Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 04.03.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 4. marz. 1973. Sunnudagur 4. marz. 1973. TÍMINN 19 SKALDIÐ íxWS:::;:;:::::;:;*®;:;: mmm&m MMM MMM Stcingrlmur J. Þorstcinsson prófcssor scgir i inngangi aft útgáfu sinni á Lausu máli cftir Kinar Bcncdiktsson: „Einar Bcncdiktsson cr vafalaust cinn mcrkilcgasti maOur, scm l'æft/.t hcfur á íslandi, og einn þcirra örfáu, scm munaður verftur ogmetinn cftir þús. ár cf nokkur vcit |>á dcili á is- lcnzkum mönnum og mcnnt- um. Kr nú margt svo smátt um ævi cfta einkcnni Snorra Sturlusonar, aft ekki væri fcnginsa m lcga þcgift frá sæmilcga traustri samtíma- heimild? Vcrftur mönnum ckki hugsaft llkt til Einars Bencdiktssonar cflir 700 ár.” Vafalaust munu margir gcta tckift undir þclta og víst cr þaft, aft islcndinguin nægja ckki hugverk skálda sinna licldur vilja þcir þckkja manninn á hak vift verkin. Kyrir þcim cr skáldift og mafturinn gjarna citt og sama. Kinar Júliusson fyrrum hyggingafulltrúi i Kópavogi var einn þcirra manna, sem pcrsónulega hlandafti gefti vift Kinar Benediktsson. Mcnn sjá cf til vill sama manninn misjöfnum augum, cn Kinar scgir á eftir hvernig skáldift nafni hans kom lionum fyrir sjónir i persónulegri vift- kynningu. „Min orft nægja rcyncíar ekki til þcss, þaft er ckki hægt aft endurscgja sam- tal og samveru með Einari Bcncdiktssyni,” sagfti Einar, cn hvaft um þaft marga fýsir aft vita eitthvað um manninn bak vift Ijóftin og cg skal upp- lýsa þaft sem ég get. — Hver eru tildrög þess að leið- ir ykkar Einars lágu saman? — Tildrögin voru i stuttu máli þau, að ég átti þá heima hjá þeim merku hjónum Ólafi Þorvalds- syni og konu hans, Sigrúnu Eiriksdóttur, og þau bjuggu i Herdisarvik, þegar Einar fluttist þangað alfari. Orsökin var þannig. sú, að við vorum samtiða um skeið á sama bæ, hann orðinn nokkuð við aldur, en ég ungling- ur. Einarátti Krísuvikurtorfuna og Herdisarvikina, hafði keypt báða staðina og hefur sennilega verið með áætlanir um að nýta jarðhit- ann i Krisuvik og þá hugsað sér Herdisarvik sem ákjósanlega höfn i þv-i sambandi. Einar var vanur að hugsa hlutina út i æsar. Ólafur hafði búið i Krisuvik áö- ur, en þegar Herdisarvikin losn- aði til ábúðar, ég held árið 1926, fékk hann hana á leigu. Arið 1930 lögöu þau Einar og Hlin Johnsen, sem var förunautur hans þessi seinustu ár, i ferðalag alla leið til Túnis, en hugur Ein- ars hafði mjög staðið til þess að sækja Afriku heim. Þaö mun hafa verið afráðið i þeirri för, að er heim kæmi skyldu þau setjast að i Herdisarvik. Það er alrangt, sem stundum heyrist haldið fram, að Einar hafi hrakizt til Herdisarvikur, hann fór þangað af fúsum og frjálsum vilja. Þau Einar og Hlin komu til Herdisarvikur alkomin i júli 1932 en Ólafur og Sigrún rýmdu ekki staðinn fyrr en við næstu fardaga. Það tæpa ár sem leiö á milli bjuggu Einar og Hlin i hluta af gamla bænum á móti þeim Ólafi. Þetta er sá timi, sem við nafnarn- ir áttum samleið. Timinn er merkilegt hugtak og þegar ég lit til baka til þessa skeiðs, þá finnst mér að það hafi skipt árum, sem ekki skipti þó nema mánuðum. Það kom svo nokkuð af sjálfu sér, að þar sem ég var aðeins unglingur mátti ég fremur vera að þvi að tala við skáldið en annað heimilisfólk, enda fór það svo að okkur varð skrafdrjúgt saman. Okkar kynni urðu mjög persónu- leg, ég var oftast hlustandinn, hann talaði og það var varla hægt að hugsa sér það betra. Hann tók það fram að ég væri góður hlust- andi, það væri lika vandi að hlusta. Fyrir ungling á þvi reki sem ég var þá, hlýtur reynsla sem þessi að verða ógleymanleg. Ég