Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 33

Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 33
Sunnudagur 4. marz. 1973. TÍMINN 33 Lúftrasveitin, sem lék á miðsvetrarsamkomu Germaniu I Sigtúni um daginn. — Timamyndir:Róbert. V EKKERT NEAAA KÁTÍNA UNDANFARIN ár hefur félagið Gcrmania efnt ^til iniðsvetrar- skemmtunar i Sigtúni, og er þar haft mið af kjötkveðjuhátiöum cins og þær gerast i Suður-Þýzka- landi og Rinarlöndum. Að þessu sinni var miðsvetrar- fagnaðurinn haldinn föstudaginn 23. febrúar, og þar var heldur betur lif i tuskunum. Salarkynnin höfðu verið skreytt á sérkennileg- an hátt með blöðrum og belgjum, ljóskerjum, spaugilegum mynd- um og jafnvel bjórkrúsum, sem héngu i loftinu og minntu á bjór- landið mikla. Samkomugestir voru um þrjú hundruð, og höfðu mjög margir þeirra stundað háskólanám i Þýzkalandi á sinum tima — sumir á siðustu árum, en aðrir fyrir löngu siðan. Klæðaburðurinn var ekki af þvi tagi, sem sér i lagi tiðkast á mannamótum. Höfuð- fötin voru barðastórir stráhattar, vefjarhettir, knapahúfur, blóma- hattar og eiginlega allt, sem nöfn- um tjáir að nefna. Búningarnir voru ekki siður fjölbreytilegir. Þverslaufur sumra karlmann- anna tóku út á axlir og margt kvenfólkið var með svuntur af ýmsum stærðum og gerðum, prýddar miklu myndaskrauti. Ung stúlka frá Berlin hafði ekki annað klæða en baðföt og rönd- ótta svuntu. En þar að auki var hún með sleif i barmi. Á þessum samkomum German- iu eru aðeins notuð blásturshljóð- færi til þess að leika fyrir dansi, sem er eina skemmtiatriði um- fram það, sem fólkið sjálft finnur upp á. Var það Lúðrasveit Hafnarfjarðar, er nú lék, þriðja árið i röð, en stjórnandinn var Hans Ploder, sem annars leikur hér i sinfóniuhljómsveitinni. Alls voru tuttugu og átta menn i lúðra- sveitinni, og voru leikin lög af þvi tagi, sem tiðkast i Þýzkalandi, vals og annað fleira, sem til þess er fallið að vekja glaum og gleði. Veitingar voru pylsur, kartöflu- salat, tómatar og sinnep, og bar ekki á öðru en fólk felldi sig hið bezta við það. „Þetta var sérstaklega skemmtileg samkoma,” sagði einn samkomugestanna, sem Timinn átti tai við — ,,það léku bókstaflega allir á als oddi, og það kom ekki fyrir nokkurt atvik, sem skyggði á gleði fólks — inni- leg kátina og fjör frá upphafi til enda”. Dyraverðirnir höfðu lika orð á þvi, að starf þeirra væri vandalit- ið, þegar samkomur færu fram eins og þarna gerðist. 4 Dansinn dunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.