Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 22
22
TÍMINN
Sunnudagur 4. marz. 1973.
til baka. — Þú ert alveg óskap-
lega ráöagóöur, sagöi Caddie með
alvörusvip— Ráöagóöur! sagði
Fanney fyrir aftan hana. Hvað
kemur þaö matareitrun við?
Hvaö i á þetta eiginlega aö þýöa?
Þú talar eins og Hugh sé vargur í
véum.
— Hvaö þýöir vargur í véum?
Þaö er sá vondi, sagði Hugh og
deplaði augunum. Augnatillitið
hleypti kjarki 1 Caddie, sem var
farið aö ofbjóöa. Hún gat ekki
gert sér i hugarlund sálarstríð
Fanneyjar, iörun hennar og sam-
vizkubit út af ferð barnanna, söl-
unni á Tópasi, veikindum Hughs,
vitundinni um, aö Rob fyndist fátt
um tiltæki hennar og undir niðri
óánægju meö sjálfa sig fyrir það,
aö hún fann i sál sinni bergmál af
þvi, sem Rob haföi sagt viö hana:
Börn eru alltaf velkomin. Hvenær
sem er? haföi Rob spurt, og þó að
Fanney vildi ekki viðurkenna
þaö, þá höföu Hugh og Caddie
gert þeim átroöning. Caddie
renndi ekki grun I þetta. Henni
sýndist bara Fanney vera
reið...Reiö fyrir þaö, sem ég
sagöi, og hún tautaöirÉg meinti
bara.....— Já, við hvaö áttirðu?
— Ég átti viö þaö, aö Rob, herra
Quillet, sagöi, að viö yrðum að
fara, en nú getum viö verið kyrr.
— Ekki þú, sagöi Fanney. Þú
ferö aftur til Lundúna. — Caddie
getur komiö heim, hafði Darrell
sagt — Ein? spuröi Rob. Væri þaö
ekki hálfömurlegt? — ömurlegt!
sagöi Darrell meö þrumurödd.
— Já, sagöi Rob.-Hún er
óhamingjusöm núna. Eftir
nokkurt hik bætti hann viö: Eins
og þér vitiö, seldi hún Tópas,
hestinn sinn, til þess aö komast
hingað. — Þaö varö þögn. Siðan
sagöi Darrell. Ég veit ekki,
hvernig þau náðu i peningana.
Þaö var eins og þessi orö Robs
væru ekki næg skýringr-Ég veit
ekki, hvern fjárann þau gerðu!
Hvaöa uppátæki...Þá gat Rob
ekki stillt sig, og hann sagði af
tómri illkvittni. —Atti hún ekki
hestinn sjálf? Fékk hún hann ekki
i verðlaun? En Darrell sagði i
hvatskeytslegri tón en nokkru
sinni fyrr: Hún veröur aö koma
heim. Hún missir úr skólanum.
Fanneyju rann reiöin, þegar hún
sá vonbrigöin á andliti Caddiar.
Mér finnst þaö leiöinlegt, elskan,
en pabbi þinn heimtar það,— hann
á meö það, eins og þú veizt. Rob
fer meö þig til Milanó eftir hálf -
tima.
I bilnum sat Caddie eins langt
frá Rob og henni var unnt og
horfði út um gluggann. — Fanney
hélt, að hin kuldalega þögn
hennar stafaöi af ótta. — Þetta
verður allt i lagi. Rob talar við
flugfreyjuna, og pabbi þinn biöur
eftir þér á flugstööinni i
Lundúnum. — Þaö var eins og
Rob skildi þögn hennar og virti
hana. Hann reyndi ekki aö tala,
né gylla neitt fyrir Caddie, eins og
flestir fullorðnir mundu hafa
gert, heldur ók jafnþegjandi og
hún.
Þögn Caddiar stafaði aö nokkru
leyti af þvi, aö hún haföi oröið
fyrir áfalli. Henni haföi aldrei
komið til hugar, aö hægt væri að
senda þau heim aftur, fyrr en Rob
gaf fyrirskipun sina á grasflöt-
inni. Hún haföi búizt viö, aö
Fanney tæki strax þá ákvörðun
aö fara meö þeim til Englands, þó
aö Caddie sæi nú, að þaö væri
barnalegt af sér. Búizt við?
