Tíminn - 04.03.1973, Side 36

Tíminn - 04.03.1973, Side 36
Sunnudagur 4. marz. 1973. Hlégarður j ^'Samkomusalir til leigu fyrir: ^r-rÁ Arshátiöir, Þorrablót, fundi, mrfé ráðstefnur, afmælis- og ferm- SGOÐI l^^Afyrir góöan nmi > MERKIÐ, SEM GLEÐUR ingarveizlur. Fjölbreyttar ff\ veitingar, stjórir og litlir salir, - '**—111 *“!*#***»• stórt dansgólf. Uppl. og pantan- MJr lKr xx húsverði I sima 6-61-95. $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS Leikir í Laugar- nesi, þó að lægð sé yfir landinu TÍÐIN hefur verið ieiðinleg að undanförnu, og þá er mikilvægt, að geðlægð fylgi ekki lægð- unum, sem þeir á veður- stofunni eru sifellt a<T segja okkur frá. Og þetta vita hrossin hans Sigurðar ólafssonar söngvara i Laugarnesi. Þau glettast hvert við annað, þegar illhryss- ingur er i veðrinu, enda eru þau vist flest eða öll af Glettukyni, svo sem alkunna er. Þess vegna mundaöi ljós- myndari Timans, Róbert Agústs- son, sem var á ferö þarna inn frá núna einn daginn, vélina sina og festi fáein leikatriöi á filmu. Kambur, hestur Snúllu, húsfreyj- unnar i Laugarnesi, fór meö annaö hlutverkiö, en meö nafniö á mótleikarann, sem óneitanlega lét þó meira aö sér kveöa, þorum viö ekki aö fara. Nýja Gletta, gula Gletta eöa þá Hrollur — þótt allt séu þetta vel þekkt hross, þá erum viö á Timanum ekki svo glöggskyggn, aö treystum viö okkur ekki til þess aö kveöa upp meö, hvert þeirra þaö er. En eins og viö höfum áöur tekiö fram, er skeggiö skylt hökunni, og allt er þetta Glettukyn. Og myndirnar geta sannfært menn um, aö þaö ber nafn meö rentu. Sauðburður um miðj- an vetur á Héraði JK—Egilsstöðum. — Það virðist vera linnulaus sauðburður hjá Birni Ágústssyni á Móbergi i Hjaltastaðaþinghá. Hjá honum bar ein ærin 9. janúar, og 26. febrúar bar svo önnur. Báðar voru þessar ær einlembdar, en a.m.k. sú, sem bar núna á dögunum skilaði vænum dilki i haust, og það er útilit fyrir að hún geri enn betur á hausti komanda. Ekki sagðist Björn vita neitt um ástæður þess að ærnar gerðust svo snemmbærar, og hann veit ekki heldur til, að fleiri eigi að bera nú fljótlega. Hitaveitan ó Hvammstanga reynist vel í vetrarríkinu BS— Hvammstanga. Vetrarriki er mikiö hér i kringum Vatnsnes- fjall, og má heita, aö allt sé á kafi i fönn. Samt sem áöur þjakar okkur ekki kuldi á Hvamms- tanga, þvi að hitaveitan, sem komst i gagniö i vetur, reynist ágætiega. Engar áhyggjur þarf lengur að hafa af olluflutningum, og allt, sem þarf aö gera, er aö snúa krönum. Alls eru þaö áttatiu og fimmhús, sem nú njóta hitaveit- unnar, og i sumar veröa tengd viö kerfið þau hús, bæöi á Hvamms- tanga og meöfram leiðslunni innan af Laugarbakka, er ekki hafa enn fengiö héitt vatn. Þau munu vera tiu til fimmtán. Guðmundur I. sendiherra í Svíþjóð og Finnlandi Guðmundur 1. Guðmundsson afhenti hinn 16. febrúar s.l. Uhro Kekkonen, forseta, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra i Finnlandi. í dag afhenti hann Gustaf Adolf Sviakonungi trúnaðarbréf sitt sem sendihena i Sviþjóð. Utanrikisráðuneytið, Reykjavik, 27. febrúar 1973.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.