Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 27

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 27
Sunnudagur 22. júli 1973. TÍMINN 27 flokki, auk þess, sem hann varð tvisvar sinnum bikarmeistari 2. flokks. Það er næsta fágætt, að sami leikmaðurinn hafi svo glæsi- legan feril að baki, áður en hann tekur sin fyrstu skref meö meistaraflokki. Einar og Guðni erfiðastir A fyrsta ári sinu sem meistara- flokksmaður, varö Asgeir bikar- meistari meö IBV-liðinu, en með sigri sinum i Bikarkeppni KSÍ i fyrra, öðlaðist lið Vestmannaeyja rétt til þátttöku i Evrópubikar- keppni bikarhafa og mætir þar hinu heimskunna vestur-þýzka knattspy rnuliði Borussia Mönchengladback. Veröur þaö eflaust erfið raun fyrir Asgeir og félaga hans að leika gegn þessu sterka liði eftir nokkrar vikur. Asgeir segir, að erfiðustu mót- herjarnir i islenzkri knattspyrnu séu Keflvikingar, og þá einkum og sér i iagi hinir sterku varnar- menn Keflavikur, Guðni Kjartansson,og Einar Guðnason. En þó að Guðni og Einar séu harðir i horn að taka, gekk þeim illa að hemja ÍBV-liðið i 1. deildar keppninni i fyrra. Leik Keflavik- ur og Vestmannaeyja i 1. deildar keppninni, sem háður var i Eyj- um, lauk nefnilega með stórsigri Vestmannaeyinga, sem skoruðu 6 mörk gegn 1. Telur Asgeir þetta vera einn minnisstæðasta leik, sem hann hefur leikið. Einnig telur Asgeir leiki Vest- mannaeyja-liðsins gegn norsku Vikingunum i Evrópukeppninni i fyrra minnisstæða, en eins og kunnugt er, sýndi Vestmanna- eyja-liðið góða leiki gegn Norð- mönnunum, bæði i Noregi og hér heima á Laugardalsvellinum. „Niósnararnir" komu auga á hann Vegna góðrar frammistöðu Hvernig er bezt að komast framhjá Helga Ragnarssyni i Val? Þessi mynd er tekin í bikarleik i Vest- mannaeyjum I fyrra. Asgeir sækir að marki Vals. með unglingaliðum Vestmanna- eyja, tóku forustumenn unglinga- nefndar KSt fljótlega eftir As- geiri, og var hann margsinnis valinn til að leika með unglinga- landsliðinu. Seinast lék hann með unglingalandsliðinu i Evrópu- keppninni á ttaliu. Svo kann að fara, að sú ferð skipti sköpum fyrir hann sem knattspyrnu- mann. Astæðan er sú, að út- sendarar stóru knattspyrnufélag- anna i Evrópu sendu menn til ttaliu til að fylgjast með keppn- inni, ef ske kynni, að þeir kæmu Asgeir sést á þessari mynd sækja að marki Austur-Þýzkalands. „Guðni og Einar erfiðustu varnar- mennirnir að kljást við" auga á efnilega knattspyrnu- menn, fyrir félög sin. Þessir útsendarar eða „njósnarar” festu augun á is- lenzka framlinuleikmanninum Asgeiri Sigurvinssyni og vilja gjarnan ræða við hann i þeim til- gangi að bjóða honum samning sem atvinnumanni i knattspyrnu, ef um semst. Það voru einkum Celtic frá Skotlandi og Standard Liege frá Belgiu, hvort tveggja mjög fræg félög, sem sýndu einna mestan áhuga. Og einmitt i dag er væntanlegur frá Belgiu fulltrúi Standard Liege til viðræðna við Asgeir. Næsti atvinnuknatt- spyrnumaður isiendinga? Þeir eru ekki margir islenzku knattspyrnumennirnir, sem gerzt hafa atvinnuknattspyrnumenn. Frægastur er Albert Guðmunds- son, er lék sem atvinnuknatt- spyrnumaður bæði á Bretlands- eyjum og meginlandi Evrópu. Þórólfur Beck gerði einnig garð- inn frægan, en hann lék i Skot- landi, Frakklandi og Banda- rikjunum. Þá má nefna Hermann Gunnarsson, sem lék stuttan tima i Austurriki og Jóhannes Eð- valdsson, sem lék i Suður-Afriku. Nú er spurningin sú, hvort As- geir Sigurvinsson fetar i fótspor þeirra. Hann virðist hafa öll skil- yrði til að geta náð langt i knatt- spyrnu. Hann hefur góða knatt- meðferð og er harður og fylginn sér, auk þess, sem hann hefur næmt auga fyrir samleik. Sjálfur segist hann hafa áhuga á þvi að gerast atvinnuknattspyrnumað- ur, en segist ekki skrifa undir samning, nema honum liki vel við viðkomandi félag. Þess vegna er liklegt, að hann fari utan til reynslu til að byrja með. Annars þarf hann engu að kviða varðandi samninga, þvi að Albert Guð- mundsson, formaður KSI, stend- ur viö bakið á honum og er honum til ráöuneytis. E.t.v. verður úr þvi skorið núna um helgina, hvort As- geir fer utan eða ekki. Hefur áhuga á „popp" og „klassík" Eins og áður segir, er Asgeir 18 ára gamall. Hann er ólofaður og býr hjá foreldrum sinum að Mariu- bakka i Reykjavik. Ásgeir segist hafa mestan áhuga á knatt- spyrnu, en þar fyrir utan þykir honum gaman að hlusta á góða músik, hvort sem um er að ræða „popp” eða „klassik”. Þá segist Ásgeir um tima hafa haft gaman af golfiþróttinni, eins og sumir knattspyrnumenn Vestmanna- eyinga. Asgeir hefur unnið við pipu- lagnir á sumrin milli þess, sem hann er i skóla, en hann segist i aðra röndina hafa áhuga á þvi að fara á íþróttakennaraskólann að Laugarvatni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.