Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 5
Sunnudagur 4. marz. 1973. TÍMINN 5 Hjálparbeiðni Er nokkur sá, aö vilji hjálpa Colin Corne um eins og eitt stykki tré, sem er ca 10 metra langtog 1 metri i þvermál, helzt þyrfti þaö aö vera úr eik. Manninn vantar þetta tré til aö sigla á þvi yfir Ermasund næsta sumar. Þetta er aö visu ekkert alveg sérstakt. Corne silgdi þessa sömu leiö á fleka úr flug- vél i fyrra, og græddi töluvert á þvi, og nú eru hann og áhöfn hans aö leita aö háleitari mark- miöum. Þeir leita nú stað úr stað aö trénu eina, sem þarf aö hafa mikið flotgildi, og geta tekið fimm eöa sex menn. Colin er frá Stoke, og fékk hugmyndina aö þessu úr skrifum staöaryfirvalda i blöö, sem vildu fá hann til að auglýsa staöinn enn frekar með ein- hverju uppátækjasinna (það er sem sagt ekki þaö, aö þeir séu aö reyna að losna við hann). Colin hélt einu sinni að hann hefði fundiö hiö eina sanna tré, en þegar þeir barkflettu það kom i ljós aö þaö var fúiö og þvi ekki nothæft. Hann er þvi enn á höttunum eftir betra tré — Kannski einhver rekaviðar- bóndinn á Ströndum geti hjálpað honum? — Ef svo er eöa þá einhver annar hér á landi, sem á gott tré, þá er hann beðinn aö skrifa eöa hringja til Colin Corne. 3 Hartley Close, Stoke Poges, Bucks. (Tel. Fulmer 3159) „En sendiö ekki drumbinn”, biður Colin um, ,,ég vildi helzt fá að lita á hann fyrst”. ★ Aukinn bílaiðnaður A sjö árum hafa Frákkar tvö- faldað bilaframleiöslu sina, og þrefaldaö bilaútflutninginn. Arið 1972 voru framleiddir i Frakklandi 3.323.320 fólks- og flutningabilar, en árið 1965 var talan 1.616.153. Aukningin áriö 1972 nam 10.6% miðað viö áriö á undan. Þetta er mesta aukning i bilaframleiöslu þaö ár I heiminum. Til samanburöar má * Með kröfuspjald til drottningar Ung stúlka meö kröfuspjald gengur frá hjá einum lifveröi Bretadrottningar viö Whitehall. Hún er úr hópi rikisstarfs- manna, sem nú eru i fyrsta sinn I verkfalli i Bretlandi. Sofið á mjuku, hvað sem þjóðtrúin segir Ef þig langar til að vakna hress og endurnærður á hverjum morgni, ættirðu að fá þér mjúka dýnu að sofa á. Það er a.m.k. uppgötvun vestur-þýzks fyrirtækis, sem stóð að könnun á þvi, hvort væri betra hart rúm eða mjúkt. Mælingar voru gerðar á svefnhreyfingum fólks i 53 nætur samfleytt, og þær sýndu fram á að, þrátt fyrir þá almennu trú, að hart rúm sé betra en mjúkt, er sú ekki reyndin, heldur hvilast menn til muna betur á mjúkri dýnu. geta þess, aö japanskir bila- framleiöendur juku framleiöslu sina um 8,2% og bandariskir um 7,9% en Bretar juku bilafram- leiðslu um 5.1% og Italir um 4%. Aöalástæöan fyrir þessari miklu aukningu var eflaust aukinn útflutningur á frönskum bilum, en einnig má reikna með aö verkföll i bilaiönaöi bæöi i Bretlandi og á ítaliu hafi haft einhver áhrif. A siöasta ári seldu Frakkar 1.796.316 bila úr landi, en aöeins 613.101 áriö 1965, og 55% nýrra franskra bila eru flutt úr landi. Frakkland er þriöja mesta bilaútflutnings- land I heiminum, næst á eftir Þýzkalandi og Kanada. Frakkar keyptu lika meira af eigin framleiðslu heldur en þeir höfðu gert undanfarin ár, og aöeins einn af hverjum fimm Frökkum valdi aö kaupa sér er- lendan bil. En áriö áöur haföi þessi tala verið einn af hverjum fjórum. ★ Ef sérðu prjón, þá griptu hann greitt og gæfan og þú verða brátt eitt Þetta gamla enska máltæki ætti vissulega aögilda eins I Sviþjóð, en þar færöi það nú samt Gunnar Valdar ekkert nema sorg og sút. Gunnar þessi er skrifstofu- maöur, og morgun einn er hann var á leiö til vinnu sinnar, sá hann prjón liggja á gangveg- inum. Umferö var geysimikil i bænum og þegar hann stoppaði til að taka upp þennan hamingjuprjón féll annar veg- farandi um hann, og svo enn annar um þá tvo Þessu linnti ekki fyrr en 20 manns höfðu dottiö þarna I eina kös. Þrir voru fluttir öklabrotnir á sjúkrahús og aðrir hlutu meiösli viös vegar um likamann, einkum og öxlum og hnúum. Þá var Gunnar og tekinn af lög- reglunni og áminntur fyrir þessa háskalegu hegðun sina ★ Nóg af tei Heather Harrington frá Eng- landi er 23 ára gömul. Hún er dóttir reynsluflugmanns, sem gerir litið annað i fritima sirium en drekka te, og það er dóttir flugmannsins, sem býr venju- lega til teið. Fyrir nokkru varö Hather svo þreytt á öllum þessum tetilbúningi, að hún fór að velta þvi fyrir sér, hvort hún gæti ekki gert eitthvað I málinu. Svo fór hún og bjó til stærsta teketil i heimi. Og auðvitað bjó hún til bolla I stil við ketilinn. Heather varö landsþekkt i Englandi fyrir teketil sinn og bolla. Teketilinn rúmar hvorki meira né minna en 300 tebolla af venjulegri stærð. En það má ekki gleyma þvi, að geta þess svona i lokin, að Heather Harrington er þekktur leirkera- smiður I landi sinu, svo það er ekkert skrýtiö, aö hún skyldi búa til þennan stórkostlega teketil. ALLA DAGA MANUDAGA MANUDAGA ÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA ALU DAGA UUGARDAGA UUGARDAGA P FOSTJDAGA FOSTUDAGA SUNNUDAGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.