Tíminn - 11.02.1973, Side 28
28
TÍMINN
Sunnudagur 11. febrúar. 1973
Einar Jóhannesson, bóndi Jarðlangsstöðum:
Mólatilbún-
aður veiði-
mólastjórnar
Ég hef fengið afrft af 2 bréfum, sem dagsett eru
16. nóv. sl. til landbunaðarráðuneytisins. Bréf þessi
eru undirrituð af y^rna Jónassyni fyrir hönd veiði-
málanefndar og veiðimálastjóra, Þórs Guðjónsson-
ar. Ég tel þessi bréf það merkileg plögg, að þau eigi
að koma fyrir almenningssjónir. í bréfinu tala þeir
um málatilbúnað minn, sem sé, að mótmæli þau,
sem ég hef haft i frammi, séu ástæðulaus . En þeir
gleyma þvi, að ástæðan fyrir mótmælum minum er
sú, að ég tel þá túlka laxveiðilögin á rangan veg.
Ég vil gera nokkuð betri grein
en ég hef gert fyrir málatilbúnaöi
þeirra. 1 2. mgr. 46. greinar lax-
veiöilaganna stendur: „Frum-
kvæði aö stofnun veiöiféiags
hafa: Einn eða fleiri ábúendur
eða eigendur jaröa á hina fyrir-
hugaöa félagssvæöi fsamráöiviö
veiöimálastjöra og veiðimála-
nefnd.”
Aö mati veiðimálastjórnar er
þaö, aö hafa „samráð”, að þeir
ráöi öllu en veiöiréttareigendur
engu.
I ferðahandbók, sem gefin er út
1971 eða ’72, stendur m.a.:
„Veiöifélag Gufuár: formaður
Kristján Finnsson Laxholti. Enn-
fremur eru þar taldar upp flestar
ár á vatnasvæði Hvitár og talið
veiöifélag um hverja um sig. En i
bréfi frá veiöimálastjórn 16. nóv.
1972 er ekkert veiðifélag um ein-
stakar ár talið vera til á þessu
veiöisvæði, heldur deildir I veiði-
félagi, sem ekki er farið að
stofna!
Þaö eru 2 ár siöan gerð var
samþykkt um veiðifélag Gufuár.
Eftir þvi, sem ég bezt veit, er ekki
farið að staðfesta samþykktina
ennþá, eins og bréfið frá 16. nóv.
’72 gefur til kynna. Er ætlunin að
staöfesta ekki samþykktina fyrr
en búið er aö stofna veiðiíélag um
allt vatnasvæði Hvitár?
En veiðimálastjórn liggur
meira á með Langá og Urriðaá. A
fundinum 19. nóv. ’72 sagði Einar
Hannesson, að staðfestingin væri
alveg að koma. Það gerði ekkert
til, þótt eftir væri að bæta Langa-
vatni inn i félagið, sem sé kæmu
þá 3ja samþykktin um veiðifélag
fyrir Langár-svæðið.
Ég minni á það i bréfi minu til
landbúnaðarráðherra, að ekki
séu taldar upp allar jarðir á
félagssvæöinu i samþykktinni,
sem þröngvað var upp á okkur 30.
april, 1972. Eru það jarðirnar
Laufás og Alfgerðarholt með
Langá og Arbær með Urriöaá.
Eru allar þessar jaröir taldar
sem lögbýli i fasteignamatinu frá
1942. í 49. grein laxveiðilaga, 3.
málsgrein, b-lið stendur:
„Skulu þar taldar svo að eigi
verði um villzt allar þær jarðir,
sem eru á félagssvæðinu”.
Veiöimálastjórn talar um
ókunnugleika og misskilning
minn. Eitthvað er kunnugleika
þeirra áfátt, þvi að á einum stað
segja þeir, að frá ármótum
Urriöaár séu 6 km. Það eru rúmir
9 km frá ármótum Urriðaár aö
sjávarlinu um stórstraumsfjöru,
en sjór flæðir 4-5 km upp fyrir ár-
mót Urriðaár á hverju flóði. Ég
vil benda þeim á það, að laxinn,
sem gengur i allar ár i Borgar-
firði, fer undir linu, sem hugsast
dregin frá Lambastöðum i Alfta-
neshreppi að Höfn í Melasveit.
Hvort laxinn, sem gengur i
Langá, fer nær Lambastöðum eða
Höfn veit ég ekki og ég efast um,
að þeir viti það, en a.m.k. skiptir
laxinn sér einhvers staðar, áður
en hann fer yfir áðurnefnda línu,
eða innan hennar, sem sé Urriða-
ár-lax fer i Urriðaá og Þverárlax i
Þverá, o.s.frv.
Vegna ókunnugleika þeirra á
Gljúfurá vil ég upplýsa þá um ána
í um það bil 6 ár hefur verið
starfandi Vatnsmiðlunarfélag um
Langá og Gljúfurá. Er félag þetta
búið að láta byggja stíflu inn við
Langavatn til að miðla vatni úr
Langavatni. Þar sem þeir virðast
ekki vita að Langá og Gljúfurá
renna saman úr Langavatni
rúma 4 kilómetra, vil ég benda
þeim á, aðGljúfurá rennur síðan i
austur, sunnan undir Staðar-
tungu, en Langá niður Grenjadal.
