Tíminn - 11.02.1973, Síða 32
32
TiMINN
Sunnudagur II. febrúar. 1973
alls frá 1938 rúmlega 5.000 sýnis-
horn. Flest sýnishornanna hafa
alla tlö veriö frá heilbrigöisyfir-
völdunum, hin hafa veriö tekin i
sambandi viö skipulagöar yfir-
litsrannsóknir annarra opinberra
aöila eöa send frá einstaklingum.
Á fyrstu hernámsárunum (1940-
1942) var rannsakað mikiö af
vatni, bæöi fyrir brezka og
bandariska herinn. Voru sýnis-
horn þessi vlðsvegar aö af
landinu, þar sem settar voru upp
herbúðir.
Neyzluvatn allra kaup-
staða rannsakað
A árinu 1954 til 1955 tók
Atvinnudeildin og rannskaöi
neyzluvatn I öllum kaupstööum
og kauptúnum landsins. Voru
sýnishornin 85 að tölu tekin úr
bæjarveitum og brunnum, i hraö-
frystihúsum, sláturhúsum og
mjólkurbúum. Flest voru sýnis-
hornin tekin meö tilliti til freð-
fiskframleiðslunnar, og var höfð
um þaö samvinna við Fiskmat
rikisins. Einnig voru i sama til-
gangi tekin 14 sýnishorn af sjó,
sem hraöfrystihús notuöu. Af
þeim 85 sýnishornum af vatni,
sem rannsökuð voru, reyndust 43
góö, 5gölluð og 37 (44%) ónothæf.
Af sjósýnishornunum 14 reyndist
1 gott, 1 gallað og 12 ónothæf.
Skýrlsa um þessar rannsóknir
var aö sjálfsögðu send heil-
brigöisyfirvöldunum, en hún
fékkst ekki birt. Astandið þótti
vist ekki gott til afspurnar.
Arin 1960-1962 lét Fiskmatsráö
rannsaka vatnið i öllum ver-
stöðvum landsins, alls 96 sýnis-
horn, og auk þess 58 sýnishorn af
sjó, sem notaður var i fisk-
verkunarstöðvum. Vatnssýnis-
hornin voru tekin af 69 vatns-
bólum, þar af 50 úr bæjarveitum.
1 32 af þessum vatnsbólum
reyndist vatnið gott, ilOgallaöog
i 27 (40%) ónothæft. A 16 stöðum
reyndist sjórinn góður, á 5
gallaður og á 37 stöðum ónot-
hæfur. Skýrsla um þessar rann-
sóknir var strax send heilbrigðis-
yfirvöldunum. Aðalniður-
stöðurnar voru siöan birtar 5
árum siðar á ráðstefnu um
vinnslu sjávarafurða, sem haldin
var á vegum V.F.Í. árið 1967.
Varð út af þvi talsverður úlfa-
þytur. Hefur ástandið þvi ekki
þótt gott til afspurnar, enda
svipað og á árunum 1954-55.
Arið 1961 Iét landlæknir eftir
tilmælum Alþjóðaheilbrigöis-
málastofnunarinnar, WHO, rann-
saka vatn, sem notað er til skipa i
helztu höfnum landsins.
Þann 8. október 1962 gaf Fisk-
matsráð út fyrirmæli til allra
fiskvinnslustöðva þess efnis, að
frá 1. janúar 1963 skyldi setja klór
i allan sjó, er stöðvarnar notuðu
til þvotta á fiski eða þrifa á
húsum. bann 23. desember 1963
gaf svo Fiskmat rikisins út fyrir-
mæli til hraðfrystihúsanna um að
blanda klóri i „allt vatn eða sjó,
sem notað er til þvotta á fiski,
áhöldum, húsnæði eða til hand-
þvotta fyrir verkafólk”. Var
frystihúsunum gefinn frestur til 1.
mai 1964 til þess að koma þessum
framkvæmdum i kring.
Alvarlegt vandamál
Þann 13. marz 1967 skrifaði
Fiskmatsráð bréf til heilbrigðis
yfirvaldanna, þar sem farið var
fram á liösinni þeirra viö að koma
i lag vatnsmálunum i verstöövum
landsins. í þessu bréfi stóð m.a.:
„Skortur á vatni, hæfu til með-
ferðar á matvælum, er orðið al-
varlegt vandamál á Islandi. Er
þetta sérstaklega tilfinnanlegt á
þeim stööum, þar sem er mikil
fiskverkun, einkum hraðfrysting,
niðurlagning og niðursuða, eöa
vélpillun á rækju. Fiskverkunar-
stöðvum af þessu tagi hefur
fjölgað mjög siöustu árin, og eru
nú komnar ein eða fleiri i hvern
kaupstað og kauptún umhverfis
allt land”. Og ennfremur stóö i
nefndu bréfi: „Enda þótt hrað-
frystur fiskur sé stór liður i okkar
fiskvinnslu og ein viökvæmasta
vörutegundin, hvað hreinlæti
snertir, þá eru hér ennþá fleiri
aöilar, sem mikið eiga undir þvi
komið að geta fengiö hreint vatn.
