Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 22. júll 1973. sýslu til þess aö siga i bjargið. Sumir nágrannarnir voru hér all- an eggjatimann.Þaö var heldur ekki ótitt, aö bátar kæmu hingað inn og áhafnirnar fengju að siga. — Hvað heldurðu, að tekin hafi veriö mörg egg aö meðaltali á ári hverju? — Þaö er erfitt að segja — ég gæti trúað, aö i Hornbjargi hafi verið tekin hátt i hundrað þúsund og i Hælavikurbjargi svona 70—80 þúsund. — Hvernig var fengnum svo skipt? — Hver maður fékk sinn hlut. Sá sem átti festina fékk að auki svokallaðan festarhlut og fygling- urinn fékk aukalega hættuhlut, en festarmenn og gægjumaður fengu sinn hlutinn hver. — Var eitthvað um það, að kon- ur færu i bjargið? — Kvenfólk var á brún, en ég man ekki eftir þvi, að konur hafi farið niður i bjarg. — Hvernig var að verki staðið niðri i bjarginu? — Fyglingurinn hrifsaði til sin eggin um leið og hann bar fram hjá eða tindi þau saman i hrúgur, ef aðstæöur voru þannig, að það væri hægt. Siðan var fyglt upp sem kallað var. Fyglingurinn hafði framan á sér eins konar poka, sem nefndist hvippa og i hann voru eggin látin. Þetta var saumaður poki, sem náði upp undir hendur og niður fyrir hné. Um mittið spenntu menn ól og drógu svo pokann upp úr ólinni, svo að pokar mynduðust á báðar hliðar. Svo lágu ólar yfir axlirnar og i kross á bakinu. Seig fyrst fimmtán ára — Hvað varstu gamall, þegar þú fórst fyrst I bjargið? — Ætli ég hafi ekki verið um það bil fimmtán ára, þegar ég fékk að prófa það fyrst. Svo fór ég að siga upp úr þvi. Maður beið þess með mikiln eftirvæntingu að fá að siga langt. Þa var maður búinn að fá töluverða reynslu og haföi séð, hvernig góðir sigmenn fóru að. Það voru margir góðir sigmenn hér t.d. Kristján Guðjónsson, sem nú býr á Isafirði og Guðmundur Óli bróðir hans, sem fórst i bjarginu 1954. Ég hafði verið á gægjum hjá þeim, á með- an ég var liðléttingur. — Var það titt, að menn færust i bjarginu? — Nei, þegar Guðmundur Óli fórst, hafði ekki orðið slys um hálfrar aldar skeið. Og þá sjald- an, að slys uröu, var það af orsök- um, sem ekki varð við ráðið, þvi að alltaf var gætt fyllstu varkárni. Slysin hlutust af hruni i bjarginu og við það fékk enginn mannlegur máttur ráðið. Menn fóru alltaf gætilega og fylgdust vel með öllu — gættu þess, að festin legðist á örugga staði, svo að hún skransaði ekki til, þegar gengið var til hliðar. Súrsuð egg þóttu lostæti — Hvað var svo gert við eggin? — Eftir að við strákar kom- umst á legg og fórum að geta sig- ið, komu nokkur þúsuns egg i hlut fjölskyldunnar árlega, þótt ég viti ekki nákvæma tölu á þeim. Þau voru svo tekin og skyggnd i dag- sljósi — bezt var þó, að sólskin væri — og flokkuð i þrjá flokka. 1 fyrsta flokk fóru egg, sem voru alveg glær. Væri i þeim blettur fóru þau i annan flokk, ef blettur- inn var ekki stærri en sem svaraði teskeiðarblaði, en væri hann stærri lentu þau i þriðja Arnór kann skil á hverri þúfu að Horni. i feröinni að Horni voru 118 manns, svo aö gjallarhornið kom sér vel. Úr ferð Átthagafélags Sléttuhrepps að Horni 2. viðtal Þaö er ekki heiglum hent aö siga I þessi björg. Á vorin langar mig alltaf i bjargið Rætt við Arnór Stígsson frá Horni Arnór haföi auövitaö mörgu að sinna, en gaf sér samt tóm til þess aö segja blaðamanni Timans litið eitt frá lifinu að Horni eins og hann man eftir því frá æskuárum sfnum. Vil tylltum okkur á veggjarbrot, þaðan sem sá út á Hornvíkina yfir til Hafnarness og Rekavikur og Arnór hóf að segja frá: Fiskur, fugl og egg — Fólk lifði hér mest á fiski, fulgi og eggjum þvi að sjálfur búskapurinn var ekki stórisnið- um eins og gefur að skilja. Viö áttum 50-60 kindur og færðum frá 20-30 ám, svo að viö hefðum mjólk. Ég var látinn sitja hjá, þegar ég var orðinn svo gamall, að hægt var að nota mig til þess. Seinni árin höföum við lika eina eða tvær kýr. — En sjórinn hefur verið höfuðbjörgin? — Já, við áttum alltaf bát og rerum hérna út á vikina með linu og austur fyrir Hornbjarg ef gott var veður. Frá þvi, að ég man fyrst eftir mér og fram undir 1942, kom alltaf fiskihlaup hingaö inn á Hornvikina á vorin, en 1942 brást það af einhverjum ástæðum og eftir það var litinn fisk að fá og aldrei nema slitingur hér inni á vlkinni, en þó fékkzt stundum góður afli á skaki fyrir austan bjarg. Við plægðum fyrir kúfisk við Hafnarnes hérna handan vikurinnar og beittum sjaldan ööru. Þó kom fyrir að við notuð- um smokk, ef hann aflaðist hérna á vikinni — hann tókum við á sér- staka þar til gerða króka. Bjargið setti mark sitt á lif fólksins — En bjargsigið hefur þó öðru fremur sett mark sitt á lif manna á þessum slóðum. Hvernig var þvi hagað? — Þegar fariö var i bjargið, var notuð 120 faðma fjórþætt festi úr hampkaðli með lifþætti, sem kallaður var. Það var þáttur innst I tauginni og þegar hann fór að láta á sjá, var festin lögð til hlið- ar, þvi að þá var hún ekki talin örugg lengur. A bjargbrún voru svo fimm menn á festinni og einn á gægjum, sem kallað var. Hann átti að fylgjast með sigmanninum eða fyglingnum og hlusta eftir honum, þvi að hann gaf fyrirskipanir með kalli — hvort ætti að gefa, halda við eða draga. En ef sigið var niður á hillur, þar sem þurfti aö fara úr vaönum, gaf hann merki með þvi aö kippa i vaöinn. Þrir kippir merktu þá að draga ætti upp. — Hvenær var byrjað að siga á vorin? — Sig byrjaði upp úr 20. mai og stundum fyrr, ef vel viðraði og stóð út júni. Stundum var farið oft á sama stað og allt hreinsað, en stundum var ekki farið nema tvisvar á sama stað og þá látnir liöa 16-17 dagar á milli og ekki tekin nema nýorpin egg. Sums staðar var bjargið blautt og klaki I þvi langt fram eftir vori, svo að vont var að siga þar og þá var lát- ið nægja að fara tvisvar. — Hing- aö komu menn viða að úr Sléttu- hreppi, Grunnavíkurhreppi og jafnvel Arneshreppi i Stranda-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.