Tíminn - 04.03.1973, Síða 29

Tíminn - 04.03.1973, Síða 29
Sunnudagur 4. marz. 1973. TÍMINN 29 0 Skáldið lausnin eins og prentuð huga hans. Út og inn það er eitt og samt Aftur og fram það verður jafnt. ,,Það er ég viss um. að þarna hefur blessaður karlinn hann fað- ir minn komið mér til hjálpar,” bætti Einar við söguna þegar hann sagði mér hana. Pétur Gautur var fyrst gefinn út á prenti á islenzku árið 1902 og það er einhver ævintýralegasta bókaútgáfa sem ég hef haft spurnir af. Bókin kom út i 30 ein- tökum og hvert eintak kostaði hundrað krónur. Það hefur verið fáheyrt verð á bók. Til að hafa einhvern samanburð má benda á það að þá var almennt timakaup 10 aurar. Ekki veit ég um neitt eintak úr þessari útgáfu. Iíóklestur og dagleg umgengni Einar hafði þann sið þegar ég var honum samtiða, að taka gjarna bók fram úr hillu, lesa i henni reykk langa stund og setja hana aftur á sama stað. Hann átti geysimikið safn er- lendra bóka. Ég spurði hann einu sinni hversu mörg tungumál hann kynni, og hann sagðist ráða yfir átta tungumálum auk norður- landamála. Mikið af bókasafni hans voru franskar bækur og ég held að frönsk tunga og bók- menntirhafi staðið honum hjarta næst. Hlin var lika vel að sér i frönsku og hún sagði mér að þeg- ar þau Einar voru saifian i Paris, þá hafi skilið þar á milli að hún talaði og skildi hið daglega mál betur en hann, en aftur á móti var að Einar hafði bókmálið alger- lega á valdi sinu. Hann las býsnin öll um heim- spekiieg efni og ég efast um að nokkur islendingur hafi verið við- lesnari á þvi sviði um hans daga. Þó talar Peter Hallberg á einum stað, að Einar hafi verið meira en litið ruglaður. Þetta mun vera i ritdómi um Kristnihald undir jökli eftir Laxness, en Hallberg telur að doktor Sýngmann i þeirri sögu sé sambland af þeim Helga Pjeturs og Einari Ben. — Hver voru þá hin heimspeki- legu viðhorf Einars eins og þau komu þér fyrir sjónir? — — Einar talaði einu sinni við mig um þau efni, sem við köllum gjarna trúmál, en hann kallaði hinztu rök. Þá orðræðu get ég ekki endursagt, ég var unglingur þá, litið lesinn og nam það ekki, sem hann sagði, en ég man að ég hlustaði dolfallinn. Mér fannst hann tala um þessi mál eins og hann stæði utan við allt og horfði á sigurverkið utan frá. Eftir þvi sem ég kemst næst mun hann hafa aðhyllzt einhvers konar algyðistrú. Hann hefur löngum þótt há- fleygur og það var lengi almennt álit, að hann væri svo torskilinn, að ómögulegt væri að lesa hann sér að gagni. Ég held, að þetta sé að breytast og það mætti segja mér að hann ætti nú stærri les- endahóp en nokkru sinni fyrr. Það má til sanns vegar færa, að hann væri háfleygur, En fegurðarinnar leitaði hann alltaf i hinu smáa og óbrotna. Það má kannske orða það þannig að hann sé hið háa i hinu lága. Hann fyrirleit engan mann vegna stöðu hans i þjóðfélaginu. Þegar hann segir i kvæðinu Norðurljós: ,,Við hverja smásál ég er i sátt,” þá er það ekki af drambsemi að hann segir smásál, það væri mikill misskilningur að halda það. Hann trúði mér einu sinni fyrir þvi, að sig hefði alltaf langað til þess að verða prestur i rólegu brauði úti á landi. Þar hefði hann getað hugsað og dvalizt einn með sál sinni. Hann var orðinn leiður á þvi sem hann kallaði i Einræðum Starkaðar „einmæli allra i senn,” þar sem allir þóttust vita hið rétta i hverjum hlut, en enginn krufði hlutina til mergjar, át upp eftir hinum. Honum þótti gott að blanda geði við almúgafólk og kannske hefur það verið i og með þess vegna, sem hann langaði til að verða prestur. Hann hefði áreiðanlega orðið góður prestur, ég held að hann iýsi vel sinum eigin viðhorf- um er hann segir fyrir munn prestsins i Messunni á Mosfelli. Mér hlýnar við þjóðarþelsins yl það þekkir allt mannlegt og finnur til og þar er ég góður og glaður. En þið eigið námshrokans nauma geð. Nirfill á hjartað og lika féð, embættið þitt geta allir séð, en ert þú, sem ber það, — maður. Það er fræg saga, þegar Geir Zöega sem þá var vegamálastjóri kom til Herdisarvikur og heilsaði skáldinu á hlaðinu og kynnti sig og gat um leið embættistitils sins, vegamálastjóri. Skáldinu þótti þetta óþarfa yfirlæti og svaraði að bragði: Oh, annað eins hefur maður nú heyrt. Einar hafði mikið yndi af að dvelja i eldhúsinu hjá fóstru minni og sat oft löngum stundum á búrkistunni og spjallaði við hana um hitt og þetta. Fóstra min var greind kona og mat Ein- ar mikils sem skáld. Ég man að hún sagði einu sinni við hann, að bað væri dýrmætur þungi, sem