Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 4. marz. 1973. SUN | 1 rMAN<' i 2 ÞRI 3 MID 4 mmm 5 rFos\ 1 GI 1 LAU 8 1 9 10 11 12 1 13l 14 15 /16 17 18 19 20 oi 22 23] 24 OR dímim 26 I27J 28 OQ dSmm* \ZmJ Í3 d s . Jvnrrtt Þessi mynd og meöfylgjandi grein er ekki birt til þess aö hræöa fólk heldur hins gagnstæöa: aö benda fólki annars vegar á þær bábiijur, sem viö engin rök eiga aö styöjast, og hins vegar hinar, sem eiga sér rökréttan og skynsamlegan bakgrunn. En hjátró getur veriö hættuleg og haft slnar afdrifariku afleiöingar. Hér á myndinni eru afmarkaöir mánudagar (hinir bláöu) og föstudagar (hinir svörtu) eins ótiltekins mánaöar og árs. Föstudagurinn 13.-ætti samkvæmt hjátrúnni aö vera „sérdeilis svart- ÍHINN BLÁI MÁNUDAGUR OG SVARTI FÖSTUDAGUR Á bak viö mörg hinna gömlu máltækja, sem viröast hrein hjátrú, liggur sterk, rökfræöiieg skýring. Og nokkur þeirra er raunar i dag hægt aö staöfesta á alveg nýjan hátt. Gamalt máltæki segir, aö ekki megi byrja á neinu á mánudegi. Þetta er hjátrú, sem verið hefur við lýöi allt frá dögum Rbmverja hinna fornu. Mörg máltæki og gamlar reglur striða gegn heil- brigðri skynsemi, en það virðist liggja eitthvað á bak við þetta máltæki um mánudaginn. Fjöldi rannsókna og útreikninga stað- festa, að mánudagurinn er sér- lega óhappagjarn dagur. Tveir vesturþýzkir lífeðlisfræð- ingur tóku sig til fyrir nokkru og rannsökuðu orsakir 5256 skyndi- legra dauösfalla I Hamborg. Komust þeir aö þvi, að flest þau dauðsföll, sem orsökuöust af hjartaslagi, höfðu oröið á mánu- degi. Fjöldi atvinnu- og umferðarslysa, var einnig sér- staklega hár þennan örlagarika dag hjátrúarinnar. „Já, en hvers vegna deyja flestir á mánudögum?, kynnu margir að spyrja. Eftir helgina ættu menn þvert á móti að vera vel upplagðir til að hefja nýja viku. Við nánari umhugsun verður þó að játa, að við erum oft illa fyrir kölluð, eins og maður segir, fyrsta vinnudag vikunnar. Verkstjórar hafa þá sögu að segja, að i verksmiðjum séu mánudagar óllkir öllum öðrum dögum vikunnar: frammistaða starfsmanna er almennt undir meðallagi og óhöpp eru tið. A rannsóknarstofu i Jóhannesarborg i S-Afriku komust nokkrir visindamenn, sem voru að rannsaka áhrif hita, þorsta og annars líkamlegs álags á mennina, að þvi, að mánu- dagarnir voru ekki vel fallnir til samanburðarrannsókna. Fólk það, sem rannsakað var á þessum dögum, hagaði sér allt öðru visí en aðra daga vikunnar. Hin langa helgi, sem stéttar- félögin hafa barizt svo hart fyrir, hefur auðsjáanlega einnig sinar dökku hliðar. Eins og kunnugt er, fara bilar tregar I gang, ef þeir hafa staðið ónotaðir nokkurn tima. Þvi er eins varið með likama mannanna. Um helgar gera flestir eitthvað annað en hina daga vikunnar, en einmitt slikt rof á þeim lifsrytma, sem menn hafa- vanið sig, veldur spennu i taugakerfinu og þar af leiðandi óöruggum viðbrögðum, unz likaminn hefur aðlagað sig nýjum aðstæðum. Nýjar aðstæðureru samfara þvi að taka skyndilega upp vinnu á ný. Þeim, sem hafa veikt hjarta og eiga erfitt með að aðlaga sig breyttum aðstæðum, andlega og likamlega, getur mánudagurinn hæglega orðið sannkallaður örlagavaldur. Við þetta bætist, að helgarnar eru oftast notaðar eða misnotaðar til alls mögulegs annars en að veita likamanum nauðsynlega