ætla að segja þér litið dæmi um það hvernig Einar umgekkst mig. Þegar smiðirnir komu frá Reykjavik að byggja ibúðarhús Einars i Herdisarvik, þá bjuggu þeir um sig i hesthúsinu og sváfu þar i þvi sem við köllum nú flat- sæng. Þetta hesthús hefur staðið fram að þessu að þvi er ég bezt veit. Þarna var yfirsmiður Sigurður Halldórsson og hann ásamt Guðmundi bróður sinum byggði húsið með nokkrum svein- um. Einu sinni var það að Sigurð- ur kom að máli við skáldið i gamni og sagði að vel mætti nú yrkja kvæði um umbúnað þeirra smiðanna i hesthúsinu. Einar, sem var ákaflega alþýðlegur maður og gerði sér aldrei manna- mun brosti við en sagði fátt, tók mig siðan afsiðis og spurði mig, hvort ég vissi hvað það hefði heit- ið til t'orna að búa um sig eins og smiðirnir gerðu. Ég vissi það ekki og hann sagði mér þá að það hefði heitið að beðja §ig eða liggja i einni beðju. Ég tek þetta dæmi til að sýna, hvernig hann notaði hvert tækifæri, sem gafst til að fræða mig. Fannst þér Eihar vera einmana og afskiptur i Herdisarvik? — Nei, það var hann ekki. Við get- um auðvitað sagt eins og Jón Helgason i visunni: ,,Einn hef ég barn á óstyrkum fótum tifað o.s.frv. 1 vissum skilningi er maðurinn alltaf einn. Einar var vanur fjölmenni, hann sótti glæsi- legar veizlur og lék þar á als oddi. En fyrst og fremst var hann ein- fari og honum þótti bezt að ræða við einn i senn. Ég varð aldrei var við að honum leiddist i Herdisar- vik. Þar bjó lika hans góði vættur, þar sem frú Hlin var. Hún var hans bezti förunautur og reyndist honum i senn ómetanlegur félagi og jafnframt var hún honum betri en nokkur hjúkrunarkona eða læknir hefði getað verið. Oft heyr- ir maður á Hlin hallað og það er eitt af þvi, sem ég hef aldrei getað skilið. Ég get vottað það, að hún verðskuldar sizt illt umtal. Það má kannske segja um Ein- ar, að hann hafi i rikara mæli en aðrir menn verið sjálfum sér nægur? — Ekki vildi ég nú taka svo til orða. Að vera sjálfum sér nægur merkir nánast að vera ánægður með sjálfan sig, þykjast fullkom inn. Einari fannst ekki mikið til þess koma að vera sjálfum sér nægur, heldur miklu fremur að vera sjálfum sér likur. Þú manst kannske eftir þessu úr Pétri Gaut þar sem Dofrinn er að kenna Pétri muninn á þursa og manni: Þar úti sem nótt fyrir árdegi vikur er orðtakið: maður ver sjálfum þér likur. Einar var i rauninni alltaf sjálf- um sér likur. Mig minnir að Hall- dór Laxness orði það svo, að menn komist ekki út úr skinninu. En Einar bar alltaf höfuð og herð- ar yfir flesta eða alla samferða- menn sina, ekki svo að skilja, að hann liti niður á aðra menn, en persónuleiki hans var svona sterkur. En hvað sem um það er þá hafa margir spurt mig einmitt að þessu, hvort Einar hafi ekki verið einmana i Herdisarvik og ég tel mig með góðri samvizku geta svarað þvi neitandi. Það er lika mikill misskilningur, þegar sagt er að hann hafi eiginlega verið hrakinn i nokkurs konar útlegð siðustu æviárin. Einar fluttist til Herdisarvikur af fúsum og frjáls- um vilja. Hann valdi sér þennan stað sjálfur og hann átti jörðina. Hann var lika þannig gerður þá, að það sagði honum enginn fyrir verkum. Þa var ekki að láta hann gera eitt eða neitt. Einar var þjóðsagnapersóna — Þetta tal um útlegð Einars er þá bara þjóðsaga. — Já og ekki sú eina sem kom- izt hefur á kreik um hann, þær eru orðnar æði margar. Þú kannast við, að sagt var að hann hefði selt norðuljósin. Ég orðaði þessa sögu einu sinni við hann. Þá hló hann og sagði sem svo, að sá sem gæti selt norðurljósin væri sér mun snjallari. Ein þessara sagna er dálitið skemmtileg. Hún er á þá leið, að hann hefði