Tíminn - 04.03.1973, Page 16

Tíminn - 04.03.1973, Page 16
TÍMIXN Sunnudagur 4. marz. 197:!. 16 Menn og málofni Þa6 hefur gilt um yfirstandandi þing, erns og önnur þing slöustu áratugina, aö mikill eöa rhestur hluti af starfi þingmanna hefur beinzt aö efnahagsmálum líöandi stundar. baö er oft rætt um, aö leysa þurfi efnahagsmálin varan- lega, en slík lausn hefur ekki fundizt hér slöustu áratugina. Þaö, sem eitt þing hefur gert og átti aö endast lengi, var oröiö ónothæft á næsta þingi. Þannig var þetta alla valdatíö viö- reisnarstjórnarinnar. Hún þurfti aö basla viö efnahagsmálin á öll- um þingunum, sem haldin voru I stjórnartiö hennar. En þótt efnahagsmálin hafi þannig allajafna sett meginsvip á þingin, hafa oft veriö til meöferö- ar mál, sem eru I raun miklu stærri og örlagarikari. Eitt slikt mál liggur nú fyrir þinginu I tveimur frumvörpum og er þar átt viö frumvarp til laga um skólakerfi og frumvarp til laga um grunnskóla. Hér er um aö ræöa nýskipan á öllu skólakerf- inu, en framtlö þjóöarinnar getur ráöizt mjög af þvi, hvernig þess- um mikilvæga þætti uppeldismál- anna er háttaö. Allir viöurkenna nauösyn endurskoöunar og breyt- inga, en hér eins og endranær get- ur menn greint á um leiöir. AAikill undir- búningur bau frumvörp, sem hér um ræöir, hafa verið mjög rækilega undirbúin. Gylfi Þ. Gislason, sem þá var menntamálaráöherra, skipaöi sérstaka fræöslulaga- nefnd i júlimánuöi 1969 til þess aö vinna þetta verk. F'rumvörp, sem þessi nefnd samdi, voru lögö fyrir neöri deild Alþingis I janúar 1971. Núverandi rikisstjórn þótti rétt aö undirbúa þetta mál miklu bet- ur og afla sem viötækast álits um þær breytingar, sem voru fyrir- hugaöar. 1 samræmi viö þaö skip- aöi Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráöherra I júni 1972 nefnd til aö endurskoöa frum- vörpin og hefur hún setiö aö störf- um lengstum slöan, en einn þátt- ur i starfi hennar hefur veriö, aö halda fundi viöa um land til aö kynna efni þeirra og afla álits fólks á þeim. Þá hafa fjölmargir aöilar fengiö frumvörpin til um- sagnar og flestir þeirra skilaö umsögnum. bingmenn fengu frumvörpin I hendur fyrir ára- mótin, en formlega voru þau ekki lögö fram I neöri deild fyrr en eft- ir aö þingiö kom saman eftir ára- mótahléö. Fyrsta umræöa um frumvörpin fór fram I siöastliö- inni viku og eru þau nú bæöi kom- in til menntamálanefndar deildarinnar. Þess munu fá dæmi aö mál hafi verið eins vel undirbúiö I hendur þingsins og á Magnús Torfi ólafs- son þakkir skiliö fyrir þessi vinnubrögö. En þótt undir- búningurinn hafi veriö mikill og góöur, á þingiö samt eftir mikla vinnu, því aö eölilega veröur slikt stórmál aö fá sem vandlegasta meöferö á Alþingi. Þingiö þarf m.a. aö athuga vel allar ábend- ingar, sem fram hafa komiö og eiga vafalaust eftir aö koma meö- an þingiö vinnur aö málinu. Forsagan Aöur en vikiö er aö efni um- ræddra frumvarpa, er ekki úr vegi aö rifja upp forsögu þessara mála, • eins og hún er rakin i greinargerö grunnskólafrum- varpsins. Þar segir: „Ekki er öld liöin, siöan fyrst voru sett I lög á Islandi ákvæöi um kennslu barna. Ariö 