Tíminn - 04.03.1973, Qupperneq 10

Tíminn - 04.03.1973, Qupperneq 10
10 TÍMINN Sunnudagur 4. marz. 1973. Ólafur Þór Jónsson, nuddmaöur Höfum fyrirliggjandi eitt mesta úrval af rafmagnshita- tækjum hérlendis Blástursofnar af 16 mismunandi stærðum og gerðum Þilofnar af 30 mismunandi stærðum og gerðum varm Nánari upplýsingar veitir: /M9 JOHAN e/m RÖNNiNG HF. Hjálpar sjúkum, er sjálfur nærri blindur AÐ HATUNI 10 í Reykja- vík býr maöur að nafni ólafur Þór Jónsson, ásamt konu sinni og ungum syni. Hann leggur stund á þá göfugu iðju að hjálpa þeim, sem þjást af gigtinni. Hann nuddar menn og læknar þá þannig. Þó er hann ekki lærður læknir, en hann lærði nudd hjá Eðvald Hinrikssyni, sem margir kannast við. En það er fleira en nuddið, sem gerir það að verkum, að fróðlegt er að hitta Ölaf að máli og skipta við hann orðum. Heita má, að hann sé blindur, og i ljósi þeirrar staðreyndar, eru störf hans ekki svo litið afrek. Hann var sóttur heim einn góðan veðurdag, og fyrsta spurningin, sem hann var beðinn að svara, var þessi: Skemmtilegt og tilbreytingarríkt starf — Hvenær byrjaðir þú, Ólafur, að nudda þá sem af gigtinni þjást? — Það var i janúar 1970. — Hvar hafðir þú lært? — Hjá Eövald Hinrikssyni i Há- túni 8 i Reykjavik. — Hvernig stóð á þvi, að þú fékkst áhuga á þvi að gera ein- mitt þetta? — Það kom nú ekki á einum degi, fremur en margt annað. Aðdragandinn var um það bil tvö ár, en við getum sagt, að það hafi verið byrjunin, að Eðvald Hinriksson i Sauna auglýsti I blöðum eftir manni til þess að læra hjá sér nudd. Ég fór þá á fund hans og spurðist fyrir um starfið, en þá var hann búinn að ráða tvo frekar en einn. Um það bil tveim árum seinna bað hann mig að tala við sig, hvað ég gerði, og þá féllst hann á að taka mig til reynslu. — Þótti þér gaman að læra þetta? — Já, það var reglulega skemmtiíegt. Það var alltaf eitt- hvað nýtt að gerast, og er reyndar enn þann dag i dag. — Er ekki aðsóknin alltaf mik- il? — Jú, það er mikið að gera og hefur alltaf verið það. Það þarf aldrei að auglýsa. — Er starfið ekki feikilega erfitt? — O-jú, það er talsvert erfitt með köflum, en það venst eins og önnur vinna. Þetta er lotuvinna, sem gengur I bylgjum. Það er alltaf mikið að gera á kvöldin. — Þú vinnur mikið á kvöldum og siðdegis, þegar aðrir eru hættir sinni vinnu? — Já, en annars vinn ég á öllum timum. Það er misjafnt. Það er opið hjá okkur alla daga vikunn- ar, en ég vinn þó hvorki á sunnu- dögum né þriðjudögum. — Gerir þú fleira en nudda, til dæmis að gefa sprautur og annað slikt? — Nei, ég geri ekkert annað en nudda. Við erum lika með hljóð- bylgjur, mykrogeisla, lampa og vatnsnudd, en Eðvald sér ein- göngu um það. Ekki einskorðað við stétt, aldur eða kyn — Geta ekki sjúklingarnir létt mikið undir sjálfirmeð skynsam legum lifnaðarháttum? — Jú, það er alveg efalaust. öll hreyfing, böð, göngur og hvers konar liðkun, — allt er þetta mjög gott, og ættu sem flestir að temja sér slikar venjur. Og þetta eiga menn að gera, hvort sem þeir hafa nokkra gigt eða enga, þvi að ekki er það minna um vert að vernda heilsu sina og fyrirbyggja sjúkdóma, en að leita sér lækn- inga eftir að krankleijcinn hefur sótt menn heim. Það er áberandi mikið af iþróttafólki, sem til okkar kemur, einkum að sumr- inu, enda held ég, að það hafi meiri áhuga en aðrir fyrir lik- amsrækt og heilbrigði á þvi sviði. — Hefurðu annars tekið eftir þvi, að gigtin leggist misjafnlega þungt á menn eftir stéttum? —- Ekki get ég sagt það. Það er allra stétta fólk, sem kemur til þess að leita sér læknina við gigt- arsjúkdómum, og ef þeir eru eitt- hvað algengari i sumum stéttumt en öðrum, þá hef ég að minnsta kosti ekki tekið eftir þvi. Sama er að segja um aldurinn. Það kemur fólk á öllum aldri, jafnvel kornungt, svo og gigtar- sjúkdómar virðast ekki binda sig eingöngu við neitt sérstakt aldursstig. — Eru það einköngu karlmenn sem þú nuddar, eða koma konur til þin lika? — Ég nudda karlmenn og kvenfólk á vlxl. Það eru vissir timar, sem helgaðir eru hvoru kyni, og ég vinn i báðum þessum timum jöfnum höndum. — Er konum ekki neitt illa við að láta karlmenn nudda sig? — Það held ég hreint ekki. Margar vilja það jafnvel heldur. Þó er hitt til, að þær vilja það siður, og þá