Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR BAFIÐJAN SIMI: 19294 !(>(». tölublað — Sunnudagur 22. júli — 57. árgangur sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Ætli þessar murtur hafi lent i maga bandariskra leikdrengja. Myndin var tekin viö Þingvallavatn Murtan úr Þingvalla- vatni komin í Playboy ÞAÐ EH ekki algcngt að fram- leiðslu Islenzkra fyrirtækja sé mikill gaumur gefinn i stóru blöð- unum út i heimi. Fyrirtækin hafa sjaldnast fjárhagslegt bolmagn til að auglýsa vöru sina á þeim vettvangi, enda auglýsingaverðið ekki sniðið fyrir smáfyrirtækin okkar. Einstöku sinnum gerist þetta þó og þá er ekki laust við að landinn fyllist stolti við að sjá sinnar vöru getiö, sérstaklega þó ef hennar er að góðu getið. Slíkt gerðist i júni hefti karl- mannatimaritsins „Playboy” sem selt er i gifurlegu upplagi viða um heim og þó einkum i Bandarikjunum. Playboy er þekkt fyrir að mæla eingöngu með hlutum, sem eru af allra bezta gæðaflokki, þannig að eig- endur niðursuðuverksmiðjunnar ORA i Kópavogi hljóta að vera harla ánægðir, þvi i júniheftinu er m.a. fjallað um murtuna úr Þing- vallavatni, sem fyrirtækið sýður niður og flytur út. Fær murtan mikil meðmæli, er talin einstakt lostæti og sérlega vel til þess fallin að fylla maga mikilla sælkera. Kemur þetta fram i grein sem fjallar um fæðu- tegundir, sem eru vel fallnar til átu úti við, á þeim tima árs þegar hiti er mestur. Playboy gefur uppskrift að rétti, þar sem murtan er aðaluppi- staðan og fer uppskriftin hér á eftir: íslenzk murta i sinnepssósu Þetta er einstaklega góður fiskur, bleikholda og girnilegur útlits. Eini framleiðandinn i heiminum er ORA á íslandi. Bragðið er sagt fyrirtak og greinarhöfundur telur ekki laust við að einhver heimskautakeimur sé af þvi, ekki ósvi paður og hann hafi kynnzt i Norður-Noregi. Siðan segir hann, að þeir sem séu svo óheppnir að geta ekki náð sér i dós af murlunni, verði bara að láta sér nægja einhverja tegund regnbogasilungs, en hann er vist auðvelt að ná i i Bandarikjunum. Siðan kemur sjáf uppskriftin: Tvær 10 únsu dósir af islenzkri murtu, fjórar murtur eiga að vera i hverri dós, látið renna af þeim, settar heilar inn i isskáp og kældar. Sex matskeiðar af úrvals majónesi Þrjár matskeiðar af Dijons- sinnepi Átta Boston-salatblöð. Blanda á sinnepinu og majónesinu vel saman, setja siðan blönduna i isskáp og kæla hana. Setjið eina murtu á hvert salat- blað (hafið þau vel þvegin) og skreytið með sinnepssósunni og sitrónusneiðinni. Þetta á siðan að setja á stórt fat, þannig að murturnar verði úti við fatrönd- ina en i miðjuna á að setja italskar baunir og sitthvað fleira. Þessi uppskrift á að nægja fyrir átta manns. Að sjálfsögðu þurfa leikdrengir vin með mat sinum og meö þessari fæðu er talið bezt að drekka Beaujolais, og á vinið að vera ungt, helzt ekki elda en tveggja ára. Þetta mun vera franskt rauðvin og hefur þá sérstöðu að vera borið fram kalt. Auðvitað er einnig hægt að nota kamapvin með murtunni, segir Playboy að lokum. — —GJ 30% BOLFISKAFLA Á VETRARVERTÍÐ FENG- IN ÞAR, SEM 4,5% LANDSMANNA BÚA „Vestfirðingar eru engir ölmusumenn", segir í ísfirðingi FYRIR fáum dögum röktum við hér i blaðinu, hvilikt búsilag þjóðin fær frá fá- mennu og afskekktu sveitar- félagi eins og Kaldrananes- hreppi, þar sem grásleppu- hrognin ein nema að verðmæti liálfum öðrum meðalútflutn- ingi á hvern þjóðarþegn. En þetta dæmi má færa á viðari grundvöll, og niðurstaðan kann að koma mörgum á óvart. I skýrslum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem flytur út um fjóra fimmtu hluta af frystum sjávarafurðum landsmanna, má sjá, að árið 1972 kom fast að fimmti hluti þessa útflutnings, 19,64%, frá þeim 4,5% þjóðarinnar, sem nú búa i Vestur-Barða- strandarsýslu, Isafjarðar- sýslum, Isafjarðarkaupstað og Strandasýslu. Næstar i röðinni að fram- leiðslumagni og hlutfallstölu af aflasvæðunum voru Vest- mannaeyjar með 17.26%, og nam söluhluti Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna af frystum fjávaráfurðum frá þessum tveim svæðum árið 1972. 1.589 milljónum króna — með öðrum orðum um 37% frá byggðarlögum, þar sem um 7% þjóðarinnar bjuggu. Á þessum tölum og öðrum fleiri er vakin athygli i blaðinu tsfirðingi, sem gefið er út á tsafirði. Kemur þar einnig fram, að á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var bol- fiskafli á Vestfjörðum 5.398 lestir — fast að 30% af öllum afla landsmanna, er alls varð 18.478 lestir, og meðal tiu af- kastamestu frystihúsa lands- ins á siðustu vetrarvertið við bolfiskverkun — þeirra, sem skipta við Sölumiðstöðina — voru fimm á Vestfjörðum. Hæst allra voru Norðurtangi á Isafirði, tshúsfélag Bolunga- vikur og Fiskiðjan Freyja á Suðureyri, en neðar i röðinni tshúsfélag Isfirðinga og Skjöldur á Patreksfirði. Segir i greininni með nokkru og ekki óeðlilegu stolti, að þetta ætti að verða til þess, að „þjóðin öll átti sig á, að Vestfirðingar eru engar bónbjargamenn”, og verstöðvarnar þar leggi „sitt að mörkum til þjóðarbúsins og framlög til uppbyggingar á Véstfjörðum eru engar ölmusugjafir”. Við þetta er þó einu að bæta: Það er rétt með naum- indum að fólkstala helzt hin sama á Ve s tfjörðum frá ári til árs. Ekkert af fólksfjölguninni i landinu lendir þar, svo að i raun verður þar hlutfallsieg fækkun. En það er iskyggilegt fyrir þjóðfélagið þegar byggðarlög, sem leggja svo stórmikið i þjóðarbúið, haldi ekki hlutfallslega i við að'ra landshluta um mannafla, þvi að það gengur yfir alla hvar sem þeir búa„ ef meginþætti útflutningsframleiðslunnar brestur æskilegt vinnuafLJH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.