1880 voru sett lög um, uppfræöing barna I skriftog reikningi,” en þá var og i gildi konungsbréf frá 1790 um lestur barna og fræöslu þeirra, þar sem svo var kveöiö á, aö hvert barn skyldi hefja lestrar- nám fyrir fimm ára aldur, og varöaöi sektum aö láta þaö drag- ast til sjö ára aldurs. Konungs- bréfiö frá 1790 og lögin frá 1880 giltu til ársins 1907, en þá voru samþykkt á Alþingi hin fyrstu Frá teiknikennslu i Laugalækjarskólanum. fræöslulög og skólaskyldu komiö á. Fræöslulögin hafa slöan veriö endurskoöuö þrisvar sinnum, þ.e. árin 1926, 1936 og 1946. Gildandi fræöslulög eru þvi liölega aldar- fjóröungsgömul. Meö þeim var hiö merka spor stigiö aö samræma skólakerfiö þannig, aö lokapróf hvers stigs væri jafnframt inn- tökupróf á næsta stig fyrir ofan. Sú er og stefna þessa íagafrum- varps, en þaö vlkur I nokkrum meginatriöum frá lögunum frá 1946, eins og nánar veröur tilgrein hér á eftir. Vafasamt er aö nokkur löggjöf leggi þýöingarmeiri grundvöll fyrir þjóöarheild og einstaklinga en sú löggjöf, sem ákveöur hina almennu grundvallarmenntun landsmanna, og I framhaldi af þeirri grunnskólalöggjöf, sem samþykkt kann aö veröa, þarf slöan aö endurskoöa allt fram- halds- og sérskólakerfið. Verk- og tæknimenntunin er t.d. eitt af þvl, sem skiptir afar miklu máli, og ber brýna nauðsyn til aö endur- skoöa iönfræðslukerfiö allt, gera verk- og tæknimenntun aö sam- felldu skólakerfi, þar sem menn geti stöövazt á ýmsum stigum — meö ýmiss konar starfsréttindi, en einnig haldiö áfram til æöstu mennta á þessu sviði, ef hugurinn stefnir I þá átt. Á sviöi verk- og tæknináms á ekki aö vera nein lokuö leiö fremur en á öörum menntabrautum. Verknám þarf að njóta sömu virðingar og bók- nám.” Þrjú ndmsstig bá skal vikiö aö nokkrum aöal- atriöum eöa meginbreytingum, sem felast I frumvörpunum. Samkv. 2. grein frumvarpsins um skólakerfi, skiptist skólakerf- iö I þrjú stig eöa 1) skyldunáms- stig, 2) framhaldsskólastig, 3) háskólastig. A skyldunámsstigi er grunnskólinn. A framhalds- skólastigi eru almennir fram- haldsskólar, þar á meöal fjöl- brautaskólar og menntaskólar, svo og sérskólar. A háskólastigi er háskóli og hliöstæöir skólar. Meö þessu er gerö sú breyting frá gildandi lögum, aö barna- fræöslustig og gagnfræöastig eru sameinuö i óskipt skyldunámsstig meö grunnskóla. I staö mennta- skóla- og sérskólastigs gildandi laga kemur framhaldsskólastig, og er þar m.a. gert ráö fyrir fjöl- brautaskólum (eöa sameinuöum framhaldsskólum), sem ljóst er, aö gerö veröur tilraun meö á næstu árum. Grunnskólinn Samkvæmt áðurnefndu frum- varpi veröur grunnskóli hins is- lenzka skólakerfis niu ára skyldu- námsskóli, er veitir almenna undirbúningsmenntun og býr nemendur undir nám á fram- menntun og býr nemendur undir haldsskólastigi. Þetta felur i sér tvær meginbreytingar, annars vegar lengingu skólaskyldu úr átta árum i niu, og hins vegar er felldur niöur 4. bekkur gagn- fræöastigsins sem sérstakur bekkur. Samkvæmt núgildandi lögum er skólaskylda átta ár og lýkur meö unglingaprófi. Þaö próf veit- ir mjög takmörkuö réttindi til framhaldsnáms. Mun algengara er