selt brezkum auðkýf- ingi Elliðaárnar fyrir of f jár og sá hefði ætlað sér að rækta þar lax. Þegar sá brezki átti að hafa kom- ið að vitja eignar sinnar sam- kvæmt samningum þá átti Einar að hafa sagt. „Ég seldi þér bara vatnið i ánum og nú er það löngu runnið til sjávar.” Þetta er vita- skuld uppspuni. En svona sögur ganga fjöllunum hærra og ég held, að þær lifi beztu lifi á vörum þeirra, sem aldrei hafa lesið staf eftir Einar. Oft er það lika, að sögur, sem sagðar eru erlendis um fræga menn þar eru þýddar og heimfærðar upp á Islendinga, ég þekki dæmi þess. Ég ætla mér ekki þá dul að fara að reyna að kveða niður sögu- sagnir um-Einar Benediktsson. Ég skal hins vegar segja þér sög- ur af honum, sem eru raunar kunnar en mér er vel kunnugt um að eru sannar, og þær lýsa honum vel. Þegar Einar var ungur maður þá þýddi hann Pétur Gaut eins og allir vita. Pétur heitir á norskunni Per Gynt. Einar vildi islenzka nafnið og datt þá nafnið Pétur Gautur i hug. Þá var kunnur maður á islandi Pétur bóndi og alþingismaður á Gautlöndum. Hann kenndi sig við bæinn og kallaði sig Pétur Gauta. Einar vildi ekki taka nafnið upp að Pétri forspurðum og skrifaði honum þvi og bað hann um leyfi. Það var veitt. Onnur saga, sem ég ætla að segja hér er á þessa leið. Einar orti einu sinni kvæði sem hann kallaði Skriflabúðin. 1 þvi stendur þetta: Okrarans höfuð, hrokkið og grátt hvimaði um syllur og snaga. Melrakkaaugað var flóttaflátt flærðin rist i hvern andardrátt og glottið ein glæpasaga. Einar sagði mér að þetta kvæöi hefði hann ort úti i London og hann hefði verið svo bíankur þar að hann seldi orkrara frakkanna sinn, og var það kveikjan að kvæðinu. Seinna er það svo, að Einar kemur að máli við Sigurð heitinn Berndtsen og biður hann að selja sér flösku á svörtum þvi hann þurfi að gefa vinum sinum i glasi. Sigurður seldi honum flösk- una. Þá segir Einar við hann að hann hafi ekki ort kvæðið um hann heldur skransala i London. Frá þessu hefur Sigurður sjálfur sagt á prenti. Þetta var kannske ekkert hól um hann en Einar ótt- aðist, að Sigurður hefði tekið kvæðið til sin og vildi útrýma þeim misskilningi. Þessar sögur sýna þann eiginleika Einars sem ég kynntist sjálfur hjá honum og ég vil kalla óvenjulegan hrein- leika hugarfarsins. Þriðja sagan er á þá leið, að eitt sinn, þegar Einar var sýslu- maður Rangæinga, bar svo við, að kaupmaður nokkur, annað hvort á Eyrarbakka eða Stokks- eyri, neitaði skuldugum bónda um úttekt, krafðist greiðslu á skuldum hans og hótaði honum aðför að lögum ella. Bóndinn leit- aði til Einars i örvæntingu og spurði hvort hann gæti ekki veitt sér eitthvert liðsinni sem lög- fræðingur. Einar bað um að fá yfirfara reikninga hans og leyfði bóndinn það fúslega. Þegar hann kom til Einars næst sagði Einar honum, að skuldin væri ekki leng- ur til staðar. Bóndinn vildi þá borga Einari skuldina en hann sagði að hún væri þegar greidd. Ég hef það fyrir satt að hann hafi farið i bókhald kaupmanns og fundið þar eitthvað athugavert og knúiðkaupmann til að gefa bónda upp skuldina. Fjármálamaðurinn Það virðist svo sem fjármála- umsvif Einars hafi einkum vaxið mönnum i augum. Var hann'jafn mikill fjármálamaður og af er látið? — Það er ekki vafi á að hann hafði mikið fjármálavit. Það raunar hlaut að vera að maður með hans gáfur öðlaðist mikla færin i þvi sem hann einbeitti sér að. Hann þurfti mjög á fé að halda Þetta er slftasta myndin, sem tekin var af Einari Benediktssyni. Jón Kldon, sonur Hlinar Johnson tók myndina á Eyrarbakka, rétt áður en hann lagfti út I siftustu utanför sina. Hús Einars og Hlinar I Herdisarvik Ljósmynd