Tíminn - 04.03.1973, Qupperneq 15

Tíminn - 04.03.1973, Qupperneq 15
Sunnudagur 4. marz. 1973. TÍMINN 15 Klp-Reykiavik. — A mánudags- morguninn hefst aöalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavikur fyrir árið 1973. Eins og undanfarin ár raun skoðunin fara fram á ófullnægjandi bfla- stæði við Borgartún, og eins og áður er eftirlitsmönnunum svo og þeim, sem koma með bila til skoðunar, boðið up.p á að bfða I gömlum skúr, sem þarna er- ef þeir eru þá ekki að hlaupa á milli staða með pappira og númer. t þessum skúr, sem er varla meir en 6 fermetrar, og heilbrigðisyfir- vöidin mundu varla samþykkja fyrir . 10 hænsni, getur fólk þurft aó biöa f tvo til þrjá klukku- tfma cftir aö fá skoðun á bilana. Eru þær ótaldar krónurnar, sem tapazt hafa á þessu og elcki er útlit fyrir að breyting verði á, a.m.k. ekki I bráð. Aöstaðan til bilaskoðunar hjá Bifreiðaeftirlitinu er vægast sagt hörmuleg. Maöur taiar nú ekki um sé eitthvaðaðveöri (Tfmamyndir GE) AÐALSKOÐUN BIFREIÐA IREYKJA VIK HEFST A AAANUOAG og««ogáðUrþurfov,ð skiptavinirnir að bíða eftir afgreiðslu i skúr Nær 60 þúsund bilar verða skoðaðir á öllu landinu „Við eigum lóð i Arbænum, sem ætluð er undir byggingu á eftir- litsstöð, en framkvæmdir þar hafa ekki en verið hafnar” sagði Guðni Karlsson, forstöðumaður Bifreiðareftirlitsins, er við spjölluðum við hann í gær . „Teikning af stöðinni var gerð árið 1964 en hún er nú orðin úrelt, þvi að framfarir i byggingu slíkra stöðva hafa verið mjög örar. Sviar hafa til dæmis sett upp skemmtilegar stöðvar, og við höfum nú leitað til þeirra eftir tækniaðstoð i sambandi við upp- setningu á okkar stöð. A öllu landinu er reiknaö með að skoðaðar verði milli 55 og 60 þúsund bifreiðar, þar af á milli 25 og 26 þúsund hér í Reykjavik. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna, þvi vegna umskráninga og einnig, ef menn verða að koma aftur með bifreið sina til skoð- unar, eru skoðanir yfir árið Guðni Karlsson, forstöðumaöur Bifreiðaeftiriits rfkisins. sjálfsagt einhversstaðar á milli 80 og 90 þúsund. Engin ljósastillinga- vottorð i ár Hér hjá okkur er ráðgert að skoða 200 bifreiðar á dag frá þvi núna á mánudaginn og fram i nóvember, en þá á aðalskoðun að vera lokið. Skoðun mun þó ekki fara fram á timabilinu 7. júli til 6. ágúst og er það gert vegna sumarleyfa og einnig vegna þess, að þá eru flest bifreiðarverkstæði lokuð. Við getum þá ekki sagt fólki að mæta hér, og finna þá jafnvel eitthvað að bifreiðum þess, en það kemst svo ekki með þær inn á verkstæðin. önnur breyting, sem verður, er, að nú þurfa menn ekki að sýna ljósastillingavottorð við aðal- skoðun. Aftur á móti verða ljósin skoðuð, og ef eitthvað er athuga- vert við þau, verður að gera við það. I haust er svo fyrirhugað að láta fara fram ljósastillingu á bifreiðaverkstæðunum, enda fer þá sá timi i hönd, að menn þurfa að hafa ljósin i lagi, en þess þarf ekki með hér hjá okkur yfir sumarmánuðina, a.m.k. ekki nema i einstaka tilfellum. Aðstaðan er slæm fyrir alla aðila Þvi er ekki að neita, að aðstaðan til skoðunar hér hjá okkur er langt þvi frá að vera góð. Fyrir starfsfólkið er hún ekki betri en fyrir bifreiðareigandann, þvi það verður að láta sér nægja bæði þröngt og ófullkomið húsnæði. Við vonumst þó til að eitthvað muni þetta batna i sumar, þvi að ráðgert er að láta malbika allt bilastæðið, og ætti að muna nokkuð um það- a.m.k. fyrir skoðunarmennina. Versta við þetta er það, aö við komum ekki að tækjum til að geta skoðað bilana nákvæmar og er það ekki siður slæmt fyrir bifreiðareigandann en okkur. Það eina, sem við getum gert, er að lyfta bilnum upp að framan og svo að skoða allan öryggisút- búnað, en það er ekki alltaf nóg. Það hefur reynslan af þessum fullkomnu eftirlitsstöðum er- lendis sýnt, og við, sem vinnum við þetta hérna, vonum svo sannarlega öli að ekki verði þess langt að biða, að við fáum eina slika”. , sem varla fengi „skoðun" handa 10 hænsnum MAGGI -súpur gerðar af sérfræðingum framreiddar af yður Svissneskir kokkar eru frábærir matreiðslumenn. Þeir einir kunna uppskriftir af MAGGI-súpum. En þér getið frafnreitt þessa kostafæðu með lítilli fyrirhöfn. • Matseldin tekur aðeins 5 mlnútur • Þér getið valið um 18 Ijúffengar tegundir. MAGGI - MAGGI-súpur frá SVISS eru beztar. MAGGI SWIU MUSHROOM VELOUTÉ . DE BOLETS 41 SEIVIISI'AttliTTEk J

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.