og I dreifbýli en I þéttbýli, aö nemendur staönæmist á mennta- brautinni viö unglingapróf eöa jafnvel fyrr, m.a. sakir skerts framboös á menntun. Þessar ástæöur og fleiri skapa misrétti, sem skólakerfiö veröur aö jafna. Um allmargra ára skeiö hefur 4. bekkur gagnfræöastigs gegnt fremur litlu og óljósu hlutverki sem hlekkur I skólakerfinu, og stafar þetta m.a. af inntökuskil- yröum margra framhaldsskóla. Þykir þvl rétt aö leggja þennan bekk niöur sem sllkan, en efla I þess staö námsaögreiningu I 7.-9. bekk grunnskóla, og yröi þaö vitaskuld þáttur I þeirri námsaö- greiningu, aö ýmsir nemendur lykju grunnskólanámi á lengri tlma en aörir. Á móti þeirri styttingu barna- og gagnfræöanáms, sem brott- hvaf 4. bekkjar gagnfræöastigs veldur, kemur til nokkur kennslu- aukning I neöri bekkjum, vegna lengds skólaárs og bættrar nýt- ingar skólaársins. Ætti aö mega ætla, aö hinn nýi skyldunámsskóli muni aö jafnaöi, meö samræmdri námsskrá og breytingum á innra starfi skólans, skila nemendum frá sér allmiklu betur búnum undir framhaldsnám en 3. bekkur gagnfræöaskólanna gerir nú, og beztu nemendum svo, aö þriggja ára viöbótarnám I menntaskóla nægi til undirbúnings háskóla- námi. Reglulegur starfstími grunn- skóla skal vera 9 mánuöir, en veita má undanþágu frá þvl, þeg- ar sérstakar ástæöur eru fyrir hendi. Hjá þeim barna- og gagn- fræðaskólum, sem hafa nú lengst skólaár, er starfstlmi 8 3/4 mán- uðir, en viöast er hann mun styttri. Framhalds skólinn Frumvarpiö gerir ráö fyrir, aö allir þeir, sem lokiö hafa námi I grunnskóla, eigi kost á fram- haldsnámi viö sitt hæfi á fram- haldsskólastigi. Er þar i stórum dráttum um þrenns konar nám aö ræöa, en ótiltekinn fjölda náms- brauta innan hvers um sig: 1. tveggja ára nám til undir- búnings undir störf eöa undir nám I ákveönum sérskólum: 2. þriggja til fjögurra ára nám til undirbúnings námi á háskóla- stigi eöa til almennrar menntun- ar: 3. nám I ýmsum sérskólum, sem veita sérmenntun til ákveö- inna starfa. Eins og áöur segir, er gert ráö fyrir aö þrjú ár I framhaldsskóla eigi að nægja til stúdentsprófs eða undirbúnings háskólanáms. Hóskólinn Til inngöngu I háskóla þarf stú- dentspróf eöa jafngildi þess sam- kvæmt þvl sem lög um háskóla ákveöa. Menntamálaráöuneytiö getur að fengnu áliti háskólaráös ákveöiö önnur inntökuskilyröi I einstakar háskóladeildir, ef þörf gerist. Háskóli Islands greinist I þær deildir, sem ákveðið er i lögum hans og reglugerð. Um aöra skóla á háskólastigi segir I lögum þeirra og reglugeröum. A háskólastigi teljast Háskóli Islands og þeir skólar aörir, sem gera sams konar kröfur til inn- göngu og hann, þ.á.m. Kennara- háskóli Islands. Rétt er aö vekja athygli á þvi, aö meö aukinni fjölbreytni I menntaskólanámi og ööru námi á sambærilegu skólastigi, hefur stúdentsprófshugtakiö þegar vikkaö. Mun þessi þróun óefaö halda áfram, ekki sizt fyrir til- verknaö fjölbrautaskóla og ann- arrar samræmingar náms og framhaldsskólastigi, sem nú er i vændum. Fjöldi nýmæla I greinagerðinni fyrir grunn- skólafrumvarpinu segir, aö engin leiö sé til aö gera grein fyrir öll- um þeim nýmælum og breyting- um, sem i þvl felast. Auk áöur- greindra grundvallaratriöa um lengd skólaskyldu og skólatlma, eru þó nefnd eftirgreind atriöi: 1) Nokkur hluti af valdi mennta- málaráöuneytisins veröi fluttur út I átta fræösluumdæmi, þar sem fræöslustjórar starfi. Er og gert ráö fyrir þvi, aö hin nýju lands- hlutasamtök sveitarfélaga gegni talsveröu hlutverki i ytra stjórn- kerfi grunnskóla, m.a. meö þvi aö kjósa fræösluráö. 