Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 24

Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 4. marz. 1973. McNab og Keegan Hér á siöunni i dag, kynnum við fyrir lesendum tvo af beztu knattspyrnumönnum Englands, leikmenn, sem eiga þaösameiginlegt,að vera frábærir knattspyrnumenn, þeir eru vinsælir og eru báðir að berjast um Englandsmeistaratitilinn i ár. BOB MCNAB leikur stöðu bakvarðar hjá Lundúnarliðinu Arsenal og KEVIN KEEGAN leikur stöðu framherja hjá Liverpool. Báðir þessir leikmenn hafa verið keyptir til félaga sinna. — McNab var keyptur frá Huddersfield Town i okóber 1966 á 50 þús. pund og Keegan var keyptur frá 4. deildarliðinu Scunthope I april 1971 á 35 þús. pund. Þessir tveir leikmenn hafa leikið með enska landsliðinu og eru fastir leikmenn með félagsliðum sinum. Þeir eru báðir smávaxnir leikmenn, sem gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. ,,ÞU ERT BEZTI BAK- • • VORÐUR I HEIMI II sagði Bill Shankly, framkvæmdastjóri Liverpool við Bob AAcNab. „Viltu ekki koma til bezta félagsliðs í heimi?". McNab hefur leikið vel með Arsenal d yfirstandandi keppnistímabili BOB McNAB... er einn vinsælasti knattspyrnumaður Arsenal. Hann hefur veriö fyrirliöi liösins I fjarveru McLintock. BOB McNAB er tvímæla- laust einn bezti bakvörður á Bretlandseyjum í dag. Þennan litla og eldsnögga 28 ára bakvörð keypti Arsenal frá Huddersfield Town í október 1966 á 50 þús. pund — metupphæð fyrir bakvörð þá. Hann er einn vinsælasti leimaður liðsins, hefur yfir geysilegri yfirferð að ráða, hann hreinlega þeysist um völl- inn og valdar upp stöður fyrir aðra leikmenn Arsenal. Flestir sóknarleik- menn 1. deildarliðanna ensku eru smeykir við McNab, því að þeir geta ekkert gert gegn honum — McNab er það f Ijótur á sér, að hann leikur oft harð- skeyttustu sóknarleikmenn mjög grátt. Á yfirstand- andi keppnistímabili hefur McNab heldur betur verið í essinu sínu, því að hann hefur fengið að leikja frjálst og þá kemur snilli hans bezt í Ijós. Hin æsispennandi nýja leikað- ferð, sem kom Arsenal, eða „The Gunners” eins og liðið er kallað, svo vel áfram I byrjun keppnis- timaþilsins, að enskir knatt- spyrnuunnendur fylltust aðdáun. Arsenal-liðið byrjaði að leika nýja leikaðferð. ÓTEÚLEGT! er eina orðið til að lýsa breytingun- um. Gunners, sem lék áður þéttan og sterkan varnarleik, með löng- um spyrnum fram á hina snjöllu miðherja. Ray Kennedy og John Radford, leikur nú skemmtilega sóknarknattspyrnu, með mjög vel útfærðum sóknarlotum, en það er þannig knattspyrna, sem áhorf- endur vilja sjá og gerir knatt- spyrnuna að skemmtun. Þegar Arsenal fór upp á topp- inn, hló enginn hærra en hinn vin- sæli Bob McNab, sem likaði nú lifið. Fyrrverandi enska lands- liðsbakverðinum þykir ekkert skemmtilegra, en að taka þátt i sóknarleikjum. Þótt gamla leik- aöferðin, sem færöi Arsenal bæði deildar- og bikarmeistaratitilinn „Double” 1971, hentaði honum betur en öðrum. En nú nýtur hann leikhæfileika sinna betur, þvi að þeir koma bezt fram I hinu háþró- aða miðvallarspili Arsenal, þar sem leikmennirnir leika frábær- lega á miðjunni og þeir stefna alltaf fram. Menn segja, að Mc- Nab sé fæddur til að hlaupa frjáls um völlinn — hann geti ekki leikiö öðru visi og þannig hafi hann leikið frá þvi að hann kom til Huddersfield, sem áhugamaður. Þegar hann kom