Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 4. marz. 1973. Fegurstakona heims 50 ára Ava Gardner lifir rólegu lífi, alein Kvöldhúmiö slgur yfir Lundúnaborg, og i fagurlega bú- inni Ibúö sinni situr Ava Gardner viö skiölogandi arineld og dreypir á hvitvini. Kvöldiö áöur háföi hún veriö I fullu fjöri I diskóteki langt fram á nótt. En þaö er ekki hægt aö sjá nein þreytumerki á henni. Hún litur Ijómandi vel út fyrir- hafnarlaust og eins og af sjálfu sér hlýtur hún sess sinn sem ein af hcimsins fegurstu konum. Ava er undarleg kona og frem- ur erfitt aö skilja hana. Hún er af- ar feimin, en full hlýju. Hún hlær innilega og segir leyndarmál lág- um rómi. Hún er laus viö alla bit- urö. Þú heyrir hana ef til vUl segja: „Ég vildi óska...” eöa „Hugsaöu þér, ef ég heföi...” Og setningar sem þessar vitna um óbilandi kjark hennar, aldrei aö gefast upp, byrja upp á nýjan leik. Og þær vitna um lifskoðun hennar. Hún hefur nú búiö i Lundúnum i fimm ár, en fáir hafa tekið eftir henni, jafnvel ekki þeir, sem fylgjast bezt með hliöstæðum málum. Blaðamanni nokkrum tókst fyrir nokkru að ná tali af henni, en það gekk ekki áreynslu- laust. „Ég vil ekki láta taka viðtöl viö mig. Það yrði of mikið um hálfan sannleik og yfirborðstal”. Þetta voru orð hennar, en engu að siður féllst hún að lokum á viötal. Hún hefur ekki verið mikið i sviösljósinu slðustu árin. En sið- ustu mánuði hefur hún verið að undirbúa sig undir að leika Lily Langtry I nýjustu mynd hins fræga kvikmyndaleikstjóra John Hustons, en myndin heitir „The Life and Times of Judge Roy Bean” eða „Ævidagar Roy Beans dómara”. Hún tók hlutverkiö vegna Hustons, en hún er hrifin af honum og hann af henni. — Þaö er sönn ánægja að starfa meö Ava, segir Huston. — Hún er manneskja meö óbrigðulan smekk. — Ég var mjög hrærð, segir Ava (hún vill láta bera nafn sitt fram „Ahva”(, —þegar John var eitt sinn spuröur, hverja hann teldi vini sina. Hann nefndi Anouilh, Sartre og fjölda heims- kunnra, greindra manna. Og svo nefndi hann tvo til viðbótar: Billy Pearson (fyrrverandi trúður) og mig. Hugsaðu þér, trúður og ég meðal sllkra heila. Hún hefur ekkert gaman af þvi lengur að leika i kvikmyndum. — En ég á kvikmyndunum allt þetta að þakka, segir hún og bandar hendinni kringum sig um her- bergið, sem er mjög fallegt. — Sannleikurinn er ætið beztur. Þessi innrétting er ekki mitt verk. Smekkur minn felst i þvi að eiga vini með góöan smekk. Nei, mér finnst flestar kvikmyndir leiðin- legar. En myndir Johns eru aldrei leiðinlegar. atlanti Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Slmi UR i URvali -=-25555 14444 m/f/rn BILALEIGA IIVEUFISGCÍTU 103 VJV-Sendiíerðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW9manna-Landr.over 7manna 4aJLC%E? LrJ—JrkS fejJoJJ Nokkrar auglýsingamyndir hafa birzt af nýjustu mynd Hustons, sem fyrr ef minnzt á. Og á þeim sést, að Ava Gardner er alveg óumræöilega fögur. Það er ekki erfitt að vera sammála Ellsabetu Taylor, er hún segir, að Ava Gardner sé einmitt það, sem hún á við, er hún talar um fagra konu. Það er vægast sagt ótrúlegt, að Ava Gardner sé um þessar mund- ir að verða fimmtlu ára. — Þótt ég hafi lifað I hálfa öld, þýðir það ekki mikið fyrir mig. Mér hefur alltaf fundizt ég vera gömul. Ég þekkti ekki einu sinni æsku, þegar ég var litil stúlka. Og táninga- aldurinn hef ég aldrei upplifað. Hefur eitthvað komið henni sér- staklega til að finna til aldursins? — Já, þetta hér, segir hún og dregur fram leikhúsdagskrá frá „Jesus Christ Superstar”, sem hún er rétt búin að sjá. — Er þér ljóst, hve ungt þetta fólk er? Taktu bara þann, sem samdi tón- listina, hann Andrew Lloyd Webber. Hann er fæddur árið 1948. Þetta er hreint ótrúlegt. — Vissulega hef ég breytzt með árunum, segir Ava, — eins og all- ir aðrir. Tónlistarsmekkur minn hefur til dæmisbreytztmikið.Einu sinni kunni ég bezt að meta Artie Shaw (Shaw var annar eiginmað- ur hennar), en nú hef ég mesta ánægju af Chopin og Wagner og fleiri af snillingum, enda þótt ég hafi enn mjög gaman af „Shaw- tónlist”. Lifnaðarhættir hennar eru við fyrstu sýn nánast alfullkomnir. Hún á fagurt heimili, getur gert það, sem hún vill. Hún á raðir af vinum og ógrynni af peningum. Og við spyrjum hana, hvort ekki yrði erfitt fyrir hana að segja skilið við þetta llf, ef hún hitti nú mann einn góðan veðurdag, sem hún yrði verulega hrifin af. — Nei, langt I frá. Það er vitað mál, að maður venur sig á ýmsa óvana og sérvizku. En