2) Fastir kennarar grunnskóla kjósi úr sinum hópi fulltrúa til samstarfs og fundarsetu meö fræösluráöum og skólanefndum. 3) Stefnt veröi aö þvi, aö nemend- ur grunnskóla geti undirbúiö sig undir næsta skóladag I húsnæöi skólans. 4) 1 grunnskólum, sem rétt eiga á 10 föstum kennurum, auk skóla- stjóra, ráöi menntamálaráöu- neytiö aöstoöarskólastjóra. 5) Skólaráöskonur viö heima- vistarskóla veröi geröar aö föst- um rikisstarfsmönnum, þegar um tiltekna stærö heimavista er aö ræða. 6) Heimilt veröi að veita kennara orlof að loknurq fimm ára emb- ættisferli I stað 10 ára ferils sam- kvæmt gildandi lögum. 7) Hámarksstarfstimi grunnskóla veröi nlu mánuöir á ári, en heim- ilt að stytta starfstima I 7-8 1/2 mánuö. 8) Viðvikjandi vikulegum kennslutima er farinn nokkur millivegur milli núgildandi laga og námsskár annars vegar og eldra grunnskólafrumvarps hins vegar. 9) Rikið komi á fót samkvæmt 10 ára áætlun og starfræki sérstaka skóla eöa stofnanir fyrir þau börn, sem ekki geta stundaö nám I almennum grunnskóla. 10) Sérstakur kafli er um náms- mat, þ.e. próf og einkunnagjöf og felur hann I sér ýmis nýmæli. 11) Ákvæði eru um skólarann- sóknir og lágmarksfjárveitingar til slikra rannsóknarstarfa. 12) Gert er rá’ö fyrir aö riki og sveitarfélög kom I sameiningu upp ráögjafar- og sálfræöiþjón- ustu fyrir grunnskóla. 13) Skólabókasöfn verði við alla grunnskóla sem fastur þáttur I stofnbúnaöi og starfi skólanna. Kostnaðaraukinn 14) Veiðamiklar breytingar eru geröar varöandi fjármál skóla, þ.á.m. þessar: Hugtakiö „reiknaöar stundir” er fellt niöur og fjárveitingar til kennslu og annarra starfa aö- greindar. Greiösluskylda rikissjóös er miö- uð við þaö, aö unnt sé aö fram- kvæma aö fullu kennslu sam- kvæmt námsskrá, sé skólaskipan og kennslufyrirkomulag meö þeim hætti, sem hagfelldastan má telja á hverjum staö. Fjárframlög til starfa viö bóka- söfn og til félagsstarfsemi I grunnskóla eru stóraukin frá þvi, sem nú er á barna- og gagnfræða- stigi. Þá eru og ákvæöi um þátttöku rikis og sveitarfélaga I stofn- kostnaöi og rekstri fræösluskrif- stofa. Gerö hefur veriö áætlun um, hve mikill kostnaöarauki heföi hlotizt af grunnskólafrumvarp- inu, ef þaö væri oröiö aö lögum. Kostnaöaraukinn er áætlaöur 289 milljónir króna á ári. Hlutur rikisins þar af yröi 229 millj. króna og sveitarfélaga 60 millj. Hér hefur veriö reynt aö greina stuttlega frá þeim breytingum, sem felast I áöurnefndum tveim- ur frumvörpum I þeim tilgangi aö reyna aö vekja áhuga á málinu og ýta undir aö menn kynntu sér þaö enn nánara. Hér er um mál aö ræöa, sem varðar meira en flest eöa öll mál önnur. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.