er kona vitanlega lát- in nudda þær. Blindan hindraði ekki námið — Nú býrð þú sjálfur við þau óþægindi að vera nærri blindur. Byrjaðir þú að læra nudd eftir að þú hafðir misst sjónina? — Já, það var nokkru siðar. — Háði sjónleysið þér ekki i náminu? — Nei. Það var eingöngu verk- leg kennsla, sem ég aflaði mér i þessu og siðan er það tilfinningin og æfingin, sem mestu skiptir. — Fylgja þvi ekki óþægindi að þekkja ekki i sjón fólkið, sem þú nuddar? — Jú, ekki er nú þvi alveg að neita. En þá lærir maður að fara gætilega og segja sem fæst, þángað til maður er alveg viss um, hver maðurinn er. — Þið verðið nú allir snillingar i þvi að þekkja raddir manna — er það ekki? — Jú yfirleitt gengur það vel, en þó er margt fólk með svo lika raddir, aö erfitt getur veriö að átta sig á þvi, við hvern maður er að tala, einkum ef langt er um liðið, siðan maður skipti siðast við hann orðum. — Hvort heldur þú, að sjúklingunum þyki betra eða verra að þú skulir ekki sjá þá, þegar þú nuddar? — Ég efast mjög um að þeir viti yfirleitt, hversu litil sjón min er. Hægra auga mitt ber ekki mikil merki blindu, og þar sem ég er kunnugur, fer ég allra minna ferða, gegn beint að hlutunum, sem ég þarf að nota og haga mér á flestan hátt eins og alsjáandi maður, held ég. Það er ekki heldur alveg rétt til orða tekið að ég sjái ekki fólkið, sem ég er að nudda. Ég sé nokkurn veginn út- linur likamans, þótt ég greini ekki andlitið svo glöggt, að ég geti þekkt það aftur. Það má segja, að ég hafi nærri þvi göngusjón. Það er að segja, Þar sem ég hef farið um áður, er ég sjálfbjarga. En fínni línur, svo sem eins og and- litsdrættir éða það sem skrifað er á blað -H-jþtetta sé ég alls ekki. Ég get vel farið hérna út i búðina, en ég verð að láta stúlkurnar af- greiða mig að öllu leyti. \ Starfið hentar vei blindu fólki — Fórst þú að læra nuddið, af þvi að þú hafðir misst sjónina? — Já, það er aðalorsökin. Ég var að visu farinn að vinna á Blindravinnustofunni, en ég vissi, að það er mikið lifrænna að vinna svona, þar sem maður er alltaf að hitta nýtt og nýtt fólk, svo að ég kaus heldur að reyna þetta. — Er þér kunnugt um fleiri blinda menn, sem leggja stund á þetta sama? —• Góður kunningi minn er úti i Finnlandi núna til þess að læra nudd. Hann er alveg blindur. Sannleikurinn er einmitt sá, að nudd er á margan hátt mjög æski- legt starf fyrir blint fólk. Þessi vinna byggist ákaflega mikið á næmleik áþreifingarinnar, en þar þykja blindir standa fyllilega jafnfætis hinum sjáandi, og jafn- vel enn framar i mörgum tilvik- um. — Þú ert auðvitað i samtökum blinds fólks hér? — Já, ég er i Blindrafélaginu, sem aðsetur hefur i Hamrahlið 17. — En þú býrð hér i stórhýsi öryrkjabandalags Islands. — Já. Eins og menn vita, þá er Sauna, sem hann stýrir, hann Eðvald Hinriksson, hér I Hátúni 8. Það er næsta hús við þetta, þar sem ég bý, og það er alveg ómetanlegt fyrir mig að eiga heima svo skammt frá minum vinnustað. Ég er ekki nema tvær til 3 mlnútur að ganga á milli húsanna. Að visu fer nýja húsið okkar við Hamrahlið fljótlega að koma i gagnið, en ég býst þó ekki við að flytja, það er svo ómetan- legt að þurfa ekki langan veg til vinnu sinnar, þegar svona er i pottinn búið. — Er þetta stór bygging, sem Blindrafélagið hefur verið að reisa við Hamrahlið? — Já, það er geysimikil bygg- ing. Þaö eru þrjár hæðir og kjall- ari, og ég held, að ég megi segja, MMMMMMMPIMMHMMMMMMMflMflMMMMMHMMMMHMMMMM MMMiibibaLilfciUiiainabilfciíliilbiKiaiilMMMMfciafcdMMIiilliilMMMMfcilMMIiillMaiiillii M ImI P«f M M Vestmannaeyingar! Steingrímur Benediktsson gullsmiður hefur fengið aðstöðu í GULLSMIÐAVERKSTÆÐI ÓLAFS G. JÓSEFSSONAR óðinsgötu 7 — Rafhahúsinu Sími 20-0-32 p* M P1 M P*» CmI P>I M P*í M M M M M MMMMMMP1MMMMMMMMMP1MMMMMMMMMMP1MMMMMMMMM b <2 Cf «1 CnS U i9 íá «3 íá (51* «3 ít «1 «1 & «1 ít <S ú «3 U «3 & i3 CmS ta Á í» 3 Í» «S L O b Á E* «1 E* «S tt «Í CmI t* £ L «1 CmB C* «3 SnB SmS t* «1 CmS C* «12* «9 C* t)C* t) CmS Trúlofunarhringar Fjölbreytt úrval af gjafavör- um úrgulli, silfri, pletti, tini o.fL önnumst viðgerðir á skartgirp- um. — Sendum gegn póstkröfu. GULLSMIÐAVERKSTÆÐI ÓLAFS G. JÓSEFSSONAR óðfnsgötu 7 — Rafhahúsinu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.