Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 4. marz. 1973. TÍMINN J3 VINABÆRINN BORLÁNGE SVO AÐ SEGJA miðsvæðis í Svíþjóð er bær, sem nefn- ist Borlánge, en hann hefur um nokkurra ára skeið verið einn af vinabæjum Vestmannaeyja. Þetta var smákauptún þar til fyrir nokkru, að það var sam- einað hreppnum í kring, þannig að í dag telur það um 44 þúsund íbúa. öflug og umfangsmikil söfnun hefur staðið þar yfir undanfarnar vikur til handa Vestmannaey- ingum. Verður nánar vikið að henni siðar í þessari grein. Lars-Erik Björk heitir maður, sem búsettur hefur verið hér á landi i allmörg ár, en hann er ein- mitt ættaður frá Borlange og upp- alinn þar. Við hittum hann að máli fyrir skömmu og báðum hann að fræða okkur ögn um bæ- inn, sem hann varð góðfúslega við. Borlánge er i Dölunum (hennar Selmu Lagerlöv) og er mjög gömul byggð. Bærinn stendur við ána Dalelfi (Dalálvan), sem rennur i Botniska flóann. Var hann i upphafi hálfgert sjávar- pláss, þótt ekki liggi hann við sjó, og mikil verzlunarmiðstöð og áningarstaður ferðamanna (þarna var mikið um krár)’ Á móts við bæinn er áin illfær, fimm fossar i röð og úfin iðuköst. Þurftu menn þvi að taka báta sina á land og bera þá alllangan spöl frá landi, eina 10-20 kilómetra, fram- hjá flúðunum, er þeir sigldu upp ána. Af þvi er komið nafn bæjar- ins en Borlange þýðir ,,að bera lengi”. Mengun í Borlánge einhver sú mesta í Svíþjóö Borlá'nge er miðpunktur sýsl- Lars þess,að eitt sinn meðan i bænum bjuggu aðeins um 6 þús- und manns, hafi fjöldi ferða- manna, sem þangað lagði leið sina um Jónsmessuna, verið um 80 þúsund. Enn i dag er ferða- mannafjöldinn, sem árlega leggur leið sina til Borlánge eða fer þar i gegn, geysilegur og má áætla, að það séu alls um 200 þúsund manns. Aður fyrr var her- deild Dalanna staðsett rétt hjá bænum, i Falun, og þar dvaldist hún til æfinga i þrjár vikur ár hvert. Má geta nærri, að her- mennirnir hafi mjög orðið til að hleypa lifi og fjöri i bæinn, meðan þeir dvöldu þarna. Mikið og veglegt byggðasafn er i Borlánge, sem hefur að geyma hina ýmsu hluti, allt frá æva- gömlum eikarstokkum til nú- timagripa. A byggðarsafns- svæðinu eru einnig varðveitt nokkur gömul hús, fæðingar- heimili þekktra manna. Meðal þeirra má nefna Jussi Björling, sem talinn hefur verið i hópi unnar og raunar að mörgu leyti miðpunktur i Sviþjóð hvað sam- göngur snertir. Þarna koma saman járnbrautalinurnar frá Gautaborg, Gá'vle, og Stokk- hólmi, og segja má, ,að þarna séu krossgötur hins sænska vega- kerfis. Rétt fyrir utan bæinn er svo varaflugvöllur fyrir aðalflug- völl Sviþjóðar, Orlanda við Stokk- hólm. Ena þótt Borlánge sé með sanni miðstöð sýslunnar, þá er stjórnarsetrið þó i öðrum bæ skammt frá, Falun. Og bærinn Sater, sem liggur ekki langt undan, er einnig stærri en Bor- lange, a.m.k. að flatarmáli. Aður var sagt, að Borlánge hefði frá fornu fari verið sama- staður ferðafólks hvaðanæva að úr Sviþjóð. Um hinn mikla hátiðisdag Svia, Jónsmessunna , safnaðist þarna saman fjöldi manns. Meðal annars minnist heimsins mestu söngvara, eftir að Carusso