hvild. Menn borða, reykja og drekka of mikið, þreyta sig með ferðalögum, biórápi, sjónvarpi o.s.frv. í stuttu máli sagt, likamnum er iþyngt um of. i þessu tilliti er það engin hjátrú neldur hrein skynsemi að byrja ekki á neinu afgerandi nýju á. mánudögum. Dauði á föstudegi Aður fyrr uröu flest umferðar- óhöpp á sunnudögum, en eftir tilkomu lengri helga hefur „metið” færzt yfir á föstudaga. Alls staðar I Ameriku og Evrópu gildir, að ökumönnum bifreiða, hjólreiðamönnum og þeim, sem fótgangandi eru, er miklu hættar við að lenda I umferðarslysi á föstudögum heldur en á sunnu- dögum. Það er þvl ekki svo fjar- stætt að kalla föstudaginn „hinn svarta dag vikunnar”, þótt sú hjátrú hafi oröið til löngu áður en umferðarslysum varð til að dreifa. Siðan Kristur var krossfestur á föstudegi (-num langa), hefur mönnum fundizt eitthvað óheilla- vænlegt við þennan vikudag. önnur skýring á þessum slæma orðrómi er sú, að enskir út- gerðarmenn kappkostuðu áður fyrr að láta skip sin sigla út á föstudögum til að spara hafnar- gjöldin yfir helgina. En áhafnirnar vildu að sjálfsögðu helzt dvelja i landi á sunnu- dögum. Meðal sjómanna var þetta orðatiltæki: Sá, sem siglir út á föstudögum, siglir i ógæfu. Föstudagur, sem ber upp á þann þrettánda i mánuðinum, er sérlega „svartur”. 1 stórri, brezkri stálverksmiðju, Park Gate Iron and Steel Company, sem hefur 850 manns i sinni þjónustu, urðu á fjögurra ára timabili 60% fleiri slys 13. dag mánaðarins en aðra daga. Svo há hlutfallstala getur ekki orsakazt eingöngu af tilviljun. Liklegasta skýringin hlýtur að vera sö, að verkamennirnir hafa óttazt, að eitthvað kynni að henda þá þennan dag, og það hefur siðan meðvitað eða ómeðvitað haft neikvæð áhrif á þá við störf þeirra. Hjátrú eða þráhyggja geta þannig haft þær afieiðingar, sem staöfesta þær Margoft hefur komið i ljós, að það er mjög útbreidd hjátrú, að 13 sé óhappatala. Geimfarið Appoilo I3.fór á loft frá Kennedyhöfða kl. 20:13 hinn 13. april og varð fyrir óhappi, sem nær hafði kostað áhöfnina lifið. Seinna verður þessi atburður eflaust notaður af þeim hjátrúöu sem sönnun þessi, að menn komist ekki upp með að bjóða þessari tölu birginn. Þeir hljóti sina hengingu fyrir! Hin dularfulla tala 7 7-9-13 er gjarna sagt til að tryggja sig gegn óhappi. Sjö er frumtala, en er ekki á annan hátt frábrugðin nokkurri annarri tölu. Engu aö siður hefur hún allt frá steinöld verið álitin heilög og dularfull. Það má minnast viku- dagana sjö, sjö þrepa tónstigans, hinna sjö furðuverka heimsins, dauðasyndanna sjö o.fl.o.fl. Hvers vegna bundu menn sig svo mjög við þessa tölu? Bandariski sálarfræðingurinn George A. Miller hefur liklega leyst gátuna. I tilraunum varðandi viður- kenningu mannsins á hinum ýmsu orsökum skynáhrifa (ljós, hljóð, lykt, bragð) komst hann að þvi, að langflestir þeirra, sem hann gerði tilraunirnar á, gátu ei með öryggi munað fleiri en sjö orsakir. Af þvi dregur Miller þá ályktun, að hæfileika heilans til að muna og greina á milli skynáhrifa sé sett mörk með sjö atriðum. Svo þýðingarmikill eigninleiki sem markgildið fyrir öruggt minni hlaut að sjálfsögðu að hafa mjög mikil menningar- söguleg áhrif. Nokkuð af þvi, sem við erum vön að kalla fáranlega hjátrú og bábilju, hafa þannig bæði rökfræðileg