til Huddersfield, var þar fyrir bakvörður, Ray Wilson, sem var meistari i „over- lap” (að taka þátt I sóknarlotum) og átrúnaðargoð I Englandi, hann lék i peysu nr. 3, þegar England varð heimsmeistari 1966. Bob McNab, hefur sagt um hinn frábæra Wilson: ,,Ég dáöist alltaf af Ray Wilson og ég geri ráð fyrir, að það hafi mótað knattspyrnu- feril minn mest. Hann var bezti bakvörður i heimi, og þeir leikir, sem ég lék með honum hafa kom- ið mér að miklum notum, þvi að það sem ég lærði af honum, var góður skóli”. Þegar Wilson var seldur til Everton, tók Bob McNab við stöðu hans hjá Huddersfield og aðeins fáum mánuðum, eftir að Wilson sýndi hæfni sina i heims- meistarakeppninni 1966, var Mc- Nab einnig á leiðinni upp á topp- inn. Þá slógust Arsenal og Liver- pool um hann, — bæði félögin buðu honum 50 þús. pund. Og þá komst af stað enn ein Bill Shankly-sagan. Frank Mc- Lintock, segir að Bob McNab segi oft frá þessari Shankly-sögu i samkvæmum, sem sinum skemmtilega skozka málrómi. Sagan byrjar þannig: Bill Shankly, framk'væmdastjóri Liverpool, hitti McNab og sagði: ,,Þú ert bezti bakvörður i heimi, vilt þú ekki koma og leika með bezta félagsliði i heimi”. McNab sagði honum, aö hann væri búinn að lofa að tala við forráðamenn Arsenal, daginn eftir. Þegar hann kom á Highbury, var hann yfir sig hrifinn af aðstöðunni hjá Arsenal og liðsandanum hjá leikmönnum félagsins, og hann ákvað að ganga i raðir Arsenal-manna. Bob McNab hringdi I Shankly, daginn eftir og fer simtalið hér á éftir: SHANKLY: „Bill Shankly, hér”. McNAB: „Halló, hr. Shankly, þetta er Bob McNab”. SHANKLY: „Aha, blessaður vinur”. McNAB: „Mér þykir það leitt, hr. Shankly, en ég hef ákveðið að leika með Arsenal”. SHANKLY: „Hvað? ég skil ekki. . . Allt I lagi, vinur”. Seinna sögðu leikmenn Liver- pool, að Shankly hefði sagt við þá: „Þetta er allt I lagi, strákar, ég ætlaði aðeins að nota hann i varaliðið”. í ljósi þessarar Shankly-sögu, er það kaldhæðnislegt, að McNab átti erfitt með að komast I lið á Highbury fyrr en eftir tvö keppnistimabil hjá Arsenal. Hann lék með unglingaliði félagsins, fyrsta keppnistimabilið 25 leiki og það siðara 30 leiki. En svo fékk hinn óheppni McNab slæmt högg á fótlegg og auk þess slitnaöi vöðvi og þetta skapaði slæm ökla- meiðsli. McNab sagði um þessa erfiðu daga: „Ég var eins og „yo- yo”. Þegar ég komst i liðið, var ég hafður sem hægri bakvörður á móti þeim Simpson og Storey, sem léku vinstri bakvörð. Þið get- ið imyndað ykkur hvað ég var langt niðri”. Þegar þeir endurskipulögðu varnarleikinn á Highbury, fékk McNab uppáhaldsstöðuna sina, vinstri bakvörð, og hann lék hana eins og töframaður. Þetta varð til þess að hann fékk að leika fyrstu landsleiki sina fyrir England, fyrst gegn Rúmeniu I nóvember 1968 og siðan i þremur öðrum sigurleikjum enska liðsins á keppnistimabilinu. Staða hans hjá Arsenal var tryggð og þegar Sir Alf Rasmey var að velja enska landsliðið fyrir heimsmeistarakeppnina i Mexikó 1970, var McNab fastur maður i 28 manna hópnum. En þá yfirgaf Framhald á bls 29 A yfirstandandi keppnistfmabili hefur BOB McNAB, sóknarknattspyrnu. fengiö aö leika frálst og sýnt hæfileika sina i „Ég dáöist alltaf að Ray Wilson og ég geri ráö fyrir að það hafi mótað knattspyrnuferil minn mest" — sagði Bob McNab.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.