Tíminn - 11.02.1973, Qupperneq 34
TÍMINN
Sunnudagur 11. febrúar. 1973
21.
mnfflii, i,,,
m
M
m
in
m
Grænvembill
1. Rekaviður.
SIGGA þótti vænt um
mömmu sína. Hann var
alltaf að brjóta heilann um
það, hvað hann gæti gert
fyrir hana. Þegar hann
vaknaði á morgnana, flýtti
hann sér í fötin, hljóp ofan
i f jöru. Þar tíndi hann sam-
an spýtnarusl og bar heim.
AAamma hans notaði það í
eldinn. Hún hafði ekki pen-
inga, til að kaupa kol fyrir,
en hún þurfti að elda mat-
inn og hlýja upp kofann, og
þá kom sér vel að eiga
svona vænan dreng, sem
alltaf flutti heim nóg í eld-
inn. Sjórinn var líka svo
vænn, að bera alltaf heim
nýjar og nýjar spýtur. Þær
voru alla vega, og hver
hafði sína sögu að segja.
Sumar voru gamlar og
maðksmognar, þæráttu sér
langa sögu. Aðrar voru út
hörðum, þungum viði,
heflaðar og málaðar. Þær
mundu fífil sinn fegri, þeg
ar þær voru í fallegu skipi,
þar sem f ína fólkið dansaði
og hélt veizlur. En svo
reiddist gamli Ægir,
sjávarguðinn, og löðrung-
aði skipið, þangað til það
liðaðist sundur og allir
drukknuðu. Þá sá Ægir
gamli eftir öllu saman og
flutti brotin úrskipinu upp í
fjöruna, svo að litli
drengurinn gæti gefið
mömmu sinni þau í eldinn.
Það voru nú ekki margar
af spýtunum, sem höfðu
svona merkilega sögu að
segja. Flestar voru þær
sívalar með kvistum út úr á
allarhliðar. Þærhöfðu sög-
ur að segja úr skógunum í
Síberíu. Þeir voru þéttir og
háir og fullir af villidýrum.
Við erum tilbúnir til þessi
að fara á braut um
Merkúr. Þið verö^ý
^ið fyrstu gestirnir
i stöðinni þ
Erubeirað byrja að
undirbúa okkur fyrir
eitthvað mikið,
Stundum hélt Siggi, að
hann heði séð tannaför á
greinunum. Þærsögðu hon-
um frá langa vetrinum,
þegar trén teygðu stirðnað
limið út í ískalt vetrarloft-
ið. Loksins fór að hlýna og
b'rrta. Snjórinn varð að
vatni, árnar flóðu yfir
bakka. Allt fékk nýjan svip.
Jörðin stóð ekki lengur
þögul í hvítum hjúpi í kulda
og dimmu. A/\eð birtunni og
hlýjunni hvarf snjórinn,
og fuglar og dýr færðust
norður eftir. Gömlu trén
skulfu. Þau höfðu alltaf
staðið þarna í sömu sporum
og voru orðin helstirð. Nú
hlýnaði og hlýnaði. Árnar
ultu fram kolmórauðar.
Gömlu trén riðuðu og féllu
loks í faðm árinnar. Hún
tók þau og bar þau norður
eftir, alla leið út í (shafið.
Þartók hafstraumurinn við
þeim og flutti þau fyrst
vestur og svo suður. Sum
þeirra komust alla leið til
(slands og settust þar að í
f jörunum.
Siggi gat ekki ráðið við
stóru trén. Bændurnir
sendu sterka .vinnumenn
með sagir, til þess að f letta
þeim. Svo voru þau notuð í
stoðir, mænilása og rafta í
hlöður og fjós og fjárhús.
AAórauða peysan með
grænu bótinni.
Það voru bara litlu
greinarnar af stóru trján-
um, sem Siggi réði við.
Hann barþæroftast í fang-
inu, því að það var stutt
heim að kofanum. AAamma
hans hafði oft engan poka
til að Ijá honum, enda
rúmuðust sumar spýturnar
illa í poka. Það var líka
orðið að vana fyrir honum,
að safna saman, þangað til
komið var fullt fang, og
hlaupa þá með það heim.
Siggi átti að fara í skóla
um haustið. Þess vegna
herti hann sig eins og hann
gat við að safna eldiviði,
svo mamma hefði nóg að
brenna, þegar vetrarkuld-
inn kæmi. Hann var svo
ákafur við vinnuna, að
hann gætti ekki að því, að
fallega, mórauða peysan
hans var smám saman að
slitna að framan. Spýturn-
ar voru hrufóttar og ýfðu
upp ullarhárin framan á
peysunni. Þegarkomið var
fram undir haust, þá var
það einu sinni, að mömmu
drengsins sýndist hann
hafa eitthvað hvítt framan
á sér, og þegar hún gætti
betur að, sá hún, að gat var
komið á peysuna. Það var
að sönnu lítið, en á stórum
bletti kringum það var hún
orðin næfurþunn.
Nú voru góð ráð dýr. Það
var lítið vit í að leggja í
skólagöngu í misjöfnu
veðri með slitin hlífðarföt.
AAamma færði hval-
hryggjarliðinn að hlóðun-
um og settist á hann.
Spýturnar, sem Siggi hafði
flutt heim brunnu glatt
undir pottinum.
Framhald
næsta
laugardag