og skynsamlega skýringu. Skulu hér nefnd nokkur dæmi, sem skýra sig sjálf án nokkurra dularfullra krafta. + Það hefur ógæfu I för meö sér aðgangaundir stiga—og hvers vegna? Auðvitað vegna þess, að menn eiga þá á hættu að fá málarafötu i höfuðið eða eitthvert verkfæri. Maðurinn i stiganum getur og hrapað niður, ef einhver undir stiganum ýtir við honum eða kemur óvart við hann. + Skór á borði kemur af stað ófriði á heimilinu —það gerist á heimili, þar sem húsmóðirin kappkostar að halda öllu i röð og reglu. + Sótarinn boðar með sér gæfu — heimsókn hans minnkar hættuna á bruna. + Ef þið kláriö matinn ykkar, fáum við gott veöur á morgun — Hér er ruglað saman orsök og áhrifum. I miklum loftþrýstingi, sem hefur i för með sér gott og bjart veður, liður okkar betur heldur en við lágan loftþrýsting. Matarlystin eykst lika og við borðum meira. I Súður-Jótlandi er sú hjátrú tengd um 50 svokölluðum eldtrjám, að ekki megi fella þau, þar sem þá muni býlið eða húsið brenna — sums staðar heil þorp. Bak þessarar hjátrúar er sú reynsla, að há tré i grennd við byggingar verka sem nokkurs konar eldingarvarar. Aðvörun uglunnar Uglan, hið hljóða rándýr nætur- innar, hlaut eins og leðurblakan að gefa tilefni til mikillar hjátrúar. Er uglan skrækti úti I myrkrinu, fannst mönnum það hljóma sem „Klæð i hvitt, klæð i hvitt!”, —sem sé eins og aðvörun um dauða. Og það dó i raun og veru oft einhver i bænum sömu nótt eða eða þá næstu. Skýringin er mjög einföld. Menn höfðu enga raflýsingu áður fyrr, og um nætur lágu borg og bær i myrkri. Fólk fór snemma að hátta til þess að spara steinolíuna eða hin dýru kerti. Aðeins á örfáum stöðum logaði ljós i glugga á vetrarnóttinni......., það er að segja þar, sem alvar- lega sjúkur maður lá inni fyrir og vakað var yfir honum. Það er almennt vitað, að mýflugur, náttfiðrildi og önnur smákvikindi sækja ákaft i ljósið. Utan við slika upplýsta glugga safnaðist þvi fyrir sægur slikra smávera. Og nú komum við einmitt að lykli „leyndar- málsins”. Uglur lifa ekki eingöngu á músum, Þær eru einnig veikar fyrir skordýrum, og þvi leituðu þær að gluggum sjúkraherbergjanna og gerðu sér gott af kvikindunum. En sá, sem vakti yfir sjúklingnum, heyrði aðeins vælið „klæð i hvitt”. Morguninn eftir sagði hann óðamála frá þvi, sem hann' hafði heyrt, og þeir, sem á hlýddu, þóttust þess fullvissir, að nú gæti ekki verið langt eftir.. A þessum timum var ekki mikill munur a þvi að vera fár- sjúkur og að vera dauðvona. Þannig, að ef dauðann bar að stuttu siðar, var hann settur i samband við aðvörunina frá myrkravöldunum. —Stp(tók saman) BOLLA BOLLA BOLLA BOLLA Trúlegt er, að á morgun, mánu- dag, en þá er boliudagurinn, sporörenni tslendingar ekki undir 500 þúsund bollum. Svo segja „bollusérfræðingar”, sem nú er að finna I öllum bakarfum, en þar baka menn sem óðast bollur þessa dagana og hafa varla und- an. Þessi mynd er tekin I Félags- bakarlinu við Laugarnesveg I gær, en þar bar þessi fallega stúlka fram bakka eftir bakka af girnilegum bollum. Ef einhver vill fá að vita veröið á bollunum I ár, þá er þaö 25 krónur fyrir stykkið af súkkulaðibollum, rjómabolium og púnsbollum, en 7 og 9 krónur fyrir hinar, sem ekkert er á. (Timamynd I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.