ef ég hitti karlmann á morgun, sem ég félli fyrir, myndi ég ekki hugsa mig um eitt andartak. Ava Gardner hefur átt vináttu margra karlmanna um ævina, og þeirri spurningu, hvort ekki væri auðveldara fyrir hana að eiga karlmann að vin fremur en elsk- huga, svarar hún þannig: — Vin- átta er eitt, ást annað og meira. Þegar ást er með i spilinu og ekki aöeins vinátta, verður sambandið einhvern veginn allt ööru vísi, og ég haga mér allt öðru vísi. Ég daðra ekki, það er nokkuð, sem ég hef aldrei getað. Mér liggur við að óska, aö ég hefði lært það. En ég Ava Gardner I hlutverki Lily Langtry I mynd John Ilustons „The Life and Times of Judge Roy Bean”. vil undirstrika, að vináttan er mikilvægur þáttur I ástinni. En það litur út fyrir, að Ava Gardner vegni bara vel upp á eigin spýtur. — Ég þarf alls ekki að hafa karlmann á stöðugum sveimi kringum mig. Og ég þoli ekki þann orðróm, að ég sitji döpur og einmanna innan fjögurra veggja. Hvers vegna I ósköpunum getur fólk ekki skilið, að ég er mjög venjuleg manneskja og lifi ánægjulegu og rólegu lifi. — Mig langar oft til að skrifa bók, þegar ég sé allt það, sem skrifað er I slúðurdálka blaðanna. Þeir leyfa mér ekki einu sinni að halda minu eigin nafni. í einu blaði sagði, að ég hafi verið skýrö Lucy Johnson. 1 skirnarbókinni minni stendur, að ég heiti Ava Lavinia Gardner. Hvaðan I ósköpunum hafa þeir allt þetta rugl? Ava Gardner hefur I mörg ár óskað sér draumahúss við sjóinn, en hún hefur ekki enn fundið það. — Mér finnst ekki mjög heillandi að " ferðast, segir hún. — Mér likar bezt aó vera I ró og næði hér i Lundúnum, borginni, sem ég met svo mikils. En ég vona samt, að mér takist að finna þetta hús við sjóinn. Aður var hún vön að fara til Acapulco og búa í húsi Franks Sinatra. — En heldurðu ekki, að hann hafi verið svo mikill prakk- ari að selja húsið, segir hún og hlær. — Og þar með hef ég engan stað til að fara til. Hún heimsótti Frank Sinatra i ibúð hans I New York ekki alls fyrir löngu. Yngsta dóttir hans, Tina (dóttir fyrstu konu hans, Nancy. — Ava var önnur kona hans), var þá stödd þar. — Ég finn svo mikið af sjálfri mér I henni, segir Ava. — Ég hef þekkt hana, slðan hún var þriggja ára. Eitt sinn vorum við saman á gangi á götu, og þá kallaði ein- hver maður til min. „En hvað þér eigið fallega dóttur, frú”. Og þá sagði Tina: „Ava, er það nú alveg vist, að þú sért ekki mamma min?” Ava Gardner fæddist um nótt, og hún hefur alltaf litið á sig sem eins konar nætur-manneskju. Er þvi eins varið I dag, þegar hún er orðin fimmtíu ára? — 0, þér hefðuð bara átt að sjá mig I diskótekinu í gærkvöldi. Nei, annars. Það var liklega jafn- gott, að þér sáuð mig ekki, segir þessi dökka fegurðardls að lokum og brosir við. (—Stp, þýtt) FRÁ EiNVELDI TIL LYÐVELDIS ÍSLANDSSAGA EFTIR 1839 Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar hefur nýlega sent frá sér bókina Frá einveldi til lýðveldis — íslandssaga eftir 1830 — eftir Heimi Þorleifsson, menntaskóla kennara. 1 formála bókar sinnar segir höfundur: „Að minu viti hefur kennsla i Islandssögu allt of lengi veriö helguö þjóðveldisöld meira en góðu hófi gegnir. Islenzkir skólanemar hafa þekkt betur þá „Gissur og Geir, Gunnar, Héðin og Njál” en stjórnmálamenn eigin samtiðar. Þessi bók er samin til að breyta hér nokkuð um, þvl að i henni er áherzla lögð á 20. öld. Pérsónusaga hefur jafnan veriö rikur þáttur islenzkrar sagna- ritunar, e.t.v. of ríkur. 1 þessari bók er gerð tilraun til að draga þennan þátt út úr meginmáli og fjalla sérstaklega um þá menn, sem rétt þótti að segja frá. Þeirri reglu er fylgt að rekja aðeins ævi- sögur látinna manna. Heimir Þorleifsson hefur lengi unniö að ritun þessarar sögu- bókar, en hún hefur fram til þessa veriö kennd i fjölriðum búningi. Bókin Frá einveldi til lýðveldis skiptist I 7 meginkafla, sem eru utan inngangs: Sjálfstæðisbar- átta 19. aldar. Almenn mál 19. aldar, Heimastjórnartimabil. Árin milli striða, Siðari heim- styrjöldin — Lýðveldi, Árin eftir strið. Bókin Frá einveldi til lýöveldis er rikulega búin myndum, sem eru alls 175 á 270 siðnm bókar- innar. Hefur höfundur unnið mikið starf við söfnun fágætra mynda og póstkorta i bókina. Bókin Frá einveldi til lýðveldis er offsetprentuð I prentsmiðjunni Odda hf., myndir eru unnar i Myndamótum, hf., Sveinabók- bandið h.f. batt bókina inn og Torfi Jónsson annaðist kápu. (Fréttatilkynning frá BSE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.