Minna má á það, að búið er að
sleppa nokkrum tugum þúsunda
af seiðum i Langavatn og i Langá
ofan ármóta Langár og Gljúfur-
ár. Fara þessi seiði örugglega
niður báðar árnar. Er þvi
áreiðanlega eitthvað af laxi af
sama fiskstofni i báðum ánum og
enn fremur þegar Klaufhamars-
foss og þeir fossar, sem eftir eru á
Grenjadal verða laxgengir, þá
verður mjög mikill samangangur
milli þessara tveggja áa.
I 1. grein laxveiöilaga er þessi
skilgreining á fiskihverfi: „Fiski-
hverfi: veiðivatn eða vötn, sem
sami fiskstofn byggir og fer um
fram og aftur, eða ætla má að
sami fiskstofn byggi og fari um
Mikið urval af
skíðaáburð:
Landsins mesta úrval
af skíðavörum
Póstsendum
HLEMMTORGI
Skuggafoss i Langá.
fram og aftur, þá er ræktaður
hefur verið”.
Eftir þessu ætti Gljúfurá miklu
frekar að vera i veiðifélagi með
Langá heldur en Urriðaá. Ég hef
talað um það við Jónas Tómas-
son, formann veiðifélags Gljúfur-
ár, að þeir borguðu hluta af
kostnaði viö seiðasleppingu i efri
hluta Langár og Langavatn. Hef-
ur hann tekið vel i það. Sem sagt
— Langá og Gljúfurá hafa margt
sameiginlegt um framkvæmdir,
en Urriðaá og Langá ekkert.
Veiðimálastjórn segir, að með
þvi að stofna veiðifélag um Langá
eina, séu brotin ákvæði 1. liðar A.
45. greinar laga nr. 76/1930.
Ég ætla einu sinni enn að skrifa
upp 45. grein margnefndra laga.
Þar stendur i mgr. 9:
„1. Félagssvæði veiðifélags
getur tekið yfir:
A. Heilt fiskihverfi
B. Einstakt veiðivatn i fiski-
hverfi”
Ég lit þannig á þennan lið, aö
það megi stofna veiðifélag um
einstakt veiðivatn. Það tel ég
Langá vera. Þvi vil ég bæta einni
spurningu við til formanns veiði-
málanefndar og krefst skýlausra
svar: Telst Langá ekki einstakt
veiðivatn i fiskihverfi.?
Ræður veiðimálastjórn þvi,
hvort félag nær yfir heilt fiski-
hverfi eða einstakt veiðivatn?
Hvarersú lagagrein, sem heimil-
ar þeim það gegn vilja veiði-
réttareigenda?
Þeir tala um ólöglega sam-
þykkt um veiðifélag Langár frá
31. 10. ’71. Það er vegna þess, að
þeir vilja hafa Urriðaá með —
gegn vilja okkar. Ef þeir skildu
lögin rétt, þá væru búið fyrir
löngu að stofna- veiðifélag um
Langá og allt þetta leiðinda-stagl
þar með aldrei orðið til.
Stangaskipting
Það væri ástæða til að ræða
stangafjölda í ám og hve veiði-
málastjórn eru mislagðar hendur
I þvi máli. Það er eins og það sé
verið að taka eitthvað frá þeim,
þegar talað er um aö bæta stöng-
um I ár.
Einu sinni lét Þór Guðjónsson
hafa það eftir sér, að fyrir hver
þúsund niðurgönguseiði, sem
sleppt væri, mætti bæta við i á
einni stöng. Og annars staðar
sagði hann, að koma mætti ein
stöng fyrir hverja 92 laxa veidda.
Eftir þvi sem ég bezt veit er búið
að ákveða stangafjölda i nokkrar
ár og bak við hverja stöng i eftir-
töldum ám koma, að ég bezt veit:
Norðurá 200 laxar, Þverá 270,
Alftá 150, Grimsá 200, Langá 300.
Þar var veiðihámark sl. sumar 7
laxar á dag á stöng.
Eina á hef ég heyrt um, þar
sem leyfðar voru 8 stengur sl.
sumar. Var þar sáralitill lax. Það
virðist vera hálf gerð happa- og
glappastefna i úthlutun stanga
hjá veiðimálastjórn. Það má
benda á það, að Stangaveiðifélag
Reykjavikur hefur Norðurá og
Grimsá á leigu. En Langá starfar
i deildum samkvæmt 4. málgr. 49.
greinar. Eigendur Háhóls, Hvits-
staða og Jarölangsstaða leigja
veiðirétt sinn saman, samkvæmt
■sz i ^
al ti lanti'
Magnús
E. Baldvinsson
Laugavcgi 12 - Sími
ssonj
3á