hvildi nú á kistulokinu, þar sem hann var. Einar brosti við og sagði aðaldreihefði hann nú verið talinn mikils virði i gulli. Þá sagði gamla konan: ..Heldur vil ég nú hafa þig á kistlinum hjá mér en gullklump.” Þetta þótti Einari vænt um. Sá maður sem Einar taldi gáfaðastan af öllum, sem hann hitti á lifsleiðinni var raunar is- lenzkur bóndi. Það var Brynjólfur á Minna-Núpi. Þeir hittust einu sinni á ferðalagi og gistu um nótt saman i gömlu útihúsi. Koi'inn var hriplekur svo að þeir gátu ekki sofið og i stað þess sátu þeir uppi alla nóttina og ræddu hin hinztu rök. Nú veit það enginn hvað þeim fór á milli en oft hef ég óskað þess að þær samræður væru til og aðgengilegar fyrir hvern sem væri. En Einar minnt- ist þess oft og bar meira lof á Brynjólf fyrir gáfur en nokkurn annan mann ,,Hann var svo stór- gáfaður, blessaður karlinn,” var hann vanur að segja. Og þessi viðförli maður sem Einar Benediktsson var, einna viðförlastur allra lslendinga fyrr og siðar, sagði einu sinni við mig: „Alltaf liður mér bezt undir súð. Það heldur svo vel að sálinni.” JGK heppnin hann að lokum, McNab var einn af þeim, sem voru teknir hljóðlega út úr landsliðinu og ekki valinn i 22 manna hópinn, sem lék I Mexikó. En McNab varð ný stjarna, hann var valinn til að koma fram i umræðuþætti i sjónvarpinu, þar sem var rætt um heimsmeistara- keppnina. Þá varð hann þekktur um allt England, sem myndarlegi knattspyrnumaðurinn. Þeir I Arsenal gera sér það ljóst, að til þess aö verða meistar- ar, þurfa þeir alltaf að vera beztu menn liðsins. Þar sem tæknin er tekin fram yfir likamskraftana og varnarleik. Leikaöferð Arsenal er að breytast frá þvi að liöiö lék sterka vörn, eða var með „varnarsjúkdóm” eins og leik- menn liðsins kalla þaö. Þetta hefur gefið McNab tækifæri til að spila sóknarknattspyrnu og þar getur hann sýnt sina réttu hæfi- leika. —SOS r Osannur söguburður Sögusagnir um að týndi björgunarbáturinn af Sjöstjörn- unni sé kominn i leitirnar á þess- um eða hinum staðnum virðast kvikna á ný jafnskjótt og þær eru kveðnar niður. Það liður vart sá dagur, að ekki fljúgi fyrir að ein- hver ótiltekin skip hafi fundið bátinn á reki og að ástand hans og þeirra, sem i bátnum eiga að vera sé á þennan hátt eða hinn. Hannes Hafstein, fulltrúi Slysa- varnarfélags Islands, sagði i gær, þriðjudag, aðsérværi ómögulegt að imynda sér hvar þessar sögur yrðu til og hve fljótar þær væru að berast. Sifellt er verið að hringja i Slysavarnarfélagið til að fá stað- festingu á einhverri sögusögn- inni, eða jafnvel að tilkynna að báturinn sé fundinn. En þvi miður hefur ekkert af þessu við neinar staðreyndir að styðjast. Báturinn er ófundinn og ekkert hefur komið fram sem gæti gefið til kynna um afdrif hans. — Oó. •• ■ Oskudagsmerkjasala ■ Rauða krossins Á öskudaginn er hinn árlegi merkjasöludagur Rauða krossins. Merkin verða afhent á neðantöldum útsölustöðum frá kl. 9.30. Börnin fá 10% sölu- laun og þau söluhæstu fá sérstök verðlaun. Vesturbær og Miðbær: Skrifstofa R.K.l. öldugötu 4. Efnalaug Vesturbæjar Vesturg. 53. Melaskólinn. Sunnubúðin, Sörlaskjóli 42. Kron, Dunhaga 20. Skerjaver, Einarsnesi 36- Austurbær: Fatabúðin, Skólavörðust. 21. Axelsbúð, Barmahlið 8. Silli og Valdi, Háteigsvegi 2. Sunnukjör, Skaftahlið 24- Hliðaskóli, Hamrahlið. Dagheimilið Lyngás, Safamýri 5. Austurbæjarskóli. Skúlaskeið, Skúlagötu 54. Smáibúða- og Fossvogshverfi: Breiðagerðisskóli. Fossvogsskóli. Vefnaðarvöruverzlunin Faldur- inn, Háaleitisbraut 68- Laugarneshverfi: Laugarnes-apótek, Kirkjuteigi 21. Kleppsholt, Vogar og Heimar: Kjörbúðin Laugarás, Norður- brún 2. Verzl. Búrið, Hjallavegi 15- Verzl. Þróttur, Kleppsvegi 150- Langholtsskóli. Vogaskóli- Þvottahúsið Fönn, Langholts- vegi 113. Árbær: Arbæjarskóli- Arbæjarkjör, Rofabæ 9. Breiðholt: Breiðholtsskóli. Matvörumiðstöðin, Leirubakka 36. Seltjarnarnes: Mýrarhúsaskóli. Kópavogur: Kópavogsskólinn v/Digranesveg. Kársnesskóli v/Skólagerði. GUNNAR ASGEIRSSON H F. Suóurlandsbraut 16 Laugavegi 33 Sími 35200 B Hi iHH ií if .vii SHl Si Vi\ \ \ Vú V\ \ Imittcix stórkostleg^ prjónavél með sjálfvirkum mynstursleóa og klukkuprjónskambi 1. Mynstrið er stillt með einum hnappi. 2. Örugg fjöðrun nálanna varnar lykkjufalli. 3. Klukkuprjónskamburinn er festur með einu handtaki. 4. Engin lóð, engar þvingur, ekkert erfiði. Prjónar biéöi jirofl uarn ojj l»pa Knittax prjónavélar; nýtízkulegar, öruggar. 25 ára reynsla um allan heim.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.