn i þessum málum er allur annar en hann var fyrir nokkrum árum. — Og nú hafið þið lifað hér eitt- hvert bezta sumar, sem komið hefur i manna minnum? — Já, sumarið var alveg ein- stakt. Viða var það hagstætt, en mér er til efs, að það hafi annars staðar verið betra en hér á Norð- Austurlandi. — Hey eru þá bæði mikil og góð? — Já, þau eru viða svona um það bil tvöfalt meiri en i meðal- ári. Fyrir nokkrum árum kom kalið mjög illa við bændur hér, en nú eru menn alveg búnir að ná sér eftir þau áföll. — Menn una sér þá vel hér, eins og þú sagðir áðan, og ekki verr en i ysi þéttbýlisins? __ — Ég held, að menn uni sér tvi- mælalaust miklu betur hér. Það er lfka fullkomlega eðlilegt, þvi að það er miklu eðlilegra og heil- brigðara lif, sem hér er iifað. —VS. Tvö hollráð tilallra bíleigenda 1. Að skipta um olíusíu jafnoft og mælt er með miðað við aðstæður. 2. Að nota góða tegund af síu. AC sían hreinsar úr olíunni agnir og skaðleg efni, sem auka slit vélarinnar. AC sían þolir mikinn hita og þrýsting. Hún grípur agnir helmingi smærri en hársbreidd manns. Því meiri, sem þörfin er fyrir síu, því oftar þarf að skipta um. Hlustið á holl ráð — notið AC síur. , A SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA $ Véladeild ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.