Má þar til nefna allar aðrar
tegundir fiskverkunar, sláturhús,
kjötvinnslustöðvar, mjólkurbú og
margskonar matvælaiðnað annan
og siöast en ekki sizt sjálfa ibúa
kaupstaða og kauptúna um allt
land. Það er þvi augljóst, að
skynsamlegasta leiöin i þessu
máli er sú, að gera bæjar-
veiturnar þannig úr garði, aö allir
vatnsnotendur, bæöi ibúarnir og
matvælaframleiöendurnir á
staðnum, geti fengiö nóg af
neyzluhæfu vatni. Það eru þvi
sveitarstjórnirnar á hverjum
stað, sem verða að leysa þetta
mál með aðstoð heilbrigðis-
stjórnarinnar” Þetta, sem tilfært
var úr nefndu bréfi, á viö enn
þann dag i dag.
Aðrar skipulagðar rann-
sóknir
Af öðrum skipulögðum gerla-
rannsóknum á vatni eða sjó, sem
opinberir aöilar hafa látiö gera og
gerladeild Rannsóknastofu fisk-
iðnaöarins hefur framkvæmt, má
nefna eftirfarandi:
A árunum 1961-1966 lét Vatns-
veita Reykjavikur hafa stöðugt
gerlafræðilegt eftirlit með vatns-
bóli borgarinnar, Gvendarbrunn-
um. Var það gert til þess að
komast að þvi, hver áhrif árstiðir,
veðurfar o.fl. hefði á hreinleika
vatnsins. Voru þarna alls rann-
sökuð 687 sýnishorn af vatni frá
159 dögum.
Árið 1969 var hafin á vegum
Rafmagnsveitu Reykjavikur
gerlafræðileg rannsókn á vatni
Elliöaánna og aðrennsli þeirra
með tilliti til laxaklaks og laxa-
göngu. Standa þessar rannsóknir
ennþá yfir.
Siðastliðið sumar var á vegum
Reykjavikurborgar ennfremur
gerð itarleg rannsókn á gerla-
gróðri sjávarins i nágrenni
borgarinnar með tiliiti til
mengunar af völdum skolps.
Framkvæmd eftirlits
Ég vil nota þetta tækifæri og
gefa nokkrar bendingar þeim,
sem eftirlit eiga að hafa með
vatnsbólum og vatnsveitum úti
um byggðir landsins, hvort sem
þær eru fjær eða nær. Það er
nauðsynlegt að taka sýnishorn af
vatninu öðru hverju og senda til
gerlarannsókna. Taka þarf sýnis-
hornin undir mismunandi skil-
yrðum, þ.e. á ýmsum timum
ársins og i mismunandi veðri.
Miklar úrkomur eða langvarandi
þurrkar geta breytt vatns-
bólunum mjög mikið, einnig
þeim, sem aðeins flytja grunn-
vatn. I frosti og snjó á veturna eru
flest vatnsból i lagi, svo að góð
útkoma gerlarannsóknar á
vatninu á þeim tima árs undir
sikum kringumstæðum er engin
trygging fyrir þvi, að vatnsbólið
sé gott. Og ennfremur: sýnishorn
af vatni verður að taka með
mikilli vandvirkni, eftir settum
reglum, og það verður að berast á
sem allra stytztum tima til rann-
sóknastofunnar. Sé sýnishornið
lengur á leiðinni en nokkrar
klukkustundir, talið frá þvi, að
það var tekið, verður að senda
það i is.
Hvað þarf að gera?
Að lokum: Hvað þarf að gera
hér á landi i vatnsmálunum til
þess að allir vatnsnotendur, bæði
ibúarnir og matvælaiðnaðurínn,
fái sem fyrst nóg af neyzluhæfu
vatni? Það, sem næst liggur fyrir
að gera, er þetta:
ÍBLÖNDUN KLÓRS
1 öllum þeim kaupstöðum og
kauptúnum, á þeim veitinga- og
gististöðum og i þeim skólum úti
á landsbyggðinni, þar sem nú er
notað yfirborðsvatn eða annað
gallað vatn til neyzlu eða við mat-
vælaframleiðslu, þar skal þegar i
stað taka upp blöndun klórs i
vatnið.
JARÐBORUN
A sömu stöðum skal reynt til
hlitar að afla neyzluhæfs vatns
með jarðborunum. Ganga þá
fyrir þeir staðir, þar sem þörfin
er mest.
SANDSÍUR
A þeim stöðum, þar sem jarð-
boranir bera ekki árangur, skulu
settar upp sandsiur fyrir vatnið
með tilheyrandi tækjum
til iblöndunar klórs.
STÖDUGT EFTIRLIT
Heilbrigðisnefndir á hverjum
stað á landinu hafi stöðugt eftirlit
meö hreinleika neyzluvatnsins i
sinu umdæmi, hvort sem það er
grunnvatn, úr lindum eða bor
holum, eða yfirborðsvatn,
hreinsað eða óhreinsað.
Heilbrigðisyfirvöld landsins,
sveitarstjórnir og samtök mat-
vælaframleiðenda þurfa aö vinna
að þvl I sameiningu að koma
þessum hlutum i framkvæmd.
Sandsfur fyrir vatn.
SNIÐ B-B
K.artl I 40
Im .1. i. ilniill„il-1---1----1---1
1 0 I 2 Jm
lSAFJARDARKAUPSTAOUR
Vatnsveita Isafjarbar Hús yfir vatnssiur Fyrirkomulag 68.20. 202
VIIKFl.CIISTirA SICIIIAI Tlllllim sr. mntiHi m«iii uju—ua-u. —1— —
> * .
!!.,!!!.*‘.,‘" !!*! .'.'.!
Auglýs
l endur
Auglýsingar, sem eiga að koma í blaöinu á sunnudögum þurfa aö
berast fyrir kl. 4 á föstudögum.
Augl.stofa Timans er í Bankastræti 7. Simar: 19523 - 18300.