Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 25

Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 25
Sunnudagur 4. marz. 1973. TÍMINN 25 Hér á myndinni sést vel, hvaö hinn snjaili KEVIN KEEGAN hefur geysilegt vald á líkama sinum. Slika sjón fá áhorfendur á Anfield aö sjá I hverjum leik. „Það er ekkert, sem hann getur ekki"... — sagði Peter Doherty, um einn mesta knattspyrnusnilling Englands í dag, Kevin Keegan, hinn vinsæla knattspyrnumann hjá Liverpool. Menn segja að hann kunni allt, sem góðir knatt- spyrnumenn þurfa að kunna ÞAÐ hefur ekki veriö spá jafn vel fyrir nokkrum knattspymumanni, eins og spáö hefur verið fyrir hin- um snjalla KEVIN KEEG- AN, hinum frábæra 21 árs gamla leikmanni Liver- pool-liðsins, sem var keypt- ur frá Scunthorpe á 35 þús. pund. í apríl 1971. I þetta sinn er það ekki Bill Shankly, framkvæmda- stjóri Liverpool, sem spáir, því að hann er ekki þekktur fyrir lágt mat á knatt- spyrnumönnum sínum, og eins og flestir vita, þá eru allt snillingar hjá Liver- pool, — ef Shankly segir sjálfur frá! Heldur eru þetta spádómar frá þremur fyrrverandi knattspyrnu- snillingum og landsliðs- mönnum. Tommy Docher- ty, fyrrum Preston-stjarna, framkvæmdastjóri skozka landsliðsins og núverandi framkvæmdastjóri Man- chester United, segir um Kevin Keegan: „Hann er sá leikmaður, sem hefur haft mest áhrif á mig á keppnistímabilinu, frábær leikmaður". Tom Finney, einnig fyrrver- andi Preston-stjarna, segir aö Keegan hafi sömu áhrif á sig og Bobby Charlton, á sama aldri, en Finney lék með Bobby i enska landsliðinu I fyrsta landsleik Bobby. Þessi Finney, var stolt Preston og hetja i enska landslið inu, lék 76 landsleiki og skoraði 30 mörk i þeim. Hann er sannfærður um að Keegan verði fastur leik- maður i enska landsliðinu. Þriðji spámaðurinn, Peter Doherty, segir að Kevin Keegan, sé mesti knattspyrnumaðurinn, sem hann hefur séð spila fyrr og siðar. Tommy Docherty er skoti, Tom Finney er englendingur og Peter Doherty er Iri og þegar Eng- lendingur, Skoti og Iri, eru á sama máli, hlýtur eitthvað að vera til i málinu, enda saga til næsta bæjar, þegar menn frá þessum þjóðum eru sammála. Peter Doherty, gefur þennan vitnisburð dapur i bragði, þegar hann talar um Kevin Keegan — þvi að ef hann og Alan Ball (pabbi Ball hjá Arsenal) hefðu ráðið, hefði Keegan aldrei leikið á An- field hjá Liverpool. Peter segir, að Kevin Keegan hafi verið i Deepdale, þegar hann kom þang- að. „Alan Ball sagði mér frá þessum dreng. Keegan var þá að spila fyrir Scunthorpe United og ég fór að lita á hann. Við ákváð- um að reyna að fá hann keyptan og gerðum tilboð, sem var 20 þús. pund. Það var það hæsta, sem Preston hafði möguleika á að borga, þvi að fjárhagurinn var ekki upp á það bezta á þeim tima.Scunthorpe vildi fá meira fyrir Keegan, en við gátum ekki mætt kröfum félagsins.” Drengurinn var að lokum seld- ur til Liverpool á 35 þús. pund. Bill Shankly gerði þar enn ein reyfarakaup á leikmanni. Það sem Preston missti var greini- lega sigur Liverpool — og Peter Doherty bætir við heimsspeki- lega: „þetta var óheppni fyrir okkur. Við vorum þeir fyrstu, sem komu auga á hann og ég er viss um, að ég hefði fengið þann pening sem upp á vantaði, á stutt- um tlma.” „Það