Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 27

Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 27
Sunnudagur 4. marz. 1973. TÍMINN 27 An'na Sveinsdóttir, verkstjóri. Hún byrjaði há fyrirtækinu árið 1932, er það var að Grettisgötu 60. Anna er 72 ára, en i fullu starfi og hefur góöa stjórn á sinum mátum. Uppskriftir og framleiðsla Uppskriftir af ýmsum stærðum, (1972) eru endurbættar ár frá ári, til að bæta vöruna, eig- inleika hennar og umbúðir. Uppskriftirnar eru flestallar erlendar, en það segir ekki nema hálfa söguna. íslendingar hafa ekki sama smekk á sælgæti og aðrar þjóðir. Við viljum ekki hafa það eins sætt og aðrar þjóðir, t.d. Danir. Það hefur þvi orðið að færa þetta til okkar smekks, laga vöruna að markaðinum. öðru hverju hafa verið fengnir erlendir sérfræðingar til að vinna að framleiðslumálunum, en ella værihætta á að fyrirtækið forpok- aðist og einangraðist, þvi að ör þróun er i sælgætisgerð, og er til dæmis þýzkur sérfræðingur hjá okkur núna til aðstoðar. Um það hvort „islenzkt” sæl- gæti sé til,er mjög erfitt að segja. Þetta eru, eins og áður sagði er- lendar, alþjóðlegar uppskriftir, sem notaðar eru, en ég hefi þó aldrei rekizt á sumar vinsælar brjóstsykurtegundir, sem hér eru framleiddar, á erlendum mark- aði. Samt vil ég ekki fullyrða, að þær fáist ekki ytra, en algengar eru þær að minnsta kosti ekki. Umboðsmannakerfi Sölumál eru með hefðbundnu sniði i sælgæti. Viö hérna seljum og afgreiðum beint til seljenda á Stór-Reykjavikursvæðinu, en höf- um umboðsmenn úti á landi, sem hafa lager og afgreiða til kaup- manna. Birgðastöð SIS tekur vör- urnar á lager hjá sér og afgreiðir kaupfélögin. Umboösmenn okkar eru: Suðureyri — Guðbjörn Krist- mannsson. ísafjörður — Sveinbj. Sveinbjörnsson Bolungarvik — Einar Þorsteinsson Sauðárkrókur — Bjarni Haraldsson Akureyri — Guðmundur Guðlaugsson. Siglufjörður — Gestur Fanndal. Seyðisfjörður, — Umb. Hjalta Nielsen Sigurbjörn Björnsson sprautar „buff”. Buffin sprautar hann og gerir stærðog lögun frihendis.Hvert buff á á vega 33 grömm og þaö gera þau svo ekki skeikar grammi, og ókunnugur undrast leiknina. Neskaupstaður — Aðalsteinn Halldórsson og Vestmannaeyjar — Tryggvi Guðmundsson, en nú er ekki selt þangað, sem skiljan- legt er. Erlend samkeppni og tollamál Um samkeppni er það að segja, að auövitað er mikil samkeppni á sælgætismarkaöinum. Framleið- endur eru i harðri samkeppni, þóttsegja megi að samvinna sæl- gætisgerðanna sé mjög góð og til fyrirmyndar. Innflutningur á sæl- gæti hefur þóhaft sitt að segja, og tel ég hana ekki óeðlilega, en hinsvegar er núverandi sam- keppnisaðstaða óviðunandi. Innflytjendur búa aö kvóta- kerfi. Leyft verður að flytja inn sælgæti fyrir 50.000.000 króna. Það gerir um það bil 130—150 milljónir króna á heildsöluverði, eða um 245 milljónir króna á út- söluverði. Þetta er um 50% af inn- lendri framleiðslu sælgætis. Kvótakerfið hefur marga ó- kosti. Ég held að það ætti bara að gefa þennan innflutning frjálsan, þvi leyfin beina viðskiptunum inn á óæskilegar brautir. Tollar á sælgæti eru háir, en þeir eiga að fara lækkandi eftir vissu kerfi og verður erlent sælgæti tollfrjálst á Islandi árið 1980. Ég ætla nú ekki að úttala mig um framtiðarhorfur sælgætisiðn- aðarins, vegna harðnandi sam- Jón Kjartansson, stofnandi og eigandi sæigætisgerðarinnar Vik- ingur. Framkvæmdastjóri fyrir- tækisins til 1968. Ragnar Guðmundsson, gjaldkeri Vfkings. Hefur unnið hjá fyrir- tækinu I yfir 30 ár. Texti: Jónas Guðmundsson AAyndir: Gunnar V. Andrésson Sölumenn Vfkings. Friðrik Baldvinsson og Loftur Magnússon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.