Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 22. júli 1973. TÍMINN 13 at;ijáVÍ.>Wl:?<íaSÍÍI ;ii^| l&i WwmrrW'i^m), Flokksþing i Kreml i Moskvu: „Meirihlutakerfið er einnig mögulegt i sósialistisku riki”. grein, að hér er nauðsynlegt, að breyta til. Þá kemur það og til, að saga okkar verður áð vera hinum vest- rænu löndum og þriðja heiminum aðvörun — svo að þau fái forðazt þær þróunarsögulegu yfirsjónir, sem land okkar hefur gert sig sekt um. Það er, með öðrum orðum ekki heimilt að álykta, að maður voni, aöeins af þvi að hann fær ekki þagað. Hann getur verið alveg vonlaus, og þó talað, af þvi að honum er ekki unnt að þegja... SPURNING: En hvað ætlizt þér þá fyrir? Hafið þér i hyggju að helga yður framvegis félags- málastarfi? SACHAROW: Já, hugleiðingar minar hef ég þegar fest á blað i álitsskjali minu (frá 1968), og þó einkum i viðbót við það, sem ég sendi æðsta ráði Sovétrikjanna. Það, sem þar stendur þyrfti nú að visu að endurskoða. Kinamálin orðaði ég þar þar, til dæmis, á þann hátt, sem ég myndi ekki gera i dag ef til vill myndi ég nú ekki skrifa neitt um þau, þvi að mér er enn ekki unnt að skilja, hvað fram undan er i samskiptum okkar við Kina. f dag myndi ég ekki saka Kina um neinn árásarhug, það gerði ég nú ekki heldur beinlinis i álitsskjali minu: þó minntist ég þar á einum stað i öðru samhengi á „kinverska ógnun”. Kina er nú blátt áfram á þróunarstigi, sem land okkar var á ekki alls fyrir löngu. Kina telur nú meira við liggja, að verja hendur sinar bæði.inn á við og út á við, en að efla velmegun borgara sinna. Hægfara breytingar — eða tortiming. SPURNING; Þér segið, að sósia- lismanum i Sovétrikjunum hafi ekki tekizt að sanna ágæti sitt. Hvort haldið þér þá, að breyta þurfi öllu þjóðskipulaginu, eða teljið þér, unnt að bæta það innan vébanda kerfisins? SACHAROW: Þessari spurningu er mér vist ofviða úr að leysa. Það er óhugsandi að gerbreyta öllu samféláginu. Það verður alltaf að vera eitthvert samhengi með þvi, sem var, og þvi, sem koma skal. Breytingarnar verður að gera skref fyrir skref, annars byrjar aftur þessi ægilega eyði- legging, sem land okkar hefur nú þegar oftar en eirtu sinni lifað. Ég er fylgjandi breytingum skref fyrir skref. SPURNING: Hvað ætti fyrst og umfram allt að gera? SACHAROW: Hvað gera ætti? Éf* geri mér það vel ljóst, að nu verandi kerfi okkar getur ekkert gert af sjálfsáðum, eða að minnsta kosti ekki nema sára- lítið. Hvað nauðsynlegast sé? Að sigrast á hinni ideológisku vit- firringu samfélagsins. SPURNING: Hvernig? SACHAROW: Hinir ideológisku fjötrar, sem eru i eðli sinu fjand- samlegir lýðræði, eru mikil ógæfa fyrir rikið. Einangrunin and- spænis umheiminum, afsal rétt- arins til þess að ferðast til útlanda og koma heim aftur hefur mjög skaðleg áhrif á allt lif okkar. Það er ótrúlegur harmleikur fyrir alla þá, sem fara vilja úr landi af persónulegum eða þjóðernis- legum astæðum, en einnig fyrir hina, sem heima sitja, þvi að land, sem menn ekki fá að yfir- gefa frjálsir og hverfa aftur heim til, en ekkert land, i fullri merkingu, þess orðs. Það er lokaður heimur, þar sem allir hlutir gerast með öðrum hætti en við opið kerfi. SPURNING: Já, rétturinn til þess að fara úr landi.... SACHAROW: Hann er mjög mikilvægur. En svo er einnig rétturinn til þess að koma heim aftur. SPURNING; Og hvað fleira? SACHAROW: Hjá okkur hefur hin fullkomna þjóðnýting á vegum rikisins hindrað persónu- legt framtak, einnig þar, sem henta kynni, alveg á sama hátt og i stóriðnaðinum, þar sem rikis- forsjá kann hins vegar að vera eðlileg. Slik höft á persónulegu framtaki og frelsi hafa neikvæð áhrif á lifskjörin og gera lifið leið inlegra og óyndislegra en það þyrfti að vera.... „Við þörfnumst almennra kosninga”. Allt myndi breytast til batnaðar, ef dregiö yrði úr ein- ræði og ofurvaldi rikisins. Einokun flokksins á rikisvaldinu er komin á það stig, að jafnvel stjórnendunum sjálfum er orðið það ljóst, að óbreytt ástand fær ekki staðizt, enda stjórnin orðin duglitil. En hvers er þá þörf? Opin- berari stjórnarhátta, þannig, að plöggin séu lögð á borðið, og almenningi veitt aðstaða til eftir- lits með störfum stjórnarvalda. Sjálfsagt er eins-flokks- kerfið lika allt of ósveigjanlegt. En i sósáilistisku samfélagi eru fleiri flokkar fullkomlega hugsanlegir, visi slikrar flokkaskiptingar má sjá i mörgum alþýðulýð- veldunum, þótt skrumskældur sé. Við þörfnumst almennra kosninga — án allt of mikils fjölda frambjóðenda, — i stuttu máli, röð ráðstafana, sem hver um sig kann að vera ófullnægjandi, en allar til samans geta holað stein einræðisins. Blöðin þarf einnig að endurbæta, i dag eru þau hvort öðru svo lik, að þau hafa litið sem ekkert fréttagildi. Ef fram koma einhverjar fréttir i þessum blöðum, en oft þannig frá þeim gengið, að engum eru skiljan- legar nema þeim, sem áður vissu. Þau gera oft meia að þvi að rugla lesendum sina en að leiðbeina þeim um það, sem gerist. Hvað andlegt lif i landinu snertir, þá er það nánast ekki til. Forréttindastéttin I Sovétrikjunum „Abyrgðarstöður — aðeins fyrir flokksmeðlimi”. Úr hlutverki menntamanna i gert. Þeir eru efnahagslega illa samfélaginu er furðulega litið Framhald á bls. 39. •— — i - - ■Við volium punW það bonjar sig nmtal • OFNAH H/F. ■ * Síðumúla 27 . Keykjavík Símar 3-55-55 og 3-42-00 Sérleyfis- og Heykjavik — Laugarvatn — Geysir — Gullfoss i ..r um Grimsnes, Biskupstungur, Laugardal SKemmmerOir a|(a £jaga _ engin fri við akstur HSt — Simi 22-30« — úlafur Ketilsson í ÚTILEGUNA ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ íslenzk tjöld Sœnsk tjöld Frönsk tjöld Vindsœngur íslenzkir svefnpokar Belgískir svefnpokar Franskir dúnsvefnpokar HVERGI MEIRA ÚRVAL HVERGI BETRA VERÐ LÁTIÐ OKKUR AÐSTOÐA YÐUR A POSTSENDUM SPORTVAL i Hlemmtorgi — Simi 14390

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.