var mjög heppilegt á sinn hátt, að Kevin Keegan fór til Liverpool. Vegna þess að áhorf- endafjöldinn og andrúmsloftið á Anfield er stórkostlegt og Keegan er vaxinn þvi. Þegar áhorfendur hvetja hann áfram, leikur hann af fullum krafti fyrir þá og það kunna þeir að meta. Ég álit hann nú þegar einn bezta knattspyrnu- mann, sem ég hef séð. Hann hefur likamsburði og jafnvægi, mikla tækni og hann er fljótur að leika sig frá erfiðum aðstæðum, og hann er hugrakkur.” „Og þótt hann sé lltill, er hann stórkostlegur i loftinu — hreint frábær skallamaður. í stuttu máli, ÞAÐ ER EKKERT, SEM HANN HEFUR EKKI. Hann er ennþá undur I samanburði við þá beztu i knattspyrnu I heiminum. Við hann eru miklar vonir bundn- ar, fólk viröist ekki enn hafa gert sér grein fyrir, hversu frábær knattspyrnumaður hann er”. Til þess hafa góðan mælikvarða og eftir hafa heyrt álit landsliðs- mannanna þriggja, sem allir eru fyrrverandi knattspyrnustjörnur, þá skulum við fá að heyra með- mæli frá einum af félögum Kevin Keegan á Anfield Road. Látum þá Steve Heighway, núverandi landsliðsmann írlands, segja frá: „Það er enginn efi, að Kevin Keegan getur flutzt frá félagsliði til landsliös, eins glæsilega og hann gerði flutninginn úr 4. deild- arliði i 1. deildarlið. Mér finnst mjög auðvelt að spila við hliðina á honum, hann er alltaf hlaupandi, alltaf að leita af knettinum og á auðvelt með að gefa hann frá sér. Hann er stórkostlegur I lofti og hefur skalla á réttum stað — hann getur gert mörk og á mjög auð- velt meö að skípta úr framlinunni i miðvallarspil og svo aftur fram”. Það er ekki nema von að Kevin Keegan, sé kallaður „King of Liverpool’s Kop”. Þegar hann átti 21 árs afmæli, þá fékk hann stóran lykil (lykilinn að öllum dyrum) frá áhangendum Liver- pool. Meðgjöfinni sýndu þeir hon- um, að hann sé velkominn alls staðar. Þetta steig ekki Keegan til höf- uðs, hann er með fæturna á jörð- inni. Alltaf jafn áhugasamur og tilbúinn að læra meira i knatt- spyrnu — en fróðir menn segja að hann geti ekki lært meira, þvi að hann kunni allt, sem góðir knatt- spyrnumenn þurfa að kunna. Það er aðeins keppnisreynslan, sem hann vantar.En það verður ekki langt að biða, þar til að Kevin Keegan verður fullmótaður knattspyrnumaður. Hann verður á toppnum, þegar heims- meistarakeppnin i Vestur-Þýzka- landi fer fram 1974 — þá verður hann örugglega orðinn fastur landsliðsmaður, sem heldur merki Englands á lofti. Þegar Kevin Keegan, var spurður að þvi um daginn, hvaöa miðhverjar i ensku knattspyrn- unni, hann bæri mesta viröingu fyrir, sagði hann: „Ég ber mikla viröingu fyrir Mike Channon (Southampton) og þeim Ray Kennedy og John Radford (Arsenal), sem léku frábærlega vel, þegar Arsenal vann „Double”. Ég segi að þeir hafi unnið deildina og bikarinn fyrir Arsenal. En sá miðherji, sem ég met mest, er Martin Chivers (Tottenham). Hann er stór og sterkur, og drengur sem kann svo sannarleg að senda knöttinn i net- ið. SOS. KEVIN KEEGAN, er kallaöur „King of Liverpool’s Kop”, af áhangendun Liverpool, sem halda mest upp á hann. KEVIN KEEGAN..viö hann eru miklar vonir bundnar. Fólk viröist ekki enn hafa gert sér grein fyrir hversu frábær knattspyrnumaöur hann er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.