Gengið að þvi visu, var nær sanni,
þvi að hún hafði haldið, að þaö
væri nóg, aö móðir þeirra sæi
þau, að minnsta kosti Hugh. Nú
var Caddie farin aö sjá, aö þetta
mundi ekki gerast baráttulaust,
og þaö var ekki einu sinni vist, aö
þau sigruöu, jafnvel þótt ég heföi
getað hafi baráttuna, hugsaöi
Caddie I örvæntingu.
— Ég verö kyrr, hafði Hugh
sagt. Treystiröu mér ekki? En
þótt Caddie væri óljúft að viður-
kenna þaf\treysti hún ekki Hugh.
Ef Hugh tæki aö hænast aö Rob,
og Caddie hlaut að kannast við, að
það var auðvelt, þá mundi hann ef
til vill leggjast á sveif með þeim,
hugsaöi Caddie meö sér.
Hún leit I laumi á Rob, þar sem
hann sat við stýriö og horföi beint
fram fyrir sig. Augu hans voru
hulin bak við dökk gleraugun, svo
aö þaö var eins og hann væri með
grimu, og i augum Caddiar var
hann framandi. Guggiö andlitið,
þó að húöin væri brúnleit, höfuðiö
með kollvikunum, sem náöu svo
langt upp, að hann var hálfsköll-
óttur ofan á höföinu.— Mér heföi
aldrei dottiö i hug, aö sköllóttur
maður gæti veriö svona
aölaöandi.- Philippa sagöi, aö
andlit fólks minntu ýmistá hesta
eða fugla, og sumir væru meö
grautarandlit. Þaö var ekki um
aö villast.aö toginleitt andlitiö á
Rob með hinum bogadregnu
nösum, minnti á hest, og þaö var
ef til vill vegna þess, sem Caddie
geöjaðist að Rob, gegn vilja
sinum.Hún horföi á úlnliði hans,
sem komu fram undan lining-
unum á silkiskyrtunni. Þaö voru
sterklegir, brúnir úlnliðir meö
dökkum hýjungi. Hendurnar
héldu um stýrið. Þær höföu ekki
hina stóru hnúa og þykku húö,
eins og dóttir Darrels haföi alltaf
Imyndað sér karlmannshendur,
en hendur Robs voru samt karl-
mannlegar, þótt þær væru
grannar. Þær voru stórar og
kraftalegar, og á þeirri vinstri
bar hann mjóan hring meö dökk-
grænum útskornum steini. Henni
hefði þótt gaman aö spyrja hvað
stæöi á steininum, en hún vildi
ekki tala viö Rob. Hann var án efa
voldugri óvinur en hún haföi
imyndað sér, og i rauninni
fannnst henni, aö hún hefði selt
Tópas til einskis. Tár hrundu úr
augum Caddiar og runnu niður
meö nefninu, en hún hélt, að Rob
sæi þaö ekki, þvi aö hún snéri sér
út aö glugganum.
En Rob þurfti ekki að sjá tárin.
Eftir hin kuldalegu orð kvöldið,
sem Caddie og Hugh komu, þegar
hann fór meö Fanneyju til
San Vigilio, greip hann óróleiki
sem hafði farið vaxandi. Hann
þjáðist af eiðrarleysi og hug-
arangri, sem hann varð að herða
huga sinn gagnvart. Hann
hugsaði méö sér ákveðinn. Jafn -
vel þótt mér finnist ég vera sekur,
vil ég ekki, að smátelpa láti mig
finna þaö.
Allt I kring blasti við vorfegurð
Feneyja, en hvorugt þeirra veitti
þvi athygli. Rob sagði ekkert.
Þegar þau beygöu inn á hraö-
brautina, og hann borgaði við
hliöið, og Caddie geröi heldur
enga athugasemd, þegar hún sá
visinn á hraðamælinum færast
upp að áttatiu og fimm, níutíu og
hundrað. Þau fóru fram hjá
borgum og bæjarhverfum,
gegnum stórar verksmiöjuborgir
og siðast gegnum úthverfi
sjálfrar Milanóborgar. Þá sagði
Rob: Hugsaðu þér annað eins.
