Tíminn - 06.05.1973, Síða 3

Tíminn - 06.05.1973, Síða 3
Sunnudagur 6. mai 1973. TÍMINN 3 • •. Sænsk hljómplata um gosið í Vestmanna- eyjum og afleiðingum þess OKKUR BARST nýlega i hendur hljómplata, tveggja laga, sem er að þvi ieyti sérstæö, að hún er gefin út I tilefni náttúruham- faranna I Vestmannaeyjum. Það er Ehrlings-hljómplötuútgáfan i Sviþjóð, er stendur að útgáfunni. Ungur sænskur söngvari, AAGE ASIKAINEN á hugmyndina að þessari hljómplötu, og að sjálf- sögðu syngur hann lögin tvö, sem á henni eru. Textarnir við bæði lögin cru eftir B. B. Edling, en lögin eftir Toivo Kárki og Mimis Plessas. Aage Asikanien er fæddur i Vasterás i Sviþjóð 26. september 1953. Foreldrar hans eru af sænskum ættum, en voru búsett i Finnlandi og flutti til Sviþjóðar árið 1951. Aki er búsettur i Eskilstuna og hefur verið þar við tónlistarnám frá sjö ára aldri. Um þessar mundir er hann að búa sig undir að fara i tónlistarhá- skóla. Hann hefur sent frá sér margar hljómplötur með fjöl- breyttri tónlist, klassiskum verkum, þjóðlögum, visna- söngvum og danslögum. Auk móðurmáls sins syngur hann á ensku, þýzku, finnsku og spænsku. Lögin á hljómplötunni, sem til- einkuð eru náttúruhamförunum i Vestmannaeyjum eða ef til vill fremur Vestmannaeyingum sjálfum heita ,,EnGáng”og ,,Nu ár ej I gángen tid”. Hér á eftir birtum við texta fyrra lagsins á frummálinu. Textinn er ljós og einfaldur, þannig að við töldum ástæðulaust að snara honum yfir á islenzku, — og jafnvel vafa- samt. „En Gáng” En gáng lág framtiden öppen som várt hav En gáng var himmelen ljus och skön En gáng var markerna grás och bergen lav en gáng var livet vár stora lön. Med ens fanns det ingenting kvar av allt várt slit i eld, rök och aska ár allting gömt med ens rycktes bort det vi skapat með vör flit och snart nog skall det vara kallt och glömmt. En gáng ska áter ur askan gráset stá en gáng ska livet ta nya tag en gáng ska framtiden tyckas himmelsblá en gáng sá kommer en domedag. En gáng lág framtiden öppen som várt hav - - Þess má geta, að Aage var hér á ferð um daginn i þeim tilgangi að kynna sér náttúruhamfarirnar i Eyjum. Mun hann vera nýfarinn heim til Sviþjóðar aftur, og þvi miður náðum við ekki tali af honum áður. Hér virðist vera á ferðinni maður, er ber hlýjan hug til fólks I nauðum, — og er ekki að fara dult með. —Stp „EN GANG LAG FRAMTIDEN OPPEN SOM VÁRT HAV" birnina dýr. Tvö slik búr pössuðu einmitt i tveggja hreyfla flugvél, er leigð var til flutninganna. Alls 50 isbirnir voru þannig fluttir 400 km. burt frá bænum og sleppt lausun á gömlum flugvelli frá striðsárunum, þar sem nú er aðeins óbyggð túndra. Þetta björgunarstarf bar vissu- lega vott um aðdáanlega umhyggju, en það var dýrt og næsta gagnslitið. Hver flugtúr kostaði 70-80 þúsund krónur, og birnirnir sýndu furðulegt lyktar- næmi og áttvisi, — og mikið þrek. Eftir hálfan mánuð voru þeir komnir alla þessa löngu leið aftur til Churchill. Og aftur voru þeir farnir að sveima kringum rusla- hauginn. Fyrst þegar isinn á fló- anum var orðinn nægilega þykk- ur, hurfu þeir á braut. t ár munu yfirvöld bæjarins ekki sýna Isbjörnunum nokkra miskunn. Eigi að heldur munu þau hafa i hyggju að gefa dýra- vinunum tækifæri til að flytja þá á brott. Möguleikar þess væru lika næsta litlir. Kassi dýra- verndunarmanna hefur ekki mikið fé að geyma, og Brian Davis veit, að nauðsynlegt er að flytja dýrin miklu lengra, ef þau eiga ekki að ógna lifi fólks. Jafn- vel alla leið til Grænlands. Það segir sig sjálft, að slikir flutningar yrðu óheyrilega dýrir. Brian Davis hefur lagt fram margar tillögur til bjargar is- björnunum, sem sumar virðast myndu geta leyst vandann. En það kemur fyrir ekki. Bæjaryfir- völd telja nokkur skot miklu ein- faldari og nærtækari lausn. Það eru þvi likur til, að við Hudson-flóann megi að hausti lita hvita skrokka á við og dreif og brostin augu mót glottandi mána. Ekki verður tekin afstaða til þessa máls hér, en hvernig skyldu Islendingar bregðast við, ef harðindatimabil gerði með land- fastan is og isbirni við bæjar- dyrnar? -Stp. Sumardvöl Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hyggst reka hjúkrunar- og endurhæfingardeild i húsakynnum félagsins að Reykjadal i Mosfellssveit, mánuðina júni-ágúst, fyrir allt að 30 lömuð og fötluð börn á aldrinum 5-12 ára eftir ákvörðun lækna félagsins. Þeir foreldrar eða aðrir aðstandendur»er sækja vilja um vist f-yrir slik börn.leggi inn umsóknir sínar i skrifstofu félagsins að Háaleitisbraut 13, Reykjavik, fyrir 20. mai n.k. Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra ,Jeep' Wagoneer 6 manna 4ra dyra Glæsilegur á götu - hörkutól á fjöllum! Stór og glæsileg sex manna bifreið Nýjungin: Quadra-track. með fjórum farþegadyrum, miklu (Drifjöfnun á öll hjól). farangursrými og lúxus innréttingum. Þér veljið milli sex strokka vélar og V-8. Framhjóladrifið er i tengslum þegar þér óskið og hvilt þess á milli, eða .... Jeep Wagoneer á að baki sér mestu reynslu slikra bifreiða hérlendis. Á þeirri reynslu byggist það traust, sem Wagoneerinn nýtur. Allt á sarna Stað Laugavegi 118 - Sími 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HE .Ærö Wagoneer 4-Door

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.