Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 33

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 33
Sunnudagur 22. júli 1973. TÍMINN' 33 Þcssi mynd er úr brazilísku Indiánaþorpi: menning þeirra er á hrööu undanhaldi og nú er talað um „menningarmorð”. Campa-Indiánarnir og aðrir bar- izt gegn menningu hvita manns- ins og þeir taka enn einfalt liferni sitt i sátt og samlyndi við náttúr- una fram yfir hraða, ys og þys nú- timamannsins hvita. John Bodley fer hörðum orðum um afstöðu yfirvalda i landi þar til Indiánanna og málefna þeirra. — Væri um dýrategund að ræða, skrifar hann i skýrslu sinni — væri löngu búið að hefja herferð til að halda stofninum við en þjóð- félagsfræðingar virðast vera þeirrar skoðunar, að engin menn- ing sé þess virði að halda henni við nema okkar eigin. Hann leggur til, að Indiánarnir fái fullkominn rétt til að rækta sjálfir þá jörö, sem þeir byggja nú, og að enginn utanaðkomandi fái rétt til að setjast þar að i þvi augnamiði að ná sér i ódýran vinnukraft, rækta land eða reka trúboð. Meðöl og vissar nauð- synjavörur skulu vera i skiptum fyrir framleiðslu Indiánanna á þeirra eigin verzlunum. Þeir sem þegar eru búsettir á Indiána- svæðunum, skulu fá tækifæri til að byggja sér hús annars staðar og þar skal þeim hjálpað við að rækta upp jörðina. Kosningaréttur Annar Iwgia-mannfræðingur, Stefano Varese, er öndverðrar skoðunar. Hans álit er að enginn félags- eða mannhópur i frum- skógum Perú geti lifað landfræði- lega og félagslega einangraður. Varese segir: — Jafnvel þótt Indiánarnir fái takmarkalausan rétt yfir landsvæðum sinum, er öruggt mál, að sá réttur verður af þeim tekinn, þegar til dæmis kemur I ljós, að landsvæði þeirra eru rik dýrum málmum. Við þurfum að setja lög, sem vernda og staðfesta landfræðilegan og menningarlegan rétt Idniánanna og auk þess þarf að byggja upp pólitiskar stofnanir, sem tryggja þeim kosningarétt og sjálfsstjórn sem hluti hins stærra þjóðfélags. Varese er einnig þeirrar skoð- unar, að rannsóknir á stéttum og minnihlutahópum verði að sam- eina. Stöðugur innflutningur hvitra i Indiánalöndin er i raun- inni afleiðing stéttamismunar. Upphafsmaður þessara flutninga var nefnilega fyrrum forseti Perú, Belaunde Terry, sem sá sig nauðbeygðan til að koma til móts við kröfur þeirra, er ekkert land áttu en hann forðaðist jafnframt að láta það á nokkurn hátt bitna á þeim, sem nóg land áttu og rækt- uðu það með blóði og svita Indi- ánanna og annara láglauna- manna. Hinir ýmsu hópar, sem búa i frumskógunum — innflytjendur, skógarhöggsmenn, verzlunar- menn, opinberir starfsmenn, lög- reglumenn og trúboðar — hafa allir sitt út úr Indiánunum, segir Varese. — Þessi valdatengsl verðum viö að kynna okkur og rannsaka, segir hann, — þvi þetta er ekki eingöngu spurning um kynþáttahatur. ó.vald „Sá ég svani fljúga" Eftlr Björn Egilsson A HVERJU vori fljúga svanir til heiða og vitja um þær stöðvar, þar sem ungar flugu úr hreiðri, „viö fjallavötnin fagurblá”. Samkvæmt eðlisvitund fljúga þeir i odda. Það er lettara. Einn svanurinn tekur að sér hið erfiða hlutverk að fljúga i oddann, fljúga fyrir. A liðu vori, um mánaðamótin mai — júni, flugu svanir að sunnan til Skagafjarðar. Það var Skagfirzka söngsveitin i Reykja- vik, karlar og konur, um 50 manns. 30. mai kom söngsveitin til Blönduóss og söng þar. Ég sá i blaði að viðtökur þar hefðu verið góðar. Jú þær voru það, það sem það náði. Sveitarstjóri Blönduóss hélt fólkinu veizlu, en að sögn voru það 30 manns, sem sóttu skemmtunina. Mér fannst það rétt hjá Húnvetningum að láta ekki blitt að þvi, sem þeir áttu ekki. Næsta dag fór söngsveitin til Siglufjarðar og söng þar, en aðsókn var litil. Siglfirðingar kunna þó að meta söng og hafa átt ágætan karlakór um áratugi. En það voru vist skip við bryggjur og mikið að gera. Þegar þetta fréttist var ég og ýmsir fleiri uggandi um að heimsókn söngsveitarinnar yrði Skagfirðingum til litils sóma, en sá ótti reyndist ástæðulaust 1. júni var söngsveitin á 'Sauðár- króki og söng i Bifröst. Húsið var fullskipað með 300 mans og urðu sumir frá að hverfa. Siðasta söngskemmtunin var i Miðgarði 