Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 22. júlí 1973. bifreida stjórar SOLUM; Afturmunstur Frammupstur Snjómunstur BARÐINNHF. ÁRMÚLA 7. REYKJAVÍK. SÍMI 30501. ÞÚR HF REYKJAVÍK SKÓLAVÖRÐUSTÍG 25 TRAKTORAR Nýjar hug- myndir í nýju formi — rætt við Svein Einarsson Þjóðleikhússtjóra í SIÐUSTU leikskrá þess leikárs sem nú er á enda runnið, skrifar Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri dátlitinn formála, þar sem hann gerir stuttlega grein fyrir verkefnum leikhússins á liðnum vetri. Þá vikur Sveinn að ýmsum nýmælum i starfsem- inni, eins og þvi að einskorða ekki sýningar við Reykjavik — og áformum, sem uppi eru um leik- sýningar i skólum — en segir að lokum, að enda þótt ,,brytt hafi á ýmsu nýju i vetur, verður þó að viður- kenna, að um algera nýsköpun eða stefnubreytingu hefur ekki verið að ræða. í fyrsta lagi hafa lög um Þjóðleikhús enn ekki hlotið samþykki Alþingis. í öðru lagi krefst allt sins undirbúnings og viðbúið þannig, að næsta vetur verði meiri breytinga vart”. Þetta er að okkar skilningi ekkert annað en illa dulbúið loforð um að ýmis nýlunda sé i bigerð i Þjóðleikhúsinu. Þess vegna héldum við á fund Sveins og inntum hann frétta. I ,a gabóksta f ur inn má ekki hindra eðli- lega þróun — Það er eiginlega að stela glæpnum l'rá sjáll'um sér og öðrum að l'ara að tala um þetta á þessu stigi máls, þvi að þetta verða ekki annað en lalmandi tilraunir fyrr en lögin eru komin. — Hvaða breytingum er ráð íyrir gert i lagafrumvarpinu? — Fyrst vil ög geta þess, að leikhúsl'ólk hefur um árabil æskt endurnýjunar á lögum um Þjóð- leikhús, þvi að timarnir breytast og i samræmi við það verður að endurnýja lagabókstal'inn annað veifið, svo að hann hindri ekki eðlilega . þróun i leikhúsinu. Aukið lýðræði 1 frumvarpinu er gert ráð f'yrir meira atvinnulýðræði, en verið hefur innan leikhússins, þótt stjórn þess verði el'tir sem áður ábyrg Áhrif starfsfólksins eiga að aukast og þá ekki bara á sviðinu, heldur er þeim lika ætlað að hafa áhrif á stefnu leikhússins og staríshögun leikaranna, segja sitt álil i öllum grundvallarumræðum um eðli og tilgang leikhússins sem sliks. Þá er lika gert ráð lyrir þvi, aö hér sta.rfi dramaturg, sem svo er nefndur á útlendum tungum, en við getum kallað leiklistarráðu- naut — það er maður sem m.a. er leikhússtjóra til ráðuneytis um leikritaval. Liklega gera menn sér litla grein l'yrir þvi, hversu mikið starf er fólgið i vali á leikritum, en til marks um það get ég nel'n-t, að ósjaldan höl'um við þurlt að fara i gegnum allt ao fimmtiu leikrit, til þess að finna eitt, sem okkur lizt vel á. — Samkvæmt írumvarpinu verður skrifstofustjórinn gerður að fjármálafulltrúa og ætlaö að hafa Ijármálastjórn og mestallt starfsmannahald. Slik niður- skipan starfsins er ugglaust til bóta, en fjármálafulltrúinn og leikhússtjóri verða auðvitað að vinna mjög náið saman, ef vel á að vera. — Sjálfum finnst mér að bæta þyrfti við eins konar l'ram- kvæmdastjóra, sem hefði með höndum leiklerðir og skipaði niður vinnu i sambandi við ælingar og annað i þeim dúr. Þá er stungið upp á þvi, að leik- húsið geti haft islenzkan höfund á launum og það finnst mér mikil l'ramför. Ég vona að þetta frumvarp verði með fyrstu málum, sem rikisstjórnin leggur fyrir Alþingi i vetur, þvi að um leið og lagabók- stalurinn er kominn, getum við hafizt handa af fullum krafti. Flins og er getum við ekki annaö gert en að undirbúa ýmislegt, en ekki bundið neitt fastmælum. — Hvað