Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 6. mai 1973. Þóroddur Guómundsson hann bærði varirnar og ég vissi að hann var að 'gera visu. Hann brosti og andlit hans ljómaði og hann tautaði eitthvað fyrir munni sér. Ég greindi orð, en einhvern veginn vissi ég samt að hann var að yrkja. Hann hafði engin ritfæri þarna i hlöðunni, sem von var og ég held að hann hafi lagt þetta á minnið fyrst og siðan sett það á pappir siðar, til varðveizlu og nauðsynlegrar skoðunar og fá- gunar. Ég minnist þess til að mynda, þegar hann sat við skriftir þá raulaði hann visur sinar gjarnan undir einhverju fornu kvæðalagi til að ná hrynjandinni, eins og alsiða var þá . — Nú en með hitt, hvenær mér var ljóst/ að faðir minn var frægur rithöfundur og skáld. Ég held að það hafi komið svona smám saman. Ég man til dæmis eftir nágranna okkar Jónasi Jónssyni á Silalæk, sem var giftur systur pabba. Hann bar mikla virðingu og auðsæja fyrir föður minum, sem listamanni. Samt er Jónas mér minnisstæðari fyrir annað en það. Hann var sá maður, er mér þótti vænzt um allra utan heimilis, þvi hann hafði mjög næman skilning á barns- sálinni, en það finna börn á sér með óskýrðum hætti. Þegar ég varð svo læs, en það var mjög snemma, þá las ég meðal annars það, sem pabbi hafði skrifað og ég hafði þá — og siðar mestar mætur á dýrasögum hans, sem út komu þegar ég var barn að aldri. Hann kom mér eins fyrir sjónir i bókum sinum og hinu daglega lifi. Viðhorf hans voru þar hin sömu. rekur, sem höfum lagt fyrir okkur ljóðagerð. Bjartmar hefur þó gefið út lika, t.d. smásagnasafn og Valtýr bóndi á Sandi hefur lika lagt stund á ljóðagerð, þótt ekki hafi hann gefið út bækur. Hann hefur oft flutt eftirmæli við jarðarfarir og i honum er tvi- mælalaust lýrisk æð. Kannski hefur einmitt þetta haldið aftur af honum..Ég vil ekki neita þvi, að samanburður var gerður og er gerður alla tið á okkur bræðrum og föður okkar. Kannski ekki svo mikið i opinberum skrifum, en þeim mun meira i samtölum, og þá oft siður en svo okkuri hag.En þegar öllu er á botninn hvolft, þá held ég að þetta hafi verið heldur til góðs. Hafi orðið til að við vönduðum kvæði okkar meir, en ella hefði verið og hafi lika orðið til þess að beina ljóðlist okkar inn á persónulegri brautir, til þess beinlinis að forðast eftirlikingar. Oft ' kemur það. lika fyrir, að kvæði okkar Heiðreks eru borin saman, svo segja máað það sé i rauninnisama sagan, að á þvi sé ekki munur, hvort faðir manns er skáld, eða bróðir manns, að til- hneiging er til samanburðar og samhliða skoðunar á ljóðunum. Þegar ég fór að birta eftir mig kvæði á prenti, voru kunningjar pabba oft og einatt að skrifa honum og minntust þeir þá gjarnan á skáldskapinn hjá sonum hans. Pabbi lofaði mér stundum að sjá þetta. Ekki voru þetta allt neinar hrakspár, né til að drepa úr manni hugrekkið. Við vorum hins vegar allir afar hikandi að sýna gamla mann- Skáldskapurinn hefur verið minn lífs- elexír segir Þóroddur Guðmundsson, skáld frá Sandi — Ég er fæddur á Sandi i Aðaldal 18. ágúst árið 1903, i sól- skini og sunnanvindi, sagði skáldið og brosti við siðustu orðin. Móðir mín minntist þess oft hvernig veðrið hefði verið þennan dag, þegar ég kom i heiminn. Þau voru að liirða lieyið af bezta engjateignum þennan dag. Það var Fuglataðan, sem svo var nefnd, en þar skiptust á vall- lendisholt og mýrasund og allt var með kafgresi hvert sumar. Ég var þriðja barn foreldra minna, Guðrúnar Oddsdóttur og Guðmundar Friðjónssonar, (skálds og rithöfundar á Sandi). Móðir min var Bárðdælingur, fædd i Hrappsstaðaseli, sem sumir nafna Hrafnsstaðasel. lengst inni á Fljótsheiði, en er nú löngu farið i eyði. Móðir min er alltaf i minni vitund bezta kona i heimi sem ekki er óþekkt viðhorf barna til mæðra sinna. Hún var hlédræg kona og hógvær, kvenna bezt hús- móðir og afar ljóðhneigð. Ég held hún hafi verið einhver ljóð- hneigðasta manneskja sem ég hefi kynnzt, en ekki held ég að hún hafi ort sjálf, þótt margt gæti bent tii þess. Hún var t.d. snjall bréfritari, einhver sá bezti, sem ég hefi fengið bréf frá og þótt svona nokkuð sé talsvert til- finningamál, er mér það ljóst að hún var mikill stilisti á ritað mál. Ég man að pabbi hélt