var og hét. Borlánge er fyrst og fremst iðn- aðarbær, og i samanburði við stærðina er hann mjög öflugur á þvi sviði, enda er mengun vart meiri i öðrum bæ i Sviþjóð. Bær- inn er og mjög nýtizkulegur og afar vel skipulagður. Svo nánar sé vikið að iðnaðinum þá eru tvö stórfyrirtæki i Borlánge, en auð- vitað fjöldi annarra smærri. Þessi fyrirtæki eru þau stærstu sinnar tegundar i Sviþjóð, hvort á sinu sviði: Domnurvets Jernverk A.B. Pappcrsbruk A.B., sem framleiðir blaðapappir (sum blöð hér á landi nota hann), 420 tonn á ári. Af öðrum fyrirtækjum má nefna Stora Kopparbergs Bergs- lags A.B.,sem er elzta hlutafélag i heimi, fékk réttindi með bisk- upabréfi árið 1268. Mestu kopar- námur i Sviþjóð eru þarna i grenndinni, má segja.að það sé náma við námu á kafla. Borlá'nge og nágrenni er sem sagt fyrst og fremst iðnaðar- svæði, auk þess að vera samgöngusvæði, og hafa bændur að mestu verið flæmdir burtu. Enda þótt mengunin sé mjög mikil, eru þó allmargir fallegir og friðsælirstaðir, lystigarðar o.þ.h. Skipulagning bæjarins er, eins og áður segir, góð. Reynt er að halda iðnaðinum i úthverfunum eftir megni. 1 miðbænum eru verzlanir og ibúðahúsnæði, en utan við mið- bæinn hafa risið upp einbýlis- húsahverfi með sinum verzlunar- miðstöðvum. Félagslif stendur með allnokkrum blóma, einkum iþróttalifið. Griðarmikið iþróttahús er i bænum, sem rúma myndi nokkrar Laugardalshallir og býður upp á mjög fjölbreytta aðstöðu. Er ishokký einhver vin- sæiasta iþróttin. Ætli þetta verði ekki að nægja um Borlánge að þessu sinni, en i lokin má geta þess, að á þessu Dalasvæði er enn i dag hið glæsi- legasta úrval af mállýzkum, þannig að nærri lætur að ibúar byggðarlaga i 10 km fjarlægð hvort frá öðru, skilji vart hvor annan. Að sögn Lars-Erik skipta mállýzkurnar á svæðinu innan 100 km radius,miðað við Borlánge, tugum, en að sjálfsögðu eru margar þessara mállýzka mjög svipaðar. Jú, enn má bæta við, að flokkur Palme forsætisráðherra, sócial- demókratar, eru og hafa verið lengi i meirihluta i bæjarstjórn i Borlánge. Söfnunin í Borlange „Katastrofhjálp Vást- mannaöar" Mikil söfnun til handa Vest- mannaeyingum er i gangi i Bor- lange um þessar mundir og hefur staðið um hálfs mánaðar — þriggja vikna skeið. Jafnhliða henni hafa verið haldnir ýmsir fyrirlestrar og fræðsluerindi i skólum, kirkjum og stofnunum, þar sem kunnugir menn hafa sagt frá Vestmannaeyjum, sögu þeirra i nútið, og sýnt skugga- myndir. Bæjarstjórn Borl'ánge ákvað fljótlega að veita Vestmannaey- ingum fjárhagsaðstoð og varð full samstaða innan hennar um þá til- lögu, sem stjórnmálaflokkarnir fimm höfðu lagt fram, en hún fól það i sér, að bæjarsjóðurinn skyldi leggja fram sömu upphæð og flokkarnir, þó skýldi fjár- framlag bæjarins vera minnst 2 milljónir islenzkra króna. Söfn- unarstjórinn fyrir ,,Katastrof- hjælp Vestmannaöar”, eins og söfnunin nefnist i Borlange, var skipaður Sven Kylberg, slökkvi- liðsstjóri bæjarins. Söfnun þessi er sú mesta i bænum til fleiri ára. Ýmsir hafa lagt fram sinar tillögur um fram- kvæmd hennar og hversu viðtæk hún skyldi