K.J. Séðheim að Herdisarvík. Stafninn fremst á myndinni er á gamla bænum, er Einar Júlfusson átti heima I er hann kynntist skáldinu. Glugginn til hægri viö dyrnar er á svokallaöri gestastofu, en þar bjó Einar Benediktsson meftan veriö var aö byggja nýja húsiö. Ljósm. Einar Júllusson. vegna ferðalaga sinna og annarra umsvifa og vist er það, einhvers staðar kom honum fé, þvi fjár- vana var hann sjaldan. — Oft er talað um áhuga hans á stórvirkjunum og i þvi sambandi dettur mér i hug kvæðið Dettifoss, sem Þorsteinn Erlingsson henti siðan háð og spott að i kvæðinu Við fossinn. Heyrðirðu Einar nokkurn tima minnast á þau við- skipti. Nei ég held, að þetta atriði hafi nú verið dálitið rangsnúið. Menn hafa skilið kvæði Einars svo, að hann vildi virkja Dettifoss en um það er ég mjög efins. Hann talar að visu um það i kvæðinu að leggja ör á strenginn, og beizla orkuna en ég held að hann hafi meint þar þá orku, sem býr i vötnum landsins en ekki að ætti að fórna fegurð og tign Dettifoss. Einar var sjálfur mikill unnandi náttúrufegurðar eins og við sjá- um i öðrum kvæðum hans t.d. í Slútnesi og Sumarmorgun i As- byrgi. Það var hins vegar annað skáld, sem Einar átti i útistöðum við og það var Hannes Hafstein. Það er fræg deila þeirra i hinu svonefnda Marconi máli eða simamáli. Þeir munu báðir hafa haft þar einhverra hagsmuna að gæta Einar og Hannes. Einar stóð i tengslum við Marconi félagið og hann barðist fyrir loftskeytasam- bandi en Hannes hafði sambönd við Bell simafélagið. Ég ætla ekk- ert að fara út i það hér, hvor hafi haft rétt fyrir sér. En Einar við- hafði i min eyru ill orð um Hannes Hafstein. Hann málaði nú lika oft sterkum litum. Ég heyrði hann lika lýsa þvi yfir að Hannes hefði verið bezta ljóðskáld á Is- landi um sina tið. Um skáldskap — Það væri gaman I framhaldi af þessu að heyra um skoðanir Einarsá öðrum skáldum. Heyrðir þú hannræða það? — — Einar hafði mestar mætur á skáldi, sem þá var litils metiö og það var Sigurður Breiðfjörð. Þeg- ar Einar kom i Herdísarvik var hann einmitt nýbúinn að sjá um útgáfu á verkum Sigurðar. Einar dáðist að honum sem skáld en á þeim dögum þótti það ekki góð latina að hampa Sigurði sem skáldi. Það hefur breytzt siðan og ég hyggaðhann hafi nú öðlazt sinn rétta sess i bókmenntasög- unni. Mér þætti ekkert óliklegt þótt ég vilji ekki fullyrða neitt um það, að Einar hafi haft Sigurð Breið- fjörð i huga, þegar hann segir i einræðum Starkaðar: Ég kættist með fáum og mærði menn sem múgadómi sig trauðla háðu,- leiður við einmæli allra i senn: oft átti mitt lof sá, er fæstir dáðu. Ég mat ekki ljóðglapans lága hnjóð sem laklega hermdi, hvað aðrir kváðu, — né þrælafylgið við fjöldans slóð i forgönguspor, sem þeir niðandi tráðu. Það var ekki tilviljun, sem réði þvi, hversu hugleikinn Sigurður varð Einari. Einar hafði nefnil. mikinn áhuga á rimum og öðru þvi sem við kölium alþýðuskáld- skap. Hann hefur sjálfur gert skilmerkilega grein fyrir þessu i formála að Ólafs rimum Græn- lendings. Þar segir hann meðal annars: „Astæöan til þess að ég læt rimu þessa koma hér fram er sú að ég vildi setja það sem skýr- ast fram, að ég fyrir mitt leyti tel rimnakveðskap íullkomlega samboðinn skáldmennt vorri. Ég hef lengi furðað mig á þvi hve ranglega þessi ljóðlist þjóðarinn- ar islenzku hefur verið óvirt Fjölnisdómurinn alkunni virðist hafa valdið óskiljanlega miklu um þetta og væri ekki nema rétt- látt, að þeir, sem nú ættu betur að vita og meta gildi rimnanna fyrir þjóðlif vort og tungu að undan- förnu, létuþærnjóta meira sann- mælis og styddu að þvi að feimni fólksins við þess eigin kveðskap legðist