Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 26

Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 4. marz. 1973. íslendingar borða 1000 tonn af sælgæti á hveriu ári LINDARGATAN hefur stíl. Hún er ekki aðeins minnisverð gata fyrir fallegu og reisulegu timburhúsin, sem reist voru af skipperum af skútum og framgjörnum iðnaðarmönnum, eða fyrir litlu og viðfeldnu brekkukotin, sem þarna voru út um allt, svo stór- ir hlutir urðu einfaldir i einum svip. Þarna var sjávargata skömm og glöggt til veðurs, ogþar- inn ilmaði og saltfiskur- inn á reitunum. Lindargatan hefur enn sinn stil, þótt margt hafi breytzt. Nú er bú- ið að fylla Kveldúlf með rúsinum og súkkulaðikexi og Völundur er hálfur fluttur inn i Sogamýri og sjálvarlyktin og saltfisklyktin er horfin. en i staðinn leggur á móti vegfarandunum, hvert svo sem hann er að fara, súkkulagðilykt. Tvær súkkulaðsverksmiðjur eru i götunni og þær fylla hina sjald- höfnu götu með súkkulagðiilmi, sem moggar fyrir vitunum og sál- inni alla leið inn undir riki. Súkkulagsverksmiðjur eru lik- lega allstaðar eins. Kofóttar og dapurlegar ytra, en þeim mun hlýrri innra og hjartað i húsinu stynur þungt i súkkulaðitönkun- um, en hver súkkulaðilögun er hrærð i 48 klukkustundir og sleifin er tröllvaxin og úr þungu stáli. Svanur hf. sæigætisgerðin Vik- ingur er til húsa á horninu við Vatnsstig, sem gengur frá Lauga- vegi niður á hafsbotn við Klöpp. Við hittum að máli framkvæmda- stjóra sælgætisgerðarinnar. Pét- ur Kjartansson stud.jur., en hann hefur veitt fyrirtækinu forstöðu siðan um áramót 1970—1971, en mun siðar vikja sæti fyrir bróður sinum Jóni Kjartanssyni, sem er aö fullnuma sig ytra i rekstri sæl- gætisgerðar. Pétur Kjartansson var aðeins 22 ára að aldri er hann tók við rekstri Vikings, en þá gerði hann hlé á laganámi. Pétur er sonar- sonur Jóns Kjartanssonar hins kunna framkvæmdamanns og iðnrekanda er lengst af rak sæl- gætisgerðina. t viðtali viðTimann fórust Pétri Kjartanssyni orð á þessa leið: Smjörlikisgerðin Svanur var stofnuð árið 1930, af H.J. Hólm- járn efnafræðingi. Sælgætisgerð- in Vikingur bættist svo við tveim árum seinna. Jón Kjartansson keypti fyrir- tækið árið 1935 og rak það með miklum skörungsskap til ársins 1968. Jón Kjartansson var önfirðing- ur að ætt. Fæddur að Efri-Húsum i önundarfirði, og hann var sem kunnugt er mörgum, talsverður Páksaeggin i framleiðslu. Af þeim framleiðir Vfkingur tugi þúsunda ár hvert Pétur Kjartansson Fram- kvæmdastjóri Vfkings. Pétur nemur lög viö háskólann, en gerði hlé á námi sinu til að taka við starfi framkvæmdastjóra sæl- gætisgerðarinnar árið 1971. Pétur er fæddur f Reykjavfk, en er að mestu alinn upp i Borgarfirði, þar sem faðir hans Kjartan Jónsson, lögfræðingur var bóndi á Guðna- bakka. framkvæmdamaður og lagði gjörva hönd á margt. Hann stofn- aði niðursuðuverksmiðju á tsa- firði ,,Isafjörd Canning Com pany” sem enn starfar þótt ekki séu sömu aðilar núna við það fyr- irtæki, og hann rak umfangs- mikla heildverzlun, Elliða hf. samfara rekstri Vikings, og flutti mest inn fatnað og skó. Heild- verzlunin stóð með mestum blóma á árunum 1940—1950. Sælgætisframleiðsla Smjörlikisgerðin Svanur fram- leiðir ekki lengur smjörliki. Við stofnun Afgreiðslu Smjörlikis- gerðanna 1940 var þvi hætt, og nú er aðeins framleitt sælgæti. Framleiðslan fer vaxandi og má sýna það með eftirfarandi tölum: 1968 70 tonn 1969 85 — 1970 96 — 1971 110 — 1972 106 — Ef heildsöluverð er hins vegar lagt til grundvallar i tölum, hefur sala okkar verið sem hér greinir: 1970 22.740.000.00 kr 1971 26.735.000.00 kr 1972 30.569.000.00 kr Þetta eru sambærilegar tölur, að þvi leyti, að sölulistinn er sam- settur af mjög svipuðum varn- ingi. Með stærstu framleiðslulið- unum 1972 voru 32.000 páskaegg og um 40.000 konfektkassar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.