vera. Einn lagði það til, að Sviar tækju sig nú verulega á til hjálpar Vestmannaeyjum og Islandi, og að sænska rikið léti það fé, sem ætlað var til endur- byggingar i Vietnam, renna til islenzka rikisins. Það væri hlut verk Rússlands og Bandarikj- anna að borga skuld sina i Víet- nam. Söfnunin hefur fallið i mjög góðan jarðveg hjá ibúum Bor- lánge. Skal söfnunin standa svo lengi, sem hún ber einhvern árangur, en æðstu menn bæjarins og fleiri hafa bent á, að það sé mikilvægast að sem mest safnist inn sem allra fyrst, fremur en það dreifist yfir nokkra mánuði. 1 við- tölum, sem blöð f Borlange sem annars staðar i Sviþjóð hafa átt við fólk um náttúruhamfarirnar i Eyjum, kemur undantekningar- laust fram afar rikur skilningur á vandamálumVestmannaeyingaog Islands i heild og vilji til að rétta hjálparhönd með fjárframlögum. Islenzki fáninn verður við hún f Borlánge meðan söfnunin stendur yfir. Söfnunin meðal almennings fer fram með ýmsu móti. Fólk getur sent inn peninga á giró- reikning söfnunarinnar, söfn- unarbilar aka um og söfnunar- baukar eru viða. Ýmis fyrirtæki hafa ákveðið að verja vissum hluta af seldri vöru sinni i söfn- unina, eins og til dæmis eitt stærsta matsöluhúsið i bænum, sem auglýst hefur, að það muni verja 10 krónum af hverri seldri máltið i söfnunina. „Söfnunar- barómet” er á aðaltorgi bæjarins, Sveatorget, sýnir á hverjum degi, hve mikið hefur safnazt. Fri- kirkjurnar létu samskot sfn sunnudaginn 11. febrúar s.l. renna i söfnunina, og rikiskirkjan mun einnig fara sömu leið. Það er sem sagt mikill vilji meðal ibúa Borlánge ,til að veita vinabæ sinum, sem nú er i nauð- um staddur, lið, og fyrirsjáanlegt er, að mikið fé, alla vega miðað við höfðatölu, mun safnast i bænum. Stærsta framlagið, sem borizt hafði i söfnunina, er siðast fréttist, var frá bæjarfulltrúum, liðlega 50 þúsund krónur. Forystumaður söfnunarinnar i Borlange, Sven Kylberg, slökkviliðs- stjóri bæjarins. Húsbyggjendur Upphitun með HDHX rafmagnsþilofnunum er ódýr og þægileg ADAX rafmagncþilofnarnlr hafa fengið æðttu verðlaun, tem veltt eru innan nortks iðnaðar Stórlækkaður stofnkostnaður. — Hverfandi viðhald. ADAX rafmagnsþilofnarnir eru norskir og marg- verðlaunaðir fyrir fallega og vandaða hönnun. Þriggja ára ábyrgð er á öllum ADAX rafmagnsþilofnunum 3 gerðir. — Yfir 30 mismunandi stærðir. • Gegnumstraumsofnar: 15 og 30 sm háir. • Panilofnar: 28, 38 og 48 sm háir. • Geislaofnar í baðherbergi. Fullkomið termostat er á öllum ADAX ofnunum. Sendið okkur úrklippuna hér að neðan — og við sendum yður um hæl nákvæmar upplýsingar um ADAX rafhitun. Þér getið einnig sent okkur teikningu af húsinu og við getum aðstoðað yður um val á staðsetningu ofnanna. Einnig getum við séð um útreikninga á hitaþörfinni. ------------------------------------------------ Til Einar Farestveit & Co hf Bergstaðastræti 10A Reykjavík Ég undirritaður óska eftir bæklingum yfir ADAX rafhitun Nafn-------------------------------------------- Heimilisfang------------------------------------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.