þvi lika fram, að hún væri betri bréfritari en hann, sem gerði þó svo miklar kröfur til þeirra hluta. Móðir min dó haustir 1966, á 93.aldursári. Faðir minn var hins vegar fæddur á Silalæk i Aðaldal, enda þótt hann kenndi sig alltaf við Sand, en þangað flutti hann mjög ungur með foreldrum sinum, Hólmfriði Indriðadóttur og F'rið- jóni Jónssyni. Friðjón afi minn var vel hagmæltur og kastaði vist oft fram visum á sinum yngri árum, en hætti yrkingum, þegar leið á ævina. Sagt er að hann hefði verið mjög vandfýsinn á skáld- skap yfirleitt, og hafi talið skáld- skap sinn litilsigldan og þvi hætt. Hann var hins vegar mjög áhugasamur um félagsmál og stjórnmál. Um hann var þetta kveðið i sóknarvisum: Ég á Sandi Friðjón finn. Flestum þykir skæður. Honum lýtur hreppsnefndin Hann þar öllu ræður. Og það merkilega er að hann var hvorki hreppstjóri, né odd- viti, en þótti afskiptamikill. Amma min Hólmfriður Indriðadóttir þótti hins vegar gott skáld og orti rimur bara eins og fara gerði, að þvi er sagt var. I hug minn kemur oft visa eftir hana. ún mansöng eða rimna- upphafi, er hljóðar svo: Úr nausti dregst minn kjalars knör, hvernig tekst það reynslan skýrir. Hratt fram ekst þó ekki för, af þvi sextug kerling stýrir. Þess visu gerði hún sextúg. Hólmfriður naut skáldgáfu sinnar ekki mikið, fremur en þúsundir annarra, sem hæfileikur voru búnir á þeim árum, en ég hitti samt oft fólk, sem kunni ljóð hennar og er það eitt útaf fyrir sig mikils virði. — En faðir þinn. Hvenær fórstu fyrst að gera þér grein fyrir, að hann var frægt skáld og rit- höfundur? — Ég man fyrst eftir föður minum við heyskap, en ekki rit- störf. Það var á sólfögrum degi og hann gekk fáklæddur að hey- þurrkinum af miklum áhuga. Hann var mjög ákaflyndur og kappsamur. Ég held að það hafi lika verið við heyskap, sem ég varð fyrst var við yrkingar hans. Ég var mjög ungur og var eitt- hvað að hjálpa.honum við að koma heyi i hlöðu. Ég man að Hann var einhver mesti dýra- vinur, sem ég hefi kynnzt og hann hafði sérstakt dálæti á fuglum og andúð hans á allri drápsfýsn er mér minnisstæð, þótt hins vegar beygði hans sig undir lifkeðjuna eins og aðrir menn. — Maður hefur heyrt sögur af Þingeyingum að þeir hafi lengi vel verið mjög fornir i háttum og tali og tilgerðarlegir? — Já, heyrt hefur maður það. Það hefur verið reynt að gera gys að Þingeyingum fyrir að reyna að hefja fornmál til vegs. Þetta er misskilningur. Alþýða manna talaði saman á gullaldarmáli i minni æsku, ekki af tilgerð eða sögulegri ölvun. Þetta var aðeins almennt islenzkt málfar manna, sótt i bókmenntir eigin þjóðar og varðveitt i kvæðum og sögum i af- skekktri byggð. Hvort það er ein- hvers virði, verður svohverað svara fyrir sig. — Nú atvikast það svo, að þið bræður, margir hverjir. leggið fyrir ykkur bókmenntastörf. Var ekki svolitið erfitt að byrja i ,,skugga” gamla mannsins? Erfitt að sanna gildi byrjanda- verka og vera niðji frægs manns, sem kunnur var af faglegum efnistökum sinum meðal annars? — Það eru nú aðallega við Heið- inum kvæðin, sérstaklega var ég hræddur við það, en það var svo sem ástæðulaust og það var ákaf- lega örvandi, ef eitthvað kom, er hlotið gat viðurkenningu hans. Ég held að honum hafi aldrei komið til hugar að skjalla neinn fyrir kvæðin, allra sizt börn sin. Hann var vanastur þvi að segja alltaf eins og honum fannst. Svo þegar skoðað er ofan'i kjölinn, þá vildi ég segja, að það hafi fylgt þvi allt eins vel kostir, eins og gallar, að vera sonur rithöfundar og skálds, þegar fyrst var farið að fást við bókmenntastörf. I uppvexti minum var lifs- baráttan hörð. Þvi má ekki gleyma, að þótt bókmenntaáhugi væri mikill á Sandi, þá hlutu búannir auðvitað að ganga fyrir öllu öðru, liggur mér við að segja. Faðir minn var bóndi i betra lagi. Auðvitað voru ýmsar aðrar jarðir arðmeiri og hagkvæmari en Sandur, sem var fremur erfið jörð. Sérstaklega voru miklar hættur fyrir féð og aðrar skepnur. Þar voru hraunholur, dý, kilar og tjarnir, sem gæta sin varð á. Miklar hættur fyrir dýrin. Pabbi hafði miklar áhyggjur af þessum hættum og held ég að ég hafi, hvorki fyrr né siðar kynnzt annarri eins gaumgæfni um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.