2. júni. Þar komu saman um 400 manns, viðs vegar úr héraðinu, og þar komu nokkrir Skag- firðingar frá Akureyri, sem geröu sér það ómak að aka 200 km. til þess að njóta þessarar stundar. Það var friður flokkur, sem tók sér stöðu á sviðinu i Miðgarði. Konur I bláum kjólum, en karl- menn i svörtum fötum með hvit brjóst, miðaldra fólk og sumt yngra. Ég hef litið vit á söng, en nýt þó sönglistar, ef ekki er æðri tónlist. Lög eins og „Litla Stina” geta lyft mér i sjöunda himin. Það held ég, að ég megi segja, að ég hef aldrei skemmt mér betur viö að hlusta á söng. Hrifning áheyrenda var einlæg og óblandin. Það leyndi sér ekki. Og söngstjórinn, frú Snæbjörg Snæbjarnardóttir, var svanurinn, sem flaug fyrir, flaugi oddann. Hún syngur gjarnan sjálf, en það gera ekki allir söngstjórar. Stjórn hennar er markviss og formföst og yfirlæti sést auðmýkt og þakk- læti fyrir guðs gáfu. Sumir segja að frú Snæbjörg sé bezti söngstjóri á landinu. Margir söngstjórar i landi voru eru miklkr listamenn, en aldrei verður úr þvi skorið með vissu, hver sé mestur á sviði lista, enda er það ekki takmark i sjálfu sér, en margir munu mæla að frú Snæbjörg sé i fremstu röð. Þegar söngnum i Miðgarði var lokið flutti Jón Björnss. ræðu og þakkaði söngstj., einsöngvurum og söngsveitinni i heild, kynningu á tónverkum sinum. Einnig þakkaði hann Skagfirðinga- félaginu i Reykjavik heiðurs- heimboð suður. Söngstjóra, einsöngvurum og undirleikara voru færð blóm. Að lokum flutti formaður Skagfirðingafélagsins, Sigmar Jónsson, ræðu og þakkaði ágætar viðtökur og bætti þvi við, að slikar viðtökur væru mikil hvot til starfa, bæði fyrir söngsveitina og Skagfirðingafélagið. Karlakórinn Heimir og Kirkju- kór Sauðárkróks héldu söngsveit- inni veizlu og Jón Björnsson einn sér. Ég spurði Jón að þvi, hvort ekki hefði verið dýrt fyrir hann einan að halda veizlu? „Ég hugsa aldrei um það hvað það kostar, sem ég vil gera” svaraði hann. Vist hefur þessi sjötugi bóndi og tónlistarmaöur sýnt það á langri ævi, að vilji er allt sem þarf. Ég hef það fyrir satt, að söng- listin sé æðst allra lista, og vist er það gott og blessað að iðka hana og njóta hennar. Söngur Skag- firzku söngsveitarinnar er ekki allt. A bak við hana er afl eða orka, sem ekki verður með tölum talin. Það er vitundin um, hvar barn stóð við vöggu og lék siðar um hól og bala. Hið hlýja vinar- þel er hin góða dis, hvar og hvernig sem það birtist. Við vitum litið fram i timann og við vitum litið um framtið Skag- firzku söngsveitarinnar i Reykja- vik, en ég vona að á hverju vori fljúgi svanir að sunnan, þegar byrjar að gróa i hlfð og dal, áður en hesturinn i Hnjúkunum er sundur um bógana. Ég vona lika að þá geti heimamenn sagt eins og Dvaið Stefánsson: „Þar biða vinir I varpa, sem von er á gesti”. —12. júli 1973 \ú er hún komin- bókin um gosið í Eyjum Bókin hefur þegar hlotið fádæma góðar viðtökur, enda er hér um að ræða frábært úrval Ijósmynda frá meira en tuttugu Ijósmyndurum. Margar at- hyglisverðustu myndirnar, sem teknar hafa verið í Eyjum, flestar litprentaðar. í upphafi er brugðið upp svipmynd af sérkenni- legri náttúru Vestmannaeyja, sögu, lífi og starfi fólksins í Heimaey eins og það var áður. Síðan er saga gossins rakin í máli og frábærum myndum. Textann skrifaði Árni Gunnarsson, fréttamaður, sem þekkti Eyjar áður og fylgdist með gosinu frá upphafi. Látið ekki dragast að eignast þessa einstæðu bók — og senda kunningjum og viðskiptamönn- um erlendis VOLCANO — Ordeal by Fire in lce- land’s Westmann Islands. Kostar aðeins kr. 995,00. Iceland Review LAUGAVEGI 18 A SÍMI 18950 Auglýs Auglýsingastofa Timans er í — Aöalstræti 7 CtlCllll1 Símar 1-95-23 & 26-500 lil—iii yi| 5911 Flugferðir til útlanda á vegum Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík Flokksmenn, sem hafa hug á slikum ferðum, fá upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hringbraut 30, simi 24480. Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Vestfjarðarkjördæmi Kjördæmisþingið verður haldið að Klúku i Bjarnarfirði, Strandasýslu 11. og 12. ágúst næst komandi. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.