er þá merkilegast i undirbúningi? — Lýöræðisleg vinnubrögð eru mér mjög ofarlega i huga — sjálfur hef ég niu ára reynslu af sliku úr Iðnó, þar sem rikti meira lýðræði en hér hefur verið, og gafst vel að minu viti. Við viljum lika breyta formi á samningum við Leikarafélagið, þvi að það er ekki hægt að fýlgja klukkunni, þegar unnið er að hópvinnuleikritum t.d. (Unnið er nú aö endurskipulagningu allra samningamálanna). Leikhúsið á ekki að vera lúxus Svo langar okkur til þess að leggja áherzlu á leiksýningar handa börnum og unglingum. Við viljum kenna yngstu kynslóðinni að lita ekki á leikhúsið sem lúxus, heldur sjálfsagðan og eðlilegan part af umhverfinu, Þangað eiga þau að sækja bæði afþreyingu og andlega uppörvun. Mér finnst, að hvort tveggja eigi fullan rétt, æfintýri og tilraunir á borð við Furðuverkið, þar sem skirskotað er til imyndunarafls barnanna, á annan hátt og þeim jafnframt veitt þekking. Eitt á ekki að úti- loka annað. Leikhúsinu ber að nota öll tiltæk ráð til þess að ná til áhorf- enda sinna Það er meðal annars i þvi skyni sem við setjum á svið leikþátt um Grænland næsta haust. Þar er fjallað um forna menningu Eskimóa og afdrif hennar eftir að hvitir menn slógu eign sinni á landið. Þessi þáttur verður svo einlaldur i sniðum, að „ meiri afköst mecf f jölfætTu Vinsælasta heyvinnuvél í heimi 4 stærðir— Vinnslubreidd 2,4 til 6,7 m — Geysileg flatar- afköst— Nýjarog sterkari vélar — Mest selda búvélin á (slandi Sveinn Einarsson þjóöleikhússtjóri hægt verði að sýna hann i leik- fimisölum i skólum, jafnvel i kennslustofum. Skólarnir geti pantað hann til sýningar gegn ákveðnu gjaldi, sem sýningin óhjákvæmilega kostar. Þetta form eralgengtá Norðurlöndum, Þýzkalandi og Bretlandi og hefur gefizt vel, og nýfarið er að reyna þetta hérlendis. Taka þátt í uniræðu dagsins Við erum með fleira af þessu tagi á prjónunum, enda dreymir leikhúsið alltaf um að taka þátt i umræðu dagsins. í haust byrjum við liklega. að æfa heimildar- sýningu um þorskastriðið, þar sem við reynum að fella saman l'ræðslu og skemmtun. Ég held að full þörf sé á einhverju sliku — mér kæmi ekki á óvart þótt margur maðurinn reyndist æð fáfróður um ýmislegt, sem að þessu lýtur, ef eftir væri leitað, helztu veiðiaðferðir t.d. og jafnvel hverjar fisktegundir eru okkur mikilvægastar. Leikhúsið getur verið hin ágætasta uppeldis- stolnun, ef rétt er á málum haldið. t frumvarpinu er gert ráð fyrir litlu leiksviði til viðbótar þvi stóra og allar horfur eru á þvi að hætt verði veitingarekstri i Þjóð- leikhússkjallaranum og þar verði komið upp leiksviði i staðinn. Þetta heitir Þjóbleikhús Jafnframt er til athugunar, að efla starfsemina utan sjálfs leikhússins hér i Reykjavik, enda heitir þetta Þjóðleikhús og ætti þess vegna að koma fleiri til góða en þeim sem búa i Reykjavik og nágrenni. Mér finnst, að fjölga þurfi leikferðum út á land, það er að visu dýrt ot stundum erfitt um vik i þeim efnum en mér finnst nauðsynlegt að efla þá starfsemi. Okkur er raunar að dreyma um að senda leikflokk út á land þegar á næsta leikári. — Annars hefur þvi miður borið dálitið á þvi, að fólk úti á landi hefur tekið fálega leikritum, sem ekki hafa verið sýnd lengi og við mikla aðsókn i Reykjavik. Þetta finnst mér miður, þvi að við viljum fullt eins byrja sýningar úti á landi, en þessi afstaða fólks hefur haft áhrif á aðsókn. En við höfum sem sagt sett okkur það mark, að leita nýrra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.