niður.” Einar orti Ólafs rimur Græn- lendings og birti þær til þess að færa þjóðinni heim sanninn um að það væri hægt að yrkja lifvænleg ljóð i þessu formi og reyna þannig að losa þjóðina við þá minni- máttarkennd, sem hann taldi að hún væri haldin gagnvart rimum og ferskeytlum. Ferskeytlan var honum sjálfum töm og hann áleit hana stórkostlegt tjáningarform, sem geymdi margar dýpstu hugsanir semhugsaðarhefðu verið á íslandi i meitluðu formi. Og hann bar svo djúpa lotningu fyrir ferskeytlunni, að hann vildi ekki yrkja kersknisvisur eða klámvis- ur. Það sagði hann mér einu sinni sjálfur. Hann sagði mér eina litla sögu um það, þegar Ólafs rima varð til. I rimunni er þessi alkunna .visa eins og flestir vita. Falla timans voldug verk, varla falleg baga. Snjalla riman stuðlasterk stendur alla daga. Þessa visu sagðist Einar hafa ort fyrsta af öllum i rimunni. En það er svo að hagyrðingar eru oft i mestum vandræðum með annað visuorðið i hverri visu, og svo var einnig með Einar i þessu tilfelli. Þar kom að hann var búinn að yrkja alla rimuna nema þetta eina visuorð: varla falleg baga. Þetta vafðist lengi fyrir honum. Svo var það einu sinni að hann var á gangi i London, að visuorð- inu laust niður i huga hans eins og eldingu. Þá sagðist hann hafa orðið svo glaður, að hann var kominn á fremsta hlunn með að hoppa og dansa þar sem hann var staddur i miðri mannþrönginni, þessi virðulegi maður. — Töluðuð þið saman um skáld- skap Einars sjálf? — — Það var nú ekki mikið um það. En ein skýrasta minning min um Einar er sú, að hann sat i djúpa leðurstólnum sinum og las fyrir mig kvæðið sitt Svarti skóli. Hann hafði sérkennilegan lestrarmáta, hann hafði djúpan og hljómmikinn bassaróm. Við og við skaut hann inn orði og orði til skýringar þar sem hann hélt aö ég skildi ekki. Þetta er mér ó- gleymanlegt. Það var likt og að hlusta á tónlist, enda er mikil músik i kvæðum hans og hann var lika músikalskur maður. Hann hlustaði mikið á hljómleika þegar hann var erlendis og hreifst mjög af og hann mun hafa lært á hljóð- færi ungur. Einar flikaði sinum ljóðum litt, en oft var hann með á vörunum tilvitnanir úr Pétri Gaut. Hann sagði mérofurlitið frá glimu sinni við það verk. Þegar Einar var i lærða skólan- um var skólapiltum fenginn Pét- ur Gaulur i hendur á norsku og þeir beönir að spreyta sig á, að koma honum yfir á boðlega is- lenzku. Einar sagði að Hannes Hafstein hefði komizt bezt frá þvi verkefni af þeim bekkjarbræðr- um. Hann var alltaf reiðubúinn að bera lof á Hannes sem skáld, þótt þeir elduðu saman grátt silfur i pólitikinni. Pétur Gautur tók Einar þeim tökum að hann ákvað að snara verkinu eins og það lagði sig, og það gerði hann. En hann sagði mér að eitt stef i kvæðinu hefði lengi vafizt fyrir sér. Það er stefið sem hljóðar svo á norskunni: After og frem det er lige langt ud og inn det er lige trangt. Þetta stef kemur nokkrum sinnum fyrir i Pétri Gaut og reið þvi á miklu aö koma þvi yfir á hnyttilega islenzku. Eftir mikla yfirlegu hafði honum tekizt að sjóða saman svohljóðandi þýð- ingu: Ef inn verður farið er út ekki þrengra ef að verður komizt er frá ekki lengra Þetta var hann ekki ánægður með enda allt annar hrynjandi i þessu heldur en frumstefinu og hann notar fjórar linur fyrir það sem Ibsen notaði tvær i. En lengi vel datt honum ekkert betra i hug. Svo er það, að Einar er einu sinni á ferðalagi norðan úr landi og var að koma frá jarðarförföður sins. og ferðaðist eins og þá var titt, ýmist gangandi eða riðandi. En þá var það, að allt i einu var Framhald á bls. 29

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.