Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 40

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 40
M i * i t k —— GSÐI fyrir góöan mai ^ KJÖTIONAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS >----- Margur hefur átt yndisstund i Landmannalaugum, enda er veðrið þar oft biftt. Litadýrðina gefur myndin aftur á móli litla hugmynd um. Ferð Framsóknar- félaganna um næstu helgi ÞAÐ ER um næstu helgi, sem Framsóknarfélögin efna til ferðar f Landmannalaugar. Farið verður um fagrar og söguríkar slóðir með farar- stjórum, sem kunna frá mörgu og merkilegu að segja.Mun óhætt að heita þvi, að þetta verður eftirminnilegt ferðalag, ef veður verður sæmilegt. Ekið verður austur um sveitir eins og leið liggur og síðan upp Landsveit að Tröllkonuhlaupi og siðan að Sigöldu. Athugaður verður möguleiki á að skoða Hnubbafossa og siðan farið um Frostastaðaháls i Landmanna- laugar og þaðan i Kýlinga, ef veður leyfir. Á heimleið á að fara i Dómadal og um Sölvahraun, þar sem sést I Skjólkviar, og loks hjá Búrfelli niður i Þjórsárdal. 1 heimleiðinni verður farið um Grafning, ef timi vinnst til. Látið ekki hjá liða að hringja i skrif- stofu Framsóknarfélaganna og panta far, áður en allir möguleikar til þátttöku eru þrotnar. Tvítug stúlka stóð upp fró saumavélinni og fór að róa með grósleppunet MEÐAL þeirra, sem stunduöu grásleppuveiðar i Höföakaupstað i vor, var tuttugu og tveggja ára gömul stúlka, sem sagöi upp starfi I saumastofu i kauptúninu til þess aö komast á sjóinn. Hún heitir Kristin Björnsdóttir og á heima I húsi þvi, sem heitir Jaö- ar. Þó að sjósókn i ýmsum mynd- um hafi jafnan verið undirstaða afkomu fólks i Höfðakaupstað, hafa konur ekki fengizt þar við sjósókn, svo að blaðinu sé kunnugt, og með fullri vissu sagt er þar einsdæmi, að stúlka leggi fyrir sig grásleppuveiðar. — Mig langaði til þess að reyna þetta, sagði Kristin þegar við töluðum við hana. Bræður minir tveir, Sigurður og Guðmundur, hafa stundað grásleppuveiöar undanfarin vor, en nú ætlaði annar að hætta, og mér fannst til- valið að setjast i sætið hans I bátnum. Og það gerði ég. Veiðarnar stóðu sem næst tvo mánuði, og það var þriggja lesta trilla, sem þau systkinin notuðu. — Við lögðum net hér út með landinu, sagði Kristin, undan Króksbjargi — ætli það sé ekki svona klukkutima ferð á trillu? Maður varð auðvitað að vera i sjóstakk þvi að annars hefði mað- ur orðið hundblautur. Auðvitað fær ég karlmannshlut — sama hlut og bróðir minn hefði fengið, ef hann hefði verið áfram á bátn- um. Ég veit ekki ennþá, hvað ég ber úr býtum, þvi að við erum ekki búin að gera upp reikning- ana.En það urðu fimmtiu tunnur af grásleppuhrognum, sem við söltuðum i vor. Við spurðum Kristinu, hvort hún gæti imyndað sér, að hún sjóklæddist að nýju næsta vor, þegar hrognkelsin skriða i þar- ann. — Það getur vel verið, svaraði hún. Satt að segja finnst mér það skemmtilegra að fást við grásleppuna en sitja inni alla daga, og svo er lika meira upp úr þvi að hafa. Þannig var það að minnsta kosti núna. —JH. EITUREFNI I DYR- Þar hefur einhver UM VIÐ MYVATN UNDANFARIN ár og áratugi hefur notkun ýmissa eiturcfna farið slvaxandi um heim allan. Eitruðum úrgangi frá verksmiðj- um cr miskunnarlaust dembt I sjóinn og nærfellt allur jarðar- gróður er nú orðið útaður með eitri. Af þessu hefur leitt stór- fellda mengun á öllu umhverfi okkar. Islendingar eru i þessu efni betur settir en margar þjóðir aðr- ar, af þvl að hér er mengun af völdum iönaðar og þéttbýlís að sjálfsögðu minni en með iðn- væddum þjóðum i þéttbýlum löndum. Þó er nú farið að gæta hélendis eiturefna, sem berast meö loftstraumum annars staöar frá. Rannsóknir sem tveir sænsk- ir náttúrufræðingar hafa varð- andi eiturefni, sem berast með loftstraumum, á Reykjanesi og við Mývatn sýna, að við Mývatn er að finna bæði DDT og PCB, sem er eitur skylt DDT, en hins vegar virðist Reykjanes vera álveg laust við eitur. Orvinnsla gágna er þó enn svo skammt á veg komin, að ekki er hægt að segja, hversu mikið eiturmagnið er við Mývatn. Vlsindamennirnir hafa enn- fremur rannsakað dýralif við Mývatn til þess að kanna, hvort eiturs gæti í dýrum. Rannsakaðir hafa verið fiskar, fuglar og smá- dýrýmis úr vatninu og i ljós kom, að I sumum dýranna gætti eiturs - bæði DDT og PCB - þótt meginhluti sýnishornanna sýndi ekkert slikt. Þótt þessar rannsóknir séu allar á frumstigi, sýna þær, svo aö ekki verður um villzt, að tekið er að örla á eiturmengun hér- lendis, þótt hún sé sem betur fer ekki komin á jafn alvarlegt stig og sums staðar erlendis. En allur er varinn góður og okkur er þess vegna hollast að hafa augun hjá okkur I þessu sambandi. — HHJ skelmir FYRIR nokkrum árum risu talsverðar deilur I Vestur- Húnavatnssýslu vegna fram- tiðarskipunar skólamáia i héraði. Sameinuðust þá nokkrir hreppar um bygg- ingu skóla á Laugabökkum, en I einum hreppi, sem til greina kom, að þar ætti hlut að, varö það ofan á að byggja sérstakan skóla heima fyrir. Þetta var Þverárhreppur, og skólinn byggður að Þorfinns- haldið á stöðum I Vesturhópi. Menn voru ekki á einu máli um þessa ráðstöfun heima fyrir, og liklega hefur sá, sem áletraði skólabygging- una á Þorfinnsstöðum i skjóii næturinnar ekki fylgt flokk þeirra, sem fyrir henni stóðu. En hvað um það: Þar stendur stórum og allvel geröum stöfum nafn, sem veldur þvi, að vegfarandinn rekur upp stór augu, þar eð pensli það kemur annarlega fyrir sjónir á skólahúsi. Nafnið geta menn sjálfir lesið á myndinni, og eins og hún ber með sér er hakakross fram- an við það og aftan og þar aftan við einhver torráðnari merki — kannski nokkurs konar búmerki höfundar, nema þau hafi merkinu, sem ókunnugum liggja ekki I augum uppi I skjótu bragði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.