Eftir tvo tima verðuröu komin til
Lundúna. En Caddie fannst þaö
aðeins önnur sönnun þess,
hvernig hinir fullorönu geta gert
að engu allt, sem barn hefur lagt
á sig. Tvær klukkustundir! Aö
það skyldi vera hægt að fara á
jafnstuttum tlma þessa óraleið,
sem þau höföu ferðazt, hrakin,
hungruö og óhrein.-Þá er þessu
lokið, sagði Rob. Þetta áttu að
vera huggunarorð, en Caddie
svaraði engu.
— Þú kemur kannski aftur og
veröur hjá okkur i sumarfriinu. —
Þakka þér fyrir, sagöi Caddie, en
þá er það of seint. — Of seint? —
Þá verðið mamma gift. Eftir
þessi orö sátu þau einnig langt
frá hvort ööru á flugstööinni.
Þaö var ys og þys á litlu flug-
stööinni, og allt i einu fylltist Rob
gremju. Mannfjöldinn, skjallhvitt
ljósið, hvellar raddirnar i
hátölurunum, öskubakkar á við
og dreif um gólfið, hlaöar af
óhreinum pappadollum, dagblöö
og bréfarusl á við og dreif um
gólfiö. Allt var þetta viðbjóðslegt.
Þreytt börn vöfruöu um grátandi.
Mæöurnar skömmuöu þau, en
raddirnar minntu Rob á
gaggandi hænur. Karlmenn
spjölluðu saman, en stálpuö börn
hrópuðu og ærsluöust. Þetta var
eins og martröö. Ég, sem heföi
getaö verið á Fiorita, hugsaöi
hann. Þá heföi ég veriö sæll yfir
unnu dagsverki, Fanney beöið
eftir mér uti á grasflötinni,
stjarnan okkar fram undan,
skemmtiganga, ef til vill i
garöinum, vinglas, kvöldverður,
en hérna, vegna þessa litla ólag-
lega telpuhnokka. Rödd hans var
þyrrkingsleg, þó að hann gerði
sér far um að vera vingjarnlegur
viö Caddie. Hún fann að hann var
aö reyna að vera vingjarnlegur
og varð þvi enn tyrtulegri.
-Langar þig ekki i kaffisopa eöa
limonaöi, áöur en þú leggur af
staö?-Nei, þakka þér fyrir —
Smurt brauö? Þaö væri bezt fyrir
þig aö fá þér ís? Þaö er hærðilega
heitt.-ís? — Nei, þakka þér fyrir.
— Tímarit? Eða viltu bók til að
lita i? Þau sáu minjagripabúð og
Rob sagöi: Sjáöu! Þarna er
silfurltkan at dómkirkjunni I
Milanó. Viltu fara meö þaö heim
til þess aö sýna, hvar þú hefur
veriö? Eöa brúöu I itölskum þjóö-
búningi? Einhvern minjagrip?
Caddie virti hann ekki einu sinni
svars. Hún leit á hann brúnum
augunum, og úr svip hennar
lili
1350
Lárétt
1) Esja.- 6) Hálsinn,- 10)
Kliður.- 11) Blöskra,- 12)
Meninu.- 15) Frek.-
Lóðrétt
2) Efldi.- 3) Þreyta,- 4)
Afstyrmi,- 5) Ófrelsi,- 7)
Hraði.- 8) Ilát.- 9) Miðdegi,-
13) Verkfæri,- 14) Starfs-
grein,-
Ráðning á gátu no. 1349
Lárétt
I) Eldar,- 6) Jónsmiö.-10) Að.-
II) ÐA,- 12) Rakarar.- 15)
Sterk,-
Lóðrétt
2) Lán.- 3) Aum,- 4) Fjári,- 5)
Óðara,- 7) Óða.- 8) Sóa,- 9)
Iða.- 13) Ket.- 14) Rær.-
Við flytjum friðarboð.
