Tíminn - 04.03.1973, Side 30

Tíminn - 04.03.1973, Side 30
30 TÍMINN Sunnudagur 4. marz. 1973. SNIGILLINN Á VEGGNUM „Hvað gengur að þér?" sagði faðir Tuma. Tumi stóð úti í garðinum fast við húsvegginn. Hann hélt á bók i hendinni og augu hans voru full af tárum. „Við eigum að læra kvæði/" sagði hann. „Og sá okkar, sem getur flutt það bezt, á að fá verðlaun. En ég er hræddur um, að ég geti ekki lært það." „Hví ertu hræddur um það?" sagði faðir hans. „Hinir strákarnir segja það. Þeir segja, að það sé ekki til neins fyrir mig að reyna." „Hirtu ekki um, hvað strákarnir segja. Sýndu þeim, að þú getir lært það." „En ég held, að ég geti það ekki, það er svo langt, og sum orðin eru svo erfið. Ég veit, að ég get ekki unnið verðlaunin. En það væri gaman, því að hinir strákarnir hlæja alltaf að mér og kalla mig seina Tuma." „Jæja, vinur minn, þó að þú sért seinn, þá reyndu að síga á það. Líttu á snigilinn þarna á veggnum. Sjáðu hvað hann er seinn, en þó mun hann komast upp á vegginn meðtímanum. Nú ættir þú að fara eins að og hann. Halda áfram jafnt og þétt, læra fáeinar línur á hverjum degi, og loksins verður þú búinn að læra kvæðið og þá getur farið Hryllileg skepna W skyldi hún hafa ráðizt ■' á verðina. taEf' y Biðið, m takið eftir geisi uninni. Það er mjög ótrúlegt, Jóhanna Framhald svo, að þú fáir verðlaunin. Ef þér finnst það ganga seint, þá mundu eftir sniglinum." Tumi þurrkaði augun, þreif bókina og tók til starfa. Hann lærði ekki nema fáar línur af kvæðinu þann dag, en hann lærði þær svo vel, að hann gleymdi þeim ekki. Næsta dag sá hann, að snígillinn hafði komizt dálítið haerra upp eftir veggnum. Þann dag lærði Tumi nokkrar línur í viðbót, við það, sem þegar var lært. Svona hélt hann áfram dag frá degi, og það stóð heima, að þegar snígillinn var kominn upp á brún, var hann búinn að læra allt kvæðið. Loks rann upp dagurinn, þegar kennarinn ætlaði að veita verðlaunin. Hann lét drengina flytja kvæðið einn af öðrum. Þegar fimm eða sex voru búnir, kom röðin að Tuma. Nú átti hann að sýna, hvað -hann gæti. Þegar hann stóð upp, fóru drengirnir að hlæja, því að allir héldu þeir að hann hefði ekkert getað lært, og myndi hann verða að hætta, þegar hann hefði lesið fáar línur. Þetta fór þó á annan veg. Hann las hverja Ijóðlínu af annarri með hreinum og skærum rómiog gleymdi engu orði. Það varekki hlegið lengur, allir störðu undrandi á Tuma, og þeir, sem áttu eftir að lesa, hugsuðu svo mikið um afburði Tuma, að þeir lásu ekki eins vel, og þeir hefðu annars getað. Þegar þeir voru búnir að reyna, sagði kennarinn, að Tumi hefði lesið bezt og gaf honum verðlaunin. 011 börnin sögðu, að það hefði verið alveg rétt og svo klöppuðu þau fyrir honum. Kennarinn spurði nú Tuma, hvernig hann hefði getað lært kvæðið svona vel, og hver hefði tijálp- að honum. „Það var snígill á veggnum," sagði Tumi, og aftur varð hlátur um allan bekkinn, því að enginn vissi við hvað hann átti. Kennarinn þaggaði niður hláturinn og bað Tuma að segja upp alla söguna. Tumi sagði, að hann hefði séð snígil skríða upp vegg hægt og seint en með þolinmæði og þrautseigju. Hann hefði alltaf haldið áfram og aldrei litið til baka, svo hefði hann af- ráðið að fara eins að og snígillinn og læra ofurlítið af kvæðinu á hverjum degi. „Á endanum komst snígillinn upp, og ég lærði kvæðið," sagði Tumi. „Það var laglega af sér vikið," sagði kennarinn. „Nú skulum við hrópa ní- falt húrra fyrir Tuma og sniglinum á veggnum." Ekki stóð á því, húrraópin heyrðust langt út frá skólanum. Þú veizt aldrei hve mikið þú getur fyrr en þú reynir það.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.