Við biðjum ykkur að sam;,
þykkja friðarskilmála_gullna _/
uxans...
V
En þegar þeir koma til þor{
Sunnudagur
4. marz
8.00 Morgunandakt Séra
Siguröur Pálsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn
8.10 Fréttir og veðurfregnir
8.15 Létt morgunlög Óperettu-
hljómsveitin i Vin leikur
valsa eftir Johann Strauss.
9.00 Fréttir. Órdráttur úr
forustugreinum dag-
blaöanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veöurfregnir). a.
„Requiem” eftir Wolfgang
Amadeus Mozart. Maria
Stader, Hertha Töpper,
John van Kesteren og Karl
Christian Kohn syngja meö
Bach-kórnum og hljóm-
sveitinni I Múnchen: Karl
Richter stj. b. Sinfónia nr. 8
I h-moll, ófullgerða hljóm-
kviöan”, eftir Franz
Schubert.Rikishljómsveitin
i Dresden leikur: Wolfgang
Sawallisch stj.
11.00 Prestvigslumessa i Skál-
holtsdómkirkju (Hljóör. 18.
f.m.) Biskup Islands, herra
Sigurbjörn Einarsson, vigir
Valgeir Ástráösson cand.
theol, til Eyrarbakka-
prestakalls I Arnesprófasts-
dæmi. Astráöur Sigurstein-
dórsson skólastjóri lýsir
vigslu. Vigluvottar: Séra
Eirikur Einarsson pró-
fastur, séra Guömundur óli
Ólafsson, séra Hreinn
Hjartarson og séra Magnús
Guöjónsson. Hinn nývigöi
prestur prédikar. Organ-
leikari: Séra Guöjón Guð-
jónsson.
12.15. Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.15. Erindafiokkur Rann-
sóknastofnunar fiskiön-
aöarins.Páll Ólafsson efna-
verkfræöingur flytur 5.
erindiö, sem fjallar um
framleiöslu og notkun fiski-
mjöls og lýsis.
14.00 Könnun á stööu iön-
aöarins I þjóöarbúskap
tslendinga. Páll Heiðar
Jónsson stjórnar könn-
uninni og fær til þátttöku
Magnús Kjartansson
iönaöarráöherra. Jóhann
Hafstein alþm., Gunnar J.
Friöriksson form. félags Isl.
iðnrekenda, Jónas Haralz
bankastjóra, Jón Sigurös-
son hagrannsóknastjóra,
Þorövarð Alfonsson
framkvstj. Norræna iðn-
þróunarsjóösins. Harry
Frederiksen framkvstj.;
Ólaf Sigurðsson blaöa-
fulltrúa, Björn Bjarnason
fyrrum form. Iöju og Runólf
Pétursson núverandi for-
mann.
15.00 Miödegistónleikar: Fra
tékkneska útvarpinu.
Flytjendur: Vera
Soukupova, Sinfóniuhljóm-
sveit útvarpsins i Pilzen,
Blásarakvintettinn, Prag og
Sinfóniuhljómsveit útvarps-
ins I Prag. Stjórnendur:
Josef Backy, Lubomir Liska
og Alois Klima. a. Sinfónia I
F-dúr eftir Frantsek Xaver
Richter. b. Sinfónia i D-dúr
eftir Josef Myslivecek. c.
Divertimento fyrir þrjár
hljómsveitir eftir Vincenc
Masek. d. Kvintett fyrir
blásara eftir Miroslav
Hlavac. e. Ariur úr kór-
verkum eftir Bach. f.
Hátiðarmars op. 20 eftir
Bedrich Smetana. g.
Sinfónia nr. 7 i d-moll eftir
Antonin Dvorák.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
17.00. Skrif sr. Jóns Stein-
grimssonar um Síðueld
Bergsteinn Jónsson lektor
les.
17.30 Sunnudagslögin
18.00 Eyjapistill. Bænarorö.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill
19.35 í húsi Jóns Sig-
urðssonar.
20.00 Artur Rubinstein leikur á
planó Fantaslu um